Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 55

Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 55 ✝ Steindór Krist-ján Sigurjóns- son fæddist í Ham- arsgerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 11. júní 1923. Hann andað- ist á heimili sínu 4. nóvember síðastlið- inn. Steindór var sonur hjónanna Sig- urjóns Helgasonar frá Ánastöðum, f. 24.5. 1895, d. 20.8. 1974, og Margrétar Helgu Magnúsdótt- ur frá Gilhaga, f. 18.3. 1896, d. 19.1. 1986. Hálf- systkini Steindórs, sammæðra frá fyrra hjónabandi Margrétar og Steindórs Sigfússonar frá Mælifelli, eru Helga, f. 21.7. 1918, d. 1.8. 1994, og Sigfús, f. 7.6. 1921. Albræður Steindórs eru Magnús Heiðar, f. 24.7. 1929, 1953, kvæntur Elínu Jóhönnu Óskarsdóttur, f. 17.11. 1953. Börn þeirra eru: a) Hulda, mað- ur hennar er Atli Þorgeirsson, sonur þeirra er Breki, b) Daníel Pétur, c) Steinunn Ósk, og d) Grétar Örn. 3) Karen Hulda, f. 18.10.1967, gift Eyjólfi Þór Þór- arinssyni, f. 17.4. 1960. Börn hans eru: a) Andrés Þórarinn, kona hans er Jóhanna Ingv- arsdóttir, dætur þeirra eru Alísa Rún og Lovísa, b) Íris María og c) Aníta Rós. Steindór ólst upp í Hamars- gerði til 6 ára aldurs. Þá fluttist fjölskyldan í Árnes og þar bjuggu þau í 9 ár. Árið 1938 fluttust þau í Nautabú. Árið 1949 giftist hann Huldu Axelsdóttur og fljótlega hófu þau búskap á Nautabúi í tvíbýli við foreldra Steindórs en hann vann jafn- framt utan heimilis fyrstu árin við skurðgröft bæði innan hér- aðs og utan. Árið 1974 tóku Hulda og Steindór alfarið við búinu. Útför Steindórs verður gerð frá Mælifellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og Indriði, f. 5.11. 1933. Steindór kvæntist 15.11. 1949 Huldu Axelsdóttur, f. 14.10. 1928. Foreldrar hennar voru Karen Guðjónsdóttir, f. 5.1. 1901 d. 23.10. 1995, og Axel Sigurbjörns- son, f. 14.8. 1895, d. 20.6. 1959. Börn Steindórs og Huldu eru: 1) Margrét Helga, f. 12.11.1950, gift Guðmundi Lár- ussyni, f. 20.6. 1950. Synir þeirra eru: a) Lárus, kona hans er Guðrún Rut Sigmars- dóttir, sonur þeirra er Elías Ótt- ar, b) Steindór, kona hans er Ólöf Ósk Magnúsdóttir, dóttir þeirra er Margrét Helga, c) Ótt- ar Sigurjón, d. 2.11. 1996, og d) Vignir Andri. 2) Axel, f. 7.11. Við viljum minnast afa okkar Steindórs frá Nautabúi með fáeinum orðum sem þó gætu sjálfsagt verið óendanlega mörg. Þegar við hugsum til baka voru órjúfanleg heild afi og amma á Nautabúi. Að fara norður í heimsókn að Nautabúi var fastur punktur í til- verunni hjá okkur bræðrum. Þar varð tíminn afstæður og lífið snerist um allt aðra hluti. Á kvöldin í eldhús- inu drekkandi óteljandi kaffibolla og ræðandi um tilveruna og atburði líð- andi stundar við afa eru atvik sem maður mun aldrei gleyma. Við bræðurnir fórum á vorin í sveit til afa og ömmu hver á fætur öðrum, sumum þótti skrýtið að við bræðurnir sem vorum aldir upp í sveit værum sendir í sveit. Það var kannski fyrst og fremst til að kynn- ast betur afa og ömmu og erum við ævinlega þakklátir fyrir það. Þakk- látir fyrir það að fá að kynnast afa sem var um markt sérstæður. Afi hafði skoðanir á öllu og þótt maður væri ekki alltaf sammála honum í einu og öllu var ekki hægt annað en samþykkja það sem hann sagði svo drífandi var hann í sínum „málflutn- ingi“. Og til að krydda umræðurnar átti hann alltaf vísu í pokahorninu sem við átti. Hann kunni ógrynni af vísum og kvæðum sem hann gat þul- ið, þó með smá aðstoð frá ömmu. Hann átti einstaklega létt með ræða við fólk og stundum stuða það með því að slengja fram sterkum skoð- unum en alltaf í gríni. Þannig gat hann grínast í fólki sem hann hitti dagsdaglega. Einhvern tímann var Steindór yngri að hlusta á afa sinn segja frá því að hann hefði sagt starfstúlkun- um í bankanum brandara og þær hefðu veltst um að hlátri. Þá spurði Steindór hvort þær hefðu ekki hlegið af kurteisi af því að hann ætti svo mikið að peningum; slíkar athuga- semdir kunni afi vel að meta. Hann var fyrirmyndarbóndi og lagði metn- að sinn í það. Það breyttist ekkert þó að árin færðust yfir og hefðbundinn búskapur hafi verið lagður niður. Hann lagði mikið upp úr því að halda öllu vel við og halda býlinu snyrti- legu. Hann undi hag sínum best í heima á Nautabúi og vildi helst hvergi annars staðar vera. Söknuður ömmu er mikill eftir rúmlega hálfrar aldar hjónaband í blíðu og stríðu. Bræðurnir frá Stekkum. Nú hefur hann Steindór á Nauta- búi kvatt jarðvistina og líklega á þann hátt sem hann hefði sjálfur kosið ef hann hefði mátt velja. Hann sat við eldhúsborðið heima á Nauta- búi þegar kallið kom, snöggt og óvænt. Heima á Nautabúi, þar sem hann ólst upp og lífsstarfið var unn- ið. Honum var fremur lítið um sjúkrastofnanir og hefði án efa reynst þungbært að þurfa að liggja þar og heyja sitt dauðastríð. Heima á Nautabúi leið honum best, þar vildi hann vera þar til yfir lyki og þá ósk fékk hann uppfyllta og fyrir það er maður forsjóninni þakklátur. Stein- dór var alla tíð heimakær, vildi helst vinna að sínu búi meðan þrekið leyfði og raunar lengur. Síðastliðið sumar heyjuðu þau hjónin mestallt túnið á Nautabúi þótt bústofninn væri ekki til að íþyngja þeim. Hey hafa alla tíð verið næg á Nautabúi og oft hafði Steindór miðlað öðrum þegar að þrengdi, þótt ekki væri haft hátt um og líklega ekki alltaf verið goldið fyr- ir með öðru en Guðsblessun og þakk- læti, sem er líklega þegar allt kemur til alls besta greiðslan. Já, þau Hulda og Steindór hafa lengst af verið veit- endur en ekki þiggjendur og margur sem til þeirra hefur leitað, hefur far- ið léttari í spori af þeirra fundi. Steindór á Nautabúi var um margt sérstakur maður. Hann var maður hreinskiptinn og fannst sum- um kannski hann vera um of hrein- skilinn, en það var hans stíll að segja það sem hann meinti og meina það sem hann sagði, umbúðalaust og án vífilengja. Hann las mikið seinni árin og kunni utanbókar ókjörin öll af vís- um, kvæðum og hnyttnum sögum, og margt af því hefur hvergi verið skráð og hverfur nú með honum. Það er gömul saga og ný, að þjóðararfurinn í munnlegri geymd fer oft forgörðum vegna þess að þeim sem kunna og geta er ekki sýnt um að skrá og varð- veita það sem er geymt hjá greindu og minnugu alþýðufólki. Ég sem þetta rita á því láni að fagna að hafa átt vinum að mæta á Nautabúi í því sem næst hálfa öld. Þau kynni hófust með því að systir mín giftist Magnúsi H. Sigurjóns- syni, bróður Steindórs, og strax frá fyrsta degi tóku foreldrar þeirra bræðra, heiðurshjónin Margrét Magnúsdóttir og Sigurjón Helgason, mér eins og einum af fjölskyldunni og voru mér nánast sem afi og amma og þótt þau hyrfu af lífsins leiksviði hélst vináttan við Steindór og Huldu. Á Nautabúi er eitt af þeim sárafáu heimilum, þar sem mér finnst að ég geti litið inn án þess að vera sér- staklega boðið, enda fann maður fyr- ir því að vera velkominn, þar voru ekki tíðkaðar neinar sviðsetningar á gestrisninni, hún var ósvikin. Stund- irnar við eldhúsborðið á Nautabúi, þar sem farið var með vísur, sögur sagðar og þjóðmálin rædd, verða nú að gimsteinum minninganna. Svo ekki sé minnst á kaffibrauðið hennar Huldu, sem var ómissandi hluti heimsóknanna. Fyrir allt þetta lang- ar mann að þakka. Fyrir hlýtt við- mót, þétt handtak, í stuttu máli sagt fyrir vináttuna, sem gerir lífið þess virði að lifa því. Ég veit að ég má mæla fyrir munn konu minnar og barna einnig þegar ég votta Huldu, börnum þeirra, tengdabörnum og afkomendum öll- um einlæga samúð vegna fráfalls okkar góða vinar. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson, Sauðárkróki. Móðurbróðir minn og nafni Stein- dór Sigurjónsson á Nautabúi er lát- inn. Kynni okkar Nafna eins og ég lærði í upphafi að kalla hann (einnig systkini mín og okkar fjölskyldur) hófust þegar hann reiddi mig 13 vikna gamlan yfir Svartá til skírnar í Reykjakirkju, man ég lítt eftir því, en þeim mun betur eftir árunum sex- tíu sem á eftir komu. Samskipti okk- ar voru afarmikil því varla leið sá dagur að ekki væru þau einhver, hann t.d. flutti mjólkina í veg fyrir mjólkurbílinn fyrir foreldra okkar svo árum skipti ásamt ótal mörgu öðru (og verður það seint fullþakkað) hann var mjög natinn við að lina veiki sem ég var illa haldinn af fram- an af ævi sem var véla- og bíladella. Sjálfur var hann ágætur vélamaður, var einn af fyrstu skurðgröfustjór- um á Íslandi og vann við það í mörg ár. Fimmtán ára var ég ráðinn trakt- oristi hjá honum og hans góðu konu Huldu Axelsdóttur sem er góð hús- móðir og snilldar matargerðarkona en þau voru samrýmd og samtaka um alla hluti og gestrisin svo af bar. Fimm sumur var ég á Nautabúi hjá þeim og síðar hjá afa og ömmu og var það góður og skemmtilegur tími. Nafni virtist hafa gaman af heyskap og heyjaði ávallt langt umfram það sem þurfti og var því alltaf aflögu fær með hey. Heyjað var saman fyr- ir bæði búin og bjuggu Nautabús- bændur við góðan vélakost og gekk vel undan þegar tíð var góð, en snyrtimennska og natni einkenndi búskapinn á báðum búum. Það var fastur liður að koma í Nautabú þeg- ar ég kom heim að Fitjum og var stundum gengið verulega á svefn- tíma þeirra hjóna þegar margt þurfti að ræða. Nafni minn hafði oft aðra sýn á menn og málefni og sá margt spaugilegt við hlutina, hann kunni firna mikið af vísum og ljóðum svo að ég veit engan eins, þurfti hann ekki að heyra flest þeirra nema einu sinni til muna ævilangt, margt hvergi skráð og er hætt við að það glatist. Rökfastur var hann, fluggreindur og lét ekki sinn hlut ef honum bauð svo við að horfa. Við systkinin frá Fitjum og fjöl- skyldur okkar viljum votta Huldu og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Steindór Sigurðsson. Ungum dreng voru fengin ýmis verkefni þegar hann var fjósadreng- ur á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi, að moka flórinn, þvo mjólkurbrús- ana, gefa hænsnunum eða ná í kýrn- ar úr haga. Þetta var góður undir- búningur fyrir lífið, skóli með afburða kennurum, sem gáfu drengnum tilfinningu fyrir því að hann væri að gera gagn. Þannig upp- eldi hafa íslenskir bændur veitt um aldir og mér er það ljóst núna, að það eru forréttindi að hafa fengið að njóta þess. Steindór föðurbróðir minn og Hulda Axelsdóttir eiginkona hans bjuggu á Nautabúi í félagi við afa minn og ömmu, Sigurjón Helgason og Margréti Magnúsdóttur. Ég var ungur í sveit hjá afa og ömmu, en ekki síður hjá Steindóri og Huldu, sem tóku mér eins og sínu eigin barni og voru mér góð. Heimili þeirra, sem ber ótvírætt merki menningar og mannkosta þeirra beggja, var mér alltaf opið. Steindór og Hulda voru samhent í búskapn- um, bændur af lífi og sál og umgeng- ust skepnur sínar af nærgætni og góðri umhirðu, enda búnaðist þeim vel. Og ég veit að þau voru góðir ná- grannar og hjálpsöm sveitungum sínum. Huldu og fjölskyldunni votta ég samúð mína. Guðbrandur Magnússon. Góður bóndi sem bætti jörð sína og var bústólpi sinni sveit, greiðvik- inn og úrræðagóður, vinfastur og vinavandur er lýsing sem vel á við Steindór á Nautabúi. Hann var heimakær og vinnusamur, hélt sér lítt fram, en var einstaklega góður heim að sækja. Aldrei mát í erli varð allvel nýtir stundir Steindór kátur eykur arð ekur skít á grundir. (IHJ) Einhvern tíma meðan við Steini áttum saman nágrenni skemmtum við okkur við ofangreinda vísu, sem var gerð um þá góðu búhætti sem fyrst voru rómaðir í Njálu og hann afrækti ekki; að aka skarni á hóla. Steindóri var lagið að segja frá og minni hans var gott. Samhuga voru þau Nautabúshjón- in og glaðværð ríkti við eldhúsborðið í rabbi um daginn og veginn. Ríkari kom maður af þeirra fundi og djúpur söknuður situr eftir þegar sæti Steindórs á Nautabúi er autt orðið. Ingi Heiðmar Jónsson. Mig langar í örfáuum orðum til þess að minnast vinar míns og fóstra. Þótt hann hafi ekki verið mik- ið fyrir að vera í sviðsljósinu og síst af öllum vildi láta mæra sig veit ég að hann fyrirgefur mér þetta, þar sem ég er svo langt í burtu og get ekki kvatt hann öðruvísi. Ég var svo lán- söm að fá að kynnast Steina og njóta samvista við hann og fjölskyldu hans á Nautabúi fjöldamörg sumur. Í minningunni voru öll þessi sumur böðuð gleði og hlátri og hamingju. Það hafa fáar manneskjur sem ég hef hitt á lífsleiðinni haft jafn mót- andi áhrif á mig og Steini. Að fá að umgangast hann eru forréttindi sem ég fæ seint þakkað. Hann og frænka mín, Hulda, kenndu mér barninu ótalmargt, svo sem að lesa veðurfar úr skýjum, virðingu fyrir náttúrunni og skepnum. Hann hafði ríka og sterka réttlætiskennd, var jafnan æðrulaus og afskaplega barngóður. Ég stóð varla út úr hnefa þegar ég kom fyrst að Nautabúi, en var strax tekin sem ein úr hópnum, mér falin verkefni sem ég réð vel við eins og að sækja kýrnar með Axel frænda og Möggu frænku. Einhver sterkasta minning mín þessi fyrstu sumur eru þó réttir, þar sem búið var að smala öllum kindum niður í Mælifellsrétt og síðan var tekið til við að rýja og var unnið langt fram á nótt. Ég lagði mig því bara í ullarbing og í gegnum svefnrofann finn ég að mér er lyft upp blíðlega í sterkan faðm Steina og hann segir við Huldu: „Sjáðu litlu manneskjubaunina hún steinsefur.“ Mér fannst ég búa í öruggustu ver- öld í heimi. Þau sem höfðu nóg að gera, unnu frá morgni til kvölds við búskapinn, munaði ekkert um að leyfa telpukorni eins og mér að vera með í öllu sem mögulegt var. Aldrei fann ég fyrir öðru en að ég væri af- skaplega mikilvægur hlekkur í bú- skapnum, hvort sem það var við hey- skap eða sem kúasmali. Ekki fyrr en löngu seinna áttaði ég mig á því að kannski hefði öðrum en Steina og Huldu þótt það byrði að taka á móti og passa barn úr höfuðborginni. Hann vann alla tíð hörðum hönd- um, var mikill dugnaðarforkur og búmaður góður. Mér fannst stund- um nóg um hversu hart hann þurfti að vinna og dreif mig stundum með honum út á tún að slá. Þá sat ég bara á vélarhlífinn á traktornum í sér- stöku barnasæti eins og við kölluð- um það. Ekki töluðum við mikið saman enda ekki hægt fyrir hávað- anum í sláttuvélinni en af og til litum við hvort á annað og brostum og vor- um ánægð með félagsskapinn. Hann átti afmæli 11. júní og eitt það besta sem ég og krakkarnir gátum fært honum var prins pólo og Egils malt- öl. Ég veit ekki hvort ég gladdist meira eða hann á sjálfan afmælis- daginn þegar honum voru færðar þessar gersemar og hann borðaði súkkulaðið í einum bita, en malt- flaskan gat enst honum í nokkra daga. Þrátt fyrir miklar annir yfir sumartímann hafði hann alltaf tíma til að taka á móti gestum og var höfð- ingi heim að sækja. Það er nefnilega kannski það dýrmætasta, tíminn sem hann gaf öllum sem hann heim- sóttu. Það var alltaf tími til að taka á móti gestum með konunglegum veislum og sagðar sögur og hlegið dátt. Hann var fjölfróður og kunni kynstrin öll og hafði gaman af að segja sögur og sjaldan endaði sagan án þess að hún væri botnuð með góðri vísu, sem að sjálfsögðu var kveðin með stuðlum og höfuðstöfum. Kæra Hulda frænka og fjölskyld- an öll, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Elísabet Guðbjörnsdóttir. STEINDÓR KRIST- JÁN SIGURJÓNSSON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA K. SIGURPÁLSDÓTTIR, Laugarbrekku 15, Húsavík, lést miðvikudaginn 12. nóvember. Þorgeir Páll Þorvaldsson, Bryndís Jóhannsdóttir, Hilmar Þorvaldsson, Ásta Lóa Eggertsdóttir, Þóra Þorvaldsdóttir, Guðmundur Níelsson, Soffía Björg Þorvaldsdóttir, Gísli Guðbjörnsson, Magnús Þorvaldsson, Helga Kristjánsdóttir, Ásdís Þorvaldsdóttir, Snorri Már Egilsson, Ingvar Þorvaldsson, Árdís Björnsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG HASSING, Krummahólum 4, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 13. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.