Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍLDVEIÐAR við Ísland hafa gengið illa undanfarin ár. Samtímis hefur vafasöm notkun á flottrolli við veiðarnar stórlega aukist. Erlendar rannsóknir hafa fyr- ir löngu sýnt með óyggjandi hætti að flottrollsveiðar á síld geta verið mjög skaðlegar. Margt bendir til að síld sem lendir í veið- arfærinu sé dauðadæmd. Hún sær- ist við snertingu við netið og ör- magnast við að flýja undan trollinu. Þrátt fyrir stöðugt minnkandi síld- veiði hafa íslensk stjórnvöld ekkert gert af viti til að rannsaka síldveiðar með flotvörpu við Ísland. Vitnað er til heimildarskrár í lok greinar með númerum í texta. Það er vart einleikið hve illa geng- ur að veiða kvóta íslensku sum- argotssíldarinnar. Nýjasta ástands- skýrsla Hafrannsóknastofnunar greinir frá gangi síldveiðanna á fisk- veiðiárinu 2002/2003. Alls var út- hlutað 105.000 tonna kvóta. Með kvótatilfærslum frá fyrra fisk- veiðiári voru alls130.000 tonn til ráð- stöfunar á veiðiárinu 2002/2003. Eftir mikinn barning sem stóð yfir með lengri og styttri hléum víða við landið frá hausti í fyrra til sumars í ár veiddust aðeins 94.000 tonn. Um fjórðungur síldarkvótans veiddist ekki. Ekki var það hótinu skárra ár- ið á undan. Fiskveiðiárið 2001/2002 mistókst að veiða þriðjung síld- arkvótans. Opinberar tölur segja að þá voru alls 48.000 tonn af 143.000 tonna heildarkvóta skilin eftir. Arfaslakur árangur Þessi slaki árangur á síldveiðum við Ísland hlýtur að skjóta skökku við og gefa tilefni til mikilla og nag- andi efasemda. Bæði varðandi rétt- mæti stofnstærðarmælinga Haf- rannsóknastofnunar og þær aðferðir sem notaðar eru við síldveiðarnar. Íslenski sumargotssíldarstofninn hrundi í lok sjöunda áratugarins. Eft- ir nær tuttugu ár með mjög varfær- inni veiðistjórnun, þar sem eingöngu var beitt reknetum og nót við veið- arnar, tókst loks að ná því stigi í upp- byggingu stofnsins að hann gaf um 100.000 tonna veiði árlega árið 19881. Ekki er annað að sjá en að veiðar og kvóti handist vel í hendur á árabilinu frá 1984 til fiskveiðiársins 1997/1998. Þá er kvótinn samkvæmt skýrslu Hafró skyndilega langt í frá því að nást. Þannig hefur það verið nær allar götur síðan og sérlega slakt síðastliðin tvö fiskveiðiár. Miðað við gang síld- veiða nú í haust þarf mikil breyting til batnaðar að verða í aflabrögðum ef síldarkvóti þessa árs á að nást. Þversagnakenndar veiðar Vandræðagangurinn við síldveið- arnar einkennist af þversögnum. Hafró segir okkur að stofninn sé í góðu ástandi. Árleg stærð hrygning- arstofnsins hefur verið áætluð á bilinu um 300 til 550.000 tonn allar götur síðan árið 1983. Nú á stofninn að vera í hámarki. Samt hefur kannski aldrei gengið jafn illa að veiða þessa síld. Við vitum að síldveiðiflotinn hefur aldrei í sögunni verið jafn öflugur. Þar hefur orðið bylting á fáum árum sem enn sér ekki fyrir endann á. Keypt hafa verið risastór frystiskip sem stjórnað er af skipstjórum með mjög mikla reynslu af síldveiðum. Um borð eru fullkomustu fisk- veiðileitartæki sögunnar og stærstu veiðarfæri sem sést hafa við Ísland. Þrátt fyrir það erum við nú ár eftir ár langt frá því að ná síldarkvót- anum sem áður náðist léttilega með nótaskipum sem hvergi voru sam- bærileg við flota nútímans. Hvatann til veiða hefur ekki skort. Verð á síld hefur verið gott mörg undanfarin misseri. Enda hafa áhafnir og út- gerðir fjölmargra síldveiðiskipa lagt mikla vinnu í veiðarnar. Menn hafa samt sjaldan haft árangur sem erfiði í samræmi við áætlaða stofnstærð síldarinnar og gríðarlega veiðigetu flotans. Áleitnar spurningar Það hlýtur því að vera eðlilegt að staldra við og spyrja hvað valdi? Hefur Hafró stórlega ofmetið ástand síldarstofnsins mörg undanfarin ár? Geta afföll úr stofninum vegna veiða hafa verið miklu hærri en fiskifræð- ingar hafa reiknað með? Þar með hafi efnilegir síldarárgangar hvergi komið jafn vel fram í veiði og vonir gáfu til. Við vitum að síldveiðar með risastórum flotvörpum hafa aukist gríðarlega á undanförum árum. Á haust- og vetrarvertíð síldar í fyrra veiddust um 35% í nót en 65% í flot- vörpu1. Þetta var annað árið í röð þar sem meirihluti aflans fékkst í flotvörpu. Allir vita að flotvörpuveið- ar á síld voru óþekktar fyrir aðeins örfáum árum. Áhyggjur skipstjóra Margir skipstjórar hafa látið op- inberlega í ljós miklar áhyggjur af því að miklar og stórauknar flot- vörpuveiðar2 hefðu neikvæð áhrif á bæði síld og loðnu3. Bæði að veið- arfærið splundraði torfum og hefði þannig truflandi áhrif á fiskinn, en einnig að smá loðna og kannski eink- um síld þyldi illa að smjúga út gegn- um netmöskva veiðarfærisins og dræpist jafnvel í stórum stíl af þess- um völdum. Ég deili þessum áhyggjum og hef lengi furðað mig á því hvort stjórn- völd með sjávarútvegsráðuneytið í fararbroddi skuli ekki hafa látið kanna hugsanlega skaðsemi sem hugsanlega hlýst af notkun flot- varpna við uppsjávarveiðar í ís- lenskri landhelgi. Nýverið sendi ég fyrirspurn um þetta í Alþingi til sjávarútvegs- ráðherra. Svar við henni er skýrt og það er að finna á vef Alþingis4. Þetta hefur ekki verið gert hvað varðar tjón á loðnu og síld. Það eina sem menn hafa gert er að telja fiska í meðafla kolmunnaskipa. Þetta er alveg með ólíkindum. Bæði í ljósi ítrekaðra varnaðarorða skipstjóra, en líka í ljósi þess að er- lendis liggja fyrir margar rann- sóknir sem ótvírætt sýna að flott- rollsveiðar á síld eru stórvarasamar. Það hefur lengi verið vitað að síld þolir ekki hnask af völdum veið- arfæra. Þetta vita allir sem hafa fylgst með veiðarfærarannsóknum. Ég skrifaði um slíkar rannsóknir Norðmanna á síðum Fiskifrétta á námsárum mínum í Noregi fyrir réttum tíu árum. Vísindin hafa kannað málið Erlendis hafa um margra ára skeið verið framkvæmdar nokkuð ít- arlegar rannsóknir á afföllum síldar vegna möskvasmugs. Niðurstöður voru birtar á alþjóða ráðstefnum og í viðurkenndum vísindatímaritum til að mynda þegar árið 1996. Það er of langt mál að tíunda þessar rann- sóknir í dagblaðsgrein. Vísast því bæði til rannsóknaraðferða og nið- urstaðna í erlendum vísindagreinum sem tilnefndar eru í heimildaskrá 5, 6. Niðurstöðurnar eru óyggjandi og hefðu hreinlega átt að skylda íslensk stjórnvöld til mikillar varkárni í að leyfa notkun flottrolls við veiðar á síld og jafnvel loðnu. Í stuttu máli gefa þær tilefni til að ætla að mjög mikil hætta er á að nær öll síld sem sleppur úr flottrolli er dauð innan 14 daga. Bæði vegna hreisturskemmda þegar hún rekst á netið og smýgur möskva, en líka vegna þess að síldin örmagnast við að reyna að synda undan trollinu. Þær rannsóknir sem hér er vísað til voru framkvæmdar í Eystrasalti þar sem bæði náttúrulegar að- stæður, hönnun og möskvastærð trolla eru mikilvægir þættir sem frá- brugðnir eru íslenskum aðstæðum. Það breytir því þó ekki að þekktar rannsóknarniðurstöður í greinum sem eru til á bókasafni Hafrann- sóknastofnunar og sjávarútvegs- ráðuneytis eru svo afgerandi, að beita hefði átt ítrustu varúð hér við land áður en ákveðið var án rann- sókna að leyfa flotvörpuveiðar á jafn verðmætum fiskistofni og íslensku sumargotssíldinni. Hið sama má segja um loðnuveiðar með flotvörpu. Hausnum stungið í sandinn Stjórnvöld hafa gersamlega skellt skollaeyrum við varnaðarorðum reyndra og virtra skipstjóra gegn flotvörpuveiðum á síld og loðnu. Þau hafa heldur ekki tekið mark á er- lendum vísindarannsóknum þegar notkun flottrolls við uppsjávarveiðar er annars vegar. Þetta eru sömu stjórnvöld og fara fremst í flokki þegar fulltrúar þjóða rembast við að monta sig af ábyrgri fiskveiðistjórn- un á alþjóða vettvangi. Það er reyndar ótrúlegt hve illa ís- lensk stjórnvöld sinna veið- arfærarannsóknum. Í skriflegu svari sjávarútvegsráðherra til mín við ný- legri fyrirspurn minni um slíkar rannsóknir kemur fram að einungis örfáum prósentum af árlegum rekstri Hafrannsóknastofnunar síð- ustu tíu árin hefur verið varið til þeirra. Síðan árið 1993 hefur fjár- hæðin rokkað á milli 6 og 42 milljóna króna og nemur aðeins 0,7 til 3,0% af árlegum útgjöldum stofnunarinnar. Augljóst er að íslensk stjórnvöld hafa einungis varið hreinni skipti- mynt í þennan mikilvæga málaflokk sem er algert lykilatriði í fisk- veiðistjórnun. Hér hafa menn eins og iðulega þegar íslenskar fiskirann- sóknir eru annars vegar verið að hirða upp fáeina aura en kastað mörgum krónum í staðinn. Nokkur lokaorð Fyrir nokkrum árum varð ég sem fréttamaður vitni að því um borð í hafrannsóknaskipinu „Árna Frið- rikssyni“ að gerðar voru tilraunir til að kvikmynda hvað gerðist í flott- rollinu þegar síld var veidd. Það náð- ust merkilegar myndir sem voru á margan hátt víti til varnaðar þar sem augljóst var að mikið af síld missti hreistur í fremri hluta trolls- ins. Ég bjó til frétt um þessar mynd- ir sem sýnd var í fréttum Ríkissjón- varpsins. Sú frétt hefur af einhverjum orsökum ekki fundist í safni sjónvarpsins þrátt fyrir leit. Þá þegar hefðu menn átt að gá að sér, en það var ekki gert. Af ofangreindu má leiða miklar líkur að því að það eigi eftir að koma á daginn að þrotlausri uppbyggingu íslenska síldarstofnsins fyrr á árum hafi verið klúðrað og stofninum síð- an rústað af því að stjórnvöld hafa látið hjá líða að taka mark á yf- irþyrmandi vísbendinum um að flottroll sé mjög skaðlegt undir viss- um kringumstæðum við síldveiðar og þá einkum þar sem mikið er um smásíld á veiðislóðinni. Að síldveiðar með flotvörpu skuli ekki hafa verið rannsakaðar er hreinlega ófyrirgefanlegt. Bæði m.a. með tilliti til kjörhæfni vörpu, atferl- is síldar og lífslíkna eftir að hún lendir í veiðarfærinu. Einnig ætti fyrir löngu að vera búið að rannsaka flottrollsveiðar á loðnu og kolmunna. Bæði skipakostur og verkkunnátta er fyrir hendi. Hér verður sjávarútvegsráðherra að bera ábyrgðina eins og á svo mörgu öðru klúðri í tengslum við fiskveiðistjórnun undanfarinna ára. Heimildir: 1. Anon., 2003. Nytjastofnar sjávar 2002/ 2003. Aflahorfur fiskveiðiárið 2002/2003. Haf- rannsóknastofnun, Reykjavík. 168 bls. 2. Anon., 2003. „Afli í nót hefur dregist saman um tæp 7% frá því á fiskveiðiárinu 1998/1999.“ Frétt á sjávarútvegsfréttasíðunni www.skip.is, 8. október 2003. 3. Anon., 2003. „Síldveiðar í úlfakreppu“. Frétt á sjávarútvegsfréttasíðunni www.skip.is, 13. nóvember 2002. 4. Alþingi, 2003. „Svar sjávarútvegs- ráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Haf- steinssonar um veiðarfærarannsóknir.“ Þskj. 280 – 181. mál. 130. löggjafarþing 2003-2004. 5. Suuronen, P., Perez-Comas, J. A., Leht- onen, E. og Tchernij, V., 1996. Size related mortality of herring (Clupea harengus L.) escaping through a rigid sorting grid and trawling codend meshes. ICES Journal of Marine Science, 53: 691-700. 6. Suuronen, P., Erickson, D. L. og Orren- salo, A., 1996. Mortality of herring escaping from pelagic trawl codends. Fisheries Rese- arch 25 (1996) 305-321. Síldveiðiskömm sjávarútvegsráðherra Eftir Magnús Þór Hafsteinsson Höfundur er fiskifræðingur og alþingismaður Frjálslynda flokksins. SKOÐUN Mig langar að minn- ast með nokkrum orð- um Hjörnýjar Tómas- dóttur, sem andaðist 3. nóvember síðastliðinn og verður jarðsett í dag. Ég minnist hennar sem tengda- móður Jóhanns sonar míns, hún var honum afskaplega hlýleg, góð og vel- viljuð, en þannig voru þau bæði hjón- in. Hjörný og Helgi maðurinn henn- ar voru svo samhent að ánæjulegt að vera með þeim og sjá hvað þau voru tillitssöm hvort við annað. Ég sé þau fyrir mér hjóla saman á leið í kál- garðinn til að hlúa að grænmetinu sínu, en það var þeirra venja að fara þangað hjólandi. Við vorum ná- grannar í mörg ár, þau á Grenimel en ég og fjölskylda mín á Hagamel, þess vegna mættumst við og hitt- umst oft, það var góður tími. Ég hreifst af atorku og lífsgleði Hjör- HJÖRNÝ TÓMASDÓTTIR ✝ Hjörný Tómas-dóttir fæddist í Reykjavík 3. janúar 1916. Hún lést á Droplaugarstöðum 3. nóvember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 14. nóvember. nýjar, hún var alltaf svo hress, glaðleg og full af lífsorku, þar að auki svo fallega klædd að eftir var tekið. Þeg- ar Hjörný missti Helga manninn sinn fór lífs- gleði hennar og þróttur dvínandi og heilsunni hrakaði því missir hennar svo var mikill. Eftir að heilsa Hjör- nýjar var orðin slæm dvaldi hún hjá Önnu dóttur sinni og Jóhanni í Ameríku í nokkra mánuði. Á þessum tíma komum við hjónin einnig í heimsókn til þeirra og vorum samtíma Hjör- nýju þar í nokkrar vikur. Það var okkur mikil ánægja að sjá hvað Hjörný naut mikið vel dvalarinnar hjá Önnu og fjölskyldu þarna og hvað Anna sýndi mömmu sinni mikla ástúð og umhyggju og hve þær nutu samverunnar báðar og fjölskyldan öll. Þessi minning er alltaf falleg í huga okkar hjóna. Við hjónin og fjölskylda, vottum börnum Hjörnýjar og fjölskyldum þeirra samúð við fráfall hennar. Fari hún í friði, guð blessi hana og ykkur öll. Erna Hannesdóttir. Sæll frændi. Þannig heilsaðir þú alltaf þegar ég heyrði í þér í síma. Mér þótti stafa hlýju og væntum- þykju af þessu ávarpi þínu. Er eiginlega viss um að þannig var það líka ætlað af þinni hálfu. Jæja Valdi, aldrei fór það svo að við skrifuðumst á í lífinu þótt þú vær- ir langdvölum erlendis. Eflaust þyk- ir einhverjum full seint að skrifa þér núna en mig langar til þess. Ég er enn að svekkja mig á því að hafa ekki hitt á þig á mánudag í síðustu viku. Ekki óraði mig fyrir að sjúkrahús- dvölinni lyki svo fljótt með þeim hætti sem raun varð á. En þetta kennir manni kannski eitthvað. Það er ekki beint hægt að segja að þú hafir kosið hinn gullna meðalveg í lífinu. Þú varst afbragðs kostum bú- inn sem ungur maður; greindur, mælskur, fyndinn. Gleðipinni út í ystu æsar. Kannski um of. Mis- steigst þig á lokasprettinum í Versló. Draumurinn um glæsta framtíð virt- ist hrynja á einni nóttu. Þú sagðir mér eitt sinn að áfallið hefði verið þér, tvítugum piltinum, óyfirstígan- legt. Sárin greru seint, kannski aldr- ei. Eftir snöggan og óvæntan endi skólagöngunnar stakkstu þér á kaf í lífsins ólgusjó. Stundaðir lengi vel sjómennsku og þénaðir vel en sól- undaðir jafnharðan hýrunni í slag- togi með þeim sem til voru í tuskið ÞORVALDUR SIGURÐSSON ✝ Þorvaldur Sig-urðsson fæddist á Akranesi 24. apríl 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Akra- neskirkju 14. nóvem- ber. hverju sinni. Það voru ekki alltaf neinir eðal- rónar. Hýran dugði sjaldnast og afleiðing- arnar eftir því. Nætur- staðurinn var stundum öfugum megin rimla- .Þegar þannig stóð á man ég að andrúms- loftið á Deildartúninu var sveipað samblandi af sorg og drunga. Og andvökunætur fylgdu í kjölfarið. Þú fyrirgefur mér frændi þótt ég sé í rauninni bæði sár og reiður þér fyrir að nýta ekki hæfi- leikana þína betur á meðan færi gafst á. En sjálfur á ég ekkert nema góðar minningar um þig. Og ég hygg að þannig sé því farið um flesta. Þú varst sjálfur þinn versti óvinur. Hvað sem á gekk týndirðu aldrei kímnigáfunni og varst óborganlegur sögumaður. Bestar voru þau þó sönnu svaðil- og hrekkjasögurnar af þér sjálfum. Ótrúlegar ýkjusögur Baróns Münchausen blikna í þeim samanburði. Skrautlegt líferni lengi vel setti að vonum mark sitt á þig. Það kom því kannski ekki á óvart að heilsan tók að bila síðustu árin. Og hefðirðu ekki kynnst henni Guðrúnu þinni er ég viss um að þú hefðir farið þér að voða fyrir löngu. Hún vakti yfir þér eins og ungabarni á þínum erfiðustu dög- um og var þín stoð og stytta þess á milli. Þú átt henni ekki lítið að þakka, skal ég segja þér. Það er með hlýju sem ég kveð þig frændi sæll. Kannski gefst okkur annað og betra tækifæri til að ræða saman síðar. Það er svo margt sem ég átti eftir að fá svör við hjá þér. Ég þakka þér fyrir allt og allt. Sigurður Sveinn. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Birting afmælis- og minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.