Morgunblaðið - 27.12.2003, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
AFSTAÐA ÞINGMANNA
Athyglisvert er að bæði þing-menn stjórnar og stjórnarand-stöðu lýsa andstöðu við fyrir-
huguð kaup Kaupþings Búnaðarbanka
á Spron í samtölum við Morgunblaðið
á aðfangadag. Viðbrögð þingmanna
benda til þess, að ekki sé óhugsandi að
koma fram á Alþingi lagabreytingum,
sem komi í veg fyrir, að stofnfjáreig-
endur í sparisjóðunum selji það, sem
þeir eiga ekki.
Einar K. Guðfinnsson, alþingismað-
ur Sjálfstæðisflokks, segir í viðtali við
Morgunblaðið sl. miðvikudag, að
breyting, sem gerð var með samþykkt
laga um fjármálafyrirtæki í desember
fyrir ári, hafi átt sér þann aðdraganda,
að þingmenn hafi viljað tryggja, að
stofnfjáreigendur yrðu jafn settir fyr-
ir og eftir hlutafélagavæðingu spari-
sjóða. Þetta hafi komið fram í nefnd-
aráliti, sem meirihluti efnahags- og
viðskiptanefndar hafi skrifað undir
ásamt nefndarmönnum Samfylkingar-
innar. Einar bætir við: „Ég vil í þessu
sambandi undirstrika það, að þegar
verið var að vinna að nýrri löggjöf um
fjármálastofnanir haustið 2002 þá kom
mjög skýrt fram, að eitt markmiðið
með löggjöfinni væri að tryggja rekst-
ur og rekstrarform sparisjóðanna.
Það hefur ekkert breytzt í þeim efn-
um. Ég tel ennþá þörf fyrir sparisjóði í
landinu og ég óttast mjög, að þetta
sem nú er að gerast með Spron gæti
orðið upphafið að endalokum spari-
sjóðanna eins og við þekkjum þá.“
Hjámar Árnason, alþingismaður
Framsóknarflokksins, sagði í Morg-
unblaðinu sl. miðvikudag: „Ég stóð í
þeirri góðu trú, að hið upprunalega
form sparisjóðanna hefði verið varið
með þessu. Þess vegna kom þetta mér
nokkuð á óvart.“
Annar þingmaður Framsóknar-
flokksins, Kristinn H. Gunnarsson,
sagði: „Markmiðin voru fyrst og
fremst þau, að stofnfjáreigendur eign-
uðust ekki meira fé en þeim var í raun
ætlað í upphafi. Það hefur aldrei verið
meiningin, að stofnfjáreigendur væru
í þessu hlutverki til að græða fé heldur
gætu ávaxtað sitt stofnfé en ekki
meira.“
Þingmenn stjórnarandstöðu tala á
svipaðan veg og þingmenn stjórnar-
flokkanna. Þannig segir Ögmundur
Jónasson, alþingismaður Vinstri
grænna: „Þá voru reistar girðingar,
sem áttu að sporna gegn yfirtöku
bankanna á sparisjóðnum. Og það var
lögfest að annað tveggja skilyrða yrði
að vera fyrir hendi svo það mætti selja
virkan stofnfjárhlut; að það væri gert
til að stuðla að endurskipulagningu
viðkomandi sparisjóðs eða það væri til
að efla samvinnu sparisjóðanna í land-
inu. Hvorugt þessara skilyrða er fyrir
hendi nú enda stendur til að fara fram
hjá lögunum með því að breyta Spron í
hlutafélag.“
Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis-
maður Samfylkingar, segir í samtali
við Morgunblaðið á aðfangadag:
„Stofnfjáreigendur eiga ekkert tilkall
til fjármuna sparisjóðanna umfram
verðbættan stofnfjárhlut.“ Og þing-
maðurinn kveðst hafa varað við
ákvæði, sem sett var inn í lögin og átti
að tryggja að áætlað verðmæti hluta-
fjár stofnfjáreigenda væri sama og
endurmetið stofnfé fyrir hlutafélaga-
væðingu sparisjóða. Síðan segir Jó-
hanna: „Þetta var til þess að tryggja
stofnfjáreigendurna. Ég varaði ein-
mitt við því að þarna væri um að ræða
afar matskennt og opið ákvæði. Það
væri sett fram til að auka von stofn-
fjáreigenda um arð við breytingu á
sparisjóði í hlutafélag, sem gengi gegn
þeim grunngildum, sem sparisjóðalög-
gjöfin hefur byggzt á.“
Í ljósi ummæla þessara þingmanna
má furðu gegna, að löggjöfin um fjár-
málafyrirtæki, sem sett var í desem-
ber fyrir ári, hafi verið samþykkt á Al-
þingi í þeirri mynd, sem hún nú er. Það
bendir óneitanlega til þess, að þing-
mönnum hafi ekki verið ljóst, hvað
þeir voru að samþykkja.
En jafnframt benda ummæli þing-
mannanna til að þverpólitísk samstaða
gæti verið á Alþingi til lagabreytingar,
sem útilokaði þau viðskipti, sem nú er
stefnt að með hlut stofnfjáreigenda í
Spron. Ætla verður að þeir þingmenn,
sem hér eiga hlut að máli, og aðrir,
sem ástæða er til að ætla, að séu sömu
skoðunar, hafi forgöngu um það um
leið og þing kemur saman eftir jólahlé
að nauðsynlegar breytingar verði
gerðar á lögunum um fjármálafyrir-
tæki svo að stofnfjáreigendur geti
ekki selt það, sem þeir hafa aldrei átt.
L
eiðtogar aðildarríkja Evrópusam-
bandsins hittust á leiðtogafundi á að-
ventunni. Markmið þeirra var að
semja fyrir hönd stjórnvalda í eigin
heimalandi um nýja stjórnarskrá fyr-
ir landa sína. Skemmst er frá því að segja að samn-
ingaviðræðurnar fóru út um þúfur. Leiðtogana
greindi á um hversu mörg atkvæði hvert ríki
skyldi hafa í ráðherraráðinu, sem er valdamesta
stofnun sambandsins. Þjóðverjar og Frakkar vildu
að fjöldi atkvæða endurspeglaði betur fólksfjölda í
ríkjunum heldur en samþykkt var á ríkjaráðstefn-
unni í Nice árið 2000. Samkomulagið þá gerði ráð
fyrir að Spánverjar fengju 27 atkvæði en Þjóð-
verjar sem eru tvöfalt fleiri fengju 29. Pólverjar
verða í sömu stöðu og Spánverjar eftir að þeir hafa
formlega verið teknir inn sem aðilar.
Pólverjum hótað
Eftir hina mislukkuðu ríkjaráðstefnu beinast
spjótin að Pólverjum og Spánverjum og stóru ríkin
kenna þeim um að samkomulag hafi ekki náðst.
Rök þeirra um að fjölmennari þjóð eigi að hafa
fleiri atkvæði eru að sínu leyti skiljanleg. En hitt er
jafnskiljanlegt að minni ríki kæri sig ekki um að
framselja fullveldi sitt til yfirþjóðlegrar stofnunar
ef kraftur stærðarinnar ræður mestu í valdabar-
áttu innan hennar. Pólverjar samþykktu aðild að
sambandinu meðal annars á þeirri forsendu að
þeir hefðu eitthvað að segja um breytingar á eigin
stöðu innan sambandsins. Á meðan Pólverjar
gengu í gegnum það ferli að samþykkja aðild, með-
al annars á grundvelli Nice-samkomulagsins, var
unnið að því af fullum þunga að semja nýjar reglur,
þar sem gert var ráð fyrir að drægi úr at-
kvæðastyrk Pólverja. Þegar ljóst var að Pólverjar
myndu standa gegn breytingunum var þeim hótað
öllu illu. Romano Prodi, forseti framkvæmda-
stjórnar sambandsins, sagði að finna yrði leiðir til
að láta stjórnarskrána taka gildi jafnvel þótt ein-
hver aðildarríkjanna höfnuðu henni, t.d. með því
einfaldlega að reka viðkomandi aðildarríki úr sam-
bandinu. Jacques Chirac, forseti Frakklands, hót-
aði því í byrjun október að ef Pólverjar og Spán-
verjar samþykktu ekki stjórnarskrána yrði dregið
úr fjárframlögum til þeirra og Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, tók undir. Styrkir frá Evr-
ópusambandinu eru ein af meginforsendum þess
að pólskur almenningur samþykkti aðild í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Ég get ekki sagt að þetta mál,
frekar en mörg önnur sambærileg, auki áhuga
minn á því að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Allt hefur þetta yfirbragð baktjaldamakks, hrossa-
kaupa og svikráða. Því virðast lítil takmörk sett
hversu óspennandi kostur Evrópusambandið get-
ur orðið fyrir Ísland.
„Frelsið glatast sjaldan allt í einu“
Spurningin um fjölda atkvæða er ekki það eina
sem er umdeilt í stjórnarskrárdrögunum. Ég hef
áður lýst því í Morgunblaðinu að með stjórn-
arskránni sé verið að gera verulegar breytingar á
sambandinu og að þær breytingar hafi verið mik-
ið gagnrýndar. Ég hef líka bent á það fyrr að sam-
bandið þokist sífellt nær sambandsríki með miklu
miðstýrðu valdi, í stað þess að vera samstarfsvett-
vangur sjálfstæðra ríkja. Auðvitað hefur þessi
þróun verið að eiga sér stað yfir langt tímabil.
Valdframsal aðildarríkjanna hefur ekki átt sér
stað í einu vetfangi, heldur smátt og smátt. Sér-
hverri hugmynd í þessa veru er laumað inn með
reglubundnu millibili, helst þannig að enginn taki
eftir því. Rétt er að minna hér á lítið atvik í þessu
sambandi:
Hópur þeirra sem vilja að Evrópusambandið
verði sambandsríki, vildi gera þann tilgang ljósan
og nota orðið „federal“ („sambands“) í texta
stjórnarskrárinnar til að gefa til kynna hið raun-
verulega markmið. Heiðarlegt hjá þeim. En
vegna almennrar andstöðu við stofnun sam-
bandsríkis var orðið tekið út, þótt markmiðið
hefði ekkert breyst. Valéry Giscard d’Estaing,
fyrrverandi forseti Frakklands og sá sem ber
ábyrgð á stjórnarskrárdrögunum, viðurkenndi í
viðtali við The Wall Street Journal að hann hefði
fjarlægt orðið til að auðveldara yrði að fá fólk til
Óspennandi sam
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og forset
leiðtogafundinum á dögunum.
Eftir Birgi Tjörva Pétursson
AFSTAÐA SPARISJÓÐA
Ljóst er að það eru fleiri en þing-menn úr öllum flokkum, sem gera
athugasemdir við áformuð kaup Kaup-
þings Búnaðarbanka á Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis. Á Þorláks-
messu sendi Samband íslenzkra spari-
sjóða frá sér yfirlýsingu vegna málsins
þar sem m.a. sagði:
„Í 17. gr. laga um viðskiptabanka og
sparisjóði segir orðrétt: „Stofnfjáreig-
endur hafa ekki rétt til ágóðahlutar af
rekstrarafgangi sparisjóðs umfram
það, sem mælt er fyrir um í lögum þess-
um.“ Einnig: „Stofnfjáreigendur skulu
einungis njóta arðs af innborguðu
stofnfé sínu…“ Að mati SÍSP er ljóst,
að áðurnefnd áform ganga gegn
ákvæðum laga um viðskiptabanka og
sparisjóði enda er skýrt í lögunum að
stofnfjáreigendur eiga einungis að
njóta arðs af innborguðu stofnfé sínu.“
Jón Kr. Sólnes, formaður Sambands
ísl. sparisjóða, sagði í samtali við
Morgunblaðið á aðfangadag: „Spari-
sjóðirnir hafa ríku hlutverki að gegna
og þeir eru ekki á leið út úr íslenzkum
fjármálaheimi, aðrir sparisjóðir eru
ekki á sömu leið og Spron.“
Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Norðlendinga, sagði um af-
stöðu manna í þeim sparisjóði: „Stofn-
fjáreigendur hafa ekki minnsta áhuga
á að hagnast persónulega á þessu og
skilja ekki þá hugsun, sem liggur að
baki því að gera sér sparisjóðinn að fé-
þúfu eins og verið er að reyna. Við
munum standa vörð um þessa starf-
semi hér eftir sem hingað til.“
Þessi ummæli forsvarsmanna spari-
sjóða benda til, að víðtækur stuðningur
sé við þá afstöðu innan annarra spari-
sjóða að ganga ekki sömu leið og gæti
verið að gerast í viðskiptum Kaupþings
Búnaðarbanka og Spron. Máttur pen-
inganna er hins vegar mikill og það á
eftir að koma í ljós, hvort sú afstaða,
sem hér hefur verið vitnað til er afstaða
allra annarra sparisjóða í landinu.
L
eiðtogar Evrópusambandsins reyndu að bera
höfuðið hátt þegar þeir gengu af fundinum í
Brussel skömmu fyrir jól, sem lauk án þess
að drögin að svonefndri stjórnarskrá sam-
bandsins yrðu samþykkt. Ástæðan er kunn,
en hvað tekur við?
Mig langar í þessari þriðju grein um framtíðarásýnd
Evrópusambandsins og möguleg áhrif hræringa í álfunni
á samskipti Íslands og sambandsins að beina sjónum að
því.
Boltinn er nú hjá Írum, sem hafa fengið það vandasama
verkefni að reyna að ljúka málinu á næstu sex mánuðum.
Margir efast um að þeim takist það og svartsýnisraddir
telja að stjórnarskrá verði vart í höfn fyrr en árið 2005.
Þar er ekki við Íra að sakast en margt bendir til að erfitt
kunni að reyna að sætta andstæð sjónarmið um hvaða
ríkjum beri mestu völdin.
Þó má ekki gleyma því að sérhver sex mánaða for-
mennska hefur haft þann metnað að setja mark sitt á sam-
bandið og hefur það oft á tíðum flýtt þróun sem kannski
alls ekki var nógu vel undirbúin. Þetta gerðist m.a. þegar
samið var um texta Nice-samkomulagsins og at-
kvæðavægið á síðustu stundu, einmitt það samkomulag
sem nú stóð í vegi fyrir niðurstöðu á leiðtogafundinum í
Brussel.
Í Brussel töldu menn fram á síðasta dag að, eins og svo
oft áður, lausn og málamiðlun fyndust þegar leiðtogarnir
sætu saman við eitt borð og ræddu málin augliti til auglit-
is. En það gerðist ekki og markar það vissulega þáttaskil í
sögu sambandsins. Má spyrja hvort þar hafi menn ekki
vanmetið Pólverja þrátt fyrir að þeir hinir sömu hefðu
þegar verið orðnir þekktir fyrir að standa fast á sínu, eins
og við Íslendingar urðum varir við þegar menn töldu að
samningaviðræðum um stækkun EES væri lokið. Þá risu
Pólverjar upp á afturlappirnar og töfðu undirritun samn-
ings í marga mánuði vegna þess að þeir sögðu samningana
leiða til verri viðskiptakjara fyrir sjávarafurðir frá EFTA-
ríkjunum. Þrátt fyrir reynslu af samningali
elleftu stundu virtist niðurstaðan ekki koma
óvart.
Umræðan um eftirleik hins sögulega leið
kennist af mati á því hvað hótun ríkja, með
verja í fararbroddi, um nauðsyn á tveggja h
þýði í raun. Hinn vaski forsætisráðherra Pó
Miller, lét þessa hótun a.m.k. sem vind um e
sagðist alls ekki skilja að einhver andstaða
mál ætti að útiloka Pólland frá framvarðasv
runaþróunar. Enda verður vart séð að ríkju
því þegar á reynir. Sveigjanlegur samruni h
hátt verið það sem einkennt hefur samband
þessi staðreynd var skjalfest með samkomu
var í Nice árið 2000. Að vísu þarf að uppfyll
svo að ríkjum leyfist að stökkva fram á vegi
draga alla með sér, en leiðin er fyrir hendi.
Þá má og spyrja sig hvort sveigjanlegur s
hreinlega mörgum ríkjum að skapi. Þetta æ
um smærri ríki sem meta fullveldið öðru fre
setið eftir þegar einhver stórhuga samruna
valdameiri ríkja eru á teikniborðinu.
Útgjöld ESB fryst um sin
Strax í kjölfar leiðtogafundarins barst fo
kvæmdastjórnar bréf frá sex ríkjum þar se
ist að fjárlög sambandsins yrðu fryst til árs
höfðu frumkvæði að bréfinu, en eins og nær
þar einnig hlut að máli Þjóðverjar og Frakk
Austurríkismanna og Holllendinga. Allt rík
verulega mikið af mörkum til ESB. Fylgdu
boð til ónefndra ríkja um að þau þyrftu að s
herða sultarólarnar. Þar var að sjálfsögðu á
Pólland. Má með sanni segja að ekki sé svo
taka, enda efnahagur margra ríkja í lægð, e
lands og Frakklands, en þeim hefur ekki te
skilyrði stöðugleikasáttmálans nokkur ár í
Stefnir í tveggja
Eftir Björn Inga Hrafnsson