Morgunblaðið - 20.01.2004, Side 25

Morgunblaðið - 20.01.2004, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 25 ÞÓTT ótrúlegt megi virðast þá er söngleikurinn Chicago byggður á sannsögulegum atburðum, morðmáli í samnefndri borg árið 1924 og hvern- ig morðingjanum tókst að snúa á rétt- vísina með því að spila á almennings- álitið með aðferðum sem spunameistarar nútímans væru full- sæmdir af. Í söngleiknum segir frá Rósí Há sem dreymir um frægð en verður það á að myrða elskhuga sinn þegar hann segir henni upp. Eftir misheppnaða tilraun til að koma sök á grunnhygg- inn eiginmann sinn er hún ákærð, en tekst að fá hinn sjóðheita lögfræðing Billa Bé til að taka málið, en hann veit sem er að mál eins og hennar vinnast ekki í réttarsalnum heldur í fjölmiðl- um. Billi hefur fleiri kúnna og kabar- ettstjarnan Elma Ká er hreint ekki ánægð með það að vera komin í skuggann af nýstirninu Rósí. Í heimi söngleiksins er allt til sölu og frægðin er dýrasta djásnið. En ylurinn af leift- urljósum blaðamannanna er skamm- góður vermir eins og Rósí kemst að þegar áhugaverðari morðingi birtist á sviðinu. Chicago er frábær söngleik- ur, frumlegur í forminu sem vekur jafnvel hugrenningatengsl við Brecht og nær bæði að vera mikill skemmt- unarleikur og beitt ádeila á yfirborðs- mennsku og siðspillingu án þess að predika. Slíkt var heldur ekki fjarri ætlun gleraugnaglámsins frá Augs- burg þó hann hafi aldrei náð að verða jafn skemmtilegur og þeir Kander, Ebb og Fosse í Chicago. Það er líklega ekki fagur vitnis- burður fyrir samtíðina að hægt sé að snúa atburðum söngleiksins jafn áreynslulaust upp á Ísland í dag og Gísla Rúnari hefur tekist í frábærri þýðingu og staðfærslu verksins. Hér er Séð og heyrt-menningin í algleym- ingi, frægð hvað sem hún kostar er hið dýrasta hnoss og aðgöngumiði að bæði frama og réttlæti. Gísli tekur sér stórt skáldaleyfi og hittir iðulega beint í mark með andstyggilegum skotum sínum. Og þó tónlistin sé vissulega með miklum bannára-, en þó fyrst og fremst samræmdum am- erískum söngleikjakeim þá kemur það lítt að sök, sýningin heldur, og staðfærslan skilar sér bæði í beittari ádeilu og að því er virðist óþrjótandi möguleikum á skemmtilegheitum. Reyndar er eins og allir aðstand- endur sýningarinnar hafi notið þess að ausa af skálum hugkvæmni sinnar og sköpunargleði. Það á jafnt við um vinnu leikara, hönnuða búninga, ljósa og leikmyndar sem skapa sögunni viðeigandi umgjörð, sem og tónlistar- stjóra, danshöfundar og leikstjóra. Það er alls ekki sjálfgefið að það borgi sig að taka þaulreynda og útpælda söngleiki jafn sjálfstæðum og fersk- um tökum og hér er gert, en sú áhætta hefur margborgað sig. Sam- vinna Leikfélagsins og Íslenska dans- flokksins virðist mér mun þéttari hér en í Sól og Mána í fyrra, dansarnir gegna stærra hlutverki í sjálfri sög- unni, og skilin milli dansara og leikara eru ánægjulega óljós. Hér á Jochen Ulrich vafalaust mikinn heiður skil- inn, og að svo miklu leyti sem ég hef vit á þá er höfundarverk hans bæði frumlegt og viðeigandi innan þess forms sem söngleikurinn er. Þórhild- ur Þorleifsdóttir er auðvitað marg- faldur Íslandsmeistari í stórsýning- um og hennar hlutur er stór í þessari margbrotnu, frumlegu og snjöllu upp- færslu. Hér hefur hvorki verið misst sjónar á að allt þjóni heildarmyndinni né að einstakar hugmyndir fái að blómstra og listamenn að njóta sín. Notkun myndbanda er dæmi um slíka hugmynd – hér er hún sérlega viðeigandi í öllu fjölmiðlafárinu og út- færsla hennar hefur tekist prýðilega. Það sem síðan kórónar skemmt- unina er svo hin smitandi leikgleði og listræna örlæti sem einkennir leik- hópinn í heild sinni. Chicago er verk sem útheimtir samhentan leikhóp, allir verða að leggjast á eitt við að segja söguna og þó nokkur hlutverkin séu viðamikil eru tækifæri fyrir marga til að blómstra. Og hér blómstra allir. Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir er ómótstæðileg sem Rósí, illþolandi grunnhyggin þokka- dís með ofþroskaða sjálfsbjargarvið- leitni. Leikur, söngur, dans – allt er eins og best verður á kosið í meðför- um Steinunnar. Það sama má segja um hina sjóuðu Elmu Ká hjá Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. Kannski hefði hún þó mátt gera sér meiri mat úr sveiflunum í veraldargengi persón- unnar – leyfa okkur að sjá betur hvernig hún verður að beygja sig þeg- ar sól Rósíar rís. En persónusköpunin er heilsteypt og söng- og dansnúm- erin frábær. Sveinn Geirsson er í miklum vexti sem leikari og Billi Bé er að því ég best veit hans viðamesta verkefni til þessa. Fyrirfram átti ég varla von á því að Sveinn hefði þá út- geislun og persónutöfra sem þarf til að sætta mann við þetta lögfræðilega afstyrmi og fylla út í svona stjörnu- rullu, en hann fór létt með að snúa þeirri skoðun minni. Eitthvað fannst mér ég finna fyrir áreynslu í glímu hans við tónlistina, aldrei til stórra vansa þó. Eggert Þorleifsson fór áreynslu- laust með hlutverk Adams Há, hins smáða eiginmanns Rósíar. Áreynslu- laust í þeim skilningi að allt sem hann gerði var satt og grátlega hlægilegt eins og vera ber. Margrét Helga Jó- hannsdóttir gerði hlutverk fangelsis- og skemmtanastjórans Mömmu Morthens (hvaðan koma honum Gísla þessar nafnahugmyndir?) algerlega að sínu og ljáði söngatriðum hennar gamaldags revíublæ sem kom skemmtilega út. Bergur Þór Ingólfs- son var síðan ekkert minna en ynd- islegur sem sjónvarpskonan og til- finningaklámdrottningin Marta Smart, glæsilegt dragspil og svo syngur hann eins og sóprandíva sem komin er fram yfir síðasta söludag. Tónlistarflutningur er vel af hendi leystur og ekki að heyra að minni hljómsveit en ætlast er til komi að sök nema síður sé. Einstaka tónlistar- númer sem vert er að minnast á eru til að mynda hinn frábæri fangelsis- tangó þar sem hópur morðkvenda segir sögur sínar með miklum tilþrif- um, söngur Rósíar um sína björtu framtíð undir sviðsnafninu Roxý og glæsilegur tvísöngur Elmu og Mömmu Morthens um nútímalegan skort á mannasiðum. Sýningin er reyndar nokkuð löng og lækkar óneit- anlega flugið í síðari hlutanum, en er samt alltaf skemmtileg og lumar stöð- ugt á nýjum trompum í erminni. Chicago er stórsigur fyrir aðstand- endur sína, Þórhildi, hr. Ulrich, Ís- lenska dansflokkinn og Leikfélag Reykjavíkur. Þegar fullur salur af góðborgurum á frumsýningu ýlfrar eins og unglingsgelgjur á Verslósjói í leikslok er verið að gera eitthvað rétt. Illa er ég svikinn ef slík fagnaðarlæti verða ekki fastur liður í Borgarleik- húsinu á næstunni. Séð og heyrt í Chicago LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn Höfundar: John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse. Þýðing og aðlögun: Gísli Rúnar Jónsson, leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir, tónlistarstjórn: Jón Ólafsson, danshöfundur: Jochen Ulrich, ljós: Lárus Björnsson, hljóð: Gunnar Árnason, leik- gervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir, kvik- myndagerð: Hákon Már Oddsson, bún- ingar: Elín Edda Árnadóttir, leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Leikendur: Að- alheiður Halldórsdóttir, Bergur Þór Ing- ólfsson, Birna Hafstein, Eggert Þorleifs- son, Ellert A. Ingimundarson, Guðmundur Elías Knudsen, Steve Lorenz, Guðmundur Helgason, Guðmundur Ólafsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hanna María Karlsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, Katrín Ingva- dóttir, Katrín Johnson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Marta Nordal, Peter Anderson, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Sveinn Geirsson, Theódór Júl- íusson, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir. Borgarleikhúsið 18. janúar 2004. CHICAGO Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/ÞÖK „Chicago er stórsigur fyrir aðstandendur sína, Þórhildi, hr. Ulrich, Ís- lenska dansflokkinn og Leikfélag Reykjavíkur,“ segir m.a. í umsögninni. ÞEIR tvennir tónleikar sem fjallað er um í þessum greinarstúf eiga það sameiginlegt að á þeim fyrri var flutt íslensk kirkjutónlist og á þeim síðari nokkur tónverk sem tengjast Íslandi eða eru samin undir áhrifum af dvöl á landinu. Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil vinna í að kynna sér þann tónlistar- og sálmaauð sem er að finna í gömlum handritum og göml- um sálma- og messubókum. Afrakst- ur þessa þarfa verks er sífellt að koma í ljós og hafa nokkur ung tón- skáld unnið úr þessum arfi með því að raddsetja lögin. Auk þess er að finna nokkur tónverk eldri tónskálda sem hafa ýmist sjálf skrifað niður söng eldra fólks eða sótt lögin í ýmis þjólagasöfn. Þau Margrét Bóasdóttir og Guð- mundur Sigurðsson buðu eingöngu upp á gamla góða íslenska kirkjutón- list sem byggð er á þessum tónlistar- arfi þjóðarinnar. Tónleikarnir voru liður í undirbúningi fyrir 10 daga tón- leikaferð til Bandaríkjanna þar sem þau munu kynna þessa tónlist. Ein- hver ófróður mun sennilega telja að hér sé um einhæfa tónlist að ræða en svo er alls ekki. Hér er um mjög svo fjölbreytta lagaflóru að ræða sem tónskáldin fara misjöfnum höndum um. Margrét söng án undirleiks gamla kvöldbæn. Sálmurinn Himna rós, leið og ljós fylgdi á eftir, fyrst sálmfor- leikur Ragnars Björnssonar yfir lag- ið og síðan söng Margrét vers úr sálminum. Margrét söng vers úr Lilju Eysteins Ásgrímssonar og í því síðasta lék Guðmundur með á orgelið útsetningu Þorkels Sigurbjörnsson- ar. Jón Leifs safnaði nokkrum þjóð- lögum sem hann tók upp á vaxhólka og vann síðan úr. Hann gaf út safn þriggja kirkjusöngva op. 2 innihald- andi þrjú gullkorn, Vertu Guð faðir, Allt eins og blómstrið eina og Upp, upp, mín sál og voru allar þessar perlur fluttar hér. Gamalt Máríuvers úr íslensku handriti sem Guðrún Tómasdóttir hefur sungið mikið í gegn um tíðina var hér flutt með lát- lausum, kliðmjúkum orgelleik eftir Elínu Gunnlaugsdóttur sem styður við en tranar sér aldrei fram, bara er þarna (frumflutningur). Sálmur um góðan afgang í útsetningu Hildi- gunnar Rúnarsdóttur naut sín ákaf- lega vel. Sálmforleikur Jóns Þórar- inssonar yfir Jesús mín morgunstjarna og síðan 1. vers sálmsins í útsetningu Jóns hljómaði því næst látlaust og fallegt. Orgel- rödd Mistar Þorkelsdóttur við Ó, ég manneskjan auma undirstrikar aum- leika og vesöld. Hróðmar Ingi Sig- urbjörnsson átti tvö lög. Líknsamasti lífgjafarinn trúr og Ó, Guð, ég aumur leita. Orgelútsetningin fellur mjög vel að texta. Smári Ólason hefur lengi rannsakað gömul lög við Passíusálm- ana, bæði eftir rituðum heimildum og munnlegum. Í seinni tíð hefur hann einnig snúið sér að lögum úr hand- ritum við aðra texta og er skemmst að minnast geisladisks þeirra Magneu Tómas- dóttur og Guðmundar Sigurðssonar sem kom út á liðnu ári innihald- andi útsetningar hans. Margrét og Guðmundur fluttu lögin Greinir Jes- ús um græna tréð þar sem orgelið naut sín vel í einföldum undirleik og Ýmissra stétta, allir þjónustumenn, sem er Hallelújasöngur. Hér skein gleði og gáski miðalda í gegn og undir- leikurinn líkur og í mið- aldadanskvæði með léttu tunguregistri orgelsins. Þessir tónleikar voru hinir ánægjulegustu. Vandvirkni flytjenda og metnaður kom glögglega í ljós og efnisskráin var öll sérlega vel flutt og þeim Margréti og Guðmundi til mik- ils sóma og mjög erfitt að draga nokkuð fram fyrir annað. Kvartett tvöfaldra reyrblaða Austurrískur blásarakvartett skipaður þrem óbóleikurum og fag- ottleikara var á ferðinni í Gerðu- bergi. Kvartettinn frumflutti þrjú ný verk sem öll eru undir íslenskum áhrifum. Samhljómur og samleikur fjórmenninganna var sérlega góður og samstilltur svo unun var að hlýða á. Johann Baptist Schenk (1753– 1836) er sennilega þekktastur fyrir óperu- tónsmíðar sínar, hann var vinur Mozarts og kenndi Beethoven kontrapunkt. Eftir hann léku þau Quart- etto í F dúr fyrir óbó, 2 ensk horn og fagott í fjórum þáttum. Quar- tett über isländisch Melodien op. 112 sem Helmut Neumann (f. 1938) samdi í Hafnar- firði í júlí 2003 var frumfluttur hér. Neu- mann var sellisti í Sin- fóníuhljómsveit Íslands 1962–1964 og er mikill Íslandsvinur. Margar af tósmíðum hans eiga rætur á Íslandi og hafa verið frumfluttar hér. Kvartettinn op. 112 fyrir 2 óbó, enskt horn og fagott er í þrem þátt- um. Moderato, Choralvariation: And- inn þinn Guð, mér gef þú vist og Númi hvítum hesti reið. Kvartettinn sem er í klassísku tónmáli er gegn- saminn og vel unnin tónsmíð, hver þáttur hefur sín sérkenni en verkið í heild er heilsteypt og mjög aðalað- andi og var mjög vel flutt. Páll Pamp- ichler Pálsson (f. 1928) samdi verkið Bláklukka í mars 2003 fyrir óbó, óbó d’amore, enskt horn og fagott og var það frumflutt hér. Bláklukkan á að vera einskonar samnefnari fyrir manneskjuna eða lífið. Í verkinu sem var vel leikið koma fram ýmis átök í blíðu og stríðu, fallega syngjandi stef og ómstríð átök, skemmtileg samtöl hljóðfæranna og óvæntur endir. Eft- ir Werner Schulze (f. 1952) , fagott- leikara hópsins, var flutt Sonatina Canonica op. 5/8 fyrir ensk horn og óbó (1990). Sonatinan er í þremur þáttum. Bátsferð í tunglskini (tvö óbó), Dans froskanna á hrísakrinum (2 ensk horn) og Þriggja radda hring- hend keðja (þrjú óbó). Þessi þáttur er þríradda kanon eða keðja sem má spila jafnt afurábak sem áfram, snúa blaðinu við og spila frá enda til upp- hafs, það hljómar alltaf eins. Einn óbóleikari hópsins, Adolf Traar (f. 1960), hefur heimsótt Ísland þrisvar sinnum og hljólað vítt og breitt um landið og í verkinu ISLpo- int sidewise fyrir óbó, óbó d’ amore, enskt horn og fagott segir hann frá upplifun sinni á þessum ferðalögum (frumflutningur). Yfirskriftin er „Þankar ferðamanns“. Fyrsti þáttur speglar bjartsýni Íslendinga. Annar þáttur dreifða byggð fyrstu ábúenda, hljóðfæraleikararnir dreifa sér um salinn og spilast á og enda á stuttu samspili. Í þriðja þætti ráðast kríurn- ar á hljólreiðamanninn, reyrblöðin án hljóðfæranna tákna kríur í árásar- hug. Fjórði þáttur og jafnframt sá lengsti táknar endalausa krókótta hliðarvegi og sá fimmti um börn að leik sem fylla okkur öryggi og trausti, gáskafullur þáttur þar sem heyra má stutt stef úr ýmsum barna- lögum. Ekki svo galið verk og virki- lega vel og skemmtilega flutt. Síðast á efnisskránni var STÍM fyrir tíu tvíblöðunga (2003) 2 óbó, óbó d’amore, 2 ensk horn, 3 fagott og 2 kontrafagott eftir Tryggva M. Bald- vinsson. Hér komu til liðs við kvart- ettinn þau Evan Thee á óbó, Eydís Franzdóttir á enskt horn, Hafsteinn Guðmundsson og Kristín Mjöll Jak- obsdóttir á fagott og Rúnar Vilbergs- son og Brjánn Ingason á kontrafag- ott. Verkið var frumflutt vorið 2003. Þetta voru mjög góðir tónleikar með frábærum hljóðfæraleikurum sem sýndu á sér ýmsar hliðar. Íslenskir og aust- urrískir tónar Morgunblaðið/Þorkell Austurríski blásarakvartettinn Austrian Double Reed Quartet. Jón Ólafur Sigurðsson TÓNLIST Bústaðakirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Margrét Bóasdóttir, sópran og Guð- mundur Sigurðsson, orgelleikari, flytja ís- lenska kirkjutónlist. Fimmtudagurinn 15. janúar 2004 kl. 20.30. Gerðuberg KAMMERTÓNLEIKAR Austrian Double Reed Quartet (Adolf Traar, Katalin Kiss, Gregor Nabl og Wern- er Schulze) leika verk eftir J. B. Schenk, Helmut Neumann, Pál P. Pálsson, Werner Schulze, Adolf Traar og Tryggva M. Bald- vinsson. Laugardagurinn 17. janúar 2004 kl. 17. Margrét Bóasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.