Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 78
ÍÞRÓTTIR
78 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HELGI Kolviðsson, leikmaður
Kärnten í Austurríki, var í gær val-
inn í íslenska landsliðshópinn í
knattspyrnu sem leikur gegn
Mexíkó í San Francisco í næstu
viku. Helgi kemur inn í hópinn í
stað Jóhannesar Harðarsonar,
Groningen, en forráðamenn liðsins
meinuðu honum að fara í ferðina og
voru í fullum rétti til þess þar sem
beiðni KSÍ um að fá leikmanninn
lausan barst of seint.
Helgi hefur leikið 29 leiki með A-
landsliði Íslands, síðast á móti Eist-
um í Tallinn í nóvember á síðasta
ári.
Val landsliðsþjálfaranna Ásgeirs
Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar
á Jóhannesi í landsliðshópinn vakti
töluverða athygli enda hefur
Skagamaðurinn lítið fengið að
spreyta sig með hollenska liðinu
Groningen frá því hann gekk í raðir
þess fyrir þremur árum.
„Ástæðan fyrir því að hann var
valinn var sú að við vorum að leita
að miðjumanni sem væri í góðri æf-
ingu og þó svo Jóhannes hafi ekki
spilað með aðalliðinu, þar sem
þjálfaranum hefur verið bannað að
tefla honum fram, hefur hann spil-
að með varaliði félagsins. Við fór-
um vandlega yfir 21 árs liðið til að
athuga hvort við gætum tekið ein-
hvern þar en við mátum stöðuna að
svo væri ekki og þegar forföllin í
hópnum voru orðin þetta mikil var
ákveðið að velja Jóhannes. Hann til-
kynnti okkur hins vegar í morgun
að hann fengi ekki leyfi en þjálf-
arinn hefur gefið honum til kynna
að hann verði að öllum líkindum í
liðinu um næstu helgi,“ sagði Logi.
Spurður hvort ekki hefði mátt
velja einhvern leikmann hér heima
frekar en að velja mann sem lítið
hefur spilað með sínu liði sagði
Logi; „Leikmennirnir í íslensku lið-
unum eru ekki komnir á skrið enda
einn og hálfur mánuður liðinn síðan
tímabilinu lauk. Veigar Páll og
Kristján Örn hafa hins vegar verið
við æfingar hjá erlendum liðum og
Ólafur Örn hefur haldið sér í formi.
Ég hef fylgst vel með málum Jó-
hannesar. Hann var á dögunum til
reynslu hjá IFK Gautaborg og ég
veit að liðið er spennt fyrir því að fá
hann svo eitthvað hefur drengurinn
til brunns að bera.“
Helgi Kolviðsson tók sæti
Jóhannesar í Bandaríkjaferðinni
HANDKNATTLEIKUR
Laugardagur:
Evrópukeppni bikarhafa:
Digranes: HK - Drott.................................16
1. deild karla, RE/MAX-deildin, norður-
riðill:
Höllin Akureyri: Þór - Víkingur................16
Sunnudagur:
Meistaradeild Evrópu:
Ásvellir: Haukar - Magdeburg..................20
1. deild kvenna, RE/MAX-deildin:
Kaplakriki: FH - ÍBV.................................14
1. deild karla, RE/MAX-deildin, norður-
riðill:
Framhús: Fram - Grótta/KR ....................17
Suðurriðill:
Ásgarður: Stjarnan - ÍBV..........................16
KÖRFUKNATTLEIKUR
Laugardagur:
1. deild karla:
Egilsstaðir: Höttur - ÍS .............................14
Grafarvogur: Fjölnir - Valur .....................17
Grindavík: ÍG - Selfoss...............................18
1. deild kvenna:
Seljaskóli: ÍR - Keflavík ............................16
Sunnudagur:
Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin:
Ísafjörður: KFÍ - Keflavík....................19.15
Mánudagur:
Kennaraháskóli: ÍS - KR ......................19.30
BLAK
Laugardagur:
1. deild kvenna:
Digranes: HK - KA ....................................14
1. deild karla:
Hagaskíli: ÍS - Stjarnan........................15.30
Sunnudagur:
1. deild karla:
Digranes: HK - Þróttur R. ........................17
SUND
Bikarkeppni Sundsambands Íslands, 1. og
2. deild, fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í
dag og á morgun – kl. 15 til 16.55.
KARATE
Íslandsmót í Kumite verður haldið í dag í
Íþróttahúsinu Austurbergi kl. 10.35 kepp-
endur keppa í ellefu flokkum karla og
kvenna. Úrslit hefjast um kl. 13.30.
SKYLMINGAR
Íslandsmótið í skylmingum með högg-
sverði verður haldið í Íþróttahúsi Haga-
skólans á morgun, sunnudag. Keppni hefst
kl. 9. Úrslit í kvennaflokki verða kl. 16.40
og opnum flokki karla kl. 16.50.
BADMINTON
Iceland Express International fer fram í
TBR-húsinu. Undanúrslit fara fram
kl.16.30-20.30 í dag laugardag. Úrslit ráð-
ast á morgun sunnudag og hefjast úrslita-
leikirnir kl. 11 en mótinu lýkur kl. 15.
UM HELGINA
HANDKNATTLEIKUR
Valur – KA 30:30
Hlíðarendi, 1. deild karla, RE/MAX-deild-
in, suðurriðill, föstudagur 14. nóvember
2003.
Gangur leiksins: 0:2, 1:3, 3:3, 5:4, 6:7, 9:8,
11:9, 11:12, 12:14, 13:15, 15:15, 15:16, 17:16,
18:18, 19:19, 21:19, 22:20, 22:25, 23:26,
26:26, 27:28, 29:29, 29:30, 30:30.
Mörk Vals: Markús Máni Mikaelsson 7/1,
Heimir Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson
6/4, Hjalti Pálmason 4, Hjalti Gylfason 3,
Sigurður Eggertsson 2, Freyr Brynjarsson
1, Ragnar Ægisson 1.
Varin skot: Örvar Rúdólfsson 9 (þar af fór
1 aftur til mótherja), Pálmar Pétursson 2.
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk KA: Arnór Atlason 14/3, Jónatan
Magnússon 4, Árni Björn Þórarinsson 4,
Einar Logi Friðjónsson 4, Andreus
Stelmokas 2, Andri Snær Stefánsson 2.
Varin skot: Hafþór Einarsson 15 (þar af
fóru 7 aftur til mótherja), Stefán Guðnason
1/1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Valgeir Ómarsson og Bjarni
Viggósson.
Áhorfendur: Um 320.
Staðan:
Valur 8 5 2 1 221:188 12
KA 9 5 2 2 263:240 12
Grótta/KR 7 4 2 1 182:166 10
Fram 8 4 2 2 212:207 10
Víkingur 8 2 2 4 198:212 6
Afturelding 8 2 1 5 195:219 5
Þór 8 0 1 7 199:238 1
ÍR – Breiðablik 37:21
Austurberg, suðurriðill:
Mörk ÍR: Hannes Jón Jónsson 8, Bjarni
Fritzson 7, Einar Hólmgeirsson 6, Tryggvi
Haraldsson 6, Sturla Ásgeirsson 4, Fannar
Þorbjörnsson 2, Daði Rafn Skúlason 2,
Ingimundur Ingimundarson 1, Júlíus Jón-
asson 1.
Varin skot: Ólafur Hauksson 16, Stefán
Petersen 4.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Breiðabliks: Björn Hólmþórsson 7,
Orri Hilmarsson 4, Davíð Ketilsson 3,
Björn Guðmundsson 3, Kristinn Hallgríms-
son 2, Ólafur Snæbjörnsson 1, Ágúst Guð-
mundsson 1.
Utan vallar: 10 mínútur. Gunnar Björnsson
rautt spjald fyrir 3 brottvísanir.
Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur
Sverrisson.
Áhorfendur: 120
Selfoss – FH 27:32
Selfoss:
Gangur leiksins: 1:1, 3:1, 3:3, 3:6, 7:8, 8:10,
10:13, 11:13, 11:17, 12:18, 12:20, 13:20,
14:21, 14:24, 16:25, 20:25, 21:26, 23:28,
24:29, 25:30, 26:31, 27:31, 27:32.
Mörk Selfoss: Ramunas Kalendauskas 8,
Haraldur Þorvarðarson 6, Ramunas Mika-
lonis 5, Arnar Gunnarsson 4, Guðmundur I.
Guðmundsson 2, Andri Már Kristjánsson 1,
Sebastian Alexandersson 1.
Varin skot: Sebastian Alexandersson varði
18 skot (þar af 3 aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk FH: Logi Geirsson 9/2, Guðmundur
Pedersen 9, Valgarð Thoroddsen 4, Magn-
ús Sigurðsson 3, Arnar Pétursson 2, Brynj-
ar Geirsson 2, Jón Helgi Jónsson 1, Sigmar
Magnússon 1, Svavar Vignisson 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson varði 10
skot (þar af 2 aftur til mótherja), Elvar
Guðmundsson varði 11 skot og 1 víti (þar af
2 aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Áhorfendur: Um 150.
Dómarar: Hörður V. Sigmarsson og Þórir
Gíslason.
Staðan:
ÍR 9 8 0 1 288:230 16
Haukar 10 7 0 3 304:265 14
FH 10 6 0 4 291:262 12
HK 9 6 0 3 257:236 12
Stjarnan 9 5 1 3 239:239 11
ÍBV 9 2 1 6 263:278 5
Breiðablik 10 2 0 8 252:330 4
Selfoss 10 1 0 9 264:318 2
Fylkir/ÍR – ÍBV 26:34
Remaxdeild kvenna, föstudaginn 14. nóv-
ember, Fylkishöll:
Mörk Fylkis/ÍR: Hekla Daðadóttir 9,
Andrea Olsen 6, Valgerður Árnadóttir 4,
Hrönn Kristinsdóttir 2, Soffía Rut Gísla-
dóttir 2, Helga Björk Pálsdóttir 2, Klara
Stefánsdóttir 1, Hildur Sólveig Sigurðar-
dóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1.
Mörk ÍBV: Anna Yakova 9, Nína K. Björns-
dóttir 7, Alla Gokorian 4, Birgit Engl 4,
Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Sylvia Strass
3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1, Elísa Sig-
urðardóttir 1, Sæunn Magnúsdóttir 1.
Staðan:
ÍBV 11 10 0 1 330:246 20
Valur 11 9 1 1 290:234 19
Haukar 11 8 1 2 293:283 17
FH 11 6 0 5 281:268 12
Stjarnan 10 6 0 4 213:208 12
Grótta/KR 10 3 2 5 233:243 8
KA/Þór 11 3 1 7 276:307 7
Víkingur 10 2 1 7 218:233 5
Fylkir/ÍR 10 1 0 9 240:287 2
Fram 9 1 0 8 191:256 2
KÖRFUKNATTLEIKUR
UMFG – KR 88:83
Grindavík, úrvalsdeild karla, Intersport-
deildin, föstudagur 14. nóvember 2003.
Gangur leiksins: 8:6, 12:6, 18:11, 25:13,
31:26, 44:30, 52:43, 57:50, 60:60, 66:60,
79:76, 88:83.
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson
27, Dan Trammel 21, Darrel Lewis 20, Guð-
mundur Bragason 9, Helgi Jónas Guðfinns-
son 6, Pétur Guðmundsson 5.
Fráköst: 29 í vörn – 15 í sókn.
Stig KR: Chris Woods 31, Ingvaldur M.
Hafsteinsson 15, Baldur Ólafsson 14, Ólaf-
ur Ægisson 13, Steinar Kaldal 8, Skarphéð-
inn Ingason 2.
Fráköst: 25 í vörn – 20 í sókn.
Villur: Grindavík 22, KR 15.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og
Aðalsteinn Hjartarson.
Áhorfendur: Um 150.
Staðan:
Grindavík 6 6 0 528:490 12
Snæfell 6 4 2 505:464 8
Njarðvík 6 4 2 550:510 8
Haukar 6 4 2 492:494 8
Keflavík 5 3 2 478:431 6
KR 6 3 3 560:541 6
Tindastóll 6 3 3 593:553 6
Hamar 6 3 3 467:509 6
Þór Þorl. 6 2 4 565:609 4
Breiðablik 6 1 5 496:544 2
KFÍ 5 1 4 484:505 2
ÍR 6 1 5 510:578 2
1. deild kvenna:
UMFN – UMFG.....................................61:58
Stig UMFN: Andrea Gaines 22, Guðrún
Karlsdóttir 13, Gréta Jósepsdóttir 9, Sæ-
unn Sæmundsdóttir 6, Sigurlaug Guð-
mundsdóttir 5, Ásta Óskarsdóttir 3, Dianna
Jónsdóttir 2, Ingibjörg Guðmundsdóttir 1.
Stig UMFG: Sólveig Gunnlaugsdóttir 23,
Jovana Stefánsdóttir 8, Sandra Guðlaugs-
dóttir 10, Guðrún Guðmundsdóttir 6, Pet-
rúnella Skúladóttir 5, Ólöf Pálsdóttir 4,
María Guðmundsdóttir 2.
Staðan:
ÍS 6 5 1 387:337 10
Keflavík 6 4 2 528:414 8
Njarðvík 7 4 3 431:439 8
KR 6 3 3 373:384 6
ÍR 6 2 4 374:420 4
Grindavík 7 1 6 398:497 2
BLAK
1. deild kvenna:
Digranes: HK – KA...................................0:0
(12:25, 12:25, 19:25).
Heimamenn byrjuðu leikinn velog KR-liðið virtist ekki rata í
átt að körfu hvað þá meira í fyrsta
leikhluta. Ellefu stig
er ekki vænlegt í ein-
um leikhluta.
Gestirnir voru
litlu skárri í öðrum
leikhluta og því útlit fyrir auðveldan
sigur heimamanna sem voru yfir í
hálfleik, 44:30.
Eitthvað hefur þjálfari KR-liðsins,
Ingi Þór Steinþórsson, sagt við sína
menn í hálfleik því allt annað var að
sjá til liðsins í þriðja leikhluta. Að
honum loknum var forskot heima-
manna búið og spenna að myndast.
Gestirnir búnir að jafna með síðustu
körfu þriðja leikhluta og staðan
60:60.
Því miður fyrir áhorfendur náði
síðasti leikhluti aldrei að vera spenn-
andi því Grindvíkingar settu niður
fyrstu sex stigin og héldu áfram til
loka leiks.
Áhorfendur gátu þó glaðst yfir
glæsilegum troðslum undir lokin frá
Dan Trammel en hann ásamt Páli
Axel Vilbergssyni voru bestir í liði
heimamanna. Hjá gestunum var
Chris Woods yfirburðamaður.
„Vantaði hugarfarið“
„Þetta var dauft og leiðinlegt í
fyrri hálfleik. Sorglegt að byrja ekki
fyrr en það vantaði hugarfarið og
grimmdina í fyrri hálfleik. Við töp-
uðum reyndar hér fyrir mjög góðu
liði,“ sagði þjálfari KR, Ingi Þór
Steinþórsson.
„Þegar á þurfti að halda gátum við
stjórnað leiknum. Við vorum að
missa niður þægilegt forskot allt of
oft í leiknum en náðum að rífa okkur
aftur upp. Nú er það næsti leikur því
þetta er sama baráttan. Við förum í
Þorlákshöfn og það er áskorun að
mæta þeim þar,“ sagði Friðrik Ingi
Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga.
Grindavík óstöðvandi
GRINDVÍKINGAR sigruðu KR í gærkvöld í Röstinni eftir töluverðan
barning í leik sem lofaði litlu til að byrja með en varð ágæt skemmt-
un. Grindavík skoraði 88 stig gegn 83 gestaliðsins og hafa læri-
sveinar Friðriks Inga Rúnarssonar unnið alla sex leiki sína til þessa
í Intersportdeildinni og eru að sjálfsögðu á toppnum með 12 stig.
Gengi KR-ingar hefur verið misjafnt, þrír sigrar og þrjú töp.
Garðar
Vignisson
skrifar
Þetta þýðir að hver þjóð leikurfleiri leiki í riðlakeppninni en
áður. Að sama skapi fjölgar þeim
leikjum sem skipta máli og vináttu-
landsleikjum fækkar, en mjög hefur
dregið úr áhuga á þeim jafnt hjá
knattspyrnumönnum sem áhorfend-
um og því eru þeir ekki lengur
tekjulind fyrir knattspyrnusam-
bönd.
„Það að við verðum í fjórða styrk-
leikaflokki hefur ekki verið staðfest
ennþá, en það bendir margt til þess
að svo verði. Samkvæmt útreikning-
um okkar hjá KSÍ erum við í 27. sæti
á styrkleikalista Evrópuþjóða, það
er í sama sæti og þegar dregið var
fyrir EM,“ sagði Geir Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Knattspyrnu-
sambands Íslands, í samtali við
Morgunblaðið.
Átta efstu þjóðir Evrópulistans
sem Geir talar um verða í fyrsta
styrkleikaflokki í stað tíu áður. Þar
af leiðir að þjóðirnar í sætum níu til
sextán verða í öðrum styrkleika-
flokki og þær sem verða í sautjánda
til tuttugasta og fjórða sæti hafna í
þriðja styrkleikaflokki. Verði Ísland
áfram í 27. sæti hafnar það í fjórða
flokki ásamt þeim þjóðum sem eru í
25. til 32. sæti. Alls tóku 50 landslið
þátt í undankeppni EM og er reikn-
að með að sami fjöldi verði með í
undankeppni HM í Evrópu.
„Endanlegur Evrópulisti liggur
fyrir um næstu mánaðamót og þá
verður staðan ljós en við hjá KSÍ
höfum stundað útreikninga af þessu
tagi um nokkurt skeið og yfirleitt
verið nokkuð nærri lagi, enda notað
sömu reiknireglur og Knattspyrnu-
samband Evrópu,“ sagði Geir.
Verði íslenska liðið í fjórða styrk-
leikaflokki þýðir það að liðið dregst
gegn þremur sterkari þjóðum og
þar af leiðandi verður erfiðara en
ella að komast upp úr riðlinum. Um
leið verða færri veikari lið en það ís-
lenska í riðlinum. Taki 50 þjóðir þátt
í undankeppni HM í Evrópu er
sennilegt að dregið verði í sex riðla
með sex liðum og að í tveimur riðl-
um verði sjö lið í hvorum.
„Það er keppikefli okkar að vera í
þriðja styrkleikflokki, en ég held að
við getum í sjálfu sér verið ánægðir
með að halda okkar stöðu á Evrópu-
listanum ef svo fer, en það er lítið við
því að gera þegar riðlakeppninni er
breytt á þennan hátt og riðlunum
fjölgað.
Fjölgun liða í hverjum riðli þýðir
að við fáum fleiri alvöruleiki og
væntanlega meiri tekjur, en á móti
koma fleiri útileikir og aukinn kostn-
aður vegna ferðalaga. Þannig að
þetta hefur sína kosti og sína galla.
En ef staðan er þessi þá þarf tals-
vert átak til að komast upp í þriðja
styrkleikalista á nýjan leik, komast
inn í hóp tuttugu og fjögurra bestu
knattspyrnuþjóða Evrópu,“ sagði
Geir Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri KSÍ.
Dregið verður í riðla undankeppni HM í knattspyrnu
í næsta mánuði samkvæmt breyttum reglum
Verður Ísland í
fjórða styrkleika-
flokki í Evrópu?
FLEST bendir til þess að íslenska landsliðið í knattspyrnu verði í
fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni heims-
meistaramótsins í knattspyrnu í byrjun næsta mánaðar. Íslenska
landsliðið var í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið var í undan-
keppni Evrópumótsins fyrir tveimur árum. Ástæðan fyrir þessu lík-
lega falli íslenska landsliðsins um einn flokk er sú að fyrirkomulagi
riðlakeppninnar í Evrópu verður breytt þannig að riðlum verður
fækkað en í stað fjölgað í hverjum þeirra.