Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 77
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 77
EVRÓPUÞJÓÐIR verða með þrett-
án sæti á heimsmeistaramótinu í
handknattleik, sem fer fram í Túnis
24. janúar til 6. febrúar 2005. Nú
þegar hefur einu sæti verið út-
hlutað – það eru heimsmeistarar
Króatíu, sem komast beint á HM.
Þrjár þjóðir tryggja sér sæti á Evr-
ópumótinu í Slóveníu, sem stendur
yfir 22. janúar til 1. febrúar 2004.
Fimmtán þjóðir á EM berjast um
þrjú sæti – Svíþjóð, Þýskaland,
Danmörk, Ísland, Serbía-Svart-
fjallaland, Rússland, Úkraína, Pól-
land, Spánn, Ungverjaland, Frakk-
land, Sviss, Portúgal, Slóvenía og
Tékkland.
Tólf af þessum þjóðum þurfa síð-
an að leika um rétt til að leika á HM
í Túnis ásamt sex þjóðum, sem
verða sigurvegarar í riðlum sínum í
forkeppni, en riðlarnir eru þannig
skipaðir:
1. RIÐILL: Grikkland, Litháen,
Búlgaría og Eistland.
2. RIÐILL: Lettland, Tyrkland og
Kýpur.
3. RIÐILL: Slóvakía, Holland og
Bosnía-Herzegovía.
4. RIÐILL: Rúmenía, Noregur og
Færeyjar.
5. RIÐILL: Hvíta-Rússland, Austur-
ríki og Ítalía.
6. RIÐILL: Makedónía, Belgía og
Finnland.
Forkeppnin fer fram á tímabilinu
7. til 25. janúar.
Dregið verður um það hvaða
þjóðir mætast – á lokadegi EM í
Ljubljana í Slóveníu 1. febrúar.
Barátta Evrópuþjóða um
sæti á HM í Túnis
LOGI Gunnarsson, sem leikur
með þýska úrvalsdeildarliðinu
Giessen 46’ers, þarf ekki að
fara í aðgerð vegna meiðsla
sem hann hlaut á æfingu liðs-
ins í sl. viku. Þar lenti íslenski
körfuknattleiksmaðurinn í
samstuði við félaga sinn með
þeim afleiðingum að hann
hrökk úr axlarlið. Logi fór til
sérfræðings í München og þar
kom í ljós að hann getur farið
að æfa á ný en missir líklega af
næstu tveimur leikjum liðsins.
Logi þarf
ekki í aðgerð
GUÐMUNDUR E. Stephensen, Ís-
landsmeistari í borðtennis tapaði
fyrir Martin Monrad frá Danmörku,
4-0, í forkeppni á Opna danska
meistaramótinu í borðtennis í Árós-
um. Guðmundur er þar með úr leik.
Monrad er í 97. sæti heimslistans en
Guðmundur er tæplega eitt hundrað
sætum neðar. Áður hafði Guðmund-
ur unnið ástralskan borðtennismann
í fjórum lotum.
MAGDEBURG verður án tveggja
landsliðsmanna sinna í leiknum við
Hauka í Meistaradeild Evrópu í
handknattleik annað kvöld. Júgó-
slavneski risinn Nenand Perunicic,
sem hefur spilað 141 landsleik fyrir
Júgóslavíu var nýlega skorinn upp í
öxl og leikur ekki meira með á tíma-
bilinu. Þá getur Steffen Stiebler,
fyrirliði, ekki spilað en hann fékk
sýkingu í hálsinn og verður að hvíla
sig næstu vikuna. Stiebler hefur 18
landsleiki fyrir Þjóðverja.
HAUKAR ætla að bjóða upp á
andlitsmálun fyrir leikinn á móti
Magdeburg. Stúlkurnar í meistara-
flokki sjá um málunina sem verður í
forsal veislusalarins og hefst klukk-
an 18. Þá verður forsala á leikinn í
verslunarmiðstöðinni Firði í dag frá
klukkan 11-16 og verða leikmenn
Hauka við miðasöluna. Á morgun
hefst miðasala á Ásvöllum klukkan
17. Miðaverð er kr. 1000 fyrir full-
orðna og 300 fyrir börn 6-14 ára.
BRASILÍSKI knattspyrnumaður-
inn Rivaldo er kominn í viðræður við
Liverpool um að ganga í raðir fé-
lagsins þegar opnað verður fyrir fé-
lagaskipti í janúar.
RIVALDO, sem er 31 árs gamall,
er á mála hjá Evrópumeisturum AC
Milan en þar hefur hann verið í frosti
og hefur lítið fengið að spreyta sig.
Hann segist gjarnan vilja spila
áfram í Evrópu og enska úrvals-
deildin er deild sem hann segist
gjarnan vilja spila í.
JAMES Beattie framherji South-
ampton var í gær kallaður inn í
enska landsliðshópinn í knattspyrnu
í fyrir leikinn á móti Dönum á Old
Trafford á morgun stað Alan Smiths
hjá Leeds United. Smith, sem valinn
var í stað Dariusar Vassell sem er
meiddur, var hent út úr hópnum í
gær eftir að hann var handtekinn af
lögreglu vegna rannsóknar á atviki
sem átti sér stað undir lok leiks
Leeds og Man. Utd. á dögunum. Þar
kastaði Smith flösku í reiði sinni, en
flaskan hafnaði á áhorfanda.
MOHAMED Kallon framherji Int-
er Milan á yfir höfði sér keppnisbann
vegna lyfjanotkunar en lyfjanefnd
ítalska íþróttasambandsins staðfesti
í gær að B-sýni sem tekið var af hon-
um hefði reynst jákvætt eins og A-
sýnið. Leyfar af nandralóni fundust í
þvagsýni leikmannsins.
FÓLK
Árni sagði að Drott væri sterkt liðen svo virtist sem það gæfi allt-
af eftir á lokakafla leikja, líkt og á
móti HK á dögunum. Þá eru tveir
nýir leikmenn með félaginu sem
leika fyrir utan og eiga þeir eftir að
aðlagast leik liðsins. „Drott leikur
hraðan handbolta og keyrir mikið á
hraðupphlaupin. Við lékum ágæta
vörn úti, þegar við náðum að stilla
upp á móti þeim, en það sem varð
okkur helst að falli úti var að við töp-
uðum boltanum 14 sinnum án þess
að ná að skjóta að marki og þeir refs-
uðu okkur grimmilega fyrir það,
gerðu ein níu mörk úr hraðaupp-
hlaupum og fengu síðan fjölmörg
vítaköst. Þeir nýttu sér líka mjög vel
þegar þeir voru einum fleiri.
Ég hef reynt að telja stákunum
trú um að við getum þetta alveg, við
þurfum að vinna upp eitt mark á
hverjum tíu mínútum – þá er þetta
komið. Ég veit hins vegar að ætlum
við okkur áfram verðum við að eiga
toppleik og til þess að það megi
verða þurfum við góðan stuðning
áhorfenda. Það var virkilega gaman
að fá áhorfendur með sér til Svíþjóð-
ar og vonandi styðja þeir eins vel við
bakið á okkur í þessum leik,“ sagði
Árni.
Gefumst ekki upp
Árni sagðist vonast til að liðið
kæmist áfram. „Við gefumst ekki
upp og ekki heldur þótt þeir verði
með vænlega stöðu þegar lítið er eft-
ir af leiknum. Úti hættu þeir að taka
hraða miðju í síðari hálfleik og mér
finnst það benda til þess að liðið sé
ekki í mjög góðri æfingu. Við munum
því berjast alveg fram á síðustu sek-
úndur,“ sagði Árni.
Spurður um dóma sem lið HK
fékk í Svíþjóð eftir fyrri leikinn, en
þar var talað um að HK-menn hefðu
verið mjög grófir, sagði Árni: „Þetta
er bara dæmigert sænkst væl. Lyk-
illinn að því að vinna er að leika góða
vörn og við vorum fastir fyrir í vörn-
inni, en ég neita því að við höfum
leikið gróft. Svíarnir voru með mik-
inn leikaraskap, létu sig detta í tíma
og ótíma en dómararnir, sem voru
frá Færeyjum og Danmörku, sáu við
þeim. Annars voru dómararnir
nokkuð mistækir og sá færeyski óör-
uggur. Lið leikum venjulega vörnina
eins fast og dómararnir leyfa.“
Hilmar Sigurgíslason, formaður
handknattleiksdeildar HK, segir að
það hafi gengið ágætlega að fjár-
magna þátttöku liðins í keppninni.
„Hver umferð kostar um tvær millj-
ónir og með stuðningi fyrirtækja og
bæjarins hefur þetta gengið upp hjá
okkur þannig að við erum óhræddir
við að komast áfram í keppninni,“
sagði Hilmar.
Árni Stefánsson, þjálfari HK, ætlar að leggja Svíana
Vinna upp eitt
mark á hverjum
tíu mínútum
„ÞETTA er alveg hægt,“ segir
Árni Stefánsson, þjálfari hand-
knattleiksliðs HK, en Kópavogs-
liðið mætir sænska liðinu Drott í
síðari leik liðanna í Evrópu-
keppni bikarhafa í Digranesi í
dag kl. 16. Svíarnir fögnuðu
sigri í fyrri leiknum, sem fór
fram í Halmstadt, 31:25.
HVORKI fleiri né færri en 13 lands-
liðsmenn eru í liði Magdeburg. Í lið-
inu eru átta þýskir landsliðsmenn,
einn franskur, einn pólskur, einn ís-
lenskur, einn rúmenskur og einn
rússneksur. Skrautfuglinn Stefan
Kretzschmar er líklega þekktastur
leikmanna Magdeburg en þessi
snjalli hornamaður hefur leikið 200
landsleiki fyrir Þýskaland og er
lykilmaður liðsins en hann skorar
að jafnaði mörg mörk í öllum regn-
bogans litum.
Aðrir lykilmenn Magdeburg eru:
Oleg Kuleschow leikstjórnandi
sem hefur spilað 106 leiki fyrir
Rússa.
Grzgorz Tkaczyk, pólsk stór-
skytta sem hefur spilað 48 lands-
leiki og er talinn bjartasta von Pól-
verja.
Johannes Bitter, rúmlega 2
metra hár markvörður, sem hefur
leikið 4 landsleiki fyrir Þjóðverja,
en hann hefur átt hvern stórleikinn
á fætur öðrum í haust og skemmst
er að minnast frammistöðu hans í
fyrri leiknum gegn Haukum.
Sigfús Sigurðsson línumaðurinn
snjalli sem hefur 73 landsleiki að
baki en Sigfús leikur stórt hlutverk
í leik liðsins jafnt í vörn sem sókn
en honum var hrósað í hástert fyrir
frammistöðuna í sigri Magdeburg á
Barcelona um síðustu helgi.
Joel Abati, franska vinstri-
handar skyttan sem leyst hefur
hlutverk Ólafs Stefánssonar með
mikilli prýði. Abati er fastamaður í
franska landsliðinu og hefur leikið
88 leiki fyrir Frakka.
Bennet Wiegert, Christian
Schöne og Stephan Just, leikmenn
sem rétt eru skriðnir yfir tvítugt,
hafa látið mikið að sér kveða en all-
ir hafa þeir nýlega fengið að
spreyta sig með þýska landsliðinu
og eru framtíðarmenn þess.
Þrettán
landsliðs-
menn
Morgunblaðið/Kristinn
Árni Stefánsson, þjálfari HK, hefur trú á sínum mönnum.