Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 60
ÍÞRÓTTIR 60 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ISIAH Thomas sem nýverið tók við sem forseti hins fornfræga at- vinnumannaliðs í körfuknattleik, New York Knicks, hefur látið hend- ur standa fram úr ermum undan- farna daga en í gær rak hann þjálf- ara liðsins, Don Chaney, ásamt tveimur aðstoðarmönnum hans. Herb Williams stjórnaði liðinu í gær er Knicks vann Orlando Magic en Thomas hefur ráðið Lenny Wilkens í þjálfarastarfið.  WILKENS er einn þekktasti þjálfari NBA frá upphafi og enginn hefur unnið eins marga leiki sem þjálfari og Wilkens. Hann lék sjálf- ur í 15 ár í NBA og þar af fjögur tímabil sem leikmaður og þjálfari. Undir hans stjórn varð Seattle NBA-meistari árið 1979, hann var þjálfari ársins 1994, þá sem þjálfari Atlanta Hawks, en síðast þjálfaði hann lið Toronto Raptors. Wilkens hefur unnið 1268 leiki í NBA sem þjálfari en tapað 1056 leikjum.  FRANSKA knattspyrnuliðið Mar- seille hefur skipt um þjálfara en Alain Perrin sagði af sér starfinu eftir að hart hafði verið sótt að hon- um í frönskum fjölmiðlum og af stuðningsmönnum liðsins. Marseille hefur tapað níu af síðustu fimmtán leikjum sínum í deildinni. José Anigo, sem þjálfað hefur unglinga- lið félagsins, tekur við af Perrin sem hafði starfað sem þjálfari Marseille frá árinu 2002. Liðið er sem stendur í 6. sæti deildarinnar en er 15 stig- um á eftir Mónakó sem er í efsta sæti. FÓLK Þetta er búið að taka á andlegaenda hef ég aldrei misst úr leik vegna meiðsla frá því ég byrj- aði að æfa körfubolta. Í fyrra skipt- ið sem ég fór úr axlarlið lenti ég í samstuði við leikmann og hann reif mig úr lið satt best að segja þar sem við festumst saman. Ég taldi mig vera kláran í leik sem fram fór í lok nóvember, það var framlengt og ég hafði leikið í 42 mínútur þegar ég stökk upp til þess að fara í frákast og öxlin hrökk úr lið. Síðan þá hafa þjálfarar liðsins ekki viljað að ég færi of snemma af stað en ég hef æft einn í nokkrar vikur. Aldrei æft eins mikið Í raun hef ég aldrei æft eins mik- ið, fjóra tíma samfleytt fyrir hádegi og í tvo tíma á kvöldin. Ég verð hungraður í að leika þegar ég fæ grænt ljós frá sjúkraþjálfara liðs- ins, og hann telur að það verði í byrjun febrúar,“ segir Logi en hann kemur í stutta heimsókn til Íslands hinn 25. janúar. „Ég næ að sjá grannaslaginn á milli Keflavíkur og Njarðvíkur, og það verður spenn- andi.“ Allt önnur umgjörð Logi er samningsbundinn Gies- sen 46’ers til loka keppnistímabils- ins 2005 og er hann mjög ánægður með veru sína hjá liðinu. „Það er allt önnur umgjörð í úrvalsdeildinni miðað við það sem ég kynntist hjá Ulm í 2. deildinni í fyrra. Hér er fagmannlega staðið að verki en því miður hafa margir leikmenn verið meiddir hjá okkur í vetur, og um tíma var allt byrjunarliðið frá, alls fimm leikmenn. Við stefnum á að komast í úrslitakeppnina en erum sem stendur í næstneðsta sæti. Ég hef trú á því að það breytist um leið og allir leikmenn liðsins verða til reiðu á ný,“ sagði Logi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Logi Gunnarsson sýnir tilþrif við körfuna. Kemur í stutta heimsókn til Íslands Logi að braggast LOGI Gunnarsson, körfuknattleiksmaður úr Njarðvík, sem er samn- ingsbundinn þýska úrvalsdeildarliðinu Giessen 46’ers er vongóður um að geta látið að sér kveða með liði sínu á ný í byrjun febrúar en Logi hefur verið meiddur á öxl undanfarnar vikur. Logi fór úr axlarlið í annað sinn á skömmum tíma í lok nóvember og hefur hann ekkert leikið með liðinu síðan þá. FRANSKA liðið Dijon, sem mætir Keflavík í úrslitakeppni bikar- keppni Evrópu í næstu viku, hefur fengið til liðs við sig öflugan banda- rískan leikmann sem meðal annars hefur leikið með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni. Frá þessu er greint á vef Körfuknattleiks- sambands Íslands, www.kki.is. Leikmaðurinn heitir Lamont Barnes, er 26 ára og kemur frá Temple háskólanum. Hann hefur meðal annars leikið með Ragusa og Safati á Ítalíu og 76’ers og Yakima Sun Kings í Bandaríkjunum. Barnes kemur í stað Derrick Da- venport, sem er 2.08 metrar á hæð. Davenport kom til liðsins í október, en var látinn fara fyrr í þessari viku þar sem frammistaða hans þótti ekki nógu góð. Í Evrópukeppninni var hann með 14,4 stig og 8,6 frá- köst að meðaltali í leik. Keflavík mætir Dijon í Frakk- landi þriðjudaginn 20. janúar en annar leikur liðanna fer fram í Keflavík hinn 23. janúar sem er föstudagur. Komi til oddaleiks fer hann fram í Frakklandi miðviku- daginn 28. janúar. Mótherjar Keflvíkinga fá NBA-miðherja Allan Borgvardt leikurmeð úrvalsdeildarliði FH í knattspyrnu í sumar en FH-ingar skrifuðu á fimmtudaginn undir eins árs samning við Danann knáa, sem svo sannarlega setti mark sitt á knatt- spyrnuna hér á landi síð- astliðið sumar. Borgvardt var kjörinn leikmaður árs- ins á lokahófi KSÍ og átti stærstan þátt í velgengni Hafnar- fjarðarliðsins sem lenti í öðru sæti, bæði í deild og bikar. Þrír aðrir leikmenn skrifuðu und- ir samning við FH-inga í gær, allir til þriggja ára. Ármann Smári Björnsson, sem lék með Val í fyrra, og þeir Matthías Vilhjálmsson og Birkir H. Sverrisson, sem báðir eru 16 ára og í 17 ára landsliðinu en þeir koma frá BÍ á Ísafirði. Borgvardt og landi hans, Tommy Nielsen, gengu til liðs við FH fyrir síðustu leiktíð frá AGF í Danmörku og reyndist koma þeirra til FH mikill hvalreki. „Ég ætlaði að reyna að komast að hjá liði erlend- is en það gekk ekki og því valdi ég að koma til FH aftur. Tímabilið með FH í fyrra var frábært. Liðið átti góðu gengi að fagna og ég fann mig afar vel svo það kom ekkert ann- að til greina en að koma aftur til FH fyrst ég á annað borð fékk ekki samning heima í Dan- mörku eða á meginlandi Evrópu. Ég sé fram á annað skemmtilegt tímabil á Íslandi og ég hef fulla trú á að FH geti verið með í baráttunni um titl- ana svo framarlega sem við leggjum hart að okkur. Hópurinn hefur stækkað og yngri strákarnir hafa öðlast meiri reynslu,“ sagði Borgv- ardt við Morgunblaðið í gær. Borgvardt heldur til Danmerkur í dag en er væntanlegur aftur til Ís- lands um miðjan næsta mánuð. Borgvardt samdi við FH-inga Borgvardt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.