Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 45
V
elferðarmál og hug-
myndafræði blandin
samfélagslegri vitund
í heilbrigðismálum
voru áberandi meg-
instef í stefnuræðu Halldórs Ás-
grímssonar, formanns Framsókn-
arflokksins, á haustfundi
miðstjórnar Framsóknarflokksins
sem hófst í Reykjavík í gær og er
framhaldið í dag. Var því lýst yfir
eindregið á fundinum að Fram-
sóknarflokkurinn sé velferð-
arflokkur og menn væru ákveðnir
í að halda áfram á velferðarbraut
í þeirri ríkisstjórn sem nú situr.
Þegar heilbrigðismál eru rædd
í fjölmiðlum vill oft bera við að
misskilnings gæti varðandi fram-
lög af fjárlögum og úr ríkissjóði.
Þannig mætti stundum halda af
umræðunni að heilbrigð-
isráðherra og fjármálaráðherra
standi fyrir umfangsmiklum nið-
urskurði í framlögum til mála-
flokksins þegar raunin er allt
önnur. Þannig eru framlög í heil-
brigðismálum aukin um alls níu
milljarða króna í því fjárlaga-
frumvarpi sem nú er til með-
ferðar á löggjafarsamkundu Ís-
lendinga. Um níu milljarða! Þetta
er t.d. vegna mikilvægra úrbóta í
málefnum fatlaðra, til þess að
bæta úr þörf fyrir úrræði í öldr-
unarþjónustu og vinna frekar að
uppbyggingu heilsugæslu á höf-
uðborgarsvæðinu. Verkefnum
sem full samstaða hefur verið um
í ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks, sem margoft
hafa sýnt í verki hversu mjög
þeir meta öflugt og traust vel-
ferðarkerfi.
Heilbrigðismál hafa verið áber-
andi í umræðunni að undanförnu,
ekki síst í kjölfar landsfunda
Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna. Var þar sleginn ólíkur
tónn, enda þótt báðir fundir hafi
átt það sameiginlegt að að hafa
gert velferðarmálin að umtalsefni.
Vinstri grænir ræddu á ábyrgan
og málefnalegan hátt um íslenskt
velferðarkerfi á meðan formaður
Samfylkingarinnar vék stefnu
síns stjórnmálaflokks frá því fyrir
kosningar af borðinu í einu vet-
fangi og tók þess í stað upp hug-
myndafræði nýfrjálshyggjunnar.
Er langt síðan formaður stjórn-
málaflokks, sem kennir sig við
jöfnuð og félagshyggju, hefur
gert jafnrækilega atlögu að ís-
lensku velferðarkerfi og þeim
grundvallarréttindum okkar sam-
félags að allir eigi rétt á fyrsta
flokks heilbrigðisþjónustu, óháð
efnahag. Er ekki að undra, að æ
síðan hafi félagar umrædds for-
manns keppst við að bera af sér
stuðning við slíka stefnubreyt-
ingu og er öll sú umræða mjög í
takt við þann mikla samhug og þá
ríku einingu, sem Össur Skarpéð-
insson sagði að hefði ríkt á um-
ræddum landsfundi en fór hins
vegar framhjá flestum öðrum.
Framsóknarflokkurinn hefur
farið með stjórn heilbrigðismála í
landinu undanfarin átta ár og
þeir sem halda því fram að á um-
ræddu tímabili hafi ekkert gerst,
byggja málflutning sinn ann-
aðhvort á misskilningi eða vísvit-
andi rangfærslum, nema hvort
tveggja sé. Á þessu tímabili hefur
í fyrsta sinn verið bryddað upp á
öðrum rekstrarformum til að
auka skilvirkni og bæta þjón-
ustuna. Á síðustu árum hafa verið
gerðir fleiri þjónustusamningar á
þessu sviði en nokkru sinni áður.
Staðið hefur verið fyrir fjölmörg-
um útboðum, t.d. vegna reksturs
og byggingar heilsugæslustöðva á
höfuðborgarsvæðinu, og allt ber
þetta að sama brunni;
nefnilega því að vera
opinn fyrir nýjum lausn-
um og góðum hug-
myndum sem eru til
þess fallnar að bæta
þjónustuna og nýta fjár-
munina betur. Við erum
ekki hræddir við einka-
rekstur; við tókum hann
sjálfir upp og nýtum
það besta sem einka-
framtakið hefur upp á
að bjóða með skil-
greindum þjónustu-
samningum um tiltekna
þjónustu og gæði henn-
ar. En við höfnum einkavæðingu
heilbrigðiskerfisins mjög afdrátt-
arlaust og erum þeirrar skoðunar
að þar í veröldinni sem slíkar
leiðir hafa verið farnar, sé reynsl-
an slæm og öðrum þjóðum lítil
fyrirmynd.
Við framsóknarmenn erum
þeirrar skoðunar að samfélagsleg
vitund og samkennd með þeim
sem minna hafa sé mikilvæg sem
aldrei fyrr í því markaðskerfi
sem almennt er viðurkennt að sé
drifkraftur efnahagskerfa á Vest-
urlöndum. Málið snýst um rétt-
læti, að aðgangur að heilbrigð-
isstarfsfólki sé greiður og
samfélagið taki sameiginlega
ábyrgð á því að reka öryggisnet
fyrir alla landsmenn, jafnt unga
sem aldna, og hinir veikustu hafi
þar forgang.
Það er þetta sem skiptir mestu
máli. Og raunar er það svo, að
séu þessi markmið öll uppfyllt, þá
skipta rekstrarform heilbrigð-
isþjónustunnar sem slík, ekki
meginmáli. Aðalatriðið er að
bjóða upp á fyrsta flokks þjón-
ustu og að samfélagsleg vitund
láti ekki undan í samkeppninni
við peningahyggjuna. Og sé stað-
an orðin sú að það verði hlut-
skipti Framsóknarflokksins að
verja íslenska heilbrigðis- og vel-
ferðarkerfið fyrir árásum frá
hægri úr nýfrjálshyggjuarmi
Samfylkingarinnar, þá verður svo
að vera.
Sannfæring og kraftur munu
fylgja slíkri varðstöðu. Og full-
vissan fyrir því að jöfnuður og
samkennd eigi og verði að vera
ríkjandi í íslensku samfélagi hér
eftir sem hingað til.
Kröftug
varðstaða
um vel-
ferðina
Eftir Björn Inga Hrafnsson
’ Sé staðan orðin sú aðþað verði hlutskipti Fram-
sóknarflokksins að verja ís-
lenska heilbrigðis- og vel-
ferðarkerfið fyrir árásum
frá hægri úr nýfrjálshyggju-
armi Samfylkingarinnar, þá
verður svo að vera. Sann-
færing og kraftur munu
fylgja slíkri varðstöðu. ‘
Höfundur er varaþingmaður í
Reykjavík og aðstoðarmaður
utanríkisráðherra.
gmynd – og er útgangspunktur í
un þeirra – að valdið eigi upp-
hjá fólkinu. Opinbert vald sé að-
gna þess að fólkið hefur veitt
ð umboð sitt til sameiginlegra
Opinberar stofnanir hafi ekki
tilveru heldur starfi í umboði
tjórnarskrá ríkis sé æðsta heim-
mboðið og takmörk þess. Þeir
ast þjóðaratkvæðagreiðslunnar í
segja að Tony Blair og félagar
ært æðstu stjórn ríkisins í veiga-
riðum til yfirþjóðlegra stofnana
mbandsins, án samþykkis bresku
ar. „Breska stjórnarskráin er
Tony Blair,“ sagði Ian Duncan
vid Heathcoat-Amory, þingmað-
lokksins, bætti svo við: „Þetta
gildir sjálfsmorði fyrir Bret-
Stormur í vatnsglasi?
m harðast berjast fyrir því að
mbandið verði sjálfstætt ríki í
að vera bandalag sjálfstæðra
rða að stjórnarskráin sé bara til-
fborði Evrópusambandsins.
rið að gera neinar grundvall-
gar, aðeins að taka saman hina
sáttmála sambandsins og steypa
þess að gera Evrópusambandið
a eftir stækkun. Ian Duncan
Smith og félagar fullyrða að hér sé um að
ræða hreinar blekkingar af hálfu þeirra
sem vilja að Evrópusambandið breytist í
sambandsríki. Þeir benda á sífellt meira
vægi ákvarðana sem teknar eru með
meirihluta og að minni kröfur séu gerðar
til styrks meirihlutans en áður. Ennfremur
á nýjar valdheimildir til að samhæfa stefnu
í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum og á
ýmsum öðrum sviðum. Á afnám þriggja
stoða kerfisins sem leiðir m.a. til þess að
utanríkis-, refsi- og réttarfarsmálefni
verða viðfangsefni stofnana sambandsins
og að Evrópusambandið verður nú sjálf-
stæður lögaðili. Þeir benda á innleiðingu
mjög víðtæks mannréttindakafla sem geti
leitt til þess að dómstóll Evrópusambands-
ins muni hafa lokaorðið um túlkun hinna
afar matskenndu ákvæða kaflans. Það má
nefna fjölmörg dæmi til viðbótar sem
gagnrýnendur stjórnarskrárinnar og bar-
áttumenn fyrir þjóðaratkvæði nota máli
sínu til stuðnings og er málstaður þeirra
afar sterkur.
Einkenni ríkis?
Það er alveg ljóst að tilburðir Evrópu-
sambandsins í þessum stjórnarskrár-
málum eru ekki lóð á vogarskálar aðild-
arsinna á Íslandi. Ég efast um að margir
Íslendingar vilji renna inn í Evrópusam-
bandsríkið. Ef enginn finnur lyktina af
stofnun þess má benda á nokkur athygl-
isverð atriði sem sérstaklega eru fest í
stjórnarskrána. Mælt er fyrir um Evrópu-
sambands-ríkisborgararétt. Fáni sam-
bandsins skal vera hringur tólf gullinna
stjarna á bláum bakgrunni. Þjóðsöngur
sambandsins skal vera Óður til gleðinnar
úr 9. sinfóníu Beethovens. Einkunnarorð
þess skulu vera Sameinuð í fjölbreytileik-
anum. Mynt þess skal vera evran. 9. maí
skal vera þjóðhátíðardagur sambandsins.
Getið þið bent á eitthvert fyrirbæri í ver-
öldinni annað en sem veitir ríkisborg-
ararétt, hefur fána, þjóðsöng, þjóðhátíð-
ardag og gjaldmiðil, en telst ekki þjóðríki?
Svo eru einhverjir hissa á að Bretar hafi
efasemdir.
ir aðildarríkin
’ Þeir sem harðast berj-ast fyrir því að ESB verði
sjálfstætt ríki fullyrða að
stjórnarskráin sé bara til-
tekt á skrifborði Evrópu-
sambandsins. ‘
Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar,
hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
ftir að hafa tekið sögulega
ákvörðun um að fjölga aðild-
arríkjum stendur Evrópusam-
bandið nú frammi fyrir því
verkefni að láta 25 ríkja sam-
upp. Það er verkefni ríkjaráð-
er hóf störf fjórða október. Rík-
ildarríkjanna 15 jafnt sem tíu
ldarríkja munu þar semja um
ársáttmála er verður rammi evr-
mvinnu í framtíðinni.
um að því að sáttmálinn geti stað-
um margra ára skeið. Markmið
um viðræðum eru skýr, að
ambandið verði sterkt, lýðræð-
gnsætt.
tefnan byggir starf sitt á drögum
fram af stjórnarskrárráðstefn-
efnan starfaði í rúmt ár fyrir opn-
og lagði fram drög að sáttmála
mþykkt með breiðri samstöðu
ðu að starfinu.
sáttmála gera ráð fyrir að skipu-
ði einfaldara og skiljanlegra á
ýðræðislegrar og gegnsærrar
ðildarríkjanna. Það leggur raun-
að aðildarríkin séu hornsteinar
greinir valdsvið sambandsins
m hætti.
tefnan ætti því ekki að taka upp
stu pólitísku málamiðlanir er
á ráðstefnunni. Það eru hins
ur mál sem þarf að staldra frekar
ð um tæknilega útfærslu mála í
laflokkum. Og þá á ekki síst við
fnanamál.
ðja því af fullum hug Ítali, sem nú
ystu í ráðherraráðinu, í því að
að ljúka ríkjaráðstefnunni fyrir
t eins og ítalski forsetinn teljum
ngaviðræður eigi að snúast fyrst
m mikilvægustu stofnanamál.
röð Dana er skýr. Nýi sáttmál-
ð uppfylla tvö skilyrði:
ður að virða stöðu aðildarríkj-
halda jafnvægi milli stærri og
darríkja.
stofnana verður að vera skilvirkt,
t og gegnsætt.
meginmál varðandi stofnanaþátt-
verður á um á ríkjaráðstefnunni
arskipulag framkvæmdastjórn-
áðherraráðsins sem og að ákveða
seta leiðtogaráðsins í framtíð-
a lagt fram tillögu um það hvern-
egi skipulag framkvæmdastjórn-
tvennt að viðmiði. Í fyrsta lagi
að hvert ríki eigi einn fulltrúa í
astjórninni með fullan atkvæða-
rétt, skiptir gífurlegu máli fyrir mörg aðild-
arríki jafnt sem marga íbúa sambandsins. Á
sama tíma verður að tryggja að fram-
kvæmdastjórnin geti starfað á skilvirkan
hátt þegar aðildarríkin eru orðin 25 eða fleiri.
Tillaga okkar gengur út á að viðhalda
þeirri hugsun ráðstefnunnar að takmarka
málaflokka í framkvæmdastjórninni en veita
samt öllum fulltrúum hennar atkvæðarétt.
Við leggjum til að starfi framkvæmdastjórn-
arinnar verði skipt upp í 15–19 málaflokka.
Mikilvægustu málaflokkunum ber að skipta
á milli nokkurra fulltrúa í framkvæmda-
stjórninni og mun einn þeirra bera ábyrgð á
samræmingu. Slíkt kerfi mun tryggja skil-
virka framkvæmdastjórn er hefur öflugt um-
boð.
Samhliða því sem framkvæmdastjórnin
verður styrkt verður að styrkja ráðherraráð-
ið. Þetta er ekki dæmi um að ef ég fæ meira
færð þú minna (zero-sum game). Forsæti í
ráðherraráðinu á, að mínu mati, áfram að
vera á hendi aðildarríkjanna. Þegar aðild-
arríkin verða orðin 25 eða fleiri verður hins
vegar nauðsynlegt að bæta núverandi kerfi
þar sem formennskan gengur á milli ríkja
(ekki síst til að tryggja samfellu).
Þó að ég sé opinn gagnvart hugmyndum
um „sameiginlega formennsku“ þar sem, til
dæmis, þrjú ríki kæmu við sögu í eitt ár eða
átján mánuði, hefur ég áhyggjur af því að það
myndi torvelda lárétta samræmingu og dag-
lega starfsemi. Þess vegna tel ég að við eig-
um að nútímavæða núverandi fyrirkomulag
varðandi formennskuna.
Hvort sem við viðhöldum núverandi formi
varðandi formennsku eða komum á sameig-
inlegri formennsku verðum við að velta því
fyrir okkur hvernig forseti leiðtogaráðsins
geti gegnt hlutverki við að samræma störf
innan ráðsins.
Markmið formennskunnar í leiðtogaráðinu
er að tryggja samræmi og ákvarðanatöku-
getu leiðtogaráðsins. Hann eða hún verður
auðvitað að fá nauðsynleg tæki til að sinna
því verkefni. Á sama tíma verðum við að
koma í veg fyrir að byggt verði upp forsæt-
iskerfi sem starfar óháð ráðinu, fram-
kvæmdastjórninni og aðildarríkjunum. Ef
við innlimum ekki forseta leiðtogaráðsins í
núverandi stofnanakerfi og látum forsetann
stjórna fundum leiðtogaráðsins missum við
af mikilvægu tækifæri til að styrkja heild-
argetu sambandsins til ákvarðanatöku. Við
eigum einnig á hættu að skapa stofnanir í
samkeppni er munu veikja stofnanakerfið í
heild.
Danir setja markið hátt í stofnanaviðræð-
unum. Við viljum styrkja getu ESB til að
leysa vandamál aðildarríkja. Til að ná því
markmiði verðum við að móta öflugt, lýðræð-
islegt og gegnsætt kerfi fyrir samvinnuna í
stækkuðu sambandi.
tjórnarskrá ESB
etur gengið upp
ers Fogh Rasmussen
Höfundur er forsætisráðherra Danmerkur.
’ Að ríki eigi fulltrúa íframkvæmdastjórninni
með fullan atkvæðarétt
skiptir gífurlegu máli. ‘
Reuters
Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, stýrði gerð draga að nýjum
stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins sem lögð voru fram í sumar eftir 16 mánaða
vinnu undirbúningsþingsins, Framtíðarráðstefnunnar svokölluðu.
ndicate.