Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 21
Starfsfólk ÍSPAN sendir viðskiptavinum sínum
hugheilar jóla- og nýárskveðjur með ósk um
farsæld á komandi ári.
Jólin
2003
Á HVERJU ári fá björg-
unarsveitir okkar tólf 1.700 beiðnir
um leit, aðstoð og/eða björgun. Því
eru að jafnaði um 3 björgunarsveitir
að störfum á hverjum degi ársins.
Þetta er ekki lítið fyrir
sjálfboðaliðana sem
sinna beiðnunum hve-
nær sem er sólar-
hringsins.
Björgunar-
sveitirnar
Í dag er 101 björg-
unarsveit sjálfboðaliða
starfandi í landinu. Það
fyrirkomulag björg-
unarmála sem við Ís-
lendingar búum við er
bæði mjög öflugt og
hagkvæmt, og til sanns
vegar má færa að það sé um margt
betra en gengur og gerist hjá mörg-
um grannþjóðum okkar. Enda er
það svo að margir erlendir aðilar
hafa horft til okkar og sýnt þessu
fyrirkomulagi mikinn áhuga.
Ein af forsendum þess að hægt er
að reka öflugt sjálfboðastarf björg-
unarsveita, er að skilningur og áhugi
á því sé til staðar, bæði hjá ráða-
mönnum og almenningi. Það er
nokkuð sem við Íslendingar höfum
átt láni að fagna með og með réttu
má segja að þessi áhugi og skiln-
ingur sé samofinn íslensku þjóð-
arsálinni.
Því það er ekki sjálfsagt að fjöldi
einstaklinga sé tilbúinn að nóttu sem
degi til að bregðast við þegar ein-
hver er í nauðum eða þarfnast að-
stoðar? Að taka hagsmuni náungans
fram yfir eigin hagsmuni? Sá áhugi
og vilji þarf að koma innan í frá, því
líkt og landsmenn þekkja þiggja
björgunarsveitir landsins ekki laun
fyrir störf sín. Engin rukkun eða
reikningur er sendur þó svo að fjöldi
einstaklinga með mikið af tækjum
og búnaði vinni um
langa hríð að leit,
björgun eða aðstoð.
Það yrði jafnfámennu
samfélagi og Ísland er
ógerlegt ef greiða ætti
fyrir þjónustu sem
þessa.
Fólkið í björg-
unarsveitunum
Fólk sem kemur til
starfa í björg-
unarsveitum gerir það
af einhverri innri þörf.
Þörfinni fyrir fé-
lagsskap, ævintýraþrá, tækifæri til
að þroska sig og mennta o.s.frv.
Sumir hverfa fljótt úr starfi. Finna
sér ekki farveg sem eðlilegt er. Aðr-
ir ílengjast í starfinu og brátt verður
það lífsstíll. Allt starf björg-
unarsveitanna, fjáraflanir, æfingar
og útköll, er unnið í sjálfboðavinnu
björgunarsveitarfólks. Ár hvert
koma þúsundir Íslendinga að björg-
unarsveitarstarfi í landinu, fólk sem
telur ekki eftir sér þann tíma sem
fer í starfið.
Björgunarstörf kosta peninga
Það að afla fjár til starfsins er okkur
ákaflega mikilvægt. Það er okkur
nauðsynlegt að geta endurnýjað
tæki og búnað sveitanna, samfara
því að efla menntun og þjálfun
björgunarsveitarfólksins. Þetta hef-
ur gengið ágætlega, fyrst og fremst
fyrir skilning almennings á okkar
starfi. Góður skilningur stjórnvalda
á þessu starfi skiptir okkur einnig
miklu máli.
Flugeldasalan
Nú fer í hönd stærsta fjáröflun
björgunarsveita landsins, flug-
eldasalan. Það hefur skapast sú hefð
á mörgum heimilum að kaupa flug-
elda hjá björgunarsveitunum, til að
styrkja starf þeirra. Undanfarnar
vikur hafa verið annasamar hjá
björgunarsveitafólki og fjölskyldum
þeirra, við undirbúning flugeldasöl-
unnar. Flugeldasalan stendur stutt
yfir og því þarf allt að vera til reiðu.
Lesandi góður! Ég vil hvetja þig
til að hugsa til þess fórnfúsa starfs
sem sjálfboðliðar í björgunar-
sveitum landsins leggja til sam-
félagsins. Með því að beina flugelda-
kaupum þínum til
björgunarsveitanna leggur þú þitt af
mörkum við björgun mannslífa.
Að lokum vil ég hvetja alla lands-
menn til að sýna aðgát í meðferð
flugelda. Megum við eiga slysalaus
áramót.
Þitt framlag
skiptir sköpum!
Jón Gunnarsson skrifar
um björgunarstörf ’Með því að beina flug-eldakaupum þínum til
björgunarsveitanna
leggur þú þitt af mörk-
um við björgun manns-
lífa.‘
Jón Gunnarsson
Höfundur er formaður Slysavarna-
félagsins Landsbjargar.
NÚ berast okkur
sjómönnum þau tíð-
indi að Íslensk olíu-
dreifing hafi ákveðið
að skrá olíuskip sitt
Keili, í aukaskipaskrá
Færeyja. Milljarða-
fyrirtækin eru með
þessu að setja íslensku
áhöfnina í land, fyrst
að hluta og síðan fara
hinir á eftir sömu leið
niður landganginn.
Alltaf eru úrræðin
þau sömu. Um leið og
tækifærið gefst er Ís-
lendingunum sagt
upp. Ef ekki er hægt
að koma sér upp eigin
aukaskipaskrá til að
gera sjómennina okk-
ar atvinnulausa leita
menn annað, í þetta
sinn til frænda okkar í
Færeyjum. En það er
ekki verið að gera það
til að ráða frændur
okkar úr Færeyjum
um borð, nei það verður leitað til
annarra eyja yfir hálfan hnöttinn.
Nú mætti ætla að hér væru á
ferðinni bágborin fyrirtæki sem
römbuðu á barmi gjaldþrots, en svo
er nú ekki. Hér eru á ferðinni stór-
fyrirtæki sem um áraraðir hafa haft
sín í milli samráð um verð til að okra
á landsmönnum, jafnvel hverjir á
öðrum. En það er ekki nóg. Enn
skal „hagrætt“ og „dregið úr dreif-
ingarkostnaði“, væntanlega til að
geta greitt fyrir þær refsisektir sem
munu vera handan við hornið vegna
samráðsins umtalaða.
Jólagjöf áhafnar ís-
lenska olíuskipsins í ár
verður uppsagnarbréf.
Íslensku sjómönnunum
verður vísað út í at-
vinnuleysi og óvissu um
hávetur, nýir menn frá
sólríkum ströndum
fluttir inn í staðinn.
Það er hins vegar al-
veg ljóst að Sjómanna-
félag Reykjavíkur mun
ekki horfa þegjandi á
þessa þróun. Það mun
koma í hlut félagsins að
styðja mennina, hvað
sem það kostar. Félag-
ið hefur í dag nokkra
reynslu af svokölluðum
„ólöglegum“ aðgerðum,
og skammast sín ekk-
ert fyrir þær. Við er að
eiga útgerðir sem setja
lagakrókana ofar sið-
gæði og samfélagslegri
ábyrg. Við munum
væntanlega halda
áfram að fá á okkur þau lögbönn og
lögreglukylfur sem útgerðirnar
panta hjá sýslumönnum umhverfis
landið, en við munum ekki hika við
að mæta á bryggjurnar og veita
þessum útgerðum viðnám eftir
mætti.
Gleðilegt baráttuár á bryggjum
landsins!
Olíudreifingu
útflaggað –
jólagjöfin í ár
Jónas Garðarsson
skrifar um atvinnumál
Jónas Garðarsson
’Það er hinsvegar alveg ljóst
að Sjómanna-
félag Reykja-
víkur mun ekki
horfa þegjandi á
þessa þróun.‘
Höfundur er formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur.
UPPÁHALDSBARN þróun-
arhjálpar Íslands í að minnsta
kosti 15 ár hefur verið Namibía.
Meginhluti alþjóð-
legrar þróunarhjálpar
Íslands hefur runnið
til Namibíu og árang-
urinn hefur verið
stórkostlegur.
Namibía er nú orðið
eitt af þróaðri ríkjum
Afríku og meðaltekjur
á mann eru hærri en í
flestum öðrum ríkjum
álfunnar þótt mikið
vanti ennþá upp á að
ná evrópskum eða
öðrum vestrænum
stöðlum.
Þróunarstofnun Íslands hefur
frá stofnun Namibíu sem sjálf-
stæðs ríkis árið 1991 stutt og jafn-
vel stjórnað sjávarútvegsmálum
landsins. Stofnunin hefur, með ís-
lenskum kennurum, rekið eina sjó-
mannaskóla landsins, gert út og
rekið rannsóknarskip í sjávar-
útvegi með íslenskum áhöfnum og
vísindamönnum og gert tillögur
um kvóta namibískra fiskiskipa,
sem sjávarútvegsráðuneyti Nam-
ibíu hefur fylgt dyggilega alla tíð.
Íslenskir sérfræðingar í sjávar-
útvegi hafa frá upphafi gegnt lyk-
ilstöðum í sjávar-
útvegsráðuneyti
Namibíu og gegna
enn. Fullt traust til
Íslendinga og ráð-
gjafar þeirra í sjáv-
arútvegsmálum hefur
alltaf ríkt og engum
sjávarútvegsráðherra
Namibíu hefur nokkru
sinni dottið í hug að
taka neinar meirihátt-
ar ákvarðanir í sjáv-
arútvegsmálum án
samráðs og með sam-
þykki sinna íslensku
ráðgjafa.
Þetta eru ekki einungis mínar
hugleiðingar heldur vísa ég orðrétt
í ummæli sjávarútvegsráðherra
Namibíu þegar ég kvaddi hann og
aðra vini mína og samstarfsmenn,
innlenda og erlenda, í desember
1999 þegar fimm ára starfi mínu
sem flugmálastjóra Namibíu lauk.
Hvað segir í Hávamálum:
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Nú sem aldrei fyrr þarf
Namibía á aðstoð Íslands að halda.
Ógurleg plága herjar í landinu,
plága sem líkja má við svarta-
dauða á miðöldum, sem nær því
náði að útrýma öllum Íslendingum.
Þessi plága er AIDS eða alnæmi.
Talið er að allt að því 20% fullorð-
inna íbúa Namibíu séu smitaðir af
HIV-veirunni sem talin er leiða til
alnæmis.
En hvað er til varnar? Ég kann
ekki skil í þessum málum, en án
efa höfum við Íslendingar fjölda
sérfræðinga á heilbrigðissviði sem
myndu fúslega vera reiðubúnir til
þess að takast á við það verkefni
að aðstoða Namibíu við berjast við
þá ógn sem AIDS er.
Eitt vandamál blasir þó við sem
allir geta skilið. Það eru börnin,
munaðarleysingjarnir, sem hafa
misst foreldra sína af völdum
þessa sjúkdóms. Börnin skipta
ekki tugum, ekki hundruðum,
heldur þúsundum.
Fyrir eina ríkustu þjóð heims-
ins, Íslendinga, væri það kannske
ekki ofætlað að þeir væru reiðu-
búnir til þess að endurnýja aðstoð
sína við uppáhaldsbarnið, Namibíu,
og setja á stofn einhvers konar
munaðarleysingjahæli, heimili og
skóla fyrir munaðarlaus börn í
Namibíu. Það má þó kaþólska
kirkjan eiga að hún hefur stofnað
munaðarleysingjahæli og skóla í
Namibíu, með að því er virðist
góðum árangri, og bíð ég bara eft-
ir að lúterska kirkjan, þjóðkirkjan
á Íslandi, finni köllun sína og komi
til aðstoðar hinni 95% lútersku
Namibíu.
Það var þetta með Namibíu
Grétar H. Óskarsson
skrifar um þróunarhjálp ’Talið er að allt að því20% fullorðinna íbúa
Namibíu séu smituð af
HIV.‘
Grétar H. Óskarsson
Höfundur er fv.
flugmálastjóri Namibíu.
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Moggabúðin
Reiknivél, aðeins 950 kr.