Morgunblaðið - 21.11.2003, Side 2

Morgunblaðið - 21.11.2003, Side 2
TÍMARIT MORGUNBLAÐSINS FYLGIR MORGUNBLAÐINU Á SUNNUDAGINN Himnaríki Hallgríms Helgasonar FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MANNSKÆTT TILRÆÐI Minnst 27 manns létu lífið og yfir 400 særðust í sjálfsmorðstilræði í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Talið er að hryðjuverkamenn tengdir al- Qaeda-samtökunum hafi staðið fyr- ir árásinni. Tvær geysistórar sprengjur sprungu við útibú bresks banka og bresku ræðismanns- skrifstofuna í borginni. Leiðtogar um allan heim, þ.á m. í múslíma- ríkjum, fordæmdu tilræðið og vott- uðu Tyrkjum, sem eru múslímar, samúð sína. Kaupréttarsamningar Stjórnarformaður og forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka hafa hvor um sig keypt hluti í Kaupþingi Búnaðarbanka fyrir rúmar 950 milljónir króna á genginu 156. Lokaverð á hlutabréfunum í Kaup- höll Íslands í gær var 216 svo sölu- hagnaður hvors um sig gæti numið 365 milljónum króna. Mótmæli á Trafalgar-torgi Tugþúsundir manna komu saman á Trafalgar-torgi í London í gær og mótmæltu opinberri heimsókn George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hrópuð voru slagorð gegn Bush og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og felld var af stalli papp- írsstytta af Bush við mikinn fögnuð viðstaddra. Kynna Fjarðarál Fulltrúar Alcoa, Bechtel og sveit- arfélaga hafa undanfarna daga kynnt Fjarðarálsverkefnið á Aust- urlandi. Áætlað er að jarðvegsvinna hefjist í október 2004 og að höfnin verði tilbúin í júlí 2005. Pílagrímaflug Atlanta Þrettán þotur flugfélagsins Atl- anta verða í pílagrímaflugi milli Jeddah og borga í Asíu og Afríku og hefst það í lok desember. Milli 1.100 og 1.200 manns starfa við verkefnið. 21.-27.nóvember Viðburðir sem gera vikuna skemmtilegri FÓLKIÐ teflir af ástríðu, tekur völdin á Nasa og eikur Hallgerði í Njálssögu | |21|11|2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Viðskipti 16 Þjónusta 35 Úr verinu 16 Viðhorf 36 Erlent 18/19 Minningar 38/41 Minn staður 20 Bréf 46 Höfuðborgin 21 Dagbók 48/49 Akureyri 22 Staksteinar 48 Suðurnes 22/23 Íþróttir 50/53 Austurland 24 Leikhús 54 Landið 25 Fólk 54/61 Daglegt líf 26/27 Bíó 58/61 Listir 28/30 Ljósvakamiðlar 62 Umræðan 31/38 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, rit- stjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, hilmar@mbl.is Stefán Ólafsson, esso@mbl.is Dag- bók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is FÓLKIÐ ÞAÐ var mikil upphefð að vera beð- in að leika Hallgerði, segir Margrét Vilhjálmsdóttir í Fólkinu, en hún fer með hlutverk þessarar um- deildu konu í Njálssögu, sem frum- sýnd verður í Regnboganum í kvöld. Þá eru rifjaðar upp sögur af Gauki á Stöng, í tilefni 20 ára af- mælis staðarins. Þar var gjarnan dansað uppi á borðum „í gamla daga“. Hallgrímur Helgason greinir frá nokkrum hlutverkum í „nýrri stór- mynd“ sinni, Herra alheimur. Þar fer Camilla Parker-Bowles meðal annars með hlutverk Píusar tólfta. Morgunblaðið/Kristinn Camilla í hlutverki Píusar tólfta GUÐBJÖRG Þor- bjarnardóttir, ein ást- sælasta leikkona þjóð- arinnar um áratuga- skeið, lést á elli- heimilinu Grund 19. nóvember, níræð að aldri. Guðbjörg fæddist í Bolungarvík 13. júlí 1913 og hóf í upphafi fimmta áratugarins nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar í Reykjavík og sótti einnig leiklistarnám- skeið á Norðurlöndum. Leikferil sinn hóf hún á Siglufirði ár- ið 1939 í áhugasýningum og gekk til liðs við Leikfélag Reykjavíkur árið 1946 þar sem hún lék með hléum í áratug. Fyrsta hlutverk hennar hjá LR var Elín Hákonardóttir í leikriti Guðmundar Kambans Skálholti. Ár- ið 1949 gekk hún til liðs við leikhóp- inn Sex í bíl og sló hún í gegn í hlut- verki sínu í Brúnni til Mánans eftir Clifford Odets. Guðbjörg réðst til Þjóðleikhússins strax við opnun þess árið 1950 og var fastráðin árið 1959. Meðal fyrstu hlutverka hennar þar voru Antí- góna Anouihls, Títanía í Jónsmessunætur- draumi og Lára í Föð- urnum. Á 39 ára löngum leikferli sínum við Þjóðleikhúsið lék Guðbjörg alls 96 hlut- verk, það síðasta leikár- ið 1988 til 1989 í Fjalla- Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson. Auk þess fór hún með fjölda hlut- verka í útvarpsleikrit- um og sjónvarpskvik- myndum. Guðbjörg var um tíma formaður stjórnar Leikarafélags Þjóðleik- hússins og sat í fjáröflunarnefnd Fé- lags íslenskra leikara. Þá sat hún í styrkveitingarnefnd Menningar- sjóðs Þjóðleikhússins. Árið 1961 voru Guðbjörgu veitt verðlaun Fé- lags íslenskra leikdómenda, Silfur- lampinn, fyrir túlkun sína á Elsu Gant í Engill horfðu heim. Guðbjörg var gerð að heiðurs- launaþega Alþingis árið 1990. Hún var ógift og barnlaus. Andlát GUÐBJÖRG ÞORBJARNARDÓTTIR ÍSLENDINGAR borða allra minnst af grófu brauði og ávöxtum meðal þjóða á Norðurlöndum og í Eystra- saltslöndum, að því er fram kemur í nýrri samanburðarrannsókn á neyslu grænmetis, ávaxta, fisks og grófs brauðs í þessum löndum. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er á samræmdan hátt í öllum þessum löndum á sama tíma varðandi neyslu á hollri fæðu. Rannsóknin sýnir einnig að Íslendingar borða minna af grænmeti og sérstaklega þó af ávöxtum en aðrar Norðurlanda- þjóðir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að grænmeti er að verða álíka algengt á borðum Íslendinga og ná- grannaþjóðanna. Íslendingar skera sig síðan alger- lega úr varðandi neyslu á grófu brauði og borða langminnst af öllu brauði, en þó sérstaklega af grófu brauði eins og rúgbrauði. Allar hin- ar þjóðirnar í könnuninni borða fjór- um til fimm sinnum fleiri sneiðar af mjög grófu brauði en Íslendingar. Mest er borðað af fiski í Noregi og á Íslandi og í fyrsta skipti eru Norð- menn þar í efsta sæti en ekki Íslend- ingar. Þessar þjóðir ná báðar rúm- lega 60% af ráðlögðum dagskammti af fiski en minnst er borðað af fiski í Danmörku þar sem fólk borðar að- eins 29% af ráðlögðum skammti. Laufey Steingrímsdóttir, for- stöðumaður manneldisráðs, segist þrátt fyrir allt vera tiltölulega sátt við þessar niðurstöður hvað Íslend- inga varðar, vegna þess að lands- menn séu greinilega að nálgast hin- ar þjóðirnar í neyslu á ávöxtum og grænmeti. Íslendingar borða minnst af ávöxtum Morgunblaðið/Sverrir HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Stef- án Ingimar Koeppen Brynjarsson í átta ára fangelsi fyrir stórfellt fíkni- efnasmygl til landsins á árunum 1998 og 2001 og peningaþvætti. Samverka- maður hans, Hafsteinn Ingimundar- son, var dæmdur í tveggja ára fang- elsi og samverkakona hlaut einnig tveggja ára fangelsi en hluti refsing- arinnar var bundinn skilorði. Með dómi sínum þyngdi Hæstirétt- ur niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- ness frá í júlí þar sem Stefán Ingimar hlaut sex ára fangelsi. Systir hans var þar dæmd í þriggja ára fangelsi óskil- orðsbundið fyrir að annast milligöngu í fíkniefnaviðskiptum þeirra Haf- steins og peningaþvætti, fyrir að hafa tekið við peningum sem hún hafi vitað að voru ávinningur af fíkniefnasölu. Hæstiréttur lækkaði hins vegar refs- ingu hennar en vegna breytinga sem orðið hafa á högum hennar eftir að at- burðir máls þessa urðu þótti mega skilorðsbinda refsinguna. Stefán Ingimar var sakfelldur fyrir að hafa í hagnaðarskyni staðið fyrir stórfelldum innflutningi fíkniefna, annars vegar á árinu 1998 og hins vegar á árinu 2001. Einnig fyrir að hafa á árinu 1998 haft í vörslum sínum umtalsvert magn fíkniefna sem hann hafi ætlað til sölu hér á landi. Þótti Hæstarétti hann hafa gerst sekur um stórfellda skipulega brota- starfsemi í auðgunarskyni. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi Stefáns var Guðni Á. Har- aldsson hrl., verjandi ákærðu systur hans Kristján Stefánsson hrl. og verj- andi Hafsteins Karl Georg Sigur- björnsson hrl. Málið sótti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari. Átta ára fangelsi fyrir fíkni- efnasmygl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.