Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SLÖKKVILIÐSMENN á Akureyri, með Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóra í broddi fylk- ingar, voru að prófa nýjan björg- unarbúnað í sjónum við smábáta- bryggjuna við Torfunef í gær. Slökkviliðið hefur eignast flotbún- inga og kafarabúning sem slökkvi- liðsstjórinn sjálfur var að prófa, enda með kafararéttindi. Erling hafði kynnst flotgöllunum á nám- skeiði í Bandaríkjunum og hann sagði þá henta vel við íslenskar aðstæður. Slökkviliðsmennirnir léku sér á ísnum og í sjónum og voru hinir ánægðustu með bún- aðinn. Prófuðu nýjan björgunarbúnað Morgunblaðið/Kristján Slökkviliðsmennirnir fundu ekki fyrir kulda í nýju flotgöllunum sem þeir voru að prófa í ísköldum sjónum. Morgunblaðið/Kristján Erling Þór Júlínusson slökkviliðs- stjóri kemur upp um vök í sjónum. HELENA Ólafsdóttir, landsliðs- þjálfari A-landsliðs kvenna í knatt- spyrnu, var gestur á fótboltadegi fyrir stelpur sem haldinn var í Boganum á Akureyri sl. sunnudag. Helena sá m.a. um æfingu fyrir 2. flokk og meistaraflokk en henni til aðstoðar var landsliðskonan Íris Andrésdóttir. Íþróttafélögin Þór og KA sáu sameiginlega um fram- kvæmd fótboltadagsins, sem var sérstaklega fyrir stúlkur á grunn- skólaaldri. Ágæt mæting var í Bogann og fundu flestir eitthvað við sitt hæfi. Yngri stelpurnar tóku þátt í boltaþrautum eða létu mæla hversu fast þær gátu skotið. Það voru þó stelpurnar í 3. flokki félaganna sem opnuðu daginn með æfingaleik, þar sem góð tilþrif sáust. Þá fengu þátttakendur plak- at af íslenska kvennalandsliðinu að gjöf, auk þess sem þeim var boðið upp á veitingar. Morgunblaðið/Kristján Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, önnur f.h., ræðir við yngri og eldri fótboltastelpur í Boganum. Landsliðsþjálfari kvenna í heimsókn FÆRRI en áður brutu umferðar- lög í umdæmi Lögreglunnar á Ak- ureyri að því er fram kemur í yf- irliti yfir helstu málaflokka. „Það vekur nokkra athygli að umferð- arlagabrotum fer fækkandi og það er vel,“ sagði Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri. „Ég álít að hluti af skýringunni á því sé að við höldum uppi mjög virku og öflugu eftirliti og svo hefur verið á síðustu árum. Ökumenn eru greini- lega farnir að taka tillit til þess, einkum hvað varðar akstur innan- bæjar og hér í nágrenninu. Þeir vita að við erum mikið á ferðinni.“ Þannig voru 894 ökumenn kærð- ir fyrir of hraðan akstur á liðnu ári, en á síðustu árum hafa 1300 til 1800 manns verið staðnir að því að aka of hratt í umdæmi lögregl- unnar á Akureyri. Þá voru einnig færri en áður teknir fyrir akstur gegn rauðu ljósi, að virða ekki stöðvunarskyldu og brot á skyldum við umferðaróhapp. Alls var 121 ökumaður kærður fyrir ölvun við akstur á síðasta ári, fleiri en árið á undan þegar þeir voru 85 talsins. Mun færri en áður voru kærðir fyrir að hafa ekki öku- skírteini meðferðis við aksturinn sem og einnig að vanrækja að færa bifreið sína til skoðunar. Alls urðu 320 umferðaróhöpp skráð á liðnu ári, voru 302 árið þar á undar og 348 árið 2001. Fíkniefnabrotum fjölgaði um 10 milli ára, voru 53 talsins í fyrra en 43 árið á undan. Alls voru 17 manns kærðir fyrir brot á skot- vopnalögum, en 7 árið á undan og þá varð umtalsverð fjölgun á broti á lögum um vernd barna og ung- menna, voru 114 í fyrra en 49 árið á undan. Alls komu 19 kynferðisbrot til kasta lögreglu í fyrra, en voru 33 árið 2002, en örlítið færri líkams- árásir voru kærðar á liðnu ári, 46 alls á móti 52 árið þar á undan. Nokkru fleiri innbrot voru framin á síðasta ári en á árinu á undan, 61 alls á móti 48 og þá hefur lögreglan skráð 397 þjófnaði í fyrra á móti 296 árið þar á undan. Umferðarlagabrotum fækkar Hjúkrunarrými | Bæjarráð hefur samþykkt að þegar verði ráðist í breytingar á hluta húsnæðis fyrr- verandi dvalarheimilis í Skjaldarvík svo þar megi taka í notkun 15 hjúkr- unarrými fyrir aldraða 1. apríl nk. og felur stjórn Fasteigna Akureyr- arbæjar umsjón verksins. Þá heim- ilar bæjarráð að nauðsynlegu fjár- magni til breytinganna verði ráðstafað af framkvæmdaliðnum öldrunarmál. Bæjarráð áskilur sér þó rétt til að sækja í Fram- kvæmdasjóð aldraðra um endur- greiðslu samkvæmt reglum sjóðsins. Þá samþykkir bæjarráð að fjár- magna af veltufé rekstur 8 hinna 15 hjúkrunarrýma á árinu 2004 gegn endurgreiðslu á árinu 2005 eins og fram kemur í bréfi heilbrigð- isráðherra frá því í desember síðast- liðnum, segir í bókun bæjarráðs.    Erfið færð | Tíu umferðaróhöpp urðu á Akureyri um helgina sem öll voru minniháttar. Ástæður þeirra voru í mörgum tilfellum erfið akstursskilyrði en víða eru snjóruðningar sem byrgja sýn og þrengja að akreinum. Því segir lögregla að fyllsta ástæða sé til að aka varlega meðan þessar að- stæður eru á götum bæjarins. Á heildina litið gekk umferðin þó ágætlega, einn ökumaður var kærður fyrir ölvun við akstur og annar fyrir meintan akstur undir áhrifum lyfja.    Leiguíbúðir | Á fyrsta fundi félags- málaráðs á nýju ári voru lagðar fram upplýsingar um leiguíbúðir Ak- ureyrarbæjar miðað við síðustu ára- mót. Leiguíbúðir í eigu Akureyr- arbæjar voru þá 232 og hafði fjölgað um 10 á árinu 2003. Á biðlista um áramót voru 82 sem var fjölgun um 6 frá áramótunum þar á undan. Á árinu 2003 var 29 af biðlistanum út- hlutað íbúð. Meðal biðtími er 1–3 ár og fer það eftir íbúðarstærð. Fjárhagsaðstoð | Á síðasta fundi félagsmálaráðs voru lagðar fram upplýsingar um fjárhagsaðstoð í desember 2003. Veitt fjárhagsaðstoð nam 6 milljónum króna í mánuðinum og alls 47,1 milljón króna á öllu árinu 2003 sem er 5,6% hækkun milli ára. Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is • Pantanir og uppl. í símum 587 3800 og 899 2959. Þorramaturinn eins og þú vilt hafa hann Meira af þessu og minna af hinu Hafðu samband eins oft og þú vilt! Þorrablótið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.