Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 60

Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 60
ÍÞRÓTTIR 60 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ISIAH Thomas sem nýverið tók við sem forseti hins fornfræga at- vinnumannaliðs í körfuknattleik, New York Knicks, hefur látið hend- ur standa fram úr ermum undan- farna daga en í gær rak hann þjálf- ara liðsins, Don Chaney, ásamt tveimur aðstoðarmönnum hans. Herb Williams stjórnaði liðinu í gær er Knicks vann Orlando Magic en Thomas hefur ráðið Lenny Wilkens í þjálfarastarfið.  WILKENS er einn þekktasti þjálfari NBA frá upphafi og enginn hefur unnið eins marga leiki sem þjálfari og Wilkens. Hann lék sjálf- ur í 15 ár í NBA og þar af fjögur tímabil sem leikmaður og þjálfari. Undir hans stjórn varð Seattle NBA-meistari árið 1979, hann var þjálfari ársins 1994, þá sem þjálfari Atlanta Hawks, en síðast þjálfaði hann lið Toronto Raptors. Wilkens hefur unnið 1268 leiki í NBA sem þjálfari en tapað 1056 leikjum.  FRANSKA knattspyrnuliðið Mar- seille hefur skipt um þjálfara en Alain Perrin sagði af sér starfinu eftir að hart hafði verið sótt að hon- um í frönskum fjölmiðlum og af stuðningsmönnum liðsins. Marseille hefur tapað níu af síðustu fimmtán leikjum sínum í deildinni. José Anigo, sem þjálfað hefur unglinga- lið félagsins, tekur við af Perrin sem hafði starfað sem þjálfari Marseille frá árinu 2002. Liðið er sem stendur í 6. sæti deildarinnar en er 15 stig- um á eftir Mónakó sem er í efsta sæti. FÓLK Þetta er búið að taka á andlegaenda hef ég aldrei misst úr leik vegna meiðsla frá því ég byrj- aði að æfa körfubolta. Í fyrra skipt- ið sem ég fór úr axlarlið lenti ég í samstuði við leikmann og hann reif mig úr lið satt best að segja þar sem við festumst saman. Ég taldi mig vera kláran í leik sem fram fór í lok nóvember, það var framlengt og ég hafði leikið í 42 mínútur þegar ég stökk upp til þess að fara í frákast og öxlin hrökk úr lið. Síðan þá hafa þjálfarar liðsins ekki viljað að ég færi of snemma af stað en ég hef æft einn í nokkrar vikur. Aldrei æft eins mikið Í raun hef ég aldrei æft eins mik- ið, fjóra tíma samfleytt fyrir hádegi og í tvo tíma á kvöldin. Ég verð hungraður í að leika þegar ég fæ grænt ljós frá sjúkraþjálfara liðs- ins, og hann telur að það verði í byrjun febrúar,“ segir Logi en hann kemur í stutta heimsókn til Íslands hinn 25. janúar. „Ég næ að sjá grannaslaginn á milli Keflavíkur og Njarðvíkur, og það verður spenn- andi.“ Allt önnur umgjörð Logi er samningsbundinn Gies- sen 46’ers til loka keppnistímabils- ins 2005 og er hann mjög ánægður með veru sína hjá liðinu. „Það er allt önnur umgjörð í úrvalsdeildinni miðað við það sem ég kynntist hjá Ulm í 2. deildinni í fyrra. Hér er fagmannlega staðið að verki en því miður hafa margir leikmenn verið meiddir hjá okkur í vetur, og um tíma var allt byrjunarliðið frá, alls fimm leikmenn. Við stefnum á að komast í úrslitakeppnina en erum sem stendur í næstneðsta sæti. Ég hef trú á því að það breytist um leið og allir leikmenn liðsins verða til reiðu á ný,“ sagði Logi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Logi Gunnarsson sýnir tilþrif við körfuna. Kemur í stutta heimsókn til Íslands Logi að braggast LOGI Gunnarsson, körfuknattleiksmaður úr Njarðvík, sem er samn- ingsbundinn þýska úrvalsdeildarliðinu Giessen 46’ers er vongóður um að geta látið að sér kveða með liði sínu á ný í byrjun febrúar en Logi hefur verið meiddur á öxl undanfarnar vikur. Logi fór úr axlarlið í annað sinn á skömmum tíma í lok nóvember og hefur hann ekkert leikið með liðinu síðan þá. FRANSKA liðið Dijon, sem mætir Keflavík í úrslitakeppni bikar- keppni Evrópu í næstu viku, hefur fengið til liðs við sig öflugan banda- rískan leikmann sem meðal annars hefur leikið með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni. Frá þessu er greint á vef Körfuknattleiks- sambands Íslands, www.kki.is. Leikmaðurinn heitir Lamont Barnes, er 26 ára og kemur frá Temple háskólanum. Hann hefur meðal annars leikið með Ragusa og Safati á Ítalíu og 76’ers og Yakima Sun Kings í Bandaríkjunum. Barnes kemur í stað Derrick Da- venport, sem er 2.08 metrar á hæð. Davenport kom til liðsins í október, en var látinn fara fyrr í þessari viku þar sem frammistaða hans þótti ekki nógu góð. Í Evrópukeppninni var hann með 14,4 stig og 8,6 frá- köst að meðaltali í leik. Keflavík mætir Dijon í Frakk- landi þriðjudaginn 20. janúar en annar leikur liðanna fer fram í Keflavík hinn 23. janúar sem er föstudagur. Komi til oddaleiks fer hann fram í Frakklandi miðviku- daginn 28. janúar. Mótherjar Keflvíkinga fá NBA-miðherja Allan Borgvardt leikurmeð úrvalsdeildarliði FH í knattspyrnu í sumar en FH-ingar skrifuðu á fimmtudaginn undir eins árs samning við Danann knáa, sem svo sannarlega setti mark sitt á knatt- spyrnuna hér á landi síð- astliðið sumar. Borgvardt var kjörinn leikmaður árs- ins á lokahófi KSÍ og átti stærstan þátt í velgengni Hafnar- fjarðarliðsins sem lenti í öðru sæti, bæði í deild og bikar. Þrír aðrir leikmenn skrifuðu und- ir samning við FH-inga í gær, allir til þriggja ára. Ármann Smári Björnsson, sem lék með Val í fyrra, og þeir Matthías Vilhjálmsson og Birkir H. Sverrisson, sem báðir eru 16 ára og í 17 ára landsliðinu en þeir koma frá BÍ á Ísafirði. Borgvardt og landi hans, Tommy Nielsen, gengu til liðs við FH fyrir síðustu leiktíð frá AGF í Danmörku og reyndist koma þeirra til FH mikill hvalreki. „Ég ætlaði að reyna að komast að hjá liði erlend- is en það gekk ekki og því valdi ég að koma til FH aftur. Tímabilið með FH í fyrra var frábært. Liðið átti góðu gengi að fagna og ég fann mig afar vel svo það kom ekkert ann- að til greina en að koma aftur til FH fyrst ég á annað borð fékk ekki samning heima í Dan- mörku eða á meginlandi Evrópu. Ég sé fram á annað skemmtilegt tímabil á Íslandi og ég hef fulla trú á að FH geti verið með í baráttunni um titl- ana svo framarlega sem við leggjum hart að okkur. Hópurinn hefur stækkað og yngri strákarnir hafa öðlast meiri reynslu,“ sagði Borgv- ardt við Morgunblaðið í gær. Borgvardt heldur til Danmerkur í dag en er væntanlegur aftur til Ís- lands um miðjan næsta mánuð. Borgvardt samdi við FH-inga Borgvardt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.