Morgunblaðið - 27.12.2003, Síða 31
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 31
R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R INánari upplýsingar á www.fujifilm.is
S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0
M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i
Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð.
MYNDARLEGT TILBOÐ
3.24 milljón virkir dílar.
Ljósnæmi ISO 100.
6x aðdráttarlinsa (38-228mm).
Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn
meiri aðdrátt (342mm).
Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði.
Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30
sek á hverja mynd.
Notar nýju x-D minniskortin.
Hægt að taka allt að 300 skot á
venjulegar AA Alkaline rafhlöður!
Allt sem þarf til að byrja fylgir
Verð kr. 59.900,-
S304
4 kynslóð af Super CCD HR.
3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að
2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla!
Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm,
runur osfrv.
Ljósnæmi ISO 200-800.
3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk
stafræns aðdráttar.
Með F hnapp sem auðveldar allar
myndgæða stillingar.
Tekur kvikmyndir 320x240 díla,
10 rammar á sek., upp í 120 sek í einu.
Hægt að tala inn á myndir.
Lithium Ion hleðslurafhlaða og
hleðslutæki fylgir.
Notar nýju X-D minniskortin.
165 g án rafhlöðu.
Verð kr. 49.900,-
F410
4 kynslóð af Super CCD HR.
3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að
2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla!
Ljósnæmi ISO 100/200/400/800 (800 í 1M).
3x aðdráttarlinsa (38-114mm).
Hægt að taka allt að 250 skot á
venjulegar AA Alkaline rafhlöður!
Tekur allt að 120 sek kvikmynd (án hljóðs).
Notar nýju x-D minniskortin.
Hægt að fá vöggu.
Allt sem þarf til að byrja fylgir.
155 g án rafhlöðu.
Verð kr. 35.500,-
A310
Ný send
ing
komin
Framkö
llun
á 25 sta
frænum
myndum
fylgir hv
erri
seldri m
yndavél
í septem
ber!
ÖSKJUHLÍÐARSKÓLI í Reykja-
vík er öðruvísi grunnskóli. Sér-
staða nemendanna felst í því að
þeir eru þroskaheftir og þurfa sér-
hæft skólaúrræði fötlunar sinnar
vegna. Þeirra bíður annars konar
lífshlaup en ófatlaðra jafnaldra
þeirra og á margan hátt erfiðara
vegna þess hve háð þau eru ut-
anaðkomandi aðstoð okkar sem
ófötluð teljumst. Virðing fyrir þeim
sem einstaklingum og skilningur á
aðstæðum þeirra er grundvöllur
þess að þau geti notið sín og þrosk-
að hæfileika sína til innihaldsríks
lífs. Fjölskyldur þessara barna
hafa upplifað bæði gleði og sorgir
tengdar fötlun barna sinna. Sorg-
ina yfir fötluninni og þeirri stað-
reynd að börnin okkar eiga ekki
sömu möguleika og önnur börn í
lífinu, gleðina yfir hverjum litlum
sigri í dagsins önn. Þessar fjöl-
skyldur berjast endalausri baráttu
fyrir þjónustu til handa börnum
sínum og fyrir því að geta lifað sem
eðlilegustu lífi þrátt fyrir fötlun
barna sinna.
Skóladagvist er ein sú þjónusta
sem foreldrum grunnskólabarna
þykir í dag bæði sjálfsögð og nauð-
synleg. Sú hugsun er almenn í dag
að 6–9 ára gömul börn geti ekki og
eigi ekki að vera ein heima meðan
foreldrar þeirra eru í vinnu. Skóla-
dagvist hefur verið sett á laggirnar
sem hluti af fjölskyldustefnu sveit-
arfélaga á Íslandi og hefur m.a.
tryggt konum jafnrétti á vinnu-
markaði á við karla. Því miður er
það þó svo að í velferðarþjóðfélagi
nútímans er jafnréttið ekki fyrir
alla.
Nemendur Öskjuhlíðarskóla, (og
raunar þroskaheftir nemendur í
hinum almenna grunnskóla), þurfa
skóladagvist upp í 10. bekk grunn-
skólans vegna þeirrar einföldu
staðreyndar að þau geta ekki verið
ein heima þegar foreldrar þeirra
eru í vinnu. Í vetur hafa nemendur
í 7.–10. bekk Öskjuhlíðarskóla ekki
fengið skóladagvist vegna þess að
ekki hefur tekist að fá fólk til
starfa við skóladagvistina. Foreldr-
ar þessara barna búa við þær að-
stæður að geta ekki sinnt fullum
vinnudegi vegna þessa og verða
fyrir tekjumissi af þeim sökum. At-
vinnuöryggi fólks er ógnað og það
er eingöngu fyrir velvilja atvinnu-
rekenda ef foreldrar halda vinnu
sinni. Dæmi eru um að 12 ára göm-
ul börn séu í gæslu með 2ja ára
börnum hjá dagmæðrum. Öðrum
er þvælt á milli ættingja og vina í
pössun eða yngri systkini gæta
þeirra þar til foreldri kemur heim.
Börnin líða fyrir þetta ástand. Þau
eru félagslega einangruð og skilja
ekki hvers vegna þau fá ekki að
vera með skólasystkinum sínum
eftir skóla. Þau verða óróleg vegna
þess óstöðugleika sem skapast og
með ófá þeirra hefur verið leitað til
lækna og jafnvel þurft að grípa til
annars óþarfrar lyfjagjafar þegar
vanlíðanin brýst fram í erfiðri
hegðun og depurð. Þetta er raun-
veruleiki fjölskyldna fatlaðra barna
í Reykjavík á ári fatlaðra 2003.
Foreldra- og styrktarfélag
Öskjuhlíðarskóla hefur undanfarin
3 ár margítrekað óskað eftir því við
Reykjavíkurborg að fundin verði
framtíðarlausn varðandi skóladag-
vistina. Ástæðan er sú að mörg
undanfarin haust hefur gengið illa
að manna skóladagvistina og for-
eldrar ítrekað lent í vanda við að fá
gæslu fyrir börn sín. Við höfum
bent á þá lausn að ÍTR taki að sér
þessa starfsemi eins og þeir hafa
gert í öllum öðrum grunnskólum
Reykjavíkurborgar. Hjá ÍTR eru
til staðar hæfileikar, reynsla og
vilji til að sinna þessu verkefni vel
og til frambúðar. Í dag er staðan
hins vegar sú að Reykjavíkurborg
vill ekki fela ÍTR þetta verkefni
nema ríkið taki þátt í þeim kostn-
aði sem fylgir. Vanda þeirra 27
barna sem ekki njóta neinnar
skóladagvistar nú á að reyna að
leysa til vors til bráðabirgða ef fólk
fæst til starfa og húsnæði fæst.
Alls óvíst er að það takist. Hvað
gerist haustið 2004 veit enginn.
Það stendur ekkert um skóla-
dagvist í íslenskum lögum, hvorki í
lögum um grunnskóla né í lögunum
um málefni fatlaðra. Þó kemur
fram í 22.grein reglugerðar um
sérkennslu nr.389 frá árinu 1996 að
sérskólum og sérdeildum sé heim-
ilt að veita nemendum samfellda
þjónustu allan daginn, alla virka
daga skólaársins. Á grundvelli
lagaleysis benda fulltrúar ríkis-
valdsins á Reykjavíkurborg og
segja borgina eiga að sinna þessari
þjónustu því ekkert standi um mál-
ið í lögum um málefni fatlaðra.
Reykjavíkurborg fullyrðir á móti
að þeim sé ekki skylt að veita þessa
þjónustu og muni ekki gera það
nema ríkið komi að með fjármagn.
Á milli þessara fylkinga standa
fötluð börn og fjölskyldur þeirra og
líða fyrir ástandið.
Það er mannréttindamál að
þroskaheftir nemendur fái notið
skóladagvistar. Þau búa við fé-
lagslega einangrun og þurfa fé-
lagsleg úrræði eins og önnur börn
sem eins er ástatt fyrir.
Það er mannréttinda- og jafn-
réttismál að foreldrar þessara
barna eigi sömu atvinnu- og tekju-
möguleika og aðrir foreldrar á Ís-
landi og þurfi ekki að búa við fá-
tækt og atvinnuleysi fyrir þá sök
eina að eiga fatlað barn.
Það er mannréttindamál að
þannig verði búið að fjölskyldum
fatlaðra barna að þeim sé ekki
endalaust hent fram og til baka á
milli mismunandi stjórnvalda
vegna verkefna sem þarf að sinna
en enginn vill axla ábyrgð á.
GERÐUR AAGOT
ÁRNADÓTTIR,
HRÖNN KRISTJÁNSDÓTTIR,
KARLOTTA FINNSDÓTTIR,
ATLI LÝÐSSON,
foreldrar þroskaheftra barna og
stjórnarmenn í Foreldra- og
styrktarfélagi Öskjuhlíðarskóla.
Fötluð börn –
ábyrgð hverra?
Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík, borgarfulltrúa,
þingmanna Reykjavíkur og áhugafólks um betra samfélag
Morgunblaðið/ÞorkellÍ Öskjuhlíðarskóla.
ÞAÐ er erfitt að skrifa um vændi,
það snýst um frumstæðustu og
sterkustu kenndir okkar, engu
hærri eða lægri en þær sem við
sjáum hjá dýrunum, en um leið
tengjast þessar hvatir því göfug-
asta í okkur, tryggð, ást, umhyggju
gagnvart börnum okkar og fjöl-
skyldu og gerir okkur að því sem
gerir lífið þess virði að lifa því.
Einnig, að hver sá sem lýsir yfir
skoðun á þessu máli liggur þar
með undir grun um að hafa und-
arlegar ástæður fyrir skrifum sín-
um. Kinsey, helsti kynlífssérfræð-
ingur okkar tíma, hefur til dæmis
verið ásakaður um að hafa skjönað
til sinni frægu könnun á kynlífi,
eingöngu til að réttlæta eigin af-
brigðilega hegðun, en samt ætla ég
að reyna.
Allir geta verið sammála um að
tilgangur kynlífs er fjárfesting í
framtíðinni og að við getum vel lif-
að án kynlífs án þess að líða sál-
arkvalir, eða með öðrum orðum,
kynlíf er ekki mannréttindi.
Þar með erum við komin að
kjarnanum, um hvort vændi sé
réttindi í frjálsu þjóðfélagi, en
staðreyndin er að hvar sem vændi
er stundað eru fórnarlömb: mansal,
kynsjúkdómar og glæpir.
Þegar ég skilgreini vændi sem
ber að banna er ég að tala um
vændi sem stundað er gegn beinni
greiðslu og þar sem oftast er um
að ræða vændismiðlara (pimps).
Spurningin í dag á Íslandi er um
hvort kaupandinn eigi að sæta
refsingu jafnt og seljandinn.
Það hlýtur að liggja í hlutarins
eðli að ef vændi er ólöglegt þá sé
kaupandinn að minnsta kosti eins
sekur og seljandinn og fyrir ítrek-
að brot eigi viðkomandi að fara í
meðferð. Þar með erum við komin
að öðru vandamáli nútímaþjóð-
félags, hvað á að gera við ein-
staklinga sem annað hvort geta
ekki eða vilja ekki sitja undir þeim
reglum sem við höfum sett okkur,
hvort sem það eru áfengissjúkling-
ar, síbrotamenn, eiturlyfjasjúkling-
ar eða kynlífsbrotamenn. Hvað á
að gera við slíkt fólk? Hér með
ætla ég að lýsa yfir minni skoðun
þó hún sé líklega á móti tískunni í
dag.
Þetta fólk á heima á hælum og
lokuðum vinnustöðum sem eru
undir ströngu eftirliti hins opin-
bera, þar sem það getur verið sér
og þjóðfélaginu til gagns, eða með
öðrum orðum, við verðum að hjálpa
því að lifa heilbrigðu og hamingju-
sömu lífi ef það getur það ekki á
eigin spýtur.
Svona einfalt er þetta allt saman,
en um leið veit ég að hundruð sér-
fræðinga munu segja mér hvers-
vegna ég viti ekkert í minn haus og
að ég með mínum skrifum hafi sýnt
ótrúlegt skilningsleysi á vanda-
málinu, en þetta er mín skoðun eft-
ir langar hugsanir og ég get ekki
betur en ég get.
Það er fátt ömurlegra á Íslandi
en að sjá þetta ólánsfólk sníkjandi
öllum til ama, þessar manneskjur
eiga að vera á heimilum eða stofn-
unum þar sem þeim getur liðið vel,
vinnandi sér og öðrum til gagns.
Hér með lýsi ég yfir stuðningi
mínum við frumvarp um að gera
kaup á vændi refsiverð, og virðingu
minni fyrir Kolbrúnu Halldórsdótt-
ur og öðrum sem standa fyrir því
máli.
INGIMUNDUR KJARVAL,
Delhi NY.
Um vændi
Frá Ingimundi Kjarval