Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 80

Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 80
FÓLK Í FRÉTTUM 80 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BIOGEN hefur verið afkastamik- ill á árinu, sent frá sér nokkrar heimabrenndar skífur með fjöl- breyttri tónlist. Á þeirri sem hér er til umfjöllunar er tónlistin venju fremur tilraunakennd, lítið um sam- felldan takt, fáir vegvísar að rata eftir og engu að treysta; um leið og áheyrandi telur sig vera kominn í örugga höfn í einhverju laginu er öllu bylt, ójarðneskar raddir, brak og brestir, tætingsleg tölvuhljóð eða tær bjögun sér um að koma honum úr jafnvægi og óvissan hefst að nýju hálfu verri. Segja má að þessi plata BioGens sé eins konar and- plata, á henni eru flest lögmál tón- listar og plötuút- gáfu brotin, í stað hljóma og fram- vindu eru hljóð (óhljóð) og sundur- laus tætingur, sífelld erting og ójafnvægi. Ekki má skilja þessi orð sem það sé einhver pína að hlusta á Mutilyn, öðru nær, á plötunni er þvílík gnótt hugmynda að hún gæti dugað herfylki raftónlistarmanna langan aldur. BioGen er með margt undir, not- ar til að mynda gítarriff frá Frosta í Mínus er skemmtilega í þriðja lagi plötunnar, Song Number Three, beitir óskiljanlegum röddum til að skreyta önnur lög, skapar þannig óþægilega spennu í lok fjórða lags- ins með óskiljanlegri yfivaldsrödd (eru ekki allar slíkar raddir óskilj- anlegar). Þeir sem þekkja BioGen kannast einna best við sig í tveimur lögum um miðbik plötunnar, tit- illagið Mutilyn og síðan Mutilating ’n Atmospheric. Einn lítri af öllu er líka nokkuð hefðbundið lag, en í öðrum lögum á skífunni eru líka kaflar með sterkum höfundarein- kennum hans. Talað innskot BioGens sjálfs (?) er svo til að undirstrika að hann er með húmorinn í lagi, en í öðru lagi disksins, Irrevelant Information, segir hann frá kynnum sínum af út- gáfunni (leynifélaginu) StabStab / b.w.c.u. Tónlist Eins konar and-plata BioGen Mutilyn StabStab / b.w.c.u. Mutilyn, hljómplata með tónlistarmann- inum BioGen. Upplýsingar um diskinn er engar að hafa. StabStab / b.w.c.u. gefur líklega út. Árni Matthíasson Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 - UPPSELT Su 16/11 kl 14 - UPPSELT Lau 22/11 kl 14 - UPPSELT Su 23/11 kl 14 - UPPSELT Su 23/11 kl 17 - UPPSELT, Lau 29/11 kl 14 - UPPSELT Lau 29/11 kl 17 - UPPSELT, Su 30/11 kl 14 - UPPSELT Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT Su 14/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14, Su 28/12 kl 14, Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 NÝJUNG - GLEÐISTUND Í FORSALNUM Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu Girnileg smábrauð og léttar veitingar á tilboðsverði Njótið þess að gefa ykkur góðan tíma í leikhúsinu COMMONNONSENSE e. CommonNonsense byggt á myndlist Ilmar Stefánsdóttur Í kvöld kl 20, Fi 20/11 kl 20, Fö 21/11 kl 20 ATH. Takmarkaður sýnngafjöldi KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Su 16/11 kl 20, - UPPSELT, Su 23/11 kl 20- UPPSELT, Fö 28/11 kl 20, Lau 29/11 kl 20, Su 30/11 kl 20 Síðustu sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - Atli Heimir Sveinsson CAPUT - Grand dui conceretante Í dag kl 15:15 ANDARTAK - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Margrét Eir - hljómsveit Mi 19/11 kl 22 - kr. 2.000 PERLU-TVENNA PLÚS HANDASPIL HRINGILHYRNINGUR OG KROPPA-GRÍN Frumsýning su 16/11 kl 15 - 1000 kr Aðeins þessi eina sýning. www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth -heimsfrums. SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason Su 16/11 kl 20 Síðasta sýning ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 22/11 kl 20, Fö 28/11 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Í kvöld kl 20 Síðasta sýning Í SVÖRTUM FÖTUM - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Fi 20/11 kl 20:30 Pálmi Gunnarsson og hljómsveit í kvöld Leikhúsgestir munið 15% afslátt - Spennandi matseðill! Nýt t og spe nna ndi Erling í Freyvangi Lau. 15. nóv. kl. 20 uppselt Fös. 21. nóv. kl. 17 laus sæti Fös. 21. nóv. kl. 20 laus sæti Lau. 29. nóv. kl. 20 Fös. 5. des. kl. 20 Síðustu sýningar fyrir jól. Vörðufélagar Landsbanka Íslands fá 25% afslátt gegn framvísun debetkorts. Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Síðasta sýning sun. 16. nóv. kl. 14 Miðaverð 1.500 kr Miðapantanir í síma 566 7788 Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ eftir J.R.R. Tolkien MIÐ. 19/11 - KL. 19 UPPSELT FÖS. 21/11 - KL. 19 LAUS SÆTI ATH! SÝNINGUM FER FÆKKANDI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Miðasala í síma 866 0011 Miðasala í síma 691 3007 og 839 0995 Leikhópurinn Á senunni Ævintýrið um Augastein nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson sun. 16. nóv. kl. 14.00 sun. 23. nóv. kl. 14.00 lau. 29. nóv. kl. 14.00 sun. 7. des. kl. 14.00 Ráðalausir Menn Sýningar sun. 16. nóv. kl. 20.00 lau. 29. nóv. kl. 20.00 fös. 5. des. kl. 20.00 fös. 12. des. kl. 20.00 Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Tenórinn Sun. 16. nóv. kl. 20.00. UPPSELT Lau. 22. nóv. kl. 20.00. UPPSELT Lau. 29. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti Lau. 6. des. kl. 20.00. Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Lau. 15. nóv. kl. 21.00. UPPSELT Mið. 19. nóv. kl. 21.00. UPPSELT Fös. 21. nóv. kl. 21.00. UPPSELT Fim. 27. nóv. kl. 21.00. Örfá sæti AUKASÝNING Lau. 29. nóv. kl. 23.00. Örfá sæti Sun. 30. nóv. kl. 21.00. nokkur sæti WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. ATVINNA mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.