Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 76
ÍÞRÓTTIR
76 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÓLAFUR Oddur Sigurðs-
son úr HSK og Inga
Gerða Pétursdóttir, HSÞ,
sigruðu í opnu flokkunum
í 1. umferð Íslandsmóts-
ins í glímu sem fram fór í
íþróttahúsinu á Laugar-
vatni í fyrrakvöld. Báru
þau höfuð og herðar yfir
aðra keppendur í sínum
flokkum. Ólafur hlaut
fjóra og hálfan vinning af
fimm mögulegum. Inga
Gerða vann einnig í +65
kg flokki kvenna hvar
hún hlaut fullt hús vinn-
inga, þ.e. þrjá. Hún fékk
tvo og hálfan vinning af
fjórum mögulegum í opna
flokknum.
Íslandsmótið saman-
stendur af þrem mótum, önn-
ur umferðin fer svo fram í
janúar og þriðja og síðasta
umferðin verður háð í febr-
úar.
Þátttakan í mótinu var
mjög góð en 22 glímumenn
frá 6 félögum mættu til leiks.
Mjög góð aðsókn var að
mótinu og mikil stemning í
íþróttahúsinu að sögn Helga
Kjartanssonar, framkvæmda-
stjóra Glímusambands Ís-
lands enda lögðu margir
nemendur á Laugarvatni leið
sína á það. Þetta er jafnframt
í fyrsta sinn í langan tíma
sem glímumót er haldið á
virkum degi.
Ólafur Oddur og Inga Gerða stóðu
upp úr á Íslandsmótinu á Laugarvatni
Inga Gerða og Ólafur Oddur
LANDSLIÐSMAÐURINN Sigfús
Sigurðsson hjá Magdeburg segist
hlakka mikið til og iða hreinlega í
skinninu eftir því að mæta Haukun-
um á Ásvöllum. „Ef við leikum af
eðlilegri getu þá förum með sigur af
hólmi en ég geri fastlega ráð fyrir
því að leikurinn verði jafnari en sá
fyrri. Haukarnir eru með gott lið og
tvo sterka leikmenn í öllum stöðum
en það sem mér hefur sýnst vera að-
alvandamálið hjá þeim er að vörn
þeirra hefur verið hörmuleg og það
er eitthvað sem við getum örugglega
fært okkur í nyt. Það eru fá lið sem
standast okkur snúninginn ef við
spilum á fullu gasi,“ sagði Sigfús í
samtali við Morgunblaðið í gær. Sig-
fús segir að ekkert vanmat sé
ríkjandi hjá leikmönnum Magde-
burg þrátt fyrir styrkleikamun lið-
anna.
„Ég hugsa nú að Haukarnir bíti
betur frá sér á heimavelli og ég
þekki það í gegnum tíðina þegar ég
spilaði með Val að það getur verið
erfitt að spila gegn þeim á Ásvöllum.
Við sáum það þegar við lékum heima
á Reykjavíkurmótinu í haust að það
er ekki alltaf tekið út með sældinni
að spila á móti íslenskum liðum. Það
verður ekkert vanmat hjá okkur en
við förum heim til Íslands til að
sækja tvö stig.“
Sigfús segist hægt og bítandi vera
að ná sér af meiðslunum sem hann
hlaut á auga fyrir skömmu en þó sé
sjónin ekki komin alveg í lag.
„Ég sé hálf furðulega með öðru
auganu og mér gengur illa að ná fók-
usi á það. Þetta háir mér stundum og
þá aðallega þegar ég hleyp mikið því
þá myndast þrýstingur og sjónin á
auganu á þá til að detta út í hálfa til
eina mínútu. Ég kem til með að
leggja mig hundrað prósent fram í
leiknum og kannski meira en það.
Ég veit að ég verð örugglega laminn
og barinn eins og venjulega og ætli
ég svari ekki bara í sömu mynt,“
sagði Sigfús Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson hlakkar mikið til að taka á Haukunum
„Verð örugglega
laminn og barinn“
Haukar unnu sinn fyrsta sigur íkeppninni um síðustu helgi
þegar þeir lögðu Vardar Skopje en
á sama tíma lagði
Magdeburg lið
Barcelona í hörku-
leik og tróna læri-
sveinar Alfreðs
Gíslasonar á toppi riðilsins.
„Það er engum blöðum um að
fletta að lið Magdeburg er eitt af
betri liðum í heiminum í dag,“ segir
Viggó en Haukar töpuðu fyrri
leiknum í Magdeburg með átta
marka mun, 34:26.
Viggó segir að aðalsmerki þýska
liðsins sé gríðarlega öflugur varn-
arleikur og markvarsla. „Mark-
vörðurinn Johannes Bitter sem þeir
fengu fyrir tímabilið er verðandi
stórstjarna og það má segja að
hann hafi tekið Börsungana í nefið.
Við verðum að reyna að finna ein-
hverja leið framhjá honum og ekki
síður vörn Magdeburg sem er
hrikalega öflug og mjög gróf en lið-
ið hefur komist upp með það hjá
dómurunum að hrinda mönnum til
og frá eins og við fengum að kenna
á í fyrri leiknum,“ segir Viggó.
„Ef hægt er að tala um einhvern
veikleika hjá Magdeburg þá er það
kannski sóknarleikurinn en þar hef-
ur liðið helst verið að hiksta. Vörnin
hjá þeim hefur hins vegar bjargað
mörgum leikjum og það hefur gert
út um marga leiki í vetur á vörn og
markvörslu. Obbinn af mörkunum
sem Magdeburg skorar kemur úr
hraðaupphlaupum og því verður
mikilvægt hjá okkur að spila ag-
aðan sóknarleik og komast hjá því
eftir fremsta megni að gefa þeim
færi á ódýrum mörkum.“
Sigfús eins og steypubíll
„Það er margt sem við þurfum að
varast. Það vita allir hvað Stefan
Kretzschmar getur gert, Pólverjinn
Tkaczyk er öflug skytta og Frakk-
inn Abati er ákaflega lunkinn leik-
maður. Þá má ekki gleyma Sigfúsi
en hann spilar stóra rullu með lið-
inu. Hann er eins og steypubíll á
miðri línunni og er gríðarlega
sterkur í vörninni.
Varnarleikur ykkar hefur verið
höfuðverkur í síðustu leikjum. Er
ekki lífsnauðsynlegt að gera brag-
arbót á honum til að eiga einhverja
möguleika?
„Það er ekki spurning. Vörn okk-
ar hefur verið afspyrnuslök og við
getum gleymt því að ætlast til að
standa uppi í hárinu á svona liði ef
varnarleikurinn verður jafn lélegur
og hann hefur verið í síðustu leikj-
um. Við verðum að vona að Magde-
burg hitti á lélegan leik. Liðið tap-
aði til að mynda á dögunum fyrir
einu af botnliðunum í Þýskalandi og
það segir manni að það spilar ekki
alltaf 100% leik.“
Viggó segir að það mesta sem
hans menn hafi lært af þátttöku
sinni í Meistaradeildinni sé sá mikli
hraði sem einkenni liðin. „Við höf-
um ekki yfir þessum mikla hraða að
ráða en það er hreint með ólíkind-
um að sjá hversu mikil keyrsla er
hjá liðum eins og Magdeburg og
Barcelona út allan leikinn. “
Allir liðsmenn Hauka eru heilir
heilsu að sögn Viggós og eru til-
búnir í afar erfitt en skemmtilegt
verkefni. „Það er kannski svolítil
þreyta í mönnum en ég vona að
menn nái að gíra sig vel upp. Það
hefur örlað á því að þá hafi skort
sjálfstraust og að þeir hafi verið
fljótir að gefa eftir um leið og and-
stæðingarnir hafi skorað tvö til þrjú
mörk í röð en vonandi hitta allir
strákarnir á toppleik og þá er aldrei
að vita nema við getum strítt
Magdeburg.“
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sem
mæta Magdeburg í Meistaradeildinni
„VIÐ erum ekkert bangnir. Við
förum í þennan leik til að vinna
og þó svo möguleikar okkar eigi
ekki að vera miklir á sigri þá er
alltaf von,“ sagði Viggó Sigurðs-
son, þjálfari Íslandsmeistara
Hauka, við Morgunblaðið en
annað kvöld taka Haukarnir á
móti stórliði Magdeburg frá
Þýskalandi í Meistaradeild Evr-
ópu í handknattleik.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigfús Sigurðsson, leikmaður Magde-
burgarliðsins, stendur hér fyrir fram-
an varnarvegg HK á opna Reykjavík-
urmótinu sl. sumar – tilbúinn að taka
aukakast. Sigfús og leikmenn HK
verða í sviðsljósinu hér á landi í
Evrópukeppni um helgina í Kópavogi
og Hafnarfirði.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
„Hittum
vonandi á
toppleik“
STEFÁN Arnarson, þjálfari A-
landsliðs kvenna, hefur valið 16 leik-
menn sem fara til Ítalíu á næsta mið-
vikudag til að taka þátt í forkeppni
að undankeppni
EM sem fram
fer í Ungverja-
landi í desember
á næsta ári. Ís-
lenska liðið leik-
ur gegn Make-
dóníu, Portúgal
og Ítalíu, þrjú lið
fara áfram úr
riðlinum í und-
ankeppnina sem
háð verður í vor.
Leikið verður
ytra á föstudag, laugardag og sunnu-
dag. Fyrsti leikurinn er við Portúgal,
þá mætir íslenska liði Makedóníu og
loks liði heimamanna.
Tvær breytingar hafa orðið á
landsliðshópnum frá því að hann tók
þátt í alþjóðlegum mót í Póllandi á
dögunum, Kristín Guðmundsdóttir
og Dröfn Sæmundsdóttir eru meidd-
ar og í þeirra stað koma Þórdís
Brynjólfsdóttir og nýliðinn, Rakel
Dögg Bragadóttir.
Íslenska landsliðið er skipað eft-
irtöldum leikmönnum:
Markmenn eru Berglind Íris
Hansdóttir, Val, og Helga Torfadótt-
ir, Team Tvis Holstebro. Aðrir leik-
menn eru, Dagný Skúladóttir, Lut-
zellinde, Guðbjörg Guðmannsdóttir,
ÍBV, Hanna Guðrún Stefánsdóttir,
Team Tvis Holstebro, Harpa Vífils-
dóttir, Ydun, Inga Fríða Tryggva-
dóttir, Team Tvis Holstebro, Hafrún
Kristjánsdóttir, Val, Hrafnhildur
Ósk Skúladóttir, Team Tvis Hol-
stebro, Rakel Dögg Bragadóttir,
Stjörnunni, Brynja Steinsen, Val,
Drífa Skúladóttir, Val, Þórdís Brynj-
ólfsdóttir, FH, Jóna Margrét Ragn-
arsdóttir, Stjörnunni, Harpa Mel-
sted, Haukum, Hafdís Hinriksdóttir,
Val.
„Ég tel möguleika okkar á að kom-
ast áfram í undankeppnina vera all-
góða,“ sagði Stefán í samtali við
Morgunblaðið í gær. „En það er jafn-
framt ljóst að þetta verður erfitt,
þrír leikir á þremur dögum og því má
ekkert bera út af.“
Landsliðið kemur saman til fyrstu
æfingar á mánudaginn þar sem leik-
menn frá Þýskalandi og Danmörku
komast ekki til landsins fyrr en á
sunnudag vegna kappleikja með fé-
lagsliðum sínum í dag.
Takist íslenska landsliðinu að
komast í undankeppnina leikur það
tvo leiki, heima og að heima í vor um
sæti á Evrópumótinu í Ungverja-
landi.
Inga Fríða
Tryggvadóttir
Stefán
velur
sextán
Ítalíufara