Morgunblaðið - 27.12.2003, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 9
Glæsilegir galakjólar
fyrir áramótin
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið í dag frá kl. 10.00—16.00.
Mikið úrval
5 % aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík
Í dag, laugardag 27. desember, kl. 12-19,
á morgun, sunnudag 28. desember, kl. 13-19,
mánudaginn 29. desember, kl. 13-19 og
þriðjudaginn 30. desember, kl. 13-19.
Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr.
Pakistönsk 60x90 cm 9.800 6.400
Pakistönsk „sófaborðsstærð“ 125x180 cm 44.900 28.400
Rauður Afghan 100x180 cm 29.300 21.900
og margar fleiri gerðir.
RAÐGREIÐSLUR
Sími 861 4883
Töfrateppið
Áramótaútsala
Opið 27. des. frá kl. 11-16 - Verið velkomin.
Glæsibæ – Sími 562 5110
Útsalan hafin!
20-80% afsláttur - Glæsilegur fatnaður
Áramótafatnaður
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán. - fös. frá kl. 10-18
lau. frá kl. 10-16.
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230
Nýársfatnaður
Opið í dag kl. 10-14
STARFSMÖNNUM á Landspítala
– háskólasjúkrahúsi (LSH) sem sagt
verður upp störfum vegna samdrátt-
araðgerða á spítalanum verður boðin
aðstoð og ráðgjöf m.a. um réttar-
stöðu sína.
Skipaður hefur verið starfshópur
til aðstoðar við starfsmenn sem sagt
verður upp störfum, og eru verkefni
hópsins m.a. að veita ráðgjöf varð-
andi umsóknir og gerð starfsferils-
skrár og um undirbúning fyrir viðtöl.
Kannað verður hvort unnt sé að
finna starfsmönnum störf annars
staðar á LSH og leitað verður eftir
ákveðnu samstarfi við valdar ráðn-
ingarstofur þannig að unnt sé að
mynda bein tengsl strax milli starfs-
manns sem sagt er upp og tiltekins
fulltrúa á ráðningarstofunni.
Starfshópur veitir
yfirstjórn ráðgjöf og aðstoð
Einnig hefur verið skipaður sér-
stakur aðgerðarhópur sem hefur
m.a. það verkefni að veita yfirstjórn
og handhafa ráðningarvalds aðstoð í
undirbúningi aðgerða vegna fækk-
unar starfa, afla upplýsinga um rétt-
arstöðu starfsmanna sem segja á
upp og veita ráðgjöf og aðstoð við
framkvæmd uppsagnanna og niður-
lagningu starfa.
Gert er ráð fyrir að stöðugildum
fækki um allt að 200 á spítalanum
með þeim sparnaðaraðgerðum sem
gripið verður til. Framkvæmda-
stjórn LSH hefur haldið á þriðja tug
kynningarfunda með starfsmönnum
spítalans þar sem fjallað var um
rekstur spítalans, sparnað og upp-
sagnir.
Samdráttaraðgerðirnar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi
Starfsmönnum sem sagt
verður upp veitt aðstoð
„ÞETTA var mjög lærdómsríkur tími og ég lærði
mikið af þátttöku í þessari aðgerð,“ segir Nína Björk
Jónsdóttir blaðmaður um veru sína í Makedóníu lung-
ann úr þessu ári sem íslenskur friðargæsluliði. Ísland
var meðal 26 ríkja sem tóku þátt í fyrstu hernaðar-
aðgerð Evrópusambandsins í landi þar sem átök áttu
sér stað milli makedónska stjórnarhersins og alb-
anskra skæruliða árið 2001. Aðgerðinni lauk 15. des-
ember eftir átta og hálfs mánaðar úthald.
Nína Björk gegndi stöðu kafteins á upplýs-
ingaskrifstofu fjölþjóðahersins og var meðal örfárra
kvenna í liðinu. „Fyrir Íslending er merkilegt að
kynnast landi sem er mun flóknara að allri innri gerð
en Ísland,“ segir hún. „Þarna viðgangast ýmis vanda-
mál sem maður áttar sig ekki á að eru fyrir hendi fyrr
en maður upplifir ástandið af eigin raun. Makdónía er
mjög fátækt land og atvinnuleysi mjög víðtækt vanda-
mál fyrir utan þá spennu sem ríkt hefur á milli ólíkra
þjóðfélagshópa.“
Samkvæmt ákvörðun ESB tók borgararleg lög-
regluaðgerð við af umræddum hernaðaraðgerðum nú í
desmber. „Vandamál Makedóníu í dag hvað varðar ör-
yggi eru fyrst og fremst glæpatengd og því var talið
að lögreglulið myndi henta betur til þess að aðstoða
heimamenn,“ segir Nína Björk.
„Lögregluliðsins frá ESB bíður nú það starf að
hjálpa innlendu lögreglunni að kljást við spillingu og
ýmsa skipulagða glæpi. Á síðustu mánuðum hefur ör-
yggisástandið í landinu batnað til muna sem lýsir sér í
minni spennu á fyrrum átakasvæðum,“ segir Nína
Björk einnig.
„Mér fannst einnig mjög lærdómsríkt að vinna með
fjölþjóðahernum. Ég hafði mjög takmarkaða vitneskju
um starfshætti hermanna áður en ég hélt utan í vor.
Hermennirnir sem ég átti samstarf við voru einkar
ljúfmannlegir í allri framkomu og faglegir í störfum
sínum,“ segir Nína Björk.
„Mjög lærdómsríkur tími“
Nína Björk Jónsdóttir fær viðurkennningu fyrir vel
unnin störf.
Nína Björk Jónsdóttir, friðargæsluliði í Makedóníu