Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús Marías-son fæddist að Kollsá í Grunnavík- urhreppi í Jökul- fjörðum við Ísafjarð- ardjúp 5. janúar 1912. Hann lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir frá Hólt- úni á Snæfjalla- strönd og Marías Jakobsson frá Gull- húsum á Snæfjalla- strönd. Magnús átti níu systkini, Steindór Ágúst, f. 1908, d. 1967, Jakob Ólaf, f. 1909, d. 1930, Ragn- ar Guðbjart, f. 1910, d. 1986, Jón Vigfús, f. 1912, d. 1956, Guðmund, f. 1914, d. 2002, Maríu Sigríði, f. 1916, d. 1969, Matthildi, f. 1919, Sumarliða, f. 1921 og Jakobínu Halldóru, f. 1922, d. 1997. Magnús kvæntist 28. apríl 1951 eftirlifandi eiginkonu sinni, Huldu Sveinbörgu Þórisdóttur frá Blika- lóni á Melrakkasléttu, f. 29. des- ember 1924. Þau eignuðust fjóra sambýlismaður hennar er Emil Guðmundsson, f. 1955. Magnús bjó á Kollsá þangað til hann var sendur í vist í Æðey átta ára gamall og átti þar heimili framundir tvítugsaldurinn. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði veturinn 1927–28 og gegndi síðan margháttuðum störfum til sjós og lands, þangað til hann innritaðist í Samvinnu- skólann og lauk þaðan verzlunar- prófi eftir tveggja vetra nám árið 1936. Hann vann áfram við það sem til féll, en árið 1943 byrjaði Magnús að vinna fyrir varnarliðið, bæði hið breska og bandaríska og samskiptaolíufélag þeirra Shell og síðar hið íslenska steinolíuhluta- félag, og í framhaldinu, í maí 1947, réðst hann til Olíufélagsins hf, sem stöðvarstjóri Olíustöðvar- innar í Hvalfirði. Hann vann þar sem stöðvarstjóri allt þar til að hann hætti fyrir aldurs sakir árið 1982. Eftir það setti hann upp ljós- ritunarstofu í Reykjavík og starf- rækti um skeið, vann einnig ýmis létt störf bæði í Reykjavík og um tíma í Osló í Noregi. Árið 1999 fluttu þau hjónin síðan upp á Akranes og vorið 2003 fengu þau inni á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Útför Magnúsar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. syni: 1) Viðar, f. 1952, d. 2003, kona hans er Marsibil Sigurðar- dóttir, f. 1951, þau eiga þrjú börn. 2) Ás- geir Halldór, f. 1953, kona hans er Guð- björg Hákonardóttir, f. 1951, þau eiga þrjú börn. 3) Skúli, f. 1956. Fyrri maki var Þuríð- ur Ólafsdóttir, f. 1956, þau eiga eitt barn. Núverandi sambýlis- kona er Gunnvor Ny- stad, þau eiga tvö börn og auk þess á Skúli son. 4) Þorsteinn, f. 1962, fyrri maki Áróra Gústafsdóttir, f. 1966, þau eiga þrjú börn. Núver- andi sambýliskona er Elísabet D. Sveinsdóttir, f. 1978. Auk þess átti Hulda tvö börn: 1) Þóri, f. 1945, d. 1993, fyrri kona hans var Ragn- heiður S. Ragnarsdóttir, f. 1946 og eiga þau tvö börn, síðari kona hans var Guðrún Jóna Jónasdóttir, f. 1952 og eiga þau þrjú börn; og 2) Bóthildi, f. 1947, fyrri maki henn- ar var Skúli Jóhannsson, f. 1948, eiga þau þrjú börn, núverandi Fyrrverandi tengdafaðir minn, Magnús Maríasson, sá hinn mikli maður úr Hvalfirði, lést 12. janúar sl. á Akranesi. Samkvæmt þjóðskránni varð hann 91 árs, fæddur 15.1. 1912, en samkvæmt frásögn ljósmóðurinn- ar fæddist hann 5.1. 1912 og varð þá 92 ára. Hann trúði frekar ljósmóður- inni og skal það þannig vera. Ég hitti Magnús í fyrsta sinn 1972 þegar hann kom til Kaupmannahafn- ar að skoða nýja tengdasoninn þáver- andi. Á ýmsu gekk en svo tókust góð- ar sættir sem hafa síðan varað alla tíð, eins og best var á kosið. Ég er afskaplega þakklátur fyrir að fá að hitta jafn mikinn höfðingja og Magnús var. Þeir gerast ekki honum líkir. Fróður með afbrigðum, stór- menntaður þó hann hafi ekki verið nema fáein ár í skóla og skemmtileg- ur maður með afbrigðum. Heimsókn til hans var alltaf ævintýri líkast hvort sem var til Hvalfjarðar eða í Æsufellið eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Í hópi var hann manna skemmtilegastur og alltaf var mikið hlegið þar sem Magnús kom við. Hann sagði kannske ekki beint brandara en frásögnin var ávallt stút- full af kímni og djúpum húmor. Hann fór rólega í allar máltíðir sem gátu staðið í margar klukkustundir við mikið fjör og aldrei var hann að flýta sér að snæða. Hann tók því rólega, kryddaði matinn vel og hafði stund- um á undan viðeigandi fordrykki. Og svo var maturinn oftast eitthvað sem enginn annar gat borðað. Magnús kom ávallt jafnt fram við smáa sem stóra og aldrei sá ég hann gera mannamun og fara eftir ein- hverju sem í dag er flokkað undir stöðu í þjóðfélaginu. Ég var sjálfur átján ár í skóla, en það var Magnús sem kenndi mér nán- ast allt sem máli skiptir í þessu lífi. Það var höggvið stórt skarð í fjöl- skyldu Magnúsar þegar sonur hans Viðar lést 5. nóvember sl eftir skamma sjúkdómslegu. Þeir feðgar voru afskaplega samrýmdir og það var við brugðið hvað Viðar reyndist Magnúsi og konu hans Huldu Þór- isdóttur vel, ekki hvað síst þegar ald- urinn færðist yfir. Síðustu tíu árin héldum við Viðar þeirri hefð að bjóða Magnúsi einu sinni eða tvisvar á ári einn langan föstudag eða laugardag til Reykja- víkur. Byrjað var að fara á einhvern listviðburð við hæfi og síðan snæddur kvöldverður þar sem rætt var um heima og geima. Var þessu við haldið á meðan Magnúsi entist heilsa til. Magnús er mörgum kunnur fyrir störf sín hjá Olíustöðinni í Hvalfirði þar sem hann starfaði sem stöðvar- stjóri í um 40 ár. Hvalfjörður var þá í alfaraleið og mikill gestagangur. Þar var gríðarleg starfsemi á vegum Bandaríkjahers á tímum kalda stríðs- ins, mest á sjötta áratugnum. Mikil umsvif voru einnig í kringum hval- veiðar allt þar til hvalveiðibann stöðv- aði þá starfsemi. Magnús starfaði þarna í allri þessari hringiðu og naut þess að fullu, bæði sjálfum sér og öðr- um til sóma. Magnús hitti konu sína Huldu Þór- isdóttur í Hvalfirði þar sem hún vann. Hún var einstæð móðir með tvö börn en faðir hennar Þórir Þorsteinsson vann í Hvalstöðinni til margra ára. Ég hitti því miður aldrei Þóri. Magn- ús bað Huldu á sérstakan hátt: hann spáði fyrir hana í spil að hún mundi giftast honum og þar við sat. Þau eignuðust saman fjóra efnilega og líf- lega syni sem hleyptu miklu fjöri í heimilislífið í Hvalfirði og á Akranesi þangað sem fjölskyldan flutti vegna skólagöngu barnanna. Magnús fór á eftirlaun þegar hann var 70 ára. Var sárt að horfa upp á það að ungum manni í fullu fjöri eins og hann var þá, skuli allt í einu vera kippt svona út af. Magnús fann sér þó alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Tengdamóðir Magnúsar Jóhanna Daníelsdóttir lést 94 ára árið 1995 þegar Magnús var á 84. aldursári. Var oft skondið að fylgjast með tengdasyninum þegar hann var að gantast í Jóhönnu og hún að svara í móti á fullu. Það er umhugsunarvert hvað Magnúsi tókst að afla sér mikillar þekkingar og fróðleiks. Hann var með límheila, hann bókstaflega mundi allt. Hann þekkti Íslendinga- sögurnar og sögur Noregskonunga þannig að undrun þótti sæta. Svo kunni hann kvæði margra stórskáld- anna utanað. Á ferðalögum um landið sagði hann sögur af hverjum stað og nánast hverri þúfu, sérstaklega á vestanverðu landinu. Svo var hann frábær sögumaður sem unun var á að hlusta. Móðir mín heitin var líka mjög fróð og ræddu þau Magnús mikið saman á mannamótum báðum aug- sýnilega til mikillar skemmtunar. Ég kveð frábæran mann og mikinn vin með söknuði. Ég færi frú Huldu Þórisdóttur, börnum hennar Bóthildi, Ásgeiri, Skúla og Þorsteini og öðrum aðstand- endum innilega samúðarkveðju. Skúli Jóhannsson. Þegar ég var strákur þótti mér mikið varið í það hvað ég átti spenn- andi afa í Hvalfirði. Hann átti þar litla skrifstofu og inn af skrifstofunni var peningaskápur, sem var jafn stór og lítið herbergi. Ég man eftir því að ég sagði vinum mínum frá því hvað afi Magnús væri ríkur, það væru bók- staflega peningar út um allt. Ég man líka eftir því að hafa verið í vinnu við að slétta peningaseðla og pressa þá. Stundum fékk maður sælgætismola í laun eða nokkrar krónur til þess að nota í spilakassann í sjoppunni í Olíu- stöðinni. Afi Magnús var vinsæll hjá barnabörnunum, kannski spilaði það líka inn í hversu erfitt hann átti með að neita ef við báðum hann einhvers. Ég man líka vel eftir kankvíslegum svipnum þegar hann laumaði mola til mín svo að lítið bæri á, hann blikkaði augunum til þess að gefa til kynna að ekki mætti bera á neinu og benti að- eins út í loftið með vísifingrinum og brosti. Þetta var svona bara okkar á milli, mín og afa prakkara, enda var hann yfirleitt að beygja reglurnar undir svona kringumstæðum. Seinna þegar ég eltist þá kynntist ég smám saman annarri hlið á afa. Það var sú hlið á honum sem hafði gaman af að segja frá, hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli. Hann sagði mér sögur af sjálfum sér og fólki sem hann hafði hitt og stundum voru slíkar sögur kryddaðar með vísubrotum og svo var honum tíðrætt um hetjur, hvort sem það var vegna líkamlegra eiginleika eða andlegs at- gervis. Það kom sér vel að geta hringt í afa þegar ritgerðarvinna var fyrir höndum í menntaskólanum. Hvort sem um var að ræða umfjöllun um Forn-Grikki, einhverja af Íslendinga- sögunum eða ljóðskáld, þá hafði afi alltaf einhverjar ábendingar sem vert var að fylgja eftir. Mér er til dæmis minnisstætt þegar ég átti að skrifa um Grím Thomsen að hann byrjaði strax á því að fara með kvæðið um Goðmund á Glæsivöllum, svona eins og til að hita upp áður en lengra væri haldið. Afi minn, ég vil þakka þér fyrir all- an þinn tíma og alla þína visku, sem þú deildir með mér. Ég veit að þér líð- ur vel núna, og þér líður jafnvel enn betur þegar að ég segi þér að ég mun aldrei gleyma hvað gerðist hinn 23. september árið 1241 og hinn 7. nóv- ember árið 1550. Svo er þér fyrir að þakka eins og svo margt annað. Einar. Jæja, elsku afi Magnús, nú er kom- ið að kveðjustundinni. Þeirri kveðju- stund sem maður hefur kviðið fyrir MAGNÚS MARÍASSON Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Elskuleg móðir mín, amma og langamma, ELÍN SVEINSDÓTTIR, Gullsmára 7, Kópavogi, áður til heimilis í Helgamagrastræti 27, Akureyri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu- daginn 16. janúar. Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, föstudaginn 23. janúar kl. 13.30. Gréta Geirsdóttir, Þórir H. Jóhannson, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, UNNSTEINN STEFÁNSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð að morgni mánudagsins 19. janúar. Kristín Unnsteinsdóttir, Trausti Ólafsson, Stefán Unnsteinsson, Ana Maria Unnsteinsson, Einar Unnsteinsson, Vigdís Esradóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN ANNA ÁRNADÓTTIR, Byggðarenda 24, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 17. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 23. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða önnur líknarfélög. Ólafur G. Karlsson, Jón Karl Ólafsson, Valfríður Möller, Ingunn Ólafsdóttir, Guðmundur B. Ingason, Valdís Ólafsdóttir, Ottó Eðvarð Guðjónsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA PÉTURSDÓTTIR frá Skammbeinsstöðum, Hæðargarði 33, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 16. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 22. janúar kl. 10.30. Guðný Hulda Í. Waage, Skúli Ísleifsson, Guðlaug Hallgrímsdóttir og ömmubörnin. Elsku mamma okkar, dóttir og systir, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Rekagranda 6, Reykjavík, lést fimmtudaginn 15. janúar. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. janúar kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á verkefni Landlæknisembætt- isins „Þjóð gegn þunglyndi". Reikningsnr. 1151-26-2454, kt. 710169 5009. Eva Björk Kaaber, Axel Kaaber, Sigríður Björnsdóttir, Björn Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.