Morgunblaðið - 21.11.2003, Síða 57

Morgunblaðið - 21.11.2003, Síða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 57 DÝRAVINIR í Bandaríkjunum eru voðalega sárir út í Clay Aiken, helstu stjörnuna sem bandaríska Idol-Stjörnuleitin hefur getið af sér. Ástæðan er sú að Aiken asn- aðist til að lýsa því yfir í viðurvist blaðamanns að hann þoldi ekki heimilisketti. Aiken lenti í öðru sæti í síðustu Idol-keppni vestra á eftir Ruben en hefur síðan þá notið mun meiri vin- sælda og til marks um það fór nýút- komin fyrsta plata hans Measure of a Man beint á toppinn vestra og hef- ur nú selst í yfir tveimur milljónum eintaka. Aiken er því mjög áber- andi í bandarískum fjölmiðlum og eftir því tekið hvað hann lætur út úr sér. Blaðamaður Rolling Stone tíma- ritsins hafði eftir honum og birti í síðasta tölublaði: „Ég veit ekkert verra en heimilisketti.“ Dýravernd- unarsamtökin Peta hafa hótað því að birta auglýsingar þar sem gert er grín að Aiken, dragi hann um- mæli sín ekki til baka. Að auki hafa samtökin þrýst mjög á hann að hann leggja átaki lið sem hvetur kattaeigendur til að láta gelda ketti sína. Clay er enginn kattavinur Reuters Clay kærir sig miklu frekar um Ruben en ketti. BANDARÍSKI kvikmyndaframleið- andinn Jack Valenti spáir því að árið 2005 verði kvikmyndum dreift á Net- inu um leið og hætt hefur verið að sýna þær í kvikmyndahúsum og hægt verði að hala kvikmyndir niður af Netinu með löglegum hætti áður en þær koma út á myndbandi eða mynddiski. Á fréttavef BBC er haft eftir Val- enti, sem er formaður samtaka bandarískra kvikmyndaframleið- enda, að nánast sé búið að tryggja að dreifing kvikmynda á Netinu verði örugg. Þar kemur einnig fram að kvikmyndaframleiðendur ætli ekki að feta í fótspor tónlistarútgefenda og höfða mál gegn þeim sem verða uppvísir að því að sækja tónlist á Netið með ólöglegum hætti. Það færist í vöxt, með bættum net- tengingum, að hægt sé að finna nýj- ar kvikmyndir á Netinu. Margar af stærstu myndum á þessu ári, þar á meðal Matrix endurhlaðið og Hulk voru komnar á Netið áður en þær birtust á hvíta tjaldinu. Kvikmynda- framleiðendur hafa einnig gert til- raunir með kvikmyndadreifingu á Netinu með löglegum hætti. Á net- síðunni Movielink er hægt að hala niður myndir gegn gjaldi en þær myndir eru allar nokkurra mánaða gamlar og þjónustan stendur aðeins til boða innan Bandaríkjanna. Kvikmyndum dreift á Netinu árið 2005? Brátt verður hægt að veiða Köngulóarmanninn í eigið net … og það löglega. SIGURJÓN Sighvatsson hefur keypt endurgerðarréttinn á norsku kvikmyndinni Buddy, sem hefur notið mikilla vin- sælda í heima- landinu og verð- ur nú framleidd í Bandaríkjunum. Sigurjón kom til landsins frá Nor- egi í gær en skrifað var undir samninginn í fyrradag. Mynd- in, sem er hugljúf saga um ástir og vinskap, er önnur vinsælasta mynd ársins í Noregi en í kringum 300 þúsund manns hafa séð hana. Aðeins önnur myndin um Elling slær hana út með aðsókn upp á 400 þúsund manns, útskýrir Sig- urjón. „Hún hefur líka unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim,“ segir hann. „Þetta er búið að vera í bígerð síðan áður en myndin kom út,“ seg- ir Sigurjón um aðdragandann en nú er endurgerðarrétturinn loks í höfn. „Ég er að ganga frá samn- ingum við amerískan leikstjóra sem kæmi inn í verkið með mér. Síðan förum við í það að ákveða hvar við setjum myndina upp, hvort það verði í stúdíói,“ segir hann um næsta skrefið. „Ég hef verið í við- ræðum við nokkuð þekktan ungan amerískan leikstjóra um þetta,“ segir Sigurjón en ekki er búið að skrifa undir þannig að hann vill ekki upplýsa að svo stöddu hver þetta sé. Þetta er ekki fyrsta norska myndin sem Sigurjón kaupir end- urgerðarréttinn á því áður hefur hann keypt réttinn að Elling sem er nú í framleiðslu í Bandaríkjunum. Hann segir að norskar myndir virðist hafa víða skírskotun og því séu þær eftirsóknarverðar til end- urgerðar. Svefnleysi (Insomnia), með Al Pacino í aðalhlutverki, er dæmi um þetta en hún er gerð eftir norskri mynd. Sigurjón Sighvatsson kaupir endurgerðar- Buddy endurgerð Sigurjón Sighvatsson réttinn á vinsælli norskri mynd Frá tökum á Buddy í Noregi en þessi vinsæla mynd verður nú end- urgerð í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.