Morgunblaðið - 27.12.2003, Qupperneq 14
ERLENT
14 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ minnsta kosti 15 létu lífið og
46 særðust þegar reynt var að
ráða Pervez Musharraf, forseta
Pakistans,
af dögum á
fimmtudag.
Tveir
bílar, sem
fylltir höfðu
verið af
sprengiefni,
sprungu í
borginni
Rawalpindi
skömmu
eftir að bílalest forsetans fór
fram hjá. Þetta er annað bana-
tilræðið sem Musharraf er sýnt
á 11 dögum. Skýrt var frá því í
gær að borin hefðu verið kennsl
á tilræðismennina. Grunur leik-
ur á um að þar hafi verið á ferð-
inni flugumenn al-Qaeda,
hryðjuverkasamtaka Osama bin
Ladens.
Gasspreng-
ing í Kína
AÐ minnsta kosti 191 maður lét
lífið, og mörghundruð slösuðust
í sprengingu á gasvinnslusvæði í
Chongqing í suðvesturhluta
Kína, að því er opinbera frétta-
stofan Xinhua greindi frá á
fimmtudag.
Sprengingin varð á þriðjudag
en ekki var skýrt frá henni í fjöl-
miðlum fyrr en tveimur dögum
síðar. Svo virðist sem hluti
þeirra sem fórust hafi látist í
sprengingunni en aðrir hafi lát-
ist af gaseitrun í kjölfarið.
Útgáfuleyfið
afturkallað
BANDARÍSKA bókaútgáfan
Simon & Schuster, sem á út-
gáfurétt á
endurminn-
ingum
Hillary Rod-
ham Clinton,
öldunga-
deildarþing-
manns og
fyrrum for-
setafrúar,
hefur aftur-
kallað leyfi
sem kínverskur útgefandi fékk
til að þýða og gefa bókina út í
Kína.
Áður en bókin kom út þar í
landi voru gerðar ýmsar breyt-
ingar á textanum þar sem kín-
versk stjórnvöld voru gagnrýnd
og hefur útgefandinn ekki viljað
og breyta henni.
Gagnrýndi
kaupsýslu-
menn
KARL Gústaf XVI, Svíakon-
ungur, bar lof á Önnu Lindh,
fyrrum utanríkisráðherra Sví-
þjóðar, í árlegu jólaávarpi sínu.
Hann sagði einnig að sænskt at-
hafnalíf þjáðist af skorti á hefð-
bundnum góðum gildum.
Konungur sagði að ímynd
Svíþjóðar sem öruggt og heið-
arlegt land hefði skaðast og virt-
ist þar vera að vísa til hneyksl-
ismála sem hafa skekið sænskt
athafnalíf. M.a. voru stjórnend-
ur tryggingafélagsins Skandia
sakaðir um að hafa fengið
greidda gríðarháa kaupauka og
farið illa með fé fyrirtækisins.
STUTT
Musharr-
af slapp
naumlega
Pervez Musharraf
Hillary Clinton
ÍRANSKA borgin Bam hefur lengi
verið fræg fyrir gamla borgarhlut-
ann eða borgarvirkið en talið er, að
það hafi verið grundvallað fyrst
fyrir um 2.000 árum. Tugþúsundir
manna, ferðamenn og pílagrímar,
hafa á ári hverju lagt leið sína til
borgarinnar en merkustu minj-
arnar þar voru frá 16. og 17. öld,
frá velmektardögum Savafid-
konungsættarinnar. Samkvæmt
fréttum eru þessar merku forn-
minjar nú aðeins rústir einar.
Borgarvirkið í Bam var byggt úr
tígulsteini, leir og bolum pálma-
trjáa og var að sögn mesta mann-
virki sinnar tegundar í heimi. Á
dögum Savafid-ættarinnar, 1501 til
1736, náði það yfir sex ferkílómetra
og var varðað 38 turnum. Á þessum
tíma bjuggu í borginni allt að
13.000 manns að því er fram kemur
á fréttavef BBC, breska rík-
isútvarpsins.
Bam blómgaðist sem áfanga-
staður pílagríma og ekki síður sem
mikill verslunarstaður við hina
fornu Silkileið. Eftir henni voru
ýmis djásn og dýrmæti flutt frá
Austurlöndum fjær til Persíu, það-
an til Miðjarðarhafslandanna og
loks til stórborganna í Evrópu.
Árið 1722 réðst afganskur her á
borgina og bar hún ekki sitt barr
eftir það. Var hún síðan lengi notuð
sem herstöð eða allt fram til 1932.
Árið 1953 hófust stjórnvöld í Íran
handa við að endurreisa gamla bæ-
inn og alla tíð síðan hefur hún verið
vinsæll áfangastaður ferðamanna
og þeirra, sem áhuga hafa á gam-
alli byggingarlist.
AP
Hluti af gamla borgarvirkinu í Bam eins og hann var áður en ósköpin dundu yfir í gærmorgun. Sagt er, að þar
standi nú varla steinn yfir steini.
Fornfrægar minjar
aðeins rústir einar
BRESK rannsóknarstofa hefur
staðfest, að kýr sem slátrað var
í Washington-ríki í Bandaríkj-
unum fyrr í þessum mánuði,
hafi verið með kúariðu.
Þetta er fyrsta kúariðutilfell-
ið sem greinist í Bandaríkjun-
um og hefur það leitt til þess að
mörg lönd hafa bannað inn-
flutning á nautgripaafurðum
frá landinu. Meðal þeirra eru
Japan og Mexíkó sem eru
stærstu innflytjendurnir á
þessum afurðum.
Málið hefur leitt til verð-
hruns á nautgripaafurðum í
Bandaríkjunum og einnig hefur
gengi hlutabréfa í veitingastöð-
um á borð við McDonalds, sem
selja afurðir úr nautakjöti,
lækkað mikið. Bandarískir
ráðamenn fullyrða hins vegar
að bandarískar nautgripaafurð-
ir séu öruggar og að heilsu
manna stafi ekki ógn af því þótt
kúariða hafi greinst í Wash-
ington-ríki.
Vísindamenn hafa sýnt fram
á tengsl milli neyslu á kúariðu-
sýktum afurðum og afbrigðis af
heilarýrnunarsjúkdómnum
Creutzfeld-Jacob í mönnum.
Frá Kanada?
Robert Mickel, sérfræðingur
við Rutgers-háskólann í New
Jersey í Bandaríkjunum,
kvaðst í gær telja hugsanlegt
að kýrin hefði verið flutt inn til
Bandaríkjanna frá Kanada en
Washington-ríki er rétt við
landamærin. Í maí í fyrra
greindist eitt tilfelli kúariðu í
Kanada, hið fyrsta í sögunni.
Kúariða
staðfest
New York. AFP.
EKKI færri en 111 létu lífið þegar
farþegaþota af gerðinni Boeing 727
fórst í flugtaki í Benín í Vestur-Afr-
íku á fimmtudag.
Um var að ræða leiguflugvél og
voru 156 farþegar um borð, flestir
verkamenn frá Líbanon og fjölskyld-
ur þeirra á leið heim í jólafrí. Sjö
manna áhöfn var og um borð í þot-
unni.
Vélin var í eigu líbanska flug-
félagsins Union Transport Africai-
nes (UTA). Hún var frá Gíneu og
lagði upphaflega af stað frá Cinakry,
höfuðborg landsins, en millilenti í
Cotonou, höfuðborg Benín. Svo virð-
ist sem flugvélin hafi rekist í bygg-
ingu á enda flugbrautarinnar í Cot-
onou, þegar hún var í flugtaki. Sagt
var að hjólabúnaður hefði bilað. Eld-
ur kviknaði og síðan varð sprenging í
vélinni sem hrapaði í sjóinn en flug-
brautin er um 500 metra frá Atlants-
hafinu. Ein heimildarmaður AFP-
fréttastofunnar sagði hugsanlegt að
þotan hefði verið ofhlaðin.
Slysið varð um klukkan 14 að ís-
lenskum tíma á fimmtudag.
Í gær hafði fengist staðfest að 111
hefðu farist og 22 slasast en hermt
var að alls hefði tekist að bera kennsl
á 82 lík. „Svarti kassinn“ svonefndi,
sem skráir flug vélarinnar, var fund-
inn.
Reuters
Brak úr Boeing-þotunni í flæðarmálinu skammt frá enda flugbrautarinnar.
Rúmlega 100
farast í flug-
slysi í Benín
Cotonou. AFP.
SÆNSKA dagblaðið Aftonbladet
hefur í nokkurn tíma haft fyrir sið í
lok hvers árs að útnefna 10 verstu
fyrirtækin í Svíþjóð og er þá litið til
annars en stöðu þeirra og gengis á
markaði. Að þessu sinni hreppti
tryggingafélagið Skandia þennan
vafasama titil með yfirburðum en í
fjórða sæti ásamt sex öðrum fyr-
irtækjum var Kaupþing Banki.
Versta fyrirtækið er eins og áður
segir Skandia eða Skandalia eins og
það er nú kallað í Svíþjóð eftir að
upp komst, að forstjórar og aðrir
háttsettir stjórnendur fyrirtækisins
höfðu greitt sjálfum sér tugmilljarða
króna í kaupauka og aðra bónusa. Í
rökstuðningi nefndarinnar, sem
valdi fyrirtækin, segir meðal annars:
„Gráðugir stjórnendur, stjórn,
sem virðist blind, og lífeyrisspar-
endur, sem hafa verið hafðir að fífli.“
Í öðru sæti á listanum er System-
bolaget, áfengisverslun ríkisins, og
um hana segir, að þar virðist enginn
endir ætla að verða á mútumálun-
um.
Í þriðja sæti er Sveriges Radio,
sænska ríkisútvarpið, og hlotnast
heiðurinn fyrir að hafa valið Joac-
him Berner sem yfirmann stofnun-
arinnar en hann hafði áður verið
rekinn sem aðalritstjóri dagblaðsins
Expressens. Vegna mikillar gagn-
rýni var ákvörðunin afturkölluð en
hún kostaði sænska skattborgara
hátt í 50 millj. ísl. kr.
Í fjórða sæti ásamt sex öðrum fyr-
irtækjum er Kaupþing Banki, „ís-
lenski bankarisinn, sem keypt hefur
fimm fjármálastofnanir á rúmu ári“.
Eru forsvarsmenn hans sagðir hafa
sýnt ábyrgðarleysi og keypt upp
fyrirtæki á uppblásnu gengi.
Skammarlisti Aftonbladets í Svíþjóð
Skandia valið
„versta“
fyrirtækið
Kaupþing Banki í fjórða sæti ásamt
nokkrum öðrum fyrirtækjum
TVEIR bandarískir hermenn féllu
skammt norður af Bagdad, höfuð-
borg Íraks, í gær. Alls höfðu átta
bandarískir hermenn þá fallið í land-
inu yfir jólahátíðina.
Einn hermaður týndi lífi þegar
sprengja sem hann var að aftengja
sprakk um 60 kílómetra frá Bagdad.
Taldi hann sig hafa gert sprengjuna
hættulausa þegar hún sprakk.
Annar hermaður féll þegar bíla-
lest ók yfir jarðsprengju við Baquba
sem er nærri þeim stað þar sem fyrri
hermaðurinn týndi lífi. Alls hafa 209
bandarískir hermenn fallið í Írak frá
1. maí þegar Bush Bandaríkjaforseti
lýsti yfir, að meiriháttar hernaðar-
aðgerðum væri lokið.
Tveir felldir í Írak
Bagdad. AFP.