Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 69
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 69
Waldorf-jólabasar Waldorf-leik-
skólarnir og Waldorf-skólinn Sól-
stafir halda árlegan jólabasar sinn í
dag, laugardaginn 15. nóvember, í
húsnæði skólans að Hraunbergi 12
kl. 13–16.
Á basarnum verður m.a. úrval af
handverki og leikföngum, s.s. úr
þæfðri ull, tré og silki í anda Wal-
dorf-uppeldisstefnunnar. Einnig eru
kaffiveitingar á boðstólnum og
brúðuleikhús fyrir yngstu gestina.
Allir velkomnir.
Hátíðarsýning Tískudaga iðn-
aðarins í Perlunni Fagfólk í tísku-
iðnaði stendur fyrir hátíðarsýningu í
Perlunni í dag, laugardaginn 15., og
sunnudaginn 16. nóvember í tilefni
Tískudaga iðnaðarins. Það eru Fé-
lag íslenskra gullsmiða, Félag
meistara og sveina í fataiðn, Félag
íslenskra snyrtifræðinga, Úrsmiða-
félag Íslands, Ljósmyndarafélag Ís-
lands, Meistarafélag í hárgreiðslu
og Samtök iðnaðarins sem standa að
sýningunni.
Á sýningunni er gestum boðið að
kynnast öllu því helsta í íslenskri
hönnun og handverki fagmanna og
þiggja ráðgjöf um hárið, umhirðu
húðarinnar, snyrtingu, förðun, sam-
kvæmisklæðnað, fatnað, skartgripi,
úr og hvaðeina sem varðar útlit,
heilbrigði og vellíðan. Ljósmyndarar
ætla að taka portrettmyndir, aug-
lýsingamyndir og sýna stafræna
myndvinnslu. Einnig mun Ljós-
myndarafélag Íslands bjóða áhuga-
sömum að spreyta sig sem fyrir-
sætur í ókeypis myndatöku. Félag
íslenskra snyrtifræðinga kynnir
nám í snyrtifræði á snyrtibraut FB
og starfandi snyrtifræðingar kynna
nýjungar í andlits- og líkams-
meðferðum. Þá sýna gullsmiðir,
fatameistarar og úrsmiðir fram-
leiðslu sína og íslenska hönnun.
Sýningin verður opin kl. 10–20 á
laugardag og kl. 13–20 á sunnudag.
Keppni í vistakstri fer fram í
Reykjavík í dag, laugardaginn 15.
nóvember, sem hluti af sérstökum
Landverndardegi. Einnig verða
sjálfboðaliðar á vegum Landverndar
á ferðinni í Nauthólsvík, á Olísstöðv-
um og í verslunarmiðstöðvum, sem
munu kynna starfsemi samtakanna
og bjóða fólki að gerast félagar í
samtökunum. Þá mun Sigurður Þor-
steinsson ökukennari sýnir hversu
miklu meira bíllinn eyðir ef reglur
um vistakstur eru ekki hafðar til
hliðsjónar. Vistaksturskeppnin hefst
kl. 11 í Nauthólsvík og munu þar
keppa þau Júlíus Sólnes, Guð-
mundur Bjarnason, Össur Skarp-
héðinsson, Sigrún Ósk Kristjáns-
dóttir og Ómar Ragnarsson.
Í DAG
Opinn fundur hjá Heimsþorpi –
samtökum gegn kynþátta-
fordómum á Íslandi. Fundurinn
verður haldinn á morgun, sunnudag-
inn 16. nóvember kl. 15 á Prikinu.
Erindi heldur Guðrún Ögmunds-
dóttir alþingiskona.
Jólabasar Kvennadeildar Rauða
krossins RKÍ verður haldinn á
morgun, sunnudaginn 16. nóvember
kl. 13.30–16 í húsi RKÍ að Efstaleiti
9. Á boðstólum verða handunnir
munir sem tengdir eru jólunum og
heimabakaðar kökur. Ágóðinn renn-
ur til Félags foreldra og áhugafólks
um geðraskanir barna og unglinga.
37 ár eru síðan Kvennadeild Rauða
krossins stofnaði sérstaka deild til
að sinna sjúkum og öldruðum.
Sýnishorn af föndurvörunum er til
sýnis í glugga Snyrtivöruverslunar-
inna Hygeu, Laugavegi 23.
25 ára afmælisfundur Heilsu-
hringsins verður haldinn í Norræna
húsinu á morgun, sunnudaginn 16.
nóvember kl. 14. Fræðsluerindi
halda: Hallgrímur Magnússon lækn-
ir og Sólveig á Grænum kosti. Allir
velkomnir og aðgangur ókeypis.
Tímaritið Heilsuhringurinn er ný
komið út en það kemur út tvisvar á
ári. Er þar miðlað fræðslu um leiðir
til að viðhalda heilbrigði o.fl., segir í
fréttatilkynningu.
Fjölmenningarkvöldvaka í Fella–
og Hólakirkju Á morgun, sunnu-
daginn 16. nóvember kl. 20 verður
fjölmenningarkvöldvaka í Fella- og
Hólakirkju. Gerður Gestsdóttir,
verkefnastjóri fræðsludeildar Al-
þjóðahússins ræðir um fordóma frá
ýmsum sjónarhornum. Páll Óskar
Hjálmtýsson og Monika Abendroth
flytja tónlist. Eftir kvöldvökuna
verður opið kaffihús í safnaðarheim-
ilinu þar sem konur úr kvenfélaginu
Fjallkonunum selja kaffi á vægu
verði.
Við innganginn selja unglingar úr
æskulýðsstarfi kirkjunnar pappírs-
fugla sem þeir hafa búið til. Fugl-
arnir kosta minnst 100 kr. (frjáls
framlög). Hluti af góðanum rennur
til Hjálparstarfs kirkjunnar, segir í
fréttatilkynningu.
Á MORGUN
Áhrif fjölmiðla á börn og ung-
linga Þýsk-íslenska félagið Ger-
mania heldur hádegisverðarfyr-
irlestur mánudaginn 17. nóvember
kl. 12–13. 15 í Setrinu á Grand Hót-
el. Christian Pfeiffer fjallar um fjöl-
miðlanotkun barna og unglinga. Í
fyrirlestrinum ræðir hann m.a. um
þróunina í Þýskalandi sem orðið
hefur á notkun barna- og unglinga á
fjölmiðlum. Aðgangseyrir er kr.
1.450, innifalið er súpa, brauð salat
og kaffi. Fyrirlesturinn fer fram á
ensku. Þátttaka tilkynnist með
tölvupósti á netfangið asgegg@tv.is.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Afbrot og ofbeldi unglinga Fé-
lagsvísindadeild Háskóla Íslands,
Félag félagsfræðinga og Germania
kynna fyrirlestur Christians Pfeiff-
ers um afbrot og ofbeldi unglinga. Í
fyrirlestrinum verður greint frá nið-
urstöðum rannsóknar á þessu sviði
sem fór fram í 10 löndum Evrópu.
Fyrirlesturinn fer fram mánudag-
inn 17. nóvember kl. 16, í Háskóla
Íslands, aðalbyggingu, stofa 1. Að-
gangur er ókeypis. Fyrirlesturinn
fer fram á ensku.
Christian Pfeiffer er lögfræðingur
og forstöðumaður rannsóknastofn-
unar í afbrotafræði (KFN) í Hann-
over. Hann gegnir einnig stöðu pró-
fessors í lögfræði við Háskólann í
Hannover. Christian Pfeiffer var
dómsmálaráðherra þýska sam-
bandsríkisins Neðra-Saxlands á ár-
unum 2000-2003.
Málþing um upplýsingatækni í
menntun fatlaðra Menntamála-
ráðuneyti og félagsmálaráðuneyti
standa að málþingi þriðjudaginn 18.
nóvember þar sem markmiðið er að
vekja athygli á notkun upplýsinga-
tækni í menntun fatlaðra. Málþingið
er haldið í tilefni af ári fatlaðra.
Fjallað verður um þær leiðir sem
eru fyrir hendi og hvernig megi auð-
velda aðgengi allra að upplýsinga-
samfélaginu.
Málþingið fer fram í Borgartúni 6
kl. 13 - 17. Aðgangur að málþinginu
er ókeypis og eru þátttakendur
beðnir um að skrá sig hjá mennta-
málaráðuneytinu fyrir 18. nóvem-
ber, netfangið er afgreidsla@mrn-
.stjr.is
Dagskrá málþingsins er einnig að
finna á vef menntamálaráðuneytis
og á menntagatt.is
Aðalfundur Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði verður haldinn mánu-
daginn 17. nóvember kl. 18.30, í
Álfafelli, íþróttahúsinu við Strand-
götu. Að loknum aðalfundarstörfum
verður haldið Samfylkingarkvöld.
Kynningarfundur um rannsóknir í
geislavistfræði Í tilefni af komu
Brendu Howard sem nýlega var
veitt MBE orða breska ríkisins fyrir
framlag sitt til vísinda, bjóða Geisla-
varnir ríkisins til kynningarfundar á
rannsóknum í geislavistfræði
fimmtudaginn 20. nóvember kl.
16.15. Brenda Howard mun kynna
alþjóðlegar rannsóknir á þessu sviði
og íslenskar rannsóknir síðasta ára-
tugar verða kynntar og þær sem nú
standa yfir. Verulegur hluti kynn-
ingarinnar verður á ensku.
Þátttaka tilkynnist til Geislavarna
ríkisins eigi síðar en á hádegi
þriðjudaginn 18. nóvember. Nánari
upplýsingar á vef Geislavarna rík-
isins: http://www2.geislavarnir.is/
Frettir/nr/99
Námskeið í dansi og tónlist frá
Miðausturlöndum í Kramhúsinu
við Bergstaðastræti verður dagana
21.–23. nóvember. Anna Barner
mun bjóða upp á egypskan maga-
dans, klassískan magadans, helgar-
námskeið í dansi og tónlist frá mið-
austurlöndum og magadans sem á
rætur að rekja frá suður Spáni sem
er blanda af flamenco og maga-
dansi.
Anna Barner hefur tvisvar sinnum
borið titilinn magadansmeistari
Danmerkur, segir í fréttatilkynn-
ingu. Skráning í Kramhúsinu, net-
fang info@kramhusid.is
Á NÆSTUNNI
ÍSLANDSDEILD Amnesty Inter-
national hefur hafið sölu á jólakorti
ársins 2003. Mörg undanfarin ár
hefur Íslandsdeild Amnesty Inter-
national gefið út listaverkakort og
hefur sala þeirra verið ein helsta
fjáröflunarleið deildarinnar. Í ár
gefur Íslandsdeildin út kort með
myndinni ,,Bláir englar“ eftir lista-
konuna Kristínu G. Gunnlaugs-
dóttur.
Kortin eru seld á skrifstofu deild-
arinnar í Hafnarstræti 15, 101
Reykjavík. Þar er einnig tekið á
móti pöntunum í síma og á net-
fangi: amnesty@amnesty.is. Þegar
nær dregur jólum verður einnig
hægt að fá kortin í helstu bóka-
verslunum.
Íslandsdeild Amnesty Internat-
ional gegnir hlutverki í verndun
mannréttinda. Samtökin berjast
fyrir mannréttindum og verndun
fórnarlamba.
Jólakort
Íslandsdeildar
Amnesty
GEÐHJÁLP hefur hafið sölu jóla-
korta og geisladisks með jólalögum
til fjáröflunar fyrir félagið líkt og
undangengin ár. Boðið er m.a. upp
á sérstaka prentun merkja (fyrir-
tækja og stofnana) og texta í jóla-
kortin ef þess er óskað.
Jólakortið í ár er ljósmynd af
styttunni „Kristján Árni“. Styttan af
Kristjáni Árna Gunnarssyni (f. 6.
maí 1976, d. 31. okt. 2003) er eftir
Þorbjörgu Pálsdóttur, myndhöggv-
ara, móðurömmu hans og gerð af
honum 3 ára gömlum. Styttan var
færð Geðhjálp að gjöf á alþjóða geð-
heilbrigðisdaginn 10. október sl.
Upplýsingar um jólakort og jóla-
geisladisk er finna á vefsíðu félags-
ins: www.gedhjalp.is og á skrifstof
Geðhjálpar sem er opin virka daga
kl. 9–16.
Jólakort og jóla-
geisladiskur til
styrktar Geðhjálp
KÆRUNEFND útboðsmála hefur
úrskurðað að Símanum beri ekki að
bjóða út prentun Símaskrárinnar.
Þessi úrskurður kemur í kjölfar
kæru Ísafoldarprentsmiðju á Síman-
um í júlí sl. fyrir að bjóða ekki út
prentun Símaskrárinnar en leita
beint til Odda.
Máli sínu til stuðnings vísaði Ísa-
foldarprentsmiðja til laga um opin-
ber innkaup ríkisfyrirtækja.
Rök Símans í málinu voru þau að
þrátt fyrir að ríkið eigi stóran hlut í
Símanum starfi hann á samkeppn-
ismarkaði og sé því undanþeginn út-
boðsskyldunni. Lög og reglur um op-
inber innkaup gildi því alls ekki um
starfsemi Símans. Talsmenn Símans
taka þó fram að Síminn hafi sett sér
innkaupastefnu sem kveður á um að
útboðum skuli beitt þegar hag-
kvæmt þykir.
Símanum er skylt, sem markaðs-
ráðandi fyrirtæki, samkvæmt kvöð-
um Póst- og fjarskiptastofnunar, að
gefa út Símaskrá með upplýsingum
um öll númer. Símaskráin er um-
fangsmesta prentverk sem unnið er
á landinu árlega, en hún er prentuð í
230.000 eintökum. Því er mikið í húfi
fyrir prentsmiðjur að fá þetta verk-
efni.
Ekki var talið hagkvæmt
að bjóða prentunina út
Eva Magnúsdóttir, kynningar-
fulltrúi Símans, segir að mat manna
hefði verið að ekki væri hagkvæmt
að bjóða út prentun Símaskrárinnar
í þessu tilfelli, þrátt fyrir umfang
verkefnisins. Leitað hafi verið til-
boða erlendis frá og með tilliti til
þeirra hafi verið ákveðið að tilboð
Odda væri hagkvæmast. Lykilatrið-
ið sé að Símanum beri ekki að fara í
útboð.
Kristþór Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju,
segist afar óhress með úrskurðinn
og vitnar í lög um opinber innkaup
þar sem segir að tilgangur laganna
sé að tryggja jafnræði bjóðenda við
opinber innkaup og stuðla að virkri
samkeppni og hagkvæmni í opinber-
um rekstri. „Þessi niðurstaða kæru-
nefndar segir að Síminn sé ekki op-
inbert fyrirtæki og þar af leiðandi
séu kaup á þessari þjónustu ekki op-
inber innkaup og bera því við að Sím-
inn sé á samkeppnismarkaði.Við telj-
um að Símaskráin sé ekki á
samkeppnismarkaði. Símaskráin er
á vegum Póst- og fjarskipta-
stofnunar, sem ber skylda til að láta
gefa út Símaskrá og yfirfærir þessa
skyldu sína yfir á Símann.“
Kristþór telur það hættulegt for-
dæmi ef opinbert fyrirtæki sem gert
hefur verið að hlutafélagi lúti ekki
lengur þeim reglum og siðferðislög-
málum sem gilda um rekstur opin-
berra fyrirtækja.
„Þá getum við sagt sem svo að ef
Landsvirkjun yrði gerð að hluta-
félagi og hluti af hennar starfsemi
yrði á samkeppnismarkaði þyrfti
hún ekki að bjóða út verk eins og
Kárahnjúkavirkjun.
Hvers vegna hefur Prentsmiðjan
Oddi fengið prentun símaskrárinnar
í yfir þrjátíu ár án útboðs?
Í leyfisbréfi Póst- og fjarskipta-
stofnunar kemur fram að útgáfa
Símaskrárinnar skal í bókhaldi vera
aðskilin frá annarri starfsemi leyf-
ishafa. Í samkeppnislögum er sér-
staklega fjallað um ástæður fjár-
hagslegs aðskilnaðar í bókhaldi.
Tilgangurinn er að halda til haga
þeim hluta rekstrarins sem ekki er í
samkeppni. Klárlega er þetta vísan
til þess að Símaskráin sé ekki á sam-
keppnismarkaði,“ segir Kristþór.
Niðurstaða kærunefndar er end-
anleg og engar áfrýjunarleiðir fyrir
Ísafoldarprentsmiðju.
Prentun Símaskrár ekki útboðsskyld
Nýtt veiðarfæri. Útgerðarmenn
kynnið ykkkur hringlínu Indriða.
Algjör nýjung. Sími 552 4722
Pennavinir. Æfðu rithöndina með
bréfaskriftum upp á gamla mát-
ann! International Pen Friends
útvegar börnum og fullorðnum
jafnaldra pennavini. S. 881 8181
Best frá Tékk
30% afsláttur af
kristalljósum
vegna lokunar
Skúlagata 10, sími 894 0655.
Eins fasa rafmótor til sölu
3.0 kw. 2880 snúningar á mín.
Upplýsingar í síma 486 6623 eða
899 3016.
Spánn! Pueblo Principe 121 er
gróið hverfi inn á miðju golfvalla-
svæðinu. Raðhús þetta er 3ja
herbergja sem auðveldlega er
hægt að breyta í 5 herbergja. Ör-
stutt er í alla helstu þjónustu. Öll
húsgögn fylgja. Eign sem býður
upp á mikla möguleika. Verð að-
eins 9,3 millj. Uppl. gefur Hallur
í síma 693 1596.
Fasteignasala Íslendinga á
Spáni heitir Gloria Casa. Gloria
Casa sérhæfir sig í sölu og leigu
á spænskum húseignum. Íslensk-
ir starfsmenn Gloria Casa veita
þér allar upplýsingar í síma 693-
1596 á Íslandi og +34 687 912 515
á Spáni. Einnig eru allar upplýs-
ingar að finna á heimasíðu Gloria
Casa, www.gloriacasa.com
Spánn! Monte Golf 8 er 3ja her-
bergja endaraðhús. Eignin er
staðsett á golfvallasvæðinu rétt
fyrir utan borgina Torrevieja.
Stutt er í alla þjónustu. Tveir
sundlaugagarðar fylgja. Verð 13,4
millj. Hallur veitir uppl. í síma
693 1596.
Spánn! 3ja herbergja íbúð á
fjórðu hæð í nýrri blokk í miðbæ
Torrevieja. Aðeins 300 m að
strönd og örstutt er í alla þjón-
ustu. Frábært útsýni er úr eign-
inni. Stór og mikil sólbaðsaðstaða
er á þaki blokkarinnar. Íbúðin er
öll mjög rúmgóð. Glæsileg eign
á frábæru verði. Verð aðeins 8,7
millj. Uppl. veitir Hallur í síma
693 1596.
Til sölu bílskúrshurðajárn með
öllu tilheyrandi. Stærð hurðar 2,3
metrar. Verð 15 þús.
Upplýsingar í síma 864 8580.