Morgunblaðið - 21.11.2003, Side 22

Morgunblaðið - 21.11.2003, Side 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Spirulina Fullkomin fæðubót www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1.Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Nýtt Nýtt síðir kjólar Toppar pils samkvæmisblússur stuttkápur jakkar Reykjanesbær | Sýning um hönnun og hugmyndir að betri bæ verður opnuð í Kjarna í Hafn- argötu 57 í Keflavík á morgun, laugardag. Sýndar verða teikn- ingar og ljósmyndir sem tengjast framkvæmdum í bænum og óskað eftir nýjum hugmyndum frá gest- um. Reykjanesbær stendur fyrir sýningunni í samvinnu við Arki- tektastofu Suðurnesja, Upplýs- ingamiðstöð Reykjaness, Vega- gerðina og miðbæjarsamtökin Betri bæ. Bjarni Marteinsson arkitekt og Rannveig Lilja Garð- arsdóttir á upplýsingamiðstöð- inni hafa undirbúið hana. Reykjanesbraut og Hafnargata Bjarni segir að upphaflega hafi ætlunin verið að sýna ýmis gögn sem til eru um endurbæturnar á Hafnargötunni. Hugmyndin hafi síðan þróast og orðið víðtækari með samvinnu við ýmsa aðila. Hann segir að ríkt hafi mikil framkvæmdagleði á vegum Reykjanesbæjar að undanförnu. Unnið hafi verið að lagfæringum á aðkomunni til bæjarins og aðal- götunni, Hafnargötu. Þá sé Æg- isgata að mótast og uppfylling til sjávar að verða að veruleika. Þar séu að skapast miklir möguleikar. Hann rifjar upp að á undanförn- um árum hafi gamli bærinn í Keflavík tekið miklum stakka- skiptum, umhverfi Duushúsa mótast og grunnskólarnir verið einsetnir. Þetta snúi að bæjar- bragnum inn á við en umhverfið skipti einnig máli. Tvöföldun Reykjanesbrautar og tengingar til bæjarins skipti höfuðmáli þeg- ar til framtíðar er litið. Loks nefnir hann mikilvægt samband íbúanna við náttúruperlur í nán- asta umhverfi bæjarins. Bjarni segir að við allar þessar framkvæmdir og áform hafi orðið til ýmis gögn og verði hluti þeirra á sýningunni ásamt ljósmyndum og myndböndum. Þannig verða útlitsteikningar af allri Reykja- nesbrautinni settar upp, aðkom- an að Reykjanesbæ og teikningar að lífæðinni í gegn um bæinn allt til Duushúsa. Rétti tíminn fyrir hugmyndir „Það er svo margt að gerast og það hefur orðið til þess að fólk hefur vaknað meira til vitundar um umhverfi sitt. Nú er rétti tím- inn fyrir það að koma fram með hugmyndirnar,“ segir Rannveig. Hún segir að lögð verði áhersla á myndræna framsetningu efnisins en einnig verði textaupplýsingar. Upplýsingamiðstöðin verður með kynningu á afþreyingarmöguleik- um. Gestum verður síðan gefinn kostur á að koma með efni í hug- myndabanka að lokinni skoðun sýningarinnar. Sýningin verður opnuð klukk- an 14 á morgun og stendur til 30. nóvember. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rannveig og Bjarni: Rétti tíminn fyrir hugmyndirnar. Hönnun og hugmyndir að betri bæ Reykjanesbær | Kannað verður á vettvangi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hvort áhugi sé á því hjá sveitarfélögunum að taka upp heildstætt almenningssam- göngukerfi fyrir Suðurnesin. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni, að tillögu Kjartans Más Kjartans- sonar fulltrúa Framsóknarflokks- ins, að fela fulltrúa sínum í stjórn SSS að kanna áhuga annarra sveit- arfélaga á málinu. Á í erfiðleikum með að komast á milli Kjartan Már segir í samtali við Morgunblaðið að þörf sé fyrir sam- ræmdar almenningssamgöngur á svæðinu. Segist hann meðal annars finna það í starfi sínu sem stjórn- andi hjá Flugþjónustunni á Kefla- víkurflugvelli. Þar starfi fólk úr mörgum sveitarfélögunum og sum- ir eigi í erfiðleikum með að komast til og frá vinnustað. Segist Kjartan líta á almenn- ingssamgöngur sem byggðamál. Menn séu að ræða um að Suð- urnesin séu eitt atvinnusvæði, að Reykjanesbær sé miðstöð þjónustu og verslunar og unnt sé að sækja ýmsa þjónustu í hin sveitarfélögin. Þetta séu innantóm orð nema góð- ar samgöngur séu á milli staðanna. Kjartan gerir sér grein fyrir því að rekstur strætisvagna á þessum leiðum muni ekki standa undir sér en segir að spurningin snúist um það hvort sveitarfélögin séu reiðubúin að leggja saman fjár- magn í að byggja upp slíkt kerfi. Kanna áhuga á al- menningssamgöngum FYRSTI sjúkrabíllinn af þremur sem smíðaðir eru hjá MT-bílum í Ólafsfirði var afhentur Akureyr- ardeild Rauða krossins í gær en hann verður til nota fyrir sjúkra- flutningamenn Slökkviliðs Ak- ureyrar. Næsti bíll fer til Ólafs- víkur, en ekki er enn búið að ákveða hvar sá þriðji lendir. Val- dís Gunnlaugsdóttir, varaformaður Rauða krossins á Akureyri, sagði að MT-bílar hefðu verið með hag- stæðasta tilboðið í útboði sem Rauði krossinn efndi til. Sigurjón Magnússon, framkvæmdastjóri MT-bíla, sagði að vinna við hvern bíl tæki rúman mánuð. „Við höfum lagt mikla áherslu á vinnuvist- fræði og fengið ábendingar frá sjúkraflutningamönnum um hvernig best er að haga innrétt- ingum í bílnum. Það verður hér allt sem á þarf að halda innan seil- ingar,“ sagði Sigurjón. Inni í bíln- um er stóll á sleða sem hægt er að renna fram eftir bílnum og eins er hægt að koma honum fyrir fremst í bílnum og koma þá fyrir auka- börum. MT-bílar hafa áður smíðað 24 slökkvi- og vinnubíla og innréttað snjóbíla fyrir björgunarsveitir. „Ég er alltaf ánægður þegar við fáum tækifæri til að sinna svona verkefnum, þetta er eitt af mínum hugðarefnum,“ sagði Sigurjón sem bæði hefur verið í björgunarsveit og starfað sem varaslökkviliðs- stjóri. „Við reynum að afla okkur verkefna, og viljum auðvitað fá sem mesta vinnu hingað norður.“ Alls starfa fjórir starfsmenn hjá MT-bílum og sagði Sigurjón verk- efnastöðu þokkalega. Nýi bíllinn leysir af hólmi árs- gamlan sjúkrabíl sem hér eftir verður á Dalvík. Alls eru 3–4 sjúkrabílar til taks á Akureyri að jafnaði. Fyrsti íslenski sjúkra- bíllinn Morgunblaðið/Kristján Gjörðu svo vel: Valdís Gunnlaugsdóttir, varaformaður Akureyrardeildar Rauða kross Íslands, afhendir Erling Þór Júlínussyni, slökkviliðsstjóra á Akureyri, lyklana að nýja sjúkrabílnum. Hjá þeim stendur Sigurjón Magn- ússon, framkvæmdastjóri MT-bíla í Ólafsfirði. Tónleikar | Ríó-tríó heldur tvenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Fyrri tónleik- arnir hefjast kl. 21.00 en þeir seinni kl. 23.30. Þeir Ólafur Þórð- arson, Ágúst Atlason og Helgi Pétursson leika lög af nýju plöt- unni sinni, í bland við gömul og þekkt lög þeirra félaga. Með Ríó á tónleikunum verða gítarsnilling- arnir Gunnar Þórðarson og Björn Thoroddsen. Ríó hélt tónleika á Græna hattinum í síðustu viku fyr- ir fullu húsi. Morgunblaðið/Kristján SUÐURNES GUNNAR Kvaran sellóleikari heldur tvenna tónleika á Norð- urlandi um helgina. Fyrri tón- leikarnir verða í Þórshafnar- kirkju í dag, föstudaginn 21. nóvember, og hefjast þeir kl. 17.30 en þeir seinni verða í Akur- eyrarkirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Á tónleikunum mun Gunnar leika einleiksverk eftir J.S. Bach, annars vegar svítu nr. 1 í G-dúr og hins vegar svítu nr. 3 í C-dúr. Tónleikarnir eru samvinnu- verkefni Félags íslenskra tón- listarmanna, sveitarfélaganna tveggja og Listvinafélags Ak- ureyrarkirkju. Miðasala fer fram við innganginn, aðgangur fyrir börn er ókeypis, en á Þórshöfn mun aðgangur full- orðinna renna í viðhaldssjóð kirkjunnar. Gunnar á tvennum tónleikum ÚTILÍFSSÝNINGIN Vetrarsport verður haldin í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri dagana 22. og 23. nóvember. Sýningin hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess meðal útivistarmanna enda verður þar mikið úrval alls kyns búnaðar, tækja og varnings sem viðkemur vetrarsporti. Þetta er í sautjánda sinn sem sýn- ingin Vetrarsport er haldin á Akur- eyri. Hér er um að ræða alhliða úti- vistarsýningu – enda þótt vélsleðar og búnaður tengdur þeim setji hvað stærstan svip á sýninguna nú eins og jafnan áður. Fyrirtæki á ýmsum sviðum munu kynna þjónustu sína og vörur á sýningunni. Markmið sýningarinnar er fyrst og fremst að efla áhuga á útivist að vetrarlagi og að hér sé á einum stað hægt að sjá allt það sem fólk þarfn- ast til útiveru og ferðalaga. Það er Félag vélsleðamanna í Eyjafirði sem stendur fyrir sýning- unni og verður hún opin kl. 11–17.30 á morgun og kl. 12–17 á sunnudag- inn. Útilífssýn- ingin Vetr- arsport um helgina Útgáfusjóður | Bæjarráð Akur- eyrar hefur samþykkt fyrir sitt leyti erindi frá Þorsteini Gunn- arssyni, rektor Háskólans á Ak- ureyri, þar sem leitað er eftir sam- þykki Akureyrarbæjar fyrir því að Bókakaupasjóður Háskólans verði lagður niður og fjármunum hans varið til að stofna nýjan sjóð, út- gáfusjóð.   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.