Morgunblaðið - 27.12.2003, Side 33

Morgunblaðið - 27.12.2003, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 33 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert vinsæll vegna velvildar þinnar og hjartahlýju. Þú hefur mikla þörf fyrir að þjóna mann- kyninu en mátt ekki gleyma því að berjast fyrir sjálfstæði þínu og hagsmunum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fólk tekur eftir því sem þú segir og gerir þessa dagana, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er mikilvægt að þú sinnir löngun þinni til að gera eitt- hvað nýtt. Skráðu þig á nám- skeið, lestu framandi bækur og tímarit og gefðu þér tíma til að hlusta á ólík sjónarmið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur sterka þörf fyrir að bæta sjálfa/n þig á einhvern hátt. Nýttu þér þetta. Vendu þig af slæmum ávönum og taktu upp nýja og betri siði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú getur lært margt um sjálfa/n þig af maka þínum og nánustu vinum. Á þessum tíma í lífi þínu skiptir sköpunarferlið þig meira máli en álit annarra á því sem þú ert að gera. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur óvenju miklar áhyggjur af heilsunni og hrein- lætinu. Þú vilt breyta um lífs- stíl og bæta heilsu þína. Byrj- aðu á því að hreyfa þig meira. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er mikilvægt að kunna að meta eigin sköpunargáfu. Það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um það sem þú ert að búa til heldur er það sköp- unarferlið sem skiptir mestu máli. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt eiga mikilvægar sam- ræður við maka þinn eða ein- hvern annan í fjölskyldunni í dag. Þér finnst þú þurfa að verja gerðir þínar á einhvern hátt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefðir gott af því að fara í stutt ferðalag í dag. Ef þú kemst ekki frá farðu þá út og gerðu eitthvað sem kemur blóðinu á hreyfingu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur áhyggjur af fjármál- unum. Þú gætir fengið góða hugmynd um það hvernig þú getir aukið tekjur þínar en það er þó eins líklegt að þú freistist til að eyða of miklu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér finnst þú alltaf vera að rek- ast á fólk úr fortíðinni. Þetta á sérstaklega við um þá sem þú varst eitt sinn náin/n. Líttu á þetta sem tækifæri til að end- urnýja gömul kynni og læra eitthvað nýtt um sjálfa/n þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert opin/n og átt auðvelt með mannleg samskipti en þarft engu að síður á hvíld að halda. Njóttu dagsins í ró og næði og gættu þess að reyna ekki of mikið á þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð tækifæri til að endur- lifa gömlu góðu dagana. Þetta vekur hjá þér löngum til að kaupa þér eitthvað og til að auka tekjur þínar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SVANIRNIR Hvert svífið þér, svanir, af ströndu með söngvum í bláheiðan geim? Ég sé það af öllu, þér ætlið í ósýnis fjarlægan heim. „Vér erum þíns sakleysis svanir, vor samvista tími nú dvín; vér förum með klökkvandi kvaki og komum ei framar til þín.“ Með augunum yðar ég fylgdi, og alltaf bárust þér fjær í bláinn með blikandi vængjum, og burt dóu sönghljóðin skær. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 85ÁRA og 20 ÁRA af-mæli. Í dag, laugar- daginn 27. desember, verður 85 ára Markús Hjálmarsson. Markús og sonardóttir hans, Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir, sem varð tvítug 31. október sl. ætla að fagna afmælum sínum á afmælisdegi Mark- úsar. Þau bjóða vinum og ættingjum að þiggja kaffi- veitingar í sal Félags- þjónustunnar í Bólstaðarhlíð 43 kl. 14-16. Gjafir eru vin- samlega afþakkaðar en þó verður baukur til styrktar PKU á Íslandi í anddyri. GULLBRÚÐKAUP. Í gær, 26. desember, annan í jólum, áttu 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Jónína Guðmundsdóttir og Guðmundur Hjartarson frá Grænhóli í Ölfusi, nú til heimilis að Sóltúni 43, Selfossi. TERENCE Reese skrifaði rúmlega 50 bækur um brids, flestar góðar og fáeinar sí- gildar. Sú vinsælasta er sennilega „Play Bridge With Reese“, sem gefin er út aftur og aftur. Stefán Guðjohnsen þýddi bókina fyrir margt löngu og Jóhann Þórir Jónsson í Skákprenti gaf hana út árið 1977. Reese er rökfastur í skýringum sínum og alltaf raunsær: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ G72 ♥ K1062 ♦ 954 ♣K106 Suður ♠ D83 ♥ ÁG9763 ♦ 6 ♣ÁD4 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar * Pass 4 hjörtu Allir pass * Stuttlitur. Vestur kemur út með tíglukóng, fær kall, spilar næst litlum tígli og austur lætur ásinn. Hvernig á að spila? Til að byrja með íhugar Reese íferðina í trompið, en kemst að þeirri niðurstöðu að það hljóti að liggja 2-1 úr því að AV blönduðu sér ekk- ert í sagnir. Spaðaliturinn er mesti vandinn. Tækni- lega eru tvær leiðir færar: Að spila að báðum manns- pilunum (sem skilar slag ef sami mótherji er með ÁK), eða spila smáum spaða að öðru mannspilinu og svo smáu frá báðum höndum (sem gengur ef háspil er annað réttum megin). Norður ♠ G72 ♥ K1062 ♦ 954 ♣K106 Vestur Austur ♠ K106 ♠ Á954 ♥ D8 ♥ 4 ♦ KD1072 ♦ ÁG83 ♣852 ♣G973 Suður ♠ D83 ♥ ÁG9763 ♦ 6 ♣ÁD4 En tæknin leysir ekki þetta spil. Reese dregur þá ályktun af sögnum að spaða- háspilin séu skipt: „Báðir virðast eiga 5 punkta í tígl- inum og ef annar ætti líka ÁK í spaða hefði hann blandað sér í sagnir,“ segir Reese réttilega. Hann telur líka langsótt að spaðinn sé 5-2: „Þá hefðu þeir tekið stunguna sína strax, því ein- spilið í tígli var ekkert leyndarmál.“ Reese telur því einu raun- hæfu leiðina að læðast fram hjá austri með spaðagosann. Hann mælir með því að spila hjartaás og kóng, og síðan spaðagosa úr blindum. Austur gæti dúkkað og þá er spilið unnið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. Bf4 d5 4. e3 Rc6 5. Bd3 f5 6. Rc3 e6 7. Bxe4 dxe4 8. Rb5 Bd6 9. Dh5+ g6 10. Dh6 De7 11. Rxd6+ cxd6 12. Re2 Bd7 13. d5 exd5 14. Rc3 Be6 15. O- O-O O-O-O 16. Bg5 Df8 17. Dxf8 Hdxf8 18. Rxd5 Kd7 19. Bf4 Re5 20. Rc3 Kc6 Staðan kom upp í sterku lokuðu al- þjóðlegu móti sem fram fór fyrir skömmu í Frakk- landi. Christian Bauer (2602) hafði hvítt gegn Jean- Pierre Le Roux (2480). 21. Hxd6+! Kxd6 22. Hd1+ Ke7 Aðrir kóngsleikir hefðu ekki breytt því að hvítur fengi peði meira og unnið tafl. Í framhaldinu hélt svartur vonlausri baráttu sinni í langan tíma. 23. Bxe5 a6 24. a4 g5 25. Hd4 Hhg8 26. Bd6+ Kf6 27. Bxf8 Hxf8 28. Hb4 Hf7 29. Kd2 Hd7+ 30. Ke1 Hc7 31. Hb6 Ke5 32. Re2 Bd7 33. Rd4 Bxa4 34. He6+ Kd5 35. b3 Bd7 36. c4+ Kc5 37. He7 Kd6 38. Hxh7 Hc5 39. Hg7 f4 40. Kd2 b5 41. Hg6+ Kc7 42. Hxa6 bxc4 43. b4 He5 44. Ha5 og svartur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík         FRÉTTIR RÓLEGHEIT einkenndu jólahald í Stykkishólmi eins og vant er. Hólmarar sækja vel kirkjur sínar um jól. Messað var í þremur kirkjum, Stykkishólmshólmskirkju, kapellu systranna á St. Franciskus- spítala og Hvítasunnukirkjunni. Aftansöngur var í Stykkishólms- kirkju kl. 18 og þar messaði Gunn- ar Eiríkur Hauksson. Mikill og góður tónlistarflutningur var í messunni þar sem þrjár söngkonur sungu einsöng ásamt kór Stykk- ishólmskirkju. Að venju fjölmenna Hólmarar í katólska messu á mið- nætti. Á eftir messu buðu syst- urnar á spítalanum kirkjugestum upp á kakó og kökur. Fyrsta vetrarveðrið kom á að- fangadag með hvassri austanátt og snjókomu. Var það til þess að færri lögðu leið sína í kirkjugarðinn með kerti og skreytingar á leiði ást- vina. Á jóladag var komið gott veð- ur og var þá ekki vandkvæðum bundið að láta kertin loga í kirkju- garðinum. Hægviðri var einnig annan dag jóla og voru margir sem notuðu góða veðrið til útivist- ar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Jólamessa í Stykkishólmskirkju var vel sótt. Í messunni var mikill og góður söngur. Elísa Vilbergsdóttir, Hólmfríður Friðjónsdóttir og Lára Hrönn Pétursdóttir sungu einsöng og sungu með kór Stykkishólmskirkju. Hvít og góð jól í Stykkishólmi NOKKUÐ var um umferðaróhöpp í Reykjavík í gær. Á Vesturlandsvegi urðu fjögurra og þriggja bíla árekstrar með 30 mínútna millibili um kl. 14. Ekki þótti ástæða til að flytja neinn á slysadeild en tveir sögðust ætla að fara sjálfir á slysa- deildina. Sex bíla þurfti að draga af vettvangi með kranabíl. Tveir voru fluttir á slysadeild eft- ir harðan árekstur á Bústaðabrú í gærmorgun, en ökumaður annarrar bifreiðarinnar er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Draga þurfti báða bílana af vett- vangi. Ökumaður í hinum bílnum kenndi sér eymsla í hálsi, og farþegi í sama bíl fann fyrir eymslum á öxl og voru þeir fluttir á slysadeild. Tveir farþegar úr bílnum leituðu svo sjálfir á slysadeild. Einnig varð bílvelta á Gullinbrú um kl. 10 í gærmorgun, en ökumað- ur slapp án meiðsla og er hann ekki grunaður um að hafa verið ölvaður. Fjarlægja þurfti bílinn með drátt- arbíl. Tveir bílar rákust saman á mót- um Háaleitisbrautar og Miklubraut- ar og var einn maður fluttur á slysa- deild. Sjö bílar í árekstrum á Vesturlandsvegi SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.