Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 53

Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 53 Húsbréf Fertugasti og fjórði útdráttur í 1. flokki húsbréfa 1992 Innlausnardagur 15. janúar 2004 1.000.000 kr. bréf 100.000 kr. bréf 10.000 kr. bréf 5.000.000 kr. bréf 92120058 92120246 92120250 92120295 92120339 92120639 92120895 92121043 92121130 92121148 92121192 92121199 92121248 92121298 92121315 92121393 92121445 92121672 92121718 92122024 92122130 92122367 92122378 92122694 92122743 92122845 92122882 92122966 92122967 92123084 92123090 92123148 92150036 92150115 92150761 92150920 92151042 92151284 92151385 92151659 92152295 92152393 92152558 92152645 92152743 92152994 92153104 92153366 92153484 92153488 92153567 92153781 92153936 92153938 92154203 92154236 92154452 92154851 92155208 92155268 92155387 92155569 92155749 92155888 92155892 92156006 92156056 92156176 92156448 92156466 92156472 92156578 92156915 92156917 92156918 92156921 92157260 92157296 92157586 92157589 92157610 92157645 92157655 92157738 92158071 92158080 92158412 92158435 92158486 92158630 92158744 92158837 92158893 92158969 92159310 92159593 92159786 92170033 92170056 92170474 92170485 92170565 92170827 92170839 92171075 92171248 92171350 92171386 92171480 92171687 92171727 92171808 92171897 92172017 92172340 92172456 92172607 92172976 92172997 92173181 92173192 92173201 92173214 92173240 92173431 92173437 92174214 92174435 92174516 92174747 92175023 92175382 92175566 92175592 92175691 92175723 92175839 92175873 92176183 92176214 92176234 92176235 92177416 92177527 92177924 92178028 92178591 92178604 92178608 92178981 92179180 92179365 92179425 92179544 92179838 92179908 92180201 92180445 92180458 92180507 92180528 92180556 Y f i r l i t y f i r ó i n n l e y s t h ú s b r é f : 10.000 kr. (22. útdráttur, 15/07 1998) Innlausnarverð 16.601,- 92173090 10.000 kr. (23. útdráttur, 15/10 1998) Innlausnarverð 16.734,- 92174571 92179658 10.000 kr. (26. útdráttur, 15/07 1999) Innlausnarverð 18.058,- 92177537 92179657 10.000 kr. (28. útdráttur, 15/01 2000) Innlausnarverð 19.105,- 92172609 (2. útdráttur, 15/07 1993) Innlausnarverð 112.070,-100.000 kr. 92156792 (6. útdráttur, 15/07 1994) Innlausnarverð 12.155,-10.000 kr. 92172610 (11. útdráttur, 15/10 1995) Innlausnarverð 13.384,-10.000 kr. 92179653 (14. útdráttur, 15/07 1996) Innlausnarverð 14.190,-10.000 kr. 92170567 (16. útdráttur, 15/01 1997) Innlausnarverð 14.701,-10.000 kr. 92172612 (18. útdráttur, 15/07 1997) Innlausnarverð 15.304,-10.000 kr. 92172699 10.000 kr. (19. útdráttur, 15/10 1997) Innlausnarverð 15.660,- 92171185 10.000 kr. (29. útdráttur, 15/04 2000) Innlausnarverð 19.623,- 92174135 100.000 kr. 10.000 kr. (30. útdráttur, 15/07 2000) Innlausnarverð 201.835,- Innlausnarverð 20.183,- 92155270 92177927 10.000 kr. (32. útdráttur, 15/01 2001) Innlausnarverð 21.092,- 92178920 10.000 kr. (36. útdráttur, 15/01 2002) Innlausnarverð 24.285,- 92174570 Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Því er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í öllum bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Borgatúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 10.000 kr. (37. útdráttur, 15/04 2002) Innlausnarverð 24.897,- 92174134 92178341 1.000.000 kr. Innlausnarverð 2.489.736,- 92122093 10.000 kr. (38. útdráttur, 15/07 2002) Innlausnarverð 25.378,- 92173915 10.000 kr. (41. útdráttur, 15/04 2003) Innlausnarverð 26.976,- 92172608 92175130 100.000 kr. (42. útdráttur, 15/07 2003) Innlausnarverð 273.839,- 92152179 10.000 kr. Innlausnarverð 27.384,- 92171418 92178455 Að þessu sinni voru engin 5.000.000 kr. bréf dregin út. 100.000 kr. (43. útdráttur, 15/10 2003) Innlausnarverð 279.222,- 92156911 10.000 kr. Innlausnarverð 27.922,- 92173088 FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lög- um um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Frumvarpið felur í sér breytingar á grundvallarréttindum ríkisstarfsmanna hvað varð- ar starfsöryggi þar sem ekki þarf lengur að áminna rík- isstarfsmenn áður en þeim er sagt upp verði frumvarpið að lögum. Þá eiga ríkisstarfsmenn ekki að njóta lágmarksrétt- inda skv. stjórnsýslulögum svo sem andmælaréttar, jafn- ræðisreglunnar, meðalhófsreglunnar og rökstuðnings fyrir uppsögn svo nokkur dæmi séu tekin. Breyting þessi, ef að lögum verður, hefði það í för með sér að uppsagnir rík- isstarfsmanna yrðu framvegis algerlega háðar duttlungum stjórnenda stofnana. Við það munu ríkisstarfsmenn aldrei una. BSRB, BHM og KÍ hafa mótmælt harðlega þessu frumvarpi. Heildar- samtök opinberra starfsmanna líta svo á að allar breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skuli gerðar í fullu samráði við samtökin. Frumvarp fjármálaráðherra er hins vegar samið og lagt fram án alls samráðs. Að afnema með þessum hætti áminningar- og andmælaréttinn er því ein- hliða árás á kjör fólksins þar sem starfsöryggi þess verður ekkert. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það sé verið að færa starfsum- hverfi ríkisstarfsmanna nær því sem almennt gerist á vinnumarkaði en það er rangt þar sem með þessu frumvarpi er verið að gera rétt ríkistarfs- manna lakari en annarra. Það má benda á að andmælarétturinn og áminn- ingarskyldan er í kjarasamningum allra starfsmanna sveitarfélaga. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eru margar skyldur og kvaðir lagðar á ríkisstarfsmenn sem ekki eru á al- menna vinnumarkaðinum. Má þar t.d. nefna að upplýsingar um störf op- inberra starfsmanna verða almennt ekki talin til einkamálefna þeirra í skilningi upplýsingalaga, t.d. er sennilegt að almenningi sé heimill aðgang- ur að gögnum í málum þar sem opinberum starfsmanni er sagt upp störf- um. Þá á almenningur rétt á upplýsingum um laun og launakjör opinberra starfsmanna. Þagnarskylda hvílir á opinberum starfsmönnum. Þeir und- irgangast yfirvinnuskyldu. Harðari refsingum er beitt ef um brot í starfi er að ræða. Þeim er skylt að hlíta breytingum í starfi. Þá eru hæfnisskilyrði til að fá starf mun strangari en á almenna vinnumarkaðinum svo nokkur dæmi séu tekin. Það eru miklu ríkari skyldur lagðar á ríkisstarfsmenn en gengur og ger- ist á almenna vinnumarkaðinum. Því er eðlilegt að einnig séu gerðar ríkari kröfur til ríkisins sem vinnuveitanda. Starfsöryggi ríkisstarfsmanna þarf því að vera gott þannig að ekki sé hægt að segja þeim upp að tilefnislausu. Ríkisstarfsmenn munu berjast af fullri hörku gegn þessu frumvarpi og mun þeirri baráttu ekki linna fyrr en fjármálaráðherra hefur dregið það til baka. Í ljós hefur komið að samstaða um andstöðu gegn þessum gerræð- islega verknaði er algjör. Minna má á að samningar við ríkisstarfsmenn verða lausir á næsta ári. Eiga duttlungar að ráða í góðri stjórnsýslu? Eftir Jens Andrésson Höfundur er formaður SFR og varaformaður BSRB. ÁRIÐ 1962 kom geimfarið Mar- iner 2 til reikistjörnunnar Venusar. Þá kom í ljós að Venus er umlukin andrúmslofti sem er samsett að mestu úr koltvíoxíði. Hið mikla magn kol- tvíoxíðs í lofthjúpi Venusar veldur svo miklum gróðurhúsa- áhrifum að hitinn kemst ekki burt úr andrúmsloftinu held- ur lokast inni þannig að hitastig við yfirborð reikistjörnunnar er um 400°C sem er nógu hátt hitastig til þess að bræða blý. Vísindamönnum brá nokkuð er þeir gerðu sér grein fyrir ástandinu í lofthjúpi Venusar. Gat verið að gróð- urhúsalofttegundir á jörðinni yllu einnig hlýnun andrúmsloftins? Gat verið að ef gróðurhúsalofttegundum eins og koltvíoxíði og metani yrði sleppt óhindrað út í andrúmsloft jarð- ar myndi jörðin hlýna eins og Venus hafði gert? Flestir hafa heyrt um hlýnun lofts- lags vegna gróðurhúsaáhrifa. En hvað eru eiginlega þessi gróðurhúsa- áhrif sem allir eru að tala um? Gróð- urhúsaáhrif þýða einfaldlega að með- alhiti andrúmsloftsins mun hækka um nokkrar gráður næstu 100 árin vegna uppsöfnunar koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Margir vísindamenn telja að hlýnunin sé nú þegar hafin en síðustu áratugir 20. aldarinnar voru þeir hlýjustu sem Alþjóðaveðurstofn- unin (WMO) hefur mælt síðan mæl- ingar hófust. En er ekki allt í lagi þótt loftslag hlýni? Verður ekki bara hlýtt og nota- legt hér á Íslandi? Málið er ekki alveg svo einfalt. Ef andrúmsloft jarðar hlýnar má búast við hraðari hringrás vatns og meiri úrkomu. Orkuástand lofthjúpsins verður einnig hærra þannig að meiri orka mun þurfa að leysast úr læðingi í stormum og felli- byljum. Búast má við meiri öfgum í veðurfari um allan heim – frosthörk- um eða ofsahita. Flóð ýmiss konar gætu einnig orðið algengari. Þótt vísindamenn geti ekki spáð nákvæmlega um það hvað mun ger- ast á einstaka svæðum jarðar, eins og t.d. á Íslandi, er ljóst að hlýnun lofts- lags vegna gróðurhúsaáhrifa mun hafa áhrif um allan heim. Jafnvel þótt veðurfar á Íslandi haldist e.t.v. þokkalegt er hætta á þurrkum og vatnsskorti annars staðar svo sem í Afríku og á kornræktarbeltum jarð- ar. Kornuppskera gæti þannig dreg- ist skyndilega saman og önnur mat- vælaframleiðsla gæti einnig lent í erfiðleikum. Að lokum má svo nefna hugsanleg neikvæð áhrif loftslags- breytinga á náttúruna – lífverur, skóga og jökla sem geta bráðnað og valdið hækkun sjávarborðs. Hvað er þá hægt að gera til þess að stemma stigu við þessum loftslags- breytingum? Hvað getur hin venju- lega manneskja gert andspænis því- líku stærðar vandamáli? Einföld leið er að styrkja og taka þátt í starfsemi frjálsra félagasamtaka eins og t.d. Landverndar. Nefna má verkefni á vegum samtakanna eins og Vistvernd í verki þar sem fólk reynir að minnka losun gróðurhúsalofttegunda t.d. með því að keyra minna og hjóla meira. Annað gott ráð gegn loftslagsbreyt- ingum er að gróðursetja tré vegna þess að trjágróður bindur gróð- urhúsalofttegundir eins og koltvíoxíð og fjarlægir þær burt úr andrúms- loftinu. Ég vil því hvetja sem flesta til þess að leggja starfsemi Land- verndar lið með því að gerast félagar í samtökunum og stuðla þannig að verndun andrúmslofts jarðarinnar. Loftslag jarðar hlýnar – hvað getum við gert? Eftir Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur Höfundur er umhverfisfræðingur. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur Bílasmáauglýsingar með mynd kr. fyrir áskrifendur bílar Bílasmáauglýsingar með mynd 995 kr. fyrir áskrifendur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.