Morgunblaðið - 20.01.2004, Page 2

Morgunblaðið - 20.01.2004, Page 2
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson HAFIST var handa við að hífa sokkna báta upp úr höfninni á Skagaströnd í gær. Tveir kafarar, ásamt nokkrum fjölda manna, unnu við að ná bátunum upp með aðstoð öflugs krana frá Akureyri. Tveir bátar voru hífðir upp úr höfninni í gær en þrír verða teknir upp í dag. Byrjað var á að koma bátunum á réttan kjöl en síðan var dælt úr þeim með dælu frá slökkviliðinu á staðn- um. Síðan voru bátarnir hífðir upp á bryggju og þeim komið í skjól. Bát- arnir eru nokkuð skemmdir eftir að hafa farið á botninn en eftir er að meta skemmdirnar. Bátar hífðir upp úr höfninni Skagaströnd. Morgunblaðið. FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATLANTA TIL ÍRLANDS Viðræður eru á lokastigi um kaup Atlanta flugfélagsins á viðhaldsfyr- irtæki við Shannon-flugvöll á Ír- landi, Shannon MRO, sem er í hópi þriggja stærstu fyrirtækja á Írlandi á sviði viðgerða og viðhalds á flug- vélum. Starfsmenn eru ríflega 153 talsins og veltan á síðasta ári var tæplega einn milljarður króna. Áætlanir þessa árs gera ráð fyrir 1,5 milljarða veltu þar sem bæta þarf við um 30 starfsmönnum til að vinna við þrjár nýjar flugvélategundir með eignarhaldi Atlanta. Aðgerðir snerta marga Sparnaðaraðgerðir Landspítala – háskólasjúkrahúss munu, sam- kvæmt þeim tillögum sem nú liggja fyrir, snerta störf og kjör yfir fimm hundruð starfsmanna spítalans. Um fimmtíu starfsmönnum verður sagt upp en auk þess verður öðrum stöðugildum spítalans fækkað um 170 með því m.a. að ráða ekki áfram fólk sem sinnir tímabundnum verk- efnum. Ekki ástæða til afskipta Halldór Blöndal, forseti Alþingis, telur hvorki grundvöll til at- hugasemda né afskipta af hálfu for- seta þingsins við setu Péturs H. Blöndals í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis, né við for- mennsku hans í nefndinni sem hún hefur kjörið hann til. Halldór segir, að jafnframt verði að telja að tillaga þingmanna úr Samfylkingunni, sem var flutt á fundi nefndarinnar 12. janúar, styðjist hvorki við þingsköp né þingvenjur. Flutningaskipi hvolfdi Norsku flutningaskipi hvolfdi í blíðskaparveðri skammt frá Björg- vin í gær. Að minnsta kosti tveir úr áhöfninni létust og sextán var enn saknað í gærkvöldi. Ellefu komust lífs af, þar af þrír sem náðust út úr flakinu á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Endurskoða múrinn Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað endur- skoðun á byggingu 700 km múrs á Vesturbakkanum sem Ísraelar segja sig tilneydda að byggja til að verjast hryðjuverkum Palestínumanna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Viðskipti 12 Þjónusta 31 Úr verinu 12 Viðhorf 32 Erlent 14/16 Minningar 33/37 Minn staður 18 Kirkjustarf 36 Höfuðborgin 19 Bréf 40 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Íþróttir 44/47 Austurland 22 Kvikmyndir 48 Landið 23 Fólk 48/53 Daglegt líf 24 Bíó 50/53 Listir 25/26 Ljósvakar 54 Umræðan 27/32 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@- mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@- mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Jarðskjálftar við Geirfugladrang JARÐSKJÁLFTI, 3,1 á Richter, mældist laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun við Geirfugla- drang á Reykjaneshrygg, um 30 km frá landi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ís- lands höfðu rúmlega tíu skjálftar mælst á sama svæði í kjölfarið í gær, flestir í kringum 2 stig á Richter, sá síðasti kl. 11:15. Veðurstofan segir að ekki hafi orðið vart við gosóróa né neitt sem bendi til eldgoss en jarð- skjálftahrinur munu vera tiltölulega algengar við Geirfugladrang. Skjálfti við Surtsey Laust eftir klukkan 22 í fyrrakvöld mældist jarðskjálfti upp á 2,9 stig á Richter og voru upptök hans um 3 km norðnorðvestur af Surts- ey. Samkvæmt Veðurstofunni bendir allt til þess að um stakan skjálfta hafi verið að ræða. SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands telur að stjórnarseta formanns Verslunarmannafélags Reykjavíkur í hlutafélögum geti valdið hagsmuna- árekstrum, hún geti haft áhrif á trúverðugleika hans og hætta sé á að hann geti ekki gagnrýnt við- komandi fyrirtæki opinberlega. Formaður VR segir að það séu kostir og gallar við stjórnarsetuna, en niðurstaða fundar trúnað- arráðs og trúnaðarmanna er að formaður VR eigi að taka sæti í stjórnum fyrirtækja. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, óskaði á liðnu ári eftir því við Siðfræðistofnun Háskóla Ís- lands að hún gæfi álit sitt á stjórnarsetu fulltrúa VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna og félögum í hans eigu. Ketill Magnússon skýrði álit stofnunarinnar á nýársfundi verslunarmanna og í máli hans kom fram að seta formanns VR í hlutafélögum vekti nokkrar spurningar. Hagsmunaárekstrar gætu skapast ef formaðurinn þyrfti að taka afstöðu í málum sem snertu félaga í VR, sem væru launþeg- ar í viðkomandi félagi, trúverðugleiki formannsins væri í hættu ef hann tengdist ákvörðunum stjórn- ar félagsins sem hugsanlega væru óvinsælar með- al launafólks og í þriðja lagi væri hætta á að for- maður VR gæti ekki tekið opinbera afstöðu og gagnrýnt viðkomandi fyrirtæki opinberlega eins og hlutverk hans sem formanns gæti kallað á. Gunnar Páll segir að það séu kostir og gallar á stjórnarsetu formanns VR. Það hafi komið ber- lega í ljós á liðnu ári, þegar hann hafi verið gagn- rýndur fyrir að sitja í stjórn Kaupþings Búnaðar- banka, þegar umræður um launagreiðslur yfirstjórnar fyrirtækisins hafi staðið sem hæst. Málið hafi verið rætt á breiðari grundvelli á fundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna og þar hafi komið fram að ef lífeyrissjóðirnir tilnefndu menn í stjórnir væri ljóst að atvinnurekendur réðu meiru um þessi mál en launþegar. Könnun á fundinum hefði leitt í ljós að rúm 70% teldu að formaður VR ætti að taka sæti í stjórnum fyrirtækja fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Siðfræðistofnun komst einnig að þeirri niður- stöðu að núverandi fyrirkomulag við val á fulltrú- um VR í stjórn LÍVR vekti spurningar um hvort almennir sjóðsfélagar hefðu nægilega möguleika til að hafa áhrif á það hverjir sætu í stjórn sjóðs- ins. Gunnar Páll segir að í ljósi gagnrýni á und- anförnum árum hafi menn velt fyrir sér að skoða fleiri þætti í þeim málum. Nú hafi til dæmis verið auglýst eftir frambjóðendum í stjórnina og síðan stillt upp lista, sem hafi verið afgreiddur á fund- inum. „Við ætlum að nota skýrsluna sem umræðu- grundvöll á árinu,“ segir hann. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands fjallar um stjórnarsetu formanns VR Varar við mögulegum hagsmunaárekstrum Kærður fyrir tvær nauðganir ÍSLENSKUR starfsmaður á ferju, sem siglir á milli Hirtshals í Danmörku og Oslóar í Noregi, var í gær kærður fyrir að hafa nauðgað tveimur rúmlega tvítugum samstarfskonum um borð í ferjunni, að sögn fréttavefjar danska blaðsins Extrabladets. Á vef Extrabladets kemur fram að seinni nauðgunin hafi átt sér stað meðan ferjan var í höfn í Osló í fyrrinótt en sú fyrri fyrir viku. Fram kemur að skipstjóri ferjunnar hafi kallað á lögreglu í fyrrinótt eftir að hafa verið greint frá meintri nauðgun, yfirheyrslur hafi farið fram í gær og maðurinn sé í varðhaldi lögregl- unnar í Osló. LÆKNADAGAR hófust í gær á Nordica hót- eli með ýmsum fyrirlestrum. M.a. efnis í gær var notkun tölvusneiðmynda og segulómunar í greiningu hjartasjúkdóma en það var Björn Flygenring frá Minneapolis hjartastofnuninni sem hélt erindi um það efni. Í dag verða reifuð nokkur viðfangsefni á Læknadögum, rætt verður um sýkingar og gigt, um hjartasjúkdóma barna, lifr- arsjúkdóma og kæfisvefn. Læknadagar eru árlegir fræðsludagar fyr- ir lækna, haldnir af Læknafélagi Íslands í samvinnu við framhaldsmenntunarráð Læknadeildar Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Þorkell Læknadagar hafnir á Nordica hóteli HANN getur verið góður og kælandi snjórinn. Það finnst að minnsta kosti þessum ungu herra- mönnum sem urðu á vegi ljósmyndara Morgun- blaðsins þar sem þeir kjömsuðu á fönninni fyrir utan Vesturbæjarskóla á dögunum. Næstu daga er útlit fyrir nokkurra gráða hita á höfuðborgarsvæðinu og rigningu og því gæti snjórinn verið á förum – í bili að minnsta kosti. Janúarmánuður er þó bara rétt rúmlega hálfnaður og því nokkuð öruggt að það á eftir að snjóa meira í vetur, þótt síðar verði. Morgunblaðið/Ásdís Bragðað á snjónum ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.