Morgunblaðið - 20.01.2004, Page 37

Morgunblaðið - 20.01.2004, Page 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 37 Mig langar í örfáum orðum að minnast kærrar vinkonu minn- ar Ellýjar. Það var um áramót- in 1998–1999 sem Ferðaskrifstofa Íslands og Úrval- Útsýn sameinuðust, og í þeim pakka var mikill höfðingi sem fylgdi með og var það engin önnur en hún Ellý okkar eins og við köll- ELLÝ BJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Ellý Björg Þórð-ardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. apríl 1936. Hún lést á heimili sínu aðfanga- dag jóla og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 5. jan- úar. uðum hana. Þegar þessi kona mætti á svæðið var eins og við hefðum þekkst í mörg ár, enda ekki skrítið því í okkar æðum rann Eyjablóð, og myndaðist mikil vin- átta á milli okkar. Ellý var einstakur persónuleiki. Maður kom aldrei að tómum kofum þar sem hún var, hún var mikill gleðigjafi og með ein- stakan húmor, það var mikið hlegið í eldhús- inu hjá okkur, en það var ekki bara hlegið því stundum komu upp alvarleg mál sem þurfti að leysa og leitaði ég þá oft til hennar og alltaf hafði hún góð ráð. Ég bar mikla virðingu fyrir þessari einstöku konu og þótti mjög vænt um hana. En fljótlega eftir að við fórum að vinna saman þá greindist hún með krabbamein en aldrei lét hún deig- an síga, alltaf jafn glöð og hress og gerði lítið úr sínum veikindum. Ég heimsótti hana reglulega þegar hún hætti að vinna, og feng- um við okkur rausara saman eins og hún kallaði þann eðaldrykk. Oftar en ekki var nikkan hennar tekin upp og tókum við þá lagið saman, því hún hafði mikið yndi af músík. Í vinnunni var orðin hefð fyrir því að grilla á svölunum þegar vel viðraði, og var þá nikkan tekin með og lagið tekið og fengum við vinnufélagarnir að njóta þeirrar ánægju að hafa þennan höfðingja. Stundum var keyptur rausari og var þá skálað. Ég fór til hennar 22. des. og spjölluðum við lengi saman. Ég áttaði mig á því að hún var orðin mjög veik, en ekki vantaði góða skapið og hennar einstaka húmor, og sló hún á létta strengi eins og henni var einni lagið. Það var mik- ið hlegið og áttum við mjög góða stund saman, en ekki datt mér í hug að þetta væri í síðasta sinn sem við myndum hittast, því hún var að undirbúa jólaboð fyrir fjöl- skylduna sína sem var henni ein- staklega kær, og fékk uppskrift hjá mér. Þegar við kvöddumst föðmuðumst við innilega og bað ég Guð að geyma hana. Þá sagði hún: „Heyrðu, Hulda, ég held að það hafi skeð kraftaverk, ég finn hvergi til og ég held að það sé ekk- ert að mér.“ Með þessum orðum kvöddumst við vinkonurnar. En kallið kom snögglega eins og hún vildi hafa það, hún andaðist heima hjá sér á aðfangadag jóla. Mig langar að biðja Guð að geyma fjölskyldu hennar í sorg- inni. Ég kveð þessa einstöku vinkonu mína með söknuði. Guð geymi þig, elsku Ellý mín. Þín vinkona Hulda Fríða. engill á himnum. Ætíð munum við elska þig. Þú verður alltaf í draum- um okkar og þú munt alltaf vera hjá okkur þótt við sjáum þig ekki. Auðbjörg Ósk. Í dag kveðjum við Eyrúnu Auð- unsdóttur, mæta samstarfskonu okkar. Við minnumst hennar með hlýhug og virðingu.Við þökkum henni einnig vel unnin störf hér á barna- og ung- lingageðdeild LSH en þeim sinnti hún af alúð og trúmennsku um ára- tuga skeið. Blessuð sé minning hennar. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Við sendum fjölskyldu Eyrúnar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Samstarfsfólk á BUGL. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I                                    ! "        #$ %  "      & '(  )   "    ***(  &  +                             &,  -./          #0  (   1-+..#2+..        11+..#2+.. 3    4 ( 0.   ( &    Boston 15. febrúar til 15. maí. Aðili á aldrinum 18—25 ára óskast til starfa í 3 mánuði á íslenskt heimili í Boston. Reglusemi og enskukunnátta nauðsynleg. Vinsamlega sendið skriflega umsókn til sj@sj.is fyrir 26. janúar nk. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. 135 fm jarðhæð/leiga Til leigu 135 fm jarðhæð við Dugguvog. Tilvalið fyrir heildverslun eða léttan iðnað. Vörumóttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Ágætu Garðbæingar Opinn fundur með þingmönn- um og ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar 2004 á Garðatorgi 7 og hefst fundurinn kl. 20,00 Fjölmennum og fræðumst um gang mála í kjördæminu. Kaffiveitingar í boði. Sjálfstæðisfélag Garðabæjar. Verum blátt áfram. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Áhorfendastúka Víkings, þakvirki Knattspyrnufélagið Víkingur, Traðarlandi 1, 108 Reykjavík óskar eftir tilboðum í að smíða og byggja þak á áhorfendastúku félagsins í Traðarlandi 1 í Reykjavík. Verkið felst í því að smíða, reisa og ganga frá stálburðarvirki þaks yfir áhorfendastúku við knattspyrnuvöll íþróttamiðstöðvar Víkings, ásamt því að setja þakklæðningu og ganga frá henni. Búið er að reisa undirbyggingu og áhorfendapalla stúkunnar. Helstu magntölur eru: Stálvirki í burðarvirki þaks.......28.000 kg Þakklæðning............................... 880 fm Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 8. maí 2004. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 5.000 hjá VST hf., Ármúla 4, 108 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð hjá VST hf., Ármúla 4, 6. febrúar 2004 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. TILKYNNINGAR Heilsugæslan Salahverfi Heilsugæslan verður opnuð þriðjudaginn 20. janúar 2004. Opnunartími frá kl. 8.00-17.00 virka daga. Sími 590 3900. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Brekkugata 10, 01-0001, Akureyri (214-5427), þingl. eig. Tryggvi Kjartansson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., föstudag- inn 23. janúar 2004 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 19. janúar 2004. Harpa Ævarrsdóttir, ftr.  HLÍN 6004012019 VI  EDDA 6004012019 I Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Opið hús. Nemendur úr hópum verða með heilun, ýmislegt annað áhugavert og brydda upp á nýjungum í opnu húsi föstu- daginn 23. janúar í Garðastræti 8. Húsið opnað kl. 19.00 og lokað kl. 19.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir. SRFÍ.  Hamar 6004012019 III. mbl.is ATVINNA AVON snyrtivörur AVON leitar að sölumönnum um allt land. Há sölulaun í boði, námskeið og þjálfun. Hafðu samband og við veitum þér allar nánari upplýsingar, ásamt því að senda þér nýja sölubæklinginn. AVON umboðið, Dalvegi 16b, 200 Kópavogi, sími 577 2150, bréfasími 577 2152, www.avon.is avon@avon.is .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.