Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 22
AUSTURLAND 22 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nám sem undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf á nútíma skrifstofu. Mikið er lagt upp úr verkfærni, metnaði og skipulögðum vinnubrögðum nemenda. Þetta er tilvalið nám fyrir alla þá sem vilja styrkja stöðu sína í starfi og þá sem eru í leit að nýjum starfsvettvangi. Innifalið í verði námskeiðsins eru TÖK próf og öll námsgögn. - Morgunnámskeið er byrjar 26. jan. og lýkur 26. mars. - Kennt er alla virka daga frá kl. 8:15 - 12:15. - Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 5. feb. og lýkur 27. maí. - 258 stundir - Stgr.verð: 179.550 - Windows - Word - Excel - Access - Power Point - Internetið - Bókhald - Tölvubókhald - Verslunarreikningur - Sölutækni og þjónusta - Mannleg samskipti - Framkoma og framsögn - Tímastjórnun - Lokaverkefni Helstu námsgreinar: Ólafsfjörður | Félagar í Björg- unarsveitinni Tindi í Ólafsfirði fluttu á sunnudag rúmlega tvö hundruð kindur frá bænum Bakka, sem snjóflóð féll á í vikunni, með þeim afleiðingum að bóndinn á bænum beið bana. Kindurnar voru fluttar á bæinn Burstabrekku. Sýslumaður hefur, vegna snjó- flóðahættu, bannað alla umferð frá Kvíabekk í Ólafsfirði fram í sveit- ina í átt að Lágheiði nema að höfðu samráði við lögreglu. Einnig er öll umferð við bæinn Bakka bönnuð nema í samráði við lög- reglu. Veðurstofan hefur lýst yfir við- búnaðarstigi A í Ósbrekkufjalli. „Yfir í hesthúsahverfi mega að há- marki fara þrír saman. Þeir sem þangað fara þurfa að hafa sam- band við lögregluna og fá snjó- flóðaýlur og láta lögregluna vita þegar þeir koma til baka,“ segir í yfirlýsingu frá almannavarnanefnd Ólafsfjarðar. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Félagar í Björgunarsveitinni Tindi við flutning kindanna frá Bakka. Tvö hundruð kind- ur fluttar frá Bakka Sauðárkrókur | Það var nóg að gera hjá stúlkunum í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki á föstudaginn en verslunin var þá flutt af Hólaveginum í Aðalgöt- una. Boðið var upp á kaffi og kransakökur auk opnunartilboða í tilefni dagsins. Kaupmennirnir í útbænum, bóksalinn og Bjarni Har, mættu með hirðskáldið Hilmi upp á arm- inn og fengu hann til að fara með frumsamda vísu, sem var á þessa leið: Nú er af sem áður var, allir hætta að spara. Binni Júll og Bjarni Har í Blómabúðina fara. Á myndinni eru stúlkurnar í í Blóma- og gjafabúðinni: Þórdís Þorkelsdóttir, Margrét Guðvins- dóttir, eigandi, Lovísa Björns- dóttir og María Haraldsdóttir. Blómarósir í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki. Allir hætta að spara Húsavíkurbær | Eftirfarandi er samþykkt bæjarráðs Húsavíkur- bæjar frá 15. janúar sl., varðandi stofnfé Sparisjóðanna: „Bæjarráð telur að sparisjóðirn- ir hafi víða verið hornsteinar byggðarlaga og stuðlað að marg- víslegum framkvæmdum og fram- förum á öllum sviðum mannlífsins. Hefur starfsemi þeirra að veru- legu leyti lotið öðrum lögmálum, en starfsemi hins almenna bankakerf- is. Ráðið telur mikilvægt að við- halda þessu, svo sjóðirnir geti áfram stuðlað að markmiðum sín- um um að efla almannahag, byggð- ir og atvinnulíf.“ Sparisjóðir horn- steinn byggðarlaga LANDIÐ Menningarstyrkir | Auglýstir hafa verið verkefnastyrkir til menningar- starfs á Austurlandi. Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta sótt um styrki til fjölbreyttra menningarverkefna. Skilyrði er að umsækjendur leggi til fé á móti í verkefni. Hægt er að sækja um styrki til 2. febrúar nk. og verður tilkynnt um styrkveitingar seinni hluta þess mánaðar. Síldarsöltun | Aldrei hefur verið saltað jafn mikið af síld hjá Loðnu- vinnslunni á Fáskrúðsfirði síðan byrj- að var á slíkri verkun fyrir sjö árum. Frá þessu greinir á vef Loðnuvinnsl- unnar. Í síðustu viku var búið að salta í 21.000 tunnur, þar af eru 15.000 tunnur af flökum og bitum, en 6.000 tunnur er hausskorið og heilsaltað. Einnig var búið að frysta 500 tonn af flökum, sem að mestu fara á Frakk- land og Eystrasaltslöndin. Saltaða síldin fer að mestu á Norðurlöndin og einnig lítillega til Kanada. Mikil vinna hefur verið í haust og það sem af er janúar í kringum síldina og aðra fisk- verkun hjá Loðnuvinnslunni hf., segir á vefnum. Reyðarfjörður | Viðbygging við Grunnskóla Reyðarfjarðar hefur verið boðin út. Byggja á við eldra hús skólans á tveimur hæðum og verður heildargólfflötur um 2.200 fermetrar. Einnig á að breyta nokk- uð eldra húsnæðinu og innrétta að nýju, ásamt því að vinna lóð og setja upp leiktæki. Viðbyggingin mun hýsa kennslustofur, stjórnunar- aðstöðu, bókasafn, fjölnotasal, tón- listarstofu, tónskóla og aðstöðu fyrir heilsdagsskóla. Fjárfestingaráætlun Fjarða- byggðar gerir ráð fyrir að um 200 milljónir króna renni í uppbyggingu Grunnskólans á Reyðarfirði á árinu. Verkið er boðið út í einu lagi og á að skilast 1. september 2006. Tilboð verða opnuð 4. næsta mán- aðar. Útboð vegna Grunn- skóla Reyðarfjarðar    Kárahnjúkavirkjun | Ætla má að ann- ar hver starfsmaður við framkvæmd- ir vegna Kárahnjúkavirkjun og tengd flutningsvirki verði Íslendingur þeg- ar litið er á verkið í heild sinni, sam- kvæmt skrifum á vef Kárahnjúka- virkjunar. Tilefnið er ummæli hagfræðings Alþýðusambands Íslands í útvarpi 15. janúar sl. um að stóriðjuframkvæmd- irnar á Austurlandi skili sér í mun minna mæli inn á íslenskan vinnu- markað en ráð hafi verið gert fyrir í upphafi. Alls 70–80% vinnuafls við framkvæmdirnar séu útlendingar en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi að hlutfall útlendinga yrði um 20%. Landsvirkjun svarar því til á vef sínum að það hafi lengi legið fyrir að hlutur erlends vinnuafls yrði veruleg- ur við Kárahnjúkavirkjun og vitnar í ræðu Friðriks Sophussonar, forstjóra fyrirtækisins, á samráðsfundi Lands- virkjunar 4. apríl 2003. Hann sagði þá m.a. að ekki væri hægt að fullyrða um hvernig verktakar myndu haga mannahaldi sínu, en líklegt væri að þeir leituðust við að finna jafnvægi í ráðningum erlends og innlends vinnu- afls. „Sem dæmi um þetta má nefna að ítalska verktakafyrirtækið Imp- regilo, sem mun byggja fyrir um 50% af framkvæmdakostnaði Kára- hnjúkavirkjunar, gerir ráð fyrir að um 60–70% af sínu vinnuafli komi er- lendis frá,“ sagði Friðrik. „Með hlið- sjón af þessu tel ég líklegt að hlutur erlends vinnuafls við þessar miklu framkvæmdir verði nokkru meiri en áætlað hefur verið.“ Annar hver starfs- maður íslenskur Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kalsasamt í Kárahnjúkum: Erlendir verkamenn vinna að skemmusmíðinni.    Seyðisfjörður | Skíðasvæðið í Stafdal, sem rekið er sameiginlega af sveitarfélögunum á Austur- Héraði og Seyðisfirði, var opnað um helgina. Fjöl- margir nýttu sér tækifærið og skelltu sér í fjallið. Nægur snjór er á skíðasvæðinu og ágætt færi. Skíðadeildir Hugins á Seyðisfirði og Hattar á Eg- ilsstöðum ætla að setja upp nýja barnalyftu á svæðinu á næstu vikum og verið er að undirbúa flutning lyftu sem notuð hefur verið nálægt Egils- stöðum yfir í Stafdal. Æfingar á vegum félaganna hófust einnig um helgina og er stefnt að námskeiði fyrir byrjendur í skíðaíþróttinni um næstu helgi. Neskaupstaður | Ekki tókst að opna skíðasvæðið í Oddsskarði um helgina, þar sem herslumuninn hefur vantað á snjókomu. Eru menn þó vongóðir um að hægt verði að opna „Austfirsku alpana“ eins og Oddskarðssvæðið er gjarnan nefnt, fyrir skíðaiðkendum um næstu helgi. Ljósmynd/Einar Bragi Á leið í lyftuna: Elísa Björt og Agnes Berg léttar í lund. Skíðasvæðin opnuð hvert af öðru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.