Morgunblaðið - 27.12.2003, Side 32

Morgunblaðið - 27.12.2003, Side 32
DAGBÓK 32 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Pét- ur Jónsson kemur í dag. Mannamót Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud.: Kl.18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnes. Miðvikud.: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Eg- ilsstaðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud.: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard: Kl.10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Gler- árkirkja, Akureyri. Kl.19.15 Seljavegur 2, Reykjavík. Neyð- arsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átröskun / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tart- anbrautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl.10– 11.30 alla virka daga. Blóðbankabílinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is. Breiðfirðingafélagið. Jólatrésskemmtun fyr- ir börn á öllum aldri verður á morgun, sunnudaginn 28. des- ember, kl. 14.30, í Breiðfirðingabúð Faxa- feni 14. Allir velkomnir. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Skóverslun Axel Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826 Mosfell sf., Þrúðvangi 6, Hellu, s. 487 5828 Sólveig Ólafs- dóttir, Verslunin Grund, Flúðum, s. 486 6633 Sjúkrahús Suðurlands og Heilsu- gæslustöð, Árvegi, Sel- fossi, s. 482 1300 Versl- unin Íris, Austurvegi 4, Selfossi, s. 482 1468, Blómabúðin hjá Jó- hönnu, Unabakka 4, 815 Þorlákshöfn, s. 483 3794. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, Grinda- vík, s. 426 8787 Penn- inn – Bókabúð Kefla- víkur, Sólvallagötu 2, Keflavík, s. 421 1102 Íslandspóstur hf., Hafnargötu 89, Kefla- vík, s. 421 5000 Íslands- póstur hf., c/o Krist- jana Vilhjálmsdóttir, Garðbraut 69, Garður, s. 422 7000 Dagmar Árnadóttir, Skiphóli, Skagabraut 64, Garður, s. 422 7059. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást í Reykjavík, Hafnarfirði og Sel- tjarnarnesi á Skrif- stofu L.H.S. Síðumúla 6, Reykjavík, s. 552 5744, fax 562 5744, Hjá Hirti, Bónushús- inu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561 4256 Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 66, Hafnarfirði, s. 565 1630. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Penninn Bókabúð Andrésar, Kirkjubraut 54 Akranesi, s. 431 1855 Dalbrún ehf., Brákarbraut 3, Borg- arnesi, s. 437 1421 Hrannarbúðin, Hrann- arstíg 5, Grundarfirði, s. 438 6725 Verslunin Heimahornið, Borg- arbraut 1, Stykk- ishólmur, s. 438 1110. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Jón Jóhann Jónsson, Hlíf II, Ísafirði, s. 456 3380 Jónína Högnadóttir, Esso- verslunin, Ísafirði, s. 456 3990 Jóhann Kára- son, Engjavegi 8, Ísa- firði, s. 456 3538 Krist- ín Karvelsdóttir, Miðstræti 14, Bolung- arvík, s. 456 7358. Minningakort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30 s. 588 8870. Í dag er laugardagur 27. desem- ber, 361. dagur ársins 2003, Jóns- dagur. Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jh. 17, 5.)     Katrín Jakobsdóttirskrifar pistil á Múr- inn um kjötát um hátíð- arnar. „Jólin eru ekki að- eins hátíð ljóss og friðar, gjafa og gleði. Jólin eru ekki bara barnahátíð mest. Þau eru líka kjöthátíð mikil. Reykt og saltað, ferskt og pæklað, rautt, hrátt, steikt, soðið, bakað — alls staðar er kjöt,“ skrifar Katrín. „Á þriðja dag jóla má svo gjarnan sjá fólk snúa aft- ur til vinnu með poka undir augum, úttútnað af söltu og reyktu kjöti, með múrstein í maganum og glymjanda í hausnum (sem stundum tengist líka ótæpilegri áfengisneyslu yfir jólin, en það er nú önnur saga). Í öllu falli er kjöt málið yfir jólin. Meira að segja fólk sem aldrei sést borða neitt annað en kálblöð og tóm- ata sést gúffa í sig hangi- kjöti, hamborgarhrygg og kalkúni. Og kannski er þetta bara gott og hollt.“     Katrín segir margaráhugaverðar hliðar á grænmetisáti og að því fylgi margir kostir. „Ekki er ætlunin hér að líta til hollustu grænmetis. Spurningin er: Getur það verið umhverfisvænt að borða grænmeti? Stað- reyndin er sú að á und- anförnum árum hafa gríðarlega stór svæði regnskóga verið rudd til að hægt sé að hafa þar beitarland fyrir naut- gripi. Þar er stundaður verksmiðjubúskapur með miklum fjölda nautgripa. Afleiðingarnar eru hverf- andi regnskógar og enn meiri gróðurhúsaáhrif. Nautakjötsát er því eitt af því sem er að gera jörðina óbyggilega. Annað dæmi er svínabúskapur. Svína- skítur er gríðarlega mengandi og þar sem svín eru alin í verk- smiðjustíl fer gríðarlega mikill úrgangur í jarð- veginn sem gerir hann ónýtan til ræktunar. Nautakjöt og svínakjöt eru þó ekki það eina sem er verksmiðjuframleitt í hinum stóra heimi. Núna eru til dæmis ræktaðir sérstakir kjúklingar fyrir tiltekna matvælafram- leiðendur. Kjúklingar með risavaxna bringu en nánast enga vængi og ekkert fiður. Með hjálp erfðabreytinga og horm- óna hefur dýrinu verið breytt til að það henti sem best til fjöldafram- leiðslu og fjöldaáts.“     Katrín segir að nútíma-maðurinn sé orðinn firrtur hvað varðar það sem hann lætur ofan í sig. Fjarlægðin frá búð- inni í stórborginni til bóndabýlisins verður æ meiri. Þannig að margir hugsa ekkert um hvaða saga sé á bak við af- urðina í búðinni. Með öðrum orðum: Dýr eru ekki alin lengur heldur framleidd. Er það með- ferð sem hugsandi fólk telur eðlilega á dýrum? Hér virðist fólk vera orð- ið algerlega firrt frá sögu dýrsins sem það borðar.“ STAKSTEINAR Kjöthátíðin Matarvenjur ungs fólks FYRIR nokkrum dögum birtist frétt í danska sjón- varpinu, þar sem stór floti fiskimanna og báta lagði leið sína inn til Kaup- mannahafnar. Til hvers? Jú til að mót- mæla fyrirhuguðum úthlut- unum á fiskikvóta í Eystra- salti og Norðursjó. Sú nýbreytni var á, að þeir gáfu vegfarendum fiskinn sem þeir komu með að landi. Ekki var að sjá að þeir sem þáðu, og talað var við, þekktu fiskinn, sem þeim var gefinn, þótt greinilega væri mest um ýsu og þorsk. Einn hélt þó að um ýsu væri að ræða og hafði á réttu að standa. Nú er svo komið, að margt ungt fólk á Íslandi borðar lítinn sem engan fisk. Kannski er breyttum matarvenjum um að kenna eða háu verði út úr búð. Ekki virðist verð hafa lækkað að mun, þrátt fyrir að fiskimenn kvarti sáran undan lágu verði á fisk- mörkuðum, og hafi jafnvel lagt bátum sínum um stundarsakir, enda gerir enginn út þegar verð er komið langt niður fyrir 100 kr. kílóið og ekki hefst fyrir kostnaði. Pizzur og pastaréttir eru því orðnir vinsælir meðal ungs fólks í dag. Gaman væri að vita, hve glögg vitn- eskja ungra Íslendinga er um helsta matfisk okkar í dag þ.e. ýsu, þorsk, lúðu o.s.frv. Nóg er af pizzustöðum um allan bæ og póstkassar fólks hálffullir af ruslpósti frá þessum stöðum, þar sem allir þykjast bjóða besta verðið. Til viðbótar virðist margt fólk ekki kunna að ganga frá umbúðum áður en þeim er hent í ruslarennuna, t.d. í fjölbýlishúsum. Þar fest- ast þær og veldur erfiðleik- um að losa um þær. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Þakkir til dagdeildar Landakotsspítala ÞAÐ var ógleymanleg stund sem ég og aðrir á dagdeild Landakotsspítala áttum á jólagleði hinn 19. des. sl. Vil ég þakka öllu starfs- fólki, presti, læknum, hjúkrunarfólki og öðrum sem stjönuðu við okkur. Það var sungið, dansað, spilað og sagðar sögur og borinn fram veislumatur. Vildi ég koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem stóðu að þessu. Öll starfsemi sem þarna fer fram er til fyrirmyndar. Takk fyrir mig. H.A. Tapað/fundið Samsung-myndavél týndist SAMSUNG digital mynda- vél týndist í kringum 7. desember, líklega í Skip- holti. Skilvís finnandi hafi samband í síma 866 1277. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 vitur, 4 jarðávöxturinn, 7 gengur, 8 seinna, 9 kvendýr, 11 ró, 13 fyrir skömmu, 14 brúkar, 15 eins, 17 kvenfugl, 20 spor, 22 nes, 23 ís, 24 illa, 25 affermir. LÓÐRÉTT 1 krummi, 2 landið, 3 ást- fólgið, 4 fésínk, 5 tafl- maðurinn, 6 líffærin, 10 bumba, 12 greinir, 13 púka, 15 viðurkennir, 16 snjói, 18 poka, 19 pen- ingar, 20 lipra, 21 tóbak. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 spjátrung, 8 glápa, 9 fátíð, 10 los, 11 skafl, 13 afræð, 15 skens, 18 hlýri, 21 tía, 22 álitu, 23 rausa, 24 flatmagar. Lóðrétt: 2 plága, 3 áfall, 4 refsa, 5 nótar, 6 uggs, 7 æðið, 12 fín, 14 fól, 15 skál, 16 Egill, 17 stutt, 18 harpa, 19 ýs- una, 20 iðan. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 !('  ( Víkverji skrifar... Heimsbyggðin er hörð á því aðvið Íslendingar trúum á álfa og huldufólk. Og ekki nóg með það heldur eigum við líka að taka þessi furðufyrirbrigði grafalvarlega – það alvarlega að á landinu sé starf- ræktur skóli sem bjóði upp á nám- skeið í álfafræðum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, þ.á m. sumir hinna virtari eins og The Wall Street Journal, hafa gert þessum mikla meinta álfaáhuga þjóðarinnar fremur ítarleg skil upp á síðkastið í kjölfar vinsælda myndarinnar Álfur eða Elf, sem sýnd er hér á landi, og svo auðvit- að Hringadróttinssögu, þar sem álfar eru í stóru hlutverki. Og hefur öll þessi umfjöllun vestra verið á heldur hæðnislegum nótum, enda kannski ekki nema von. Fullyrt er að a.m.k. 10% þjóð- arinnar trúi bókstaflega á álfa og því til undirstrikunar er einn úr þeim hópi nefndur, jú auðvitað Björk Guðmundsdóttir. Víkverji leyfir sér að efast um að þessi grunur um álfatrú Bjarkar – óháð því hvort hún sé fyrir hendi í raun eður ei – sé á rökum reistur eða hafi fengist staðfestur en hann þjónar þó þeim tilgangi að per- sónugera þessar fullyrðingar. Samkvæmt einhverri könnun sem allir erlendu fjölmiðlarnir vitna til er um málið hafa fjallað þá eru eins og fyrr segir 10 pró- sent þjóðarinnar á því að til séu hulduheimar á Íslandi þar sem búa álfar, dvergar og aðrar yf- irskynvitlegar verur. Önnur 10 prósent hafna alfarið þeirri full- yrðingu að til séu álfar eða annað óútskýranlegt. Hins vegar neitaði yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra, eða 80 prósent, að útiloka þann möguleika að til væru álfar. Mikið er gert úr Íslenska álfa- skólanum og hefur Magnús Skarp- héðinsson skólastjóri skólans vart haft undan að svara fyrirspurnum bandarískra fjölmiðla og almenn- ings, sem ku hafa fengið mikinn áhuga á að innrita sig í skólann til að læra meira um íslensku álfana. x x x Í erlendum fregnum segir aðMagnús hafi útskrifað 4 þúsund námsmenn – aðallega frá Þýska- landi, Skandinavíu, Bandaríkj- unum og Kanada – í álfafræðum. Og til að undirstrika hversu al- varlega álfatrúin er tekin á Íslandi þá er fullyrt að íslenskir bygg- ingaverktakar taki tillit til og reyni eftir fremsta megni að forð- ast álfabyggðir þegar reisa á hús eða leggja vegi og að einstaklingar þiggi ráð frá álfasérfræðingum áð- ur en ákveðið er að byggja á ákveðnum landreitum. Undir þessa sýn kynda svo kynninga- og ferðamálavefsíður um Ísland, sem er líka hið besta mál því ef þetta hefur í för með sér aukinn ferðamannastraum til Ís- lands og meiri gjaldeyristekjur þá mega útlendingar vel halda að Vík- verji og allt hans fólk trúi á álfa. Eru álfar kannski menn? Svona líta álfar út í augum Erlu Stefánsdóttur sjáanda sem teiknaði þessa mynd fyrir kortið The Hidden World Map of Hafnarfjörður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.