Morgunblaðið - 21.11.2003, Side 19

Morgunblaðið - 21.11.2003, Side 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 19 UPPBOÐ á persneskum teppum í hæsta gæðaflokki Stórkostlegur fengur fyrir þá sem þekkja til slíkrar gæðavöru. EINSTÖK PERSNESK TEPPI og önnur fyrirtaks austurlensk teppi af hæsta alþjóðlega gæðastaðli ásamt stórfenglegum persneskum og austurlenskum, sérhönnuðum skrautteppum í ýmsum stærðum. Að þessu sinni bjóðum við úrval handofinna austurlenskra teppa í hæsta gæðaflokki: Skrautofið persneskt Nain úr silki 300 x 200 cm Fínofið silkiblandað Isfahan 176 x 116 cm Fíngert Srinagar teppi úr silki 331 x 240 cm Sígilt Allabahad teppi 353 x 243 cm Persneskt Kashan úr alsilki, afar verðmætt 150 x 100 cm Persneskt Tabriz teppi, skrautofið 391 x 297 cm Glæsileg persneskt Sarouk teppi 287 x 198 cm Skrautlegur persneskur Zandjan dregill 287 x 114 cm Satín Agra motta, afar glæsileg 182 x 125 cm Einstakt persneskt Nahavand teppi 320 x 218 cm Auk þess bjóðum við mikinn fjölda af úrvals persneskra og austurlenskra gólfmotta, dregla og teppa sem verða boðin upp og seld á uppboðinu. Við ábyrgjumst að hvert teppi sé ósvikið, handunnið og að ekki hvíli á því neinar útistandandi skuldir eða gjöld. SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER UPPBOÐ KL. 15:00, HÆGT ER AÐ SKOÐA VÖRUNA FRÁ KL. 12:30 í Sunnusal á RADISSON SAS Hótel Sögu Greiðslumáti: Reiðufé, ávísanir með bankaábyrgð, öll helstu greiðslukort. FREKARI UPPLÝSINGAR FÁST VIÐ SKOÐUN OG Á UPPBOÐINU sem haldið er í samvinnu við Bickenstaff and Knowles, alþjóðlega uppboðshaldara í Lundúnum. Uppboð þetta er haldið samkvæmt tilskipun alþjóðlegs stórbanka til að nýta haldsrétt vegna umtalsverðra vanskila og gjaldþrots leiðandi heildsala á persneskum teppum. G A L L E R Í F O L D AÐ minnsta kosti 27 manns týndu lífi í sjálfsmorðsárásunum á bresku ræðismannsskrifstofuna og breska HSBC-bankann í Istanbúl í Tyrk- landi í gær. Meðal hinna látnu er aðalræðismaður Breta í borginni. Abdulkadir Aksu, innanríkisráð- herra Tyrklands, sagði, að um 450 manns hefðu særst í árásunum, sem áttu sér stað á sama tíma. „Þeir, sem gerðu árásirnar, tætt- ust sjálfir í sundur í sprengingun- um,“ sagði Aksu en tyrkneska fréttastofan Anatolia sagði, að þangað hefði verið hringt og sagt, að al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, og Íslamska framvarðafylkingin hefðu staðið saman að árásunum. Eru þau einn- ig sögð hafa borið ábyrgð á árás- unum á tvö samkunduhús gyðinga í Istanbúl sl. laugardag en þá biðu 25 manns bana og meira en 300 særð- ust. Aksu sagði, að tveimur pall- bílum hlöðnum sprengiefni hefði verið ekið að byggingunum. Eins og jarðskjálfti „Fyrst héldum við, að það hefði orðið jarðskjálfti en svo áttuðum við okkur á, að þetta var sprengju- árás, líka vegna þess, að þarna er mikið af nýtískulegum byggingum, táknum kapítalismans,“ sagði tyrk- neskur maður, sem var staddur skammt frá 15 hæða HSBC-bank- anum. Sprungu allar rúður í húsinu og var umhverfið allt þakið í gleri. Á götunni mátti einnig sjá blóðpolla en þar var margt um manninn í verslunarerindum er sprengjan sprakk. Murat Emre Duman hringdi í vin sinn en kona hans var að vinna í byggingunni. Fljótlega kom í ljós, að hún var meðal hinna látnu. „Ég sá lík hennar,“ sagði Duman, „en vinur minn þekkti mig ekki. Hann varð fyrir svo miklu áfalli.“ Annar maður, Hasan að nafni, kvaðst hafa komið á vettvang strax eftir sprenginguna við ræðismanns- skrifstofuna. Sagði hann, að tveir lögreglumenn, sem þar hefðu verið á verði, hefðu legið látnir á götunni og annar maður, götusali handan götunnar, „hafði þrýst inn í hús- vegginn við sprenginguna“. Hvert sem litið var sá hann blóðidrifið og slasað fólk. Aðalræðismaður fórst Ian Sherwood, prestur í bresku ræðismannsskrifstofunni í Istan- búl, sagði, að aðalræðismaðurinn, Roger Short, hefði farist í spreng- ingunni en hann hafði búið um sig í einni álmu meðan verið var að end- urnýja aðalbygginguna. Hrundu tvær álmur hennar alveg í árásinni. Breska utanríkisráðuneytið sagði í gær, að allt að 14 starfsmenn ræð- ismannsskrifstofunnar hefðu látið lífið, breskir og tyrkneskir. Varaði það einnig breska þegna við að fara að nauðsynjalausu til Istanbúl og HSBC-bankinn tilkynnti, að öllum útibúum hans í Tyrklandi hefði ver- ið lokað af öryggisástæðum. Fram kom á sjónvarpsstöð í Ist- anbúl í gær, að hluti af framhlið að- alstöðva HSBC-bankans hefði hrunið og inni í byggingunni og fyr- ir utan hana ægði saman braki og blóðugum líkamshlutum. Sundurtætt lík „Hér eru sundurtætt lík um allt, fætur, hendur og annað. Við fund- um blóðuga fingur í 25 metra fjar- lægð frá húsinu,“ sagði einn björg- unarmannanna en í bankabyggingunni voru 600 manns að störfum er sprengjan sprakk. Fréttamenn sögðu í gær, að í næsta nágrenni við HSBC-bankann hefðu menn verið að fjarlægja nafn- skilti á erlendum fyrirtækjum og einnig á verslunum með erlendum nöfnum. Stórverslunin Akmerkez var mannlaus og öll börn í skólum í grenndinni voru send heim. Tugir manna fórust í árásum í Istanbúl Al-Qaeda-samtökin sögð hafa lýst yfir ábyrgð á hryðju- verkunum. Aðalræðismaður Breta meðal hinna látnu. Istanbul. AP, AFP. Reuters Stórhýsi breska HSBC-bankans eftir sjálfsmorðsárásina. Inni í því og umhverfis ægði saman gleri, braki og blóð- ugum líkamshlutum fólks, sem lét lífið í sprengingunni. Hefur öllum útibúum bankans í Tyrklandi verið lokað.         "#$  % &'() ) (*+!#  & *   $ "  ,*- .         "#$  / 0 . ,  1 '    (*+!# 0&   Reuters Tyrknesk kona, sem særðist í sprengingunni við bresku ræð- ismannsskrifstofuna, borin hljóð- andi í sjúkrabíl. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdu sjálfsmorðs- árásirnar í Istanbúl í gær, lýstu þeim sem „villimannslegri“ atlögu að frjálsum þjóðum og sögðu að tilræð- in myndu aðeins styrkja þá í þeim ásetningi að uppræta hryðjuverka- starfsemi í heiminum. „Þeir hata frelsið. Þeir hata frjáls- ar þjóðir,“ sagði Bush á blaðamanna- fundi með Blair í London og bætti við að hryðjuverkamennirnir væru að reyna að hræða kjark úr frjálsu þjóðunum. „Þeim tekst það ekki. Við erum sameinuð í þeim ásetningi að berjast gegn þessum illu öflum hvar sem þau finnast.“ Blair tók í sama streng. „Svar okk- ar er að hvika hvergi í baráttunni og gefa ekki hætis hót eftir. Við megum ekki halda aftur af okkur, fallast á málamiðlanir eða hika í baráttunni gegn þessari ógn.“ Hermönnunum fjölgað? Bush og Blair vöruðu við andvara- leysi og notuðu sprengjuárásirnar í Istanbúl til að réttlæta hernám Íraks þrátt fyrir aukið mannfall þar að undanförnu. Bush sagði að sú stefna sín að koma á traustu lýðræði í Írak væri „nauðsynlegur þáttur í því að sigrast á þessu ofstæki“ sem hefði kostað saklaust fólk lífið víða um heim. Bush gaf til kynna að til greina kæmi að fjölga bandarísku hermönn- unum í Írak, fremur en að fækka þeim eins og margir hafa getið sér til um að verði gert þegar Írakar taka við völdunum um mitt næsta ár. „Við gætum haft færri hermenn, jafnmarga eða fleiri hermenn … hvað sem þarf til að tryggja öryggi Íraks.“ Svo virtist sem Bush og Blair hefði ekki tekist að leysa deilu ríkjanna um níu breska ríkisborgara sem grunaðir eru um aðild að hryðju- verkastarfsemi og eru í haldi í bandarísku flotastöðinni í Guant- anamo á Kúbu. Blair sagði að deilan yrði leyst „bráðlega“. „Réttlætinu er fullnægt, meðferðin á föngunum er mannúð- leg,“ sagði Bush. Þegar forsetinn var spurður um fjöldamótmælin gegn heimsókn hans í London í gær kvaðst hann vera ánægður með að vera í landi þar sem fólk gæti sagt hug sinn að vild. „Ég veit bara að fólki í Bagdad var ekki leyft að gera þetta fyrr en nýlega.“ „Svar okkar er að hvika hvergi“ Bush og Blair segja tilræðin styrkja þá í þeim ásetningi að sigrast á hryðjuverkasamtökum London. AFP, AP. Reuters George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, á blaðamanna- fundinum í London gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.