Morgunblaðið - 27.12.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.12.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GÖNGUSTÍGUR og grjótgarður meðfram ströndinni í Ánanaustum og á Eiðisgranda í vesturbæ Reykjavík- ur eru mikið skemmdir á nokkur hundruð metra kafla eftir mikinn sjó- gang að morgni aðfangadags. Stórstreymt var á aðfangadags- morgun og gekk sjór, grjót og þari yf- ir Ánanaust og Eiðsgranda og voru göturnar lokaðar fram undir hádegi. Sjór komst inn í verslunarhús BYKO, bílakjallara fjölbýlishúsa við Granda- veg og Sólvallagötu og fleiri bygging- ar á svæðinu. Sigurður I. Skarphéðinsson, gatna- málastjóri Reykjavíkur, segir að þarna hafi skapast aðstæður sem verði sjaldan; stórstreymt, djúp lægð, álandsvindur og mikil undiralda, og allt hafi þetta spilað saman. Tjónið metið milli jóla og nýárs Ekki er búið að meta tjónið, en Sig- urður segir að farið verði í það á milli jóla og nýárs að meta tjónið „Við þurf- um að fara í það mjög fljótlega að laga garðinn því í janúar og febrúar getum við átt von á svona veðri aftur og þetta getur leitt til tjóns á okkar mannvirkj- um, dælustöð og hreinsistöð svo við munum setja það í gang fljótlega eftir áramót að lagfæra þessar grjót- hleðslur. Væntanlega munum við gera stígana betur göngufæra, slétt- um þá og þrífum. Svo munum við væntanlega malbika þá aftur næsta vor,“ segir Sigurður. Sjógangur olli miklum skemmdum Morgunblaðið/Júlíus Malbikið flettist upp og grjót úr grjótgarðinum var dreift um svæðið. MAÐUR á jeppa lenti í hrakningum á leið frá Reykjavík til Patreksfjarð- ar á aðfangadag þar sem hann hugð- ist eyða jólunum með dóttur sinni. Þegar hann hafði ekki skilað sér um kl. 20:30 var lögreglu á Patreksfirði gert aðvart, enda veður á svæðinu mjög slæmt. Síðast fréttist af manninum í Djúpadal í Austur-Barðastrandar- sýslu um klukkan 16 eða 17 á að- fangadag og ræsti lögreglan út mannskap á svæðinu til leitar. Jeppi mannsins fannst svo yfirgefinn um kl. 23 um kvöldið. Björgunarmenn hófust handa við að leita í eyðibýlum og öðrum húsum á svæðinu, og fundu loks manninn sofandi í veiði- húsi. Maðurinn gaf litlar skýringar á ferðum sínum í vondu veðri og lé- legri færð, en var glaður að sjá björgunarmenn. Hann komst ekki til Patreksfjarðar þetta aðfangadags- kvöld, heldur fékk að gista í gistihúsi í Djúpadal yfir nóttina. Jeppamað- ur í hrakn- ingum BETUR fór en á horfðist þegar leki kom að neysluvatnslögn í lagnastokki í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur 22. desember síðastliðinn. Á tímabili var óttast að listaverk, sem geymd voru í matsal hússins og geymslum í kjall- ara þess, hefðu orðið fyrir skemmd- um en svo varð ekki. Að sögn Guð- mundar Þóroddssonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, urðu engar alvarlegar skemmdir við vatnslekann. „Það eru allar horfur á að þetta verði litlar skemmdir,“ segir Guðmundur. „Það þarf væntanlega ekkert að gera nema hugsanlega slípa upp eitthvað af parketi. Þetta skrifast á snögg við- brögð starfsmanna fyrst og fremst. Það var starfsmaður að vinna við hlið- ina á lekanum þegar hann varð og brást fljótt við. Slökkvilið og húsverð- ir voru komin á staðinn innan tíu til fimmtán mínútna. Listaverkin eru óhult, það lak ekki neitt inn á þau. Hins vegar lak aðeins niður í skjala- geymslu á næstu hæð en það skemmdist ekkert þar heldur,“ segir Guðmundur. Skemmdir í OR minni en á horfðist BÍLL valt nokkrar veltur á Sval- barðsströnd á veginum milli Akur- eyrar og Húsavíkur um kl. 14:15 í gær. Þrennt var í bílnum og voru þau flutt á sjúkrahús á Akureyri til að- hlynningar, en ekki er talið að fólkið sé mikið slasað. Lögregla telur að þarna hafi skipt sköpum að allir voru í beltum. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Ekki er vitað um orsakir óhappsins, en talsverð hálka og vindur voru á veginum þeg- ar óhappið varð. Þrennt slasað eftir bílveltu Á ÞORLÁKSMESSU, var sett nýtt aðsóknarmet í Kringlunni. Í fyrsta skipti komu yfir 50.000 gestir (ná- kvæmlega 50.187) í Kringluna á ein- um degi og hefur sá gestafjöldi aldr- ei áður komið í Kringluna á einum degi, segir í fréttatilkynningu. Á síð- asta ári komu rúmlega 48.000 gestir á Þorláksmessu. Í heildina var meiri aðsókn í des- ember í Kringluna 2003 miðað við desember 2002. Aðsóknarmet á Þorláksmessu STÆRSTA verkefnið sem bíður nýrrar stjórnar- nefndar Landspítala – háskólasjúkrahúss er að fylgja eftir áformum um að reisa nýjan spítala sunnan Hringbrautar. Tímabært er að skipuð verði verkefnisnefnd eða byggingarnefnd sem hafi það verkefni að gera áætlanir um þetta mikla verkefni og tryggja framgang þess innan stjórnkerfisins. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð fráfarandi stjórnarnefndar LSH um stærstu viðfangsefni nefndarinnar á umliðnum árum og stærstu verk- efnin sem framundan eru í málefnum sjúkrahúss- ins. Leita verður sátta „Fyrir liggur að eftirspurn eftir þjónustu LSH eykst jafnt og þétt, hlutfall eldri borgara eykst. Þessi staðreynd ásamt auknum fólksflutningi á höf- uðborgarsvæðið útheimtir aukið fjármagn. Veru- legur hluti af fundartíma stjórnarnefndar hefur farið í umræður um fjármál og fjárhagsvanda spít- alans á hverjum tíma. Leita verður sátta um um- fang þjónustu LSH og rekstrarfjármagn til sam- ræmis við það. Aðstæður á spítalanum eru víða ófullkomnar og húsnæðið samsvarar engan veginn nútíma kröfum né væntingum borgaranna. Aðeins nýr spítali getur leyst þann vanda ásamt skýrri stefnumörkun um hlutverk spítalans,“ segir í greinargerðinni. Ráðning allra sviðsstjóra rennur út 1. október 2004 Fram kemur að ráðning fjölmargra stjórnenda við spítalann rennur út á árinu 2004. „Þegar stjórn- skipulag LSH var ákveðið var afráðið að ráða í ým- is lykilstörf til fimm ára og ýmsir stjórnendur þá valdir til fjögurra ára. Huga þarf að þessum málum á næsta ári og taka ákvörðun um frekari máls- meðferð,“ segir í greinargerðinni. Skv. upplýsingum sem fengust á LSH er hér um sviðsstjóra á spítalanum að ræða en ráðning allra sviðsstjóra við spítalann rennur út 1. október á næsta ári. Skv. stjórnskipulagi LSH er spítalanum skipt í 14 klínísk svið og eru í flestum tilvikum tveir sviðsstjórar yfir hverju sviði. Ráðning manna í framkvæmdastjórn rennur út á árinu 2005. Hluti starfsfólks fer ekki eftir reglum um viðveruskráningu Tekið hefur verið upp nýtt og fullkomið kerfi fyr- ir viðveruskráningu starfsfólks við LSH og er vikið að því í greinargerð fráfarandi stjórnarnefndar. Þar segir að öllum starfsmönnum sé skylt að skrá sig til starfa í hinu nýja kerfi. „Málefni þetta hefur oft verið rætt á fundum stjórnarnefndar en athuganir sýna að enn fer hluti starfsmanna ekki eftir settum reglum um viðveru- skráningu,“ segir í greinargerðinni. Fráfarandi stjórnarnefnd LSH segir mörg aðkallandi mál bíða úrlausnar Stærsta verkefnið að fylgja eft- ir áformum um nýjan spítala KVEIKT var í rusli í Rafha-húsinu svonefnda við Lækjargötu í Hafnar- firði um kl. 19 á jóladag, en húsið hafði staðið autt í nokkurn tíma. Nokkur eldur logaði í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang og stóðu logar og reykur út um glugga. Vel gekk að slökkva eldinn í hús- inu, og ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á byggingunni af völdum eldsins. Einnig kom upp eldur í iðnaðar- húsnæði í Garðabæ á jóladag, og voru þrír íbúar í íbúð á efri hæð hússins fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Eldurinn kviknaði í íbúðinni, sem er mikið skemmd eftir eld og reyk. Íbúarnir komust út úr íbúðinni eftir að hafa vaknað við reykskynjara. Eldur kviknaði í jólaskreytingu í heimahúsi á Akureyri á jóladag, en nágranna hafði tekist að slökkva eld- inn með slökkvitæki þegar Slökkvilið Akureyrar kom á vettvang. Slökkvi- liðið reykræsti íbúðina, en óverulegt tjón varð af völdum eldsins. Einnig kviknaði í kertaskreytingu í mannlausri íbúð í Leirubakka í Reykjavík á jóladag. Nágranni heyrði í reykskynjara og tókst hon- um að komast inn í íbúðina og slökkva eldinn áður en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á stað- inn. Ekki urðu miklar skemmdir í íbúðinni. Erill hjá slökkviliði um jólin Kveikt í rusli í Rafha-húsinu Morgunblaðið/Júlíus ERLENDIR ferðamenn hér á landi höfðu lengi vel í fá hús að venda yfir hátíðirnar, enda mátti hvorki veita þeim mat né skemmtun á hátíðisdögum. Nú hefur þjónusta við erlenda ferðamenn batnað til muna og væsir ekki um þá sem kjósa að dvelja hér á landi yfir hátíð- irnar. Að sögn starfsmanna hót- ela eru ferðamenn enn nokkuð hissa á lokunum um hátíðirnar, sérstaklega í sundlaugum og á skemmtistöðum. Á Nordica hótel dveljast nú um hundrað og sextíu gestir og hafa þeir það gott, að sögn starfsmanna hótelsins. „Það var hátíðarkvöldverður á veit- ingastaðnum Vox bæði á að- fangadag og jóladag,“ segir Bjarni Ásgeirsson, hótelstjóri Nordica hótel. „Á aðfangadag vorum við með um tvö hundruð manns í mat. Þá kom mikið af fólki af öðrum hótelum í matinn og það kíktu hingað jólasveinar. Síðan höfum við boðið þeim upp á heitt kakó og smákökur á barnum um miðjan daginn og á kvöldin. Heilsulindin okkar, Nordica Spa, er einnig opin fyr- ir þá og þar geta þeir slakað á yfir hátíðirnar. Það hefur verið opið í Bláa lóninu og í ferðir upp á jökul, þannig að þeir hafa geta farið í þessar lengri ferðir og veðrið búið að vera fullkomið til þess. Það er þó engin skipulögð skemmtun fyrir þá í gangi hér á hótelinu, en eftir þessa tvo daga geta þeir farið niður í bæ að skemmta sér, því þá opnar allt.“ Erlendir ferða- menn undrast jólalokanir STUTT ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.