Morgunblaðið - 20.01.2004, Page 1

Morgunblaðið - 20.01.2004, Page 1
Þrem bjargað úr flak- inu seint í gærkvöldi AÐ minnsta kosti tveir létust og 16 var enn saknað í gærkvöldi eft- ir að norska flutningaskipinu Rocknes hvolfdi í blíðskaparveðri skammt frá Björgvin síðdegis í gær. Ellefu manns hafði verið bjargað, þar af þrem sem náðust út úr skipsflakinu um kl 22.15 í gærkvöldi, að því er fram kom á fréttavef Bergens Tidende. Björgunarmenn höfðu skorið gat á botn skipsins og heyrt köll inni í flakinu. Aðstæður voru erf- iðar því skipið var óstöðugt, ísing hlóðst á það og það var tekið að sökkva að hluta. Fleiri voru taldir vera á lífi í flakinu. Óljóst var í gærkvöldi hver or- sök slyssins var. Neyðarkall barst frá skipinu um klukkan 15.30 í gær að íslenskum tíma, en VG hafði eftir sjónarvottum að því hefði hvolft á fáeinum sekúndum. „Það var óhugnanlegt hvað þetta gerðist hratt,“ hefur blaðið eftir Rolf Kjærgård, sem sá út um stofugluggann hjá sér er slysið varð, aðeins um 200 metra frá Björey. Annar sjónarvottur tjáði Berg- ens Tidende að hann hafði séð menn stökkva frá borði áður en skipinu hvolfdi. Augljóst hefði verið að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir áður en Rocknes fórst. „Ég heyrði mikið flaut og leit út um gluggann. Ég sá strax að ekki var allt með felldu. Rock- nes virtist vera stjórnlaust og stefndi á land,“ hafði blaðið eftir Stein Erik Marthinsen. Fjöldi manns varð vitni að slysinu. Flautaði ótt og títt „Ég heyrði skip flauta ótt og títt. Svo sveigði það á bakborða, sem mér þótti undarlegt. Ég taldi að það væri að reyna að forðast að sigla á annað skip. Því hvolfdi á fá- einum sekúndum,“ sagði Kjær- gård. Tveir menn komust á kjöl strax eftir að skipinu hvolfdi og var þeim bjargað um borð í þyrlu. Fjölmennt björgunarlið á skip- um, bátum og þyrlum kom fljótt á vettvang, að því er Associated Press hafði eftir Anders Bang- Andersen, talsmanni Björgunar- miðstöðvar Suður-Noregs. Her- stöð með miklum björgunarbún- aði væri ekki langt frá slysstaðnum. Flak skipsins var dregið nær landi þar til það tók niðri og því hafði ekki verið talin hætta á að það sykki. Rocknes var fulllestað grjóti og var á leið frá Björgvin til Þýska- lands. Í áhöfn voru 23 Filippsey- ingar, þrír Hollendingar, tveir Norðmenn og einn Þjóðverji. Tveir skipstjórar voru á skipinu, Norðmaður og Þjóðverji, og tók annar þeirra þátt í björgunarað- gerðunum. Nýbúið var að setja olíu á skipið er það fórst, og á fréttavef Berg- ens Tidende sagði að megnið af ol- íunni hefði lekið úr því. Megn olíu- fnykur væri á slysstaðnum. AP Norskur dráttarbátur við flak Rocknes í gærkvöldi. Aðstæður til björgunaraðgerða voru erfiðar, ís hlóðst á flakið og það var tekið að sökkva.            Sextán saknað eftir að norskt flutningaskip fórst skammt frá Björgvin Chicago er stórsigur Skínandi umsögn um söngleik Borgarleikhússins | Listir 25 Nútíma sjón- varpskrimmi Allir litir hafsins eru kaldir komin í tökur | Fólk í fréttum 52 Hollmeti með hraði Á næstu grösum opnar skyndibitastað | Daglegt líf 24 STOFNAÐ 1913 19. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is VIÐRÆÐUR um kaup flugfélagsins Atlanta á Shannon MRO, sem er eitt af þremur stærstu fyrirtækjum á Írlandi á sviði viðgerða og við- halds á flugvélum, eru nú á lokastigi. Fyrir- tækið er staðsett við Shannon-flugvöll á Ír- landi, starfsmenn þess eru rúmlega 150 talsins og var veltan á síðasta ári tæplega milljarður íslenskra króna. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, seg- ir um gott viðskiptatækifæri að ræða og fátt geti komið í veg fyrir undirskrift samninga sem stefnt er að í næsta mánuði. Engar breyt- ingar eru fyrirhugaðar á tæknideild Atlanta á Íslandi, að sögn Hafþórs. Gera áætlanir ráð fyrir því að velta Shannon MRO aukist á þessu ári um 500 milljónir og verði um 1,5 milljarðar. Starfsmönnum verður fjölgað um þrjá tugi vegna vinnu við þrjár nýj- ar flugvélategundir sem bætast í hópinn vegna eignarhalds Atlanta. Íslandsflug, sem að hluta er í eigu sömu aðila og Atlanta, mun einnig fá þjónustu hjá Shannon með sínar vélar. Kevin O’Sullivan, fjármálastjóri Shannon MRO, segir að eftir næsta ár sé ætlunin að auka veltuna um 10% árlega, eða þar til 400 þúsund útseldum vinnustundum verði náð í flugskýlinu á ári. Stefnt er að því að þessu tak- marki verði náð fyrir árslok 2006. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, John O’Loughlin, segist binda miklar vonir við áform nýrra eigenda og að starfsmenn hafi tekið tíðindunum vel, en aðaleigandi Atlanta, Magnús Þorsteinsson, hélt fund með þeim í upphafi ársins. Morgunblaðið/Björn Jóhann Einn 153 starfsmanna Shannon MRO að vinna við Boeing 727-100 fraktvél frá UPS. Atlanta að kaupa írskt fyrir- tæki í viðhaldi á flugvélum Áætluð ársvelta 1,5 milljarðar  Atlanta kaupir/6 TUTTUGU og einn umsækjandi er um nýtt embætti prests í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófasts- dæmi. Þar af eru sautján konur. Halldór Reynisson, verk- efnastjóri á Bisk- upsstofu, telur að aldrei hafi svo margir sótt um eitt embætti og ennfremur að aldrei áður hafi eins marg- ar konur verið meðal umsækjenda, en þær eru sautján. 4 17 konur sækja um Mosfellsprestakall ♦♦♦ FLUTNINGASKIPIÐ Rocknes var smíðað árið 2001 og hét þá Kvitnes en var endurbyggt á síð- asta ári og nafni þess breytt. Það var 166 m langt og gat bor- ið 28.500 tonn. Kvitnes flutti m.a. malbikunarefni hingað til lands 2002 og hér er það í Helguvík. Rocknes er í eigu hol- lenska fyrirtækisins Van Oord ACZ og var smíðað 2001 í skipa- smíðastöðinni J.J. Sietas Ship- yard í Hamborg í Þýskalandi. Skipið er gert út af norska fyrir- tækinu Jebsen Management og hefur verið í flutningum fyrir Norsk Hydro. Rocknes Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson JOHN Edwards öldungadeildarþingmaður er einn þeirra sem vonuðust eftir sigri í forkosningum demókrata í Iowa, sem fram fóru í gærkvöldi. Átta berjast um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. AP Edwards vongóður ARIEL Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, hefur gefið fyr- irmæli um endurskoðun á bygg- ingu 700 km múrs á Vesturbakkanum, í því augna- miði að draga úr þeim þjáning- um sem bygging múrsins valdi Palestínumönnum. Þetta var haft eftir ónafngreindum, háttsettum, ísraelskum embættismanni í gær. Hefði Sharon falið nefndum að kanna möguleika á breytingum á múrnum, hvar hann yrði byggð- ur og hvaða möguleikar væru á að auðvelda Palestínumönnum að komast í gegnum hann. Þegar er búið að reisa um fjórðung múrsins, og segja Ísra- elar að hann sé nauðsynlegur til að vernda ísraelska borgara fyrir sjálfsmorðsárásum og öðrum voðaverkum herskárra Palest- ínumanna. En bygging múrsins hefur komið illa niður á tugum þúsunda palestínskra borgara sem vegna hans komast ekki til vinnu sinnar, að ræktarlöndum sínum og ekki í skóla eða á sjúkrahús. Sharon vill end- urskoða múrinn Jerúsalem. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.