Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 42
DAGLEGT LÍF 42 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opið laugardaga kl. 10-16 Yfirhafnir í úrvali Ullarúlpur Heilsársúlpur Hattar og húfur Þ eir jólasveinar nefndust, – um jólin birtust þeir,“ segir meðal annars í jólasveinakvæði Jóhann- esar úr Kötlum, og víst er að íslensku jólasveinarnir eru nú að búa sig undir að arka til byggða enda nálgast jólin óðfluga. Móðir þeirra Grýla er líka að rumska, sem og maður hennar Leppalúði, og jóla- kötturinn er eflaust farinn að sleikja út um. Listamaðurinn Brian Pilkington gæddi þetta hyski nýju lífi í bókinni Jólin okkar, sem Mál og menning gaf út árið 2001, þar sem hann brá skemmtilegu ljósi á fjölskyldu jóla- sveinanna og íslenska jólasiði í máli og myndum, við hlið hinna sígildu Grýlu- og jólasveinakvæða Jóhann- esar úr Kötlum, sem fyrir löngu eru orðin samofin íslenskri þjóðarsál. Og nú er jólasveinafjölskyldan komin á kreik á ný, í þetta sinn í formi styttna, sem eru svo listilega hann- aðar að engu er líkara en þær stígi ljóslifandi út úr bókinni. Unnið með hvert smáatriði Það er Sólarfilma sem stendur að þessari útgáfu, í samvinnu við Brian Pilkington, en stytturnar eru fram- leiddar í Kína. Sjálfur er listamað- urinn afar sáttur við hvernig til hef- ur tekist við framleiðsluna á styttunum og í sama streng taka eig- endur Sólarfilmu, hjónin Kathleen Bearden og Þórhallur Birgisson. „Við fórum á sýningu í Hong Kong og völdum þessa framleiðendur úr hópi fjölmargra sem þar voru, þótt þeir væru ekki ódýrastir. En okkur leist best á þessa, enda fullvissuðu þeir okkur um að þeir myndu ekki hætta fyrr en við yrðum fullkomlega ánægð með útkomuna, og þeir hafa staðið við sitt,“ sagði Þórhallur. „Þetta hefur líka tekið sinn tíma enda varð ég að senda gríðarlegan fjölda leiðréttinga fram og aftur í tölvupósti á framleiðsluferlinu. Eitt sinn sendi ég þeim til dæmis Hurða- skelli til baka því ég var ekki ánægð- ur með hendurnar á honum. Þannig unnum við okkur áfram með hvert smáatriði þar til við vorum öll mjög ánægð með framleiðsluna,“ bætti Brian við. „Stytturnar eru handmálaðar og gerðar úr efni sem kallað er á fag- málinu „polyresin“, en við köllum á íslensku resín. Það efni er notað í þorrann af styttum, sem eru sam- bærilegar að gæðum við jólasveina Sólarfilmu,“ sagði Þórhallur enn- fremur og bætti því við að samhliða útgáfu á styttunum hefðu verið hönnuð sérstök jólaspil, kökudiskur, viskustykki og svunta, með myndum af þessum sérstæðu „jólafígúrum“ Pilkingtons, jólasveinunum þrettán, Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Hugmyndin væri að koma þessum varningi einnig á markað erlendis, en stytturnar eru seldar í vönduðum umbúðum með texta á ensku eftir Kathleen, þar sem gerð er grein fyr- ir hverjum og einum fjölskyldu- meðlimi. Þráinn Bertelsson skrifar íslenska textann. Fastur sess í þjóðarsálinni Birgir Þórhallsson og Snorri Snorrason flugmaður stofnuðu Sól- arfilmu árið 1961 og í upphafi var áhersla lögð á útgáfu á litskyggnum af íslensku landslagi og eldfjalla- og eldgosamyndum. Fyrirtækið hóf brátt að gefa út póstkort og síðar tækifæriskort af ýmsu tagi. Sól- arfilma gefur enn út póstkort enda þótt öll önnur kortaútgáfa hafi verið seld úr rekstrinum fyrir nokkrum árum. Nú einbeitir Sólarfilma sér að framleiðslu og útgáfu á minjagrip- um, gjafavöru og póstkortum. „Við höfum verið í samstarfi við Brian Pilkington í tíu ár og þegar við sáum útfærslu hans á íslensku jóla- sveinunum og foreldrum þeirra í bókinni Jólin okkar vissum við að hér var eitthvað á ferðinni sem vert var að skoða nánar. Niðurstaðan varð þessi og við eigum ekki von á  HÖNNUN| Styttur af íslensku jólasveinunum í útfærslu listamannsins Brians Pilkingtons Jólasveinafjölskyldan stígur fram úr bók Morgunblaðið/Ásdís Listamaðurinn: Brian Pilkington, til hægri, ásamt eig- endum Sólarfilm, hjónunum Kathleen Bearden og Þór- halli Birgissyni, og frumkvöðlinum Birgi Þórhallssyni. Bjúgnakrækir: Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Jólasveinarnir: Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Bræðurnir allir saman komnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.