Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 58

Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- sími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). ✝ Sigurveig Pét-ursdóttir fæddist á Vakursstöðum í Vesturárdal 8. maí 1911. Hún lést 5. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Ólafsson og Elízabet Sigurðardóttir. Var Sigurveig elzt sjö barna þeirra. Látin eru, auk Sigurveigar, Sigurður, f. 1912, d. 1990, Ólafur, f. 1913, d. 2003, kvæntur Þrúði S. Björgvins- dóttur, Halldór, f. 1914, d. 1974, og Jón, f. 1919, d. 1997. Á lífi eru systurnar: Sigríður húsfreyja á Skjaldþingsstöðum, gift Ingólfi Jónssyni, d. 1991, og Guðrún, f. 1923, húsmóðir á Vopnafirði. Eig- inmaður hennar er Einar Jónsson. Pétur og Elízabet bjuggu á Vak- ursstöðum frá 1910 og þar til Pét- ur lést 1939. Eftir það bjó Elízabet á Vakursstöðum til 1956. Innan við tvítugt fór Sigurveig í vist í þrjú ár í Reykjavík. Þá var hún í húsmæðraskól- anum á Staðarfelli í Dölum veturinn 1930–1931. Árið 1960 stofnaði Sigur- veig nýbýlið Vakurs- staði III í samvinnu við Sigurveigu og Sigurð. Þar bjó Sig- urveig félagsbúskap með þeim Jóni og Sigurði og veitti heimilinu forstöðu til hausts 1979, er þau fluttu öll í Vopnafjarðarkauptún, fyrst að Stuðlabergi og síðan 1980 að Lónabraut 39, sem þau þá höfðu keypt. Þau fluttu síðan í húsnæði aldraðra í Sundabúð I í apríl 1994. Sigurveig fluttist svo á legudeild Sundabúða 1997, og þar andaðist hún 5. nóvember sl. á 93 aldursári. Útför Sigurveigar verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í Hofskirkjugarði. Fréttin af andláti minnar góðu vin- konu Sigurveigar frá Vakursstöðum í Vopnafirði, Veigu eins og við í dag- legu tali kölluðum hana, kom í raun ekki alveg á óvart en bæði var ald- urinn orðinn hár en aðallega voru kraftar hennar þrotnir sökum heilsu- brests. Hún hafði verið sátt við að kveðja og það var fyrir mestu. Á slík- um tímamótum rifjast upp minningar um kynnin og samverustundirnar ásamt vináttu tveggja stórfjölskyldna í 4 kynslóðir. Ég, 11 ára stelpuhnokki úr Reykja- vík, fékk að koma til sumardvalar í Vakursstaði árið 1946. Þar hafði afi minn hafið búskap með síðari konu sinni, ömmu minni, um aldamótin 1900 og þar fæddist pabbi minn. Þeg- ar ég kom bjó þar Elísabet móðir Veigu, þá orðin ekkja, ásamt 5 börn- um sínum, en 2 voru farin að heiman og þeim kynntist ég lítið. Heima voru bræðurnir Sigurður, Ólafur og Jón og systurnar Sigurveig og Guðrúnu, öll uppkomin. Á heimilinu var auk þeirra miðaldra vinnumaður, Jóhann, ekkjumaður (kominn til að vera) og allsérstök kona sem kölluð var Gunna gamla, á óræðum aldri, en hana hafði heimilið tekið að sér að annast. Til sumardvalar kom einnig piltur, lítið eitt eldri en ég, af Tanganum. Það er skemmst frá því að segja að minn- ingin um dvölina, en sumurin urðu tvö, er að alltaf hafi þar skinið sól, sem kannski segir meira um heim- ilisbraginn sem þar ríkti og viðmót þeirra sem þar bjuggu við aðkomna telpuna, því að ég veit það fyrir satt að annað sumarið viðraði vel til bú- skapar en hitt var mikið rigninga- sumar. Veiga var eldri systirin, þá komin nokkuð yfir þrítugt, fyrst á fætur og síðust í rúmið, en „fleygði sér“ eftir hádegi, eins og hún kallaði það, á meðan piltarnir lögðu sig. Prúð, geð- góð og trygg sinnti hún ásamt móður sinni og systur um þarfir okkar hinna og minnist ég þess alveg sérstaklega hvað ótrúlega gott kaffibrauð kom úr kistu þeirra. Sá ljóður var í fari að- komustelpunnar að borða ekki allan mat, einkum ekki sigin fisk og ef til vill eitthvað fleira. En það var ekki í orðaforða þessa fólks að tala um gikkshátt, því í stað umvandana var henni borið eitthvað það sem henni þótti gott og að sjálfsögðu var því ekki hafnað. Hvort það var Veiga ein eða þær mæðgur allar sem að þessu eftirlæti stóðu veit ég varla en á þess- um tíma skrifaði ég þetta á reikning Veigu, enda eldri systirin. Svo kom að skuldadögum. Foreldrar mínir komu seinna sumarið til Vopnafjarðar og að sjálfsögðu í Vakursstaði enda að sækja mig í leiðinni. Á heimferðinni lét pabbi það í ljós að hann væri óánægður með hvernig ég léti dekra við mig og nóg væri komið. Næstu sumur fór bróðir minn í minn stað. Þremur árum síðar fékk ég að fara í stutta heimsókn. Árin liðu og árið 1965 leitaði ég til systkinanna á Vakursstöðum sem þá bjuggu saman þrjú, Sigurveig, Sig- urður og Jón, um sumardvöl fyrir elstu dóttur mína, þá á 9. ári. Ólafur var kvæntur og fluttur „út á Mó“ í Vakursstaði II og hafði eignast dótt- ur sem var 2 árum eldri en mín og Guðrún hafði gifst og eignast 2 börn og sest að á Tanganum. Skemmst er frá því að segja að þarna leið henni dóttur minni jafn vel og mér hafði lið- ið 20 árum fyrr og sótti austur sumar eftir sumar. Við foreldrarnir komum í heimsókn og fengum sömu hlýju mót- tökurnar sem einkenndu allt þetta fólk og þarna var glaðst og skrafað. Nú var Veiga mín ein um heimilis- störfin og oft voru sumarbörnin fleiri en eitt, en hún kvartaði ekki. Byggð- ur hafði verið nýr bær og þægindi aukist. Sjálf veit ég að dóttur minni fannst skemmtilegra að reyna sig við útivinnu en heimilisstörfin og komst upp með það. Seinna fór yngri systir hennar. Þar er hún fimmtán ára göm- ul þegar Veiga veiktist á miðju sumri. Þessi veikindi áttu eftir að draga dilk á eftir sér. Hún greindist með höfuðæxli sem fjarlægt var með skurðaðgerð og reyndist góðkynja. Fyrst á eftir var hún glöð og brött og ætlaði sér ef til vill of mikið og of fljótt, því er frá leið sýndi það sig að frá henni hafði verið tekinn mesti drifkrafturinn. Þessari vinnuglöðu konu var þetta að sjálfsögðu erfitt á köflum. En áfram bjó hún með bræðrum sínum, fyrst fáein ár á Vakursstöðum en síðan seldu þau systkini jörðina og fluttu í kauptúnið eða á Tangann. Áfram héldum við sambandi, stund- um símleiðis, og þegar keyrt var til Vopnafjarðar var alltaf fyrsta hugs- unin að hitta Vakursstaðafólkið. Síð- ustu æviárin dvaldi Veiga við góða umönnun á hjúkrunardeild Sunda- búðar. Fjögur þeirra systkina sem bjuggu að Vakursstöðum, þegar ég fór þang- að fyrst, eru fallin frá. Bræðurnir þrír og nú Veiga. Þeirra bændamenning, gestrisni og höfðingsskapur og allt sem þau gáfu mér og mínum er sá arfur sem hefur verið og er okkur dýrmætur. Við þessi tímamót þakka ég og fjölskylda mín áratuga vináttu um leið og öllum skyldmennum eru sendar samúðarkveðjur. Rannveig Gunnarsdóttir. SIGURVEIG PÉTURSDÓTTIR Elskulegur vinur og fyrrverandi tengdason- ur minn, Hlynur Svein- bergsson, er fallinn í blóma lífsins, aðeins 34 ára síðan 17. október sl. Það er aldrei spurt um aldur fólks, þegar maðurinn með ljáinn er ann- ars vegar, ekki heldur þó fólk eigi svo mikið til að lifa fyrir og eigi ung börn, eins og Hlynur minn átti og sjá þau nú á eftir elskulegum föður og spyrja: „Af hverju þurfti Guð að taka pabba?“ Við gátum aðeins svarað því til að tíminn sem honum var útmæld- ur hafi verið liðinn og nú hafi al- mættið ætlað honum annað hlutverk á öðru tilverustigi. Hlynur kom í okkar fjölskyldu fyr- ir um það bil 15 árum, sætur og sér- lega kátur og skemmtilegur strákur og náðu þeir Steini, eiginmaður minn, strax sérlega vel saman, báðir með „bíladellu“ og „safndellu“ á verkfæri, svo og að hafa allt í röð og reglu á báðum hæðum í bílskúrnum hjá okkur. Hlynur var líka einstaklega flink- ur í höndum og smiður að eðlisfari sem kom sér vel, þegar hann hóf nám í húsasmíði í Fjölbraut í Breið- holti. Því námi náði hann ekki að ljúka, því þeim Siggu dóttur minni hafði fæðst dóttirin Sólveig árið 1989 og hófu þau að búa sjálfstætt er þau ásamt foreldrum Hlyns festu kaup á tveggja hæða húsi í Hafnarfirði, en það dæmi reyndist ungu hjónunum alltof þungt fjárhagslega og varð því að selja húsið og leigðu ungu hjónin sér íbúð við Laufvang þar í bæ, það reyndist raunar líka of stór biti fyrir þau og fluttu þau inn á heimilið til okkar og bjuggu með okkur allt til síðla árs 1995 að þau fengu íbúð hér í Kópavogi og var þeim þá einnig fæddur sonurinn Páll Heiðar, eða Palli eins og við köllum hann alltaf. Palli er eina barnið sem Steingrímur eiginmaður minn hélt undir skírn en Heiðars nafnið var seinna nafn mannsins míns og var hann mjög stoltur af að halda á nafna sínum. Páls nafnið er nafnið á bróður Hlyns sem hann dáði mjög mikið. Hér á mínu heimili er ákaflega margt sem minnir á Hlyn, hann smíðaði svo margt fyrir okkur, minn- isstæðust er mér kannski eldhúsinn- réttingin og gólfin í stofu og á gangi íbúðarinnar. Ég fór í orlofsferð til Grímseyjar í júní árið 1997 og er ég kom heim var búið að hreinsa allt út úr eldhúsinu, ekki hægt að elda eða þvo upp. Hlynur teiknaði innrétt- inguna og sýndi mér, ég setti fram örlitlar breytingar og hann lét saga, sprauta og aka öllu hingað heim og setti síðan upp og var ég þá í raun komin með nýtt eldhús. Þá á hann einnig heiðurinn af bað- og þvotta- húsinnréttingum á mínu heimili. Gaman var að fylgjast með þeim tengdafeðgum í nostrinu í bílskúrn- um, við flísalagnir á báðum hæðum og við vaskinn. Ekki var síður skemmtilegt að verða áhorfandi að kímnilegri stríðni þeirra Hlyns og Gunna tengdasonar míns við Steina minn, en þeir skemmtu sér allir jafn- vel yfir því og eru öll áramótin í sér- flokki, hvað það varðar og ófáar myndir til af þeim, jafnvel í spariföt- um og með lausar úlpuhettur eða jafnvel regnhettur að fíflast í stof- unni okkar. Ég hafði aldrei kynnst „stressi“ fyrr en eiginmaður minn þurfti að fara í aðra opna hjartaað- gerð, sem gerð var hér á Landspítala við Hringbraut af Bjarna Torfasyni, og leið mér ótrúlega illa að bíða þess að læknirinn hringdi til að láta vita hvernig gengið hefði. Ég gekk hér um gólf í mínu „stressi“, þá var ómetanlegt að hafa ungu hjónin bú- HLYNUR SVEINBERGSSON ✝ Hlynur Svein-bergsson fæddist í Hrísey 17. október 1969. Hann lést á heimili sínu í Hafnar- firði 8. nóvember síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 14. nóvember. andi hjá sér og sagði Hlynur minn við mig: „Auðvitað gengur þetta allt vel og þú þarft ekki að vera kvíðin, hann á eftir að fara með okkur öllum til Edinborgar og kemur bara tvíefldur heim, áður en við förum að setja parketið á stof- una og ganginn.“ Mér létti svo við þessa huggun að við lá ég færi að skæla eins og barn. Svona var Hlynur alltaf og þó leiðir þeirra Siggu hafi skilið var hann mér alltaf „hann Hlynur minn“ og verður allt- af. Nú hafa þeir tengdafeðgarnir fyrrverandi hist aftur og skemmta sér við það sama og áður fyrr og munu fylgjast með okkur öllum ást- vinum sínum og vinum. Ég bið Guð að geyma þig, Hlynur minn, og veit að þér líður vel hjá hon- um og þú finnur nú hvergi til. Einnig bið ég Guð að gefa börn- unum þínum styrk til að bera þá miklu sorg sem á þau er lögð, ég votta konu þinni, stjúpsonum, for- eldrum þínum, systkinum og öllum öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð og mun gera allt sem ég get til að hjálpa Siggu minni að hugga börnin þín. Hvíldu í friði, vinur minn, sjáumst aftur síðar. Þín fyrrverandi tengdamóðir, Birna Árnadóttir. Elsku Hlynur minn, þá er þessu lokið. Mér finnst svo ótrúlegt að við skulum ekki eiga eftir að sjá þig meir. Ég sé þig fyrir mér fara í jakk- ann og lyfta öxlunum eins og þú gerðir alltaf, eða býst ég við að þú hringir og segir: Blessuð, er kallinn heima. Þú gætir allt eins gengið hérna inn um dyrnar en það á því miður ekki eftir að gerast. En ég á margar góðar minningar og um þær hugsa ég núna. Eins og þegar við fórum á húsbílnum í útileguna og þú kíktir inn í tjaldið hjá ókunna fólkinu um miðja nótt. Eða þegar þið Gunni voruð að leita að Móra uppi í sum- arbústað. Ég á margar fleiri minn- ingar en geymi þær með sjálfri mér. Þú varst mjög handlaginn og aldrei var erfitt að fá þig til að aðstoða eða gera hlutina fyrir mann, það vitna t.d. bæði tölvuborðin okkar og nátt- borðin um. Það var alltaf stutt í grín- ið hjá þér en stundum áttirðu erfitt með að taka því, eins og þegar ég „stal“ Vaninum þínum í smástund í einni útilegunni. En það var nú sjaldnar en hitt. Þú hafðir svo gaman af tölvunni og við vorum einmitt á leiðinni til ykkar í heimsókn, svo Gunni gæti lagað tölvuna fyrir þig en þá kom kallið. En þó þú sért ekki lengur til staðar klárar Gunni það sem þið voruð búnir að tala um. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og eflaust ertu nú þegar farinn að gantast í pabba þarna uppi. Að lokum ætla ég að minnast þess hversu glöð ég var að þið Njóla skylduð ná að gifta ykkur en sá dag- ur var þér mjög eftirminnilegur. Njólu sendum við Gunnar og börnin okkar innilegustu samúðarkveðjur og finnst mér aðdáunarvert hvað hún hefur staðið vel við hlið þér í veikindum þínum. Elsku Solla og Palli, ykkar missir er mikill en við verðum dugleg að passa upp á ykkur með mömmu ykk- ar. Solla, Sveinberg, systkini Hlyns og stjúpsynir, Guð veri með ykkur á þessum erfiða tíma. Ásdís. Hlynur minn, ég og litli bróðir minn söknum þín mjög mikið. Ég veit að þú varst svo veikur. Kæri Hlynur, mér þykir mjög vænt um þig. Ég sakna þín mjög mikið. Afi og amma biðja að heilsa. Ég elska þig alltaf. Þín Ásdís Zebitz. Það var mikið áfall fyrir ekki stærri vinnustað að fá þær fregnir sl. laugardagsmorgun að Hlynur vinur okkar væri látinn. Við vissum þó öll að svona gæti farið og það vissi Hlynur líka, hann var bara svo sterk- ur í sínum veikindum að það var aðdáunarvert. Í sumar sem leið var hann í erfiðri lyfjameðferð og var þá frá vinnu nokkra daga í senn, en mætti síðan með bros á vör og húm- orinn og léttu innskotin sem ein- kenndu þennan góða félaga okkar. Hlynur reyndist mörgum af sínum vinnufélögum vel þegar á bjátaði og var snillingur í að leysa málin jafnt í leik og starfi. Á knattspyrnumóti Húsasmiðjunnar í vor mættum við með okkar sterkasta lið og Hlynur sem var nýkominn úr einni meðferð- inni mætti til þess að hvetja sína menn. Til öryggis hafði hann ákveðið að vera í búningnum sínum innan undir fötunum svona til að vera klár í slaginn ef það færi að halla á okkar menn í leiknum sem og gerðist. Þá var okkar maður snöggur í markið, hvatti sína menn áfram og skilaði þeim góðu sæti í lokin. Við vinnufélagarnir minnumst nú góðu stundanna sem við áttum með Hlyni og ein af þeim var haustfagn- aðurinn þegar farið var í hestaferð upp í Mosfellsdal. Þar var glatt á hjalla, mikið grínast og farið í miklar kappreiðar á heimleiðini. Við kveðj- um Hlyn með söknuði, minningin um traustan vin og góðan vinnufélaga mun lifa í Suðurhrauni um ókomin ár. Elsku Njóla, börn og fjölskylda, við sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Vinnufélagar í Suðurhrauni. Tíminn er svo afstæður þegar maður horfir á bak látnum vini og lít- ur í leiðinni yfir farinn veg. Mér finnst eins og hann hafi langalengi verið lífsförunautur vinkonu minnar hennar Njólu. Það er í raun ekki nema tæplega eitt og hálft ár liðið síðan ég fékk að kynnast honum Hlyni. Njóla kynnti mig fyrir honum og hafði þá trúað mér fyrir því að hún væri sannfærð um að hún hefði fundið hinn eina sanna. Það hrein- lega geislaði af þeim báðum þegar ég, með dálitlum vantrúarsvip, hitti þau saman fyrst. Það var ekki annað hægt en að hrífast af þessum unga manni. Hann var ljúfmennskan og velvildin uppmáluð og maður skynj- aði strax heilindin í hans fari. Mér fannst einhvern veginn henni Njólu minni vera borgið að hafa fyrirhitt mann eins og Hlyn. Vikurnar liðu og þau komin í framtíðarhugleiðingar. Húsnæðiskaup og flutningar voru næst á dagskrá og það fyrir jól. Þrátt fyrir hversu allt virtist ljúft þá setti að manni smá ugg um að aðeins of geyst væri farið, enda átti ég líka þó- nokkurra hagsmuna að gæta í að hafa þau sem nágranna og vini ásamt því að Bragi eldri sonur Njólu var besti vinur sonar míns. En íbúðar- kaup, vinnuskipti og skólaskipti voru staðreyndir sem lágu fyrir í október- mánuði í fyrrahaust. Í byrjun þessa árs lá einnig fyrir sú sjúkdómsgrein- ing sem vitað var að myndi vera sá sjúkdómur sem Hlynur myndi stríða við sína ævi á enda og gera hann mjög svo meðvitaðan um tif lífs- klukkunnar. Það var ljóst að Hlyni og Njólu myndi ekki auðnast að verða gömul saman. Ástæðan fyrir hversu hratt var farið í upphafi varð skyndilega kristalskír. Það hlýtur að vera ljúfsárt að ná að höndla hamingjuna en að geta ekki notið hennar sem skyldi. Ég veit að deyjandi sagði Hlynur að hann dæi hamingjusamur þrátt fyrir allt og allt þar sem hann náði að lok- um að höndla stóru ástina í lífinu. Ég kem alltaf til með að minnst ykkar saman í faðmlögum, dansandi óumræðilega hamingjusöm í brúð- kaupinu ykkar í september sl. Í ykk- ar tímatalslega stutta sambandi náð- uð þið að verða samstiga í einu og öllu sem m.a. gerir lífið svo afstætt, tímalega séð. Ég sendi fjölskyldum og vinum ykkar beggja, mínu innilegustu sam- úðarkveðjur. Elín Viðarsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.