Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 17
Helmingur styður sjálf- stæðissinna FÆREYINGAR ganga að kjörborð- inu í þingkosningum í dag. Helming- ur þjóðarinnar hyggst kjósa einn hinna fjögurra flokka sem styðja sjálfstæði, þ.e. Fólkaflokkinn, Þjóð- veldisflokkinn, Sjálfstýrisflokkinn eða Miðflokkinn, en hin 50% styðja flokkana tvo sem vilja áfram halda sambandinu við Danmörku, Sam- bandsflokkinn og Jafnaðarflokkinn, samkvæmt Gallupkönnun sem gerð var fyrir ríkisútvarp Færeyja. Samt sem áður er búist við því að síðarnefndu flokkarnir, sem eru í stjórnarandstöðu, nái meirihluta og bindi þannig enda á sex ára meiri- hluta sjálfstjórnarflokkanna. Erfitt er að sjá fyrir sér annað en að Sam- bandsflokkurinn og Jafnaðarflokk- urinn myndi stjórn og þá líklega með öðrum smáflokki á þinginu, að sögn Jógvans Mørkøre félagsfræðings við Háskólann í Færeyjum. „Sjálfstæðisfleyið sokkið“ Færeyska landstjórnin féll í byrj- un desember í fyrra og Anfinn Kalls- berg, lögmaður Færeyja, sagði af sér eftir að Þjóðveldisflokkurinn lýsti yfir vantrausti á hann. Taldi flokkurinn að Kallsberg hefði skrökvað að þjóðinni og misnotað stöðu sína sem lögmaður. Kveikjan að því var bók þar sem sagði að Kallsberg, sem er endurskoðandi, hefði fyrir 20 ár- um flutt fé með ólöglegum hætti milli fyrirtækja „Ég á erfitt með að sjá, að þessir flokkar geti aftur unnið saman,“ segir Jógvan. „Sjálfstæðisfleyið er sokkið vegna þessara bresta í samstarfinu. Fólk sér að þetta gengur ekki og því vænti ég þess að nú hefjist tímabil þar sem fólk segi: nú hættum við að hugsa um sjálfstæði og förum að ein- beita okkur að öðrum hlutum.“ Jarðgöng til Noregs Þá geta Færeyingar einnig vænst þess að fá nýjan lögmann og að mati Jógvans er Lisbeth L. Petersen lík- legur kostur en hún er formaður Sambandsflokksins. Kannanir benda einmitt til þess að Sam- bandsflokkurinn fái mest fylgi í kosningunum en Þjóðveldisflokkur Högna Hoydals verði fyrir mestu fylgistapi. Sjö flokkar bjóða fram, fjórir stórir en þrír minni. Nýr flokk- ur, Skemmtilegi flokkurinn, vill m.a. grafa jarðgöng til Noregs svo Fær- eyingar geti leitað víkingaarfsins. Þingkosningar í Færeyjum í dag Þórshöfn. Morgunblaðið. Anfinn Kallsberg ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 17 DÓMSTÓLL í Stokkhólmi úrskurð- aði í gær að Mijailo Mijailovic, sem hefur viðurkennt að hafa orðið Önnu Lindh, fyrrverandi utanríkisráð- herra Svíþjóðar, að bana, þyrfti að gangast undir ýtarlega geðrannsókn áður en dómur yrði kveðinn upp í málinu. Gert er ráð fyrir að geðrann- sóknin taki fjórar til fimm vikur. Réttarhöldunum lauk í gær og lögmaður sakborningsins, Peter Althin, krafðist þess að Mijailovic yrði látinn laus og sýknaður af ákærunni. Agneta Blidberg sak- sóknari krafðist þess hins vegar að sakborningurinn yrði dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði. Dómstóllinn úrskurðaði að Mij- ailovic ætti að vera áfram í gæslu- varðhaldi þar sem hætta væri á að ella myndi hann halda áfram glæpa- verkum og í úrskurði dómsins sagði að lögð hefðu verið fram sannfær- andi gögn sem sýndu að Mijailovic hefði framið þann verknað sem hann er sakaður um. Mijailovic verður fluttur á Hudd- inge-sjúkrahúsið þar sem hópur lækna mun rannsaka hann. „Rann- sóknin hefst um leið og formleg ósk kemur um það frá réttinum, senni- lega ekki síðar en á þriðjudag,“ sagði Marianne Kristiansson yfir- réttarlæknir. Komist geðlæknarnir að þeirri niðurstöðu að Mijailovic þjáist af al- varlegum geðsjúkdómi verður hann væntanlega dæmdur til vistar á rétt- argeðdeild en ekki í fangelsi. Agneta Blidberg saksóknari sagði að árásin á Lindh hefði verið gerð að yfirlögðu ráði og því ætti að dæma Mijailovic í lífstíðarfangelsi. Peter Althin sagði hins vegar að skjól- stæðingur sinn hefði heyrt raddir í höfði sér og hefði verið undir áhrif- um lyfja. „Mijailovic viðurkennir að hann hafi notað hníf við árásina og valdið þeim sárum sem drógu Önnu Lindh til dauða,“ sagði Althin. „En hann neitar því að hann hafi ætlað að valda dauða hennar.“ Althin sagði einnig að saksóknar- ar hefðu ekki sannað að Mijailovic hefði ætlað að myrða Lindh þegar hann fór inn í NK-verslunarmiðstöð- ina í Stokkhólmi 10. september í fyrra. Saksóknarinn sagði hins veg- ar að ekkert benti til þess að Mijail- ovic væri haldinn svo alvarlegum geðsjúkdómi að hann hefði ekki vit- að hvað hann gerði. Réttarhöldum yfir banamanni Önnu Lindh lokið Mijailovic á að gang- ast undir geðrannsókn Dómur kveðinn upp eftir fjórar til fimm vikur Stokkhólmi. AP, AFP. Reuters Teikning frá réttarhöldunum í gær. Mijailovic er næstur á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.