Morgunblaðið - 20.01.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.01.2004, Qupperneq 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 33 ✝ Friðrik Ingólfs-son, garðyrkju- bóndi í Laugar- hvammi í Lýtingsstaðahreppi, fæddist á Lýtings- stöðum í Tungu- sveit 26. júní 1924. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Skagfirðinga að kvöldi sunnudagsins 11. janúar sl. á 80. aldursári. Foreldr- ar hans voru Ing- ólfur Daníelsson, f. 25. janúar 1890 á Steinsstöðum í Tungusveit, og kona hans Jónína Guðrún Ein- arsdóttir, f. 30. september 1885 í Framnesi í Blönduhlíð. Friðrik var fjórða barn þeirra hjóna, en þau áttu alls fimm syni. Elstur var Gísli, f. 1918, d. 1998, Daníel, f. 1919, d. 2001, Eðvarð, f. 1921, d. 1979, og yngstur er Jón Krist- og á hún tvö börn, en önnur börn af fyrra hjónabandi eru fjögur og barnabörnin tíu. Sigurður f. 1949. Kona hans er Klara Jóns- dóttir og eiga þau þrjú börn. Jónína, f. 1950. Maður hennar er Stefán Oddgeir Sigurðsson og eiga þau fimm börn og fjögur barnabörn. Sólveig, f. 1952. Mað- ur hennar er Kolbeinn Erlends- son og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn. Friðrik Rúnar, f. 1956. Á hann fimm börn og tvö barnabörn. Friðrik var við ýmis störf á unglingsárum. Fór í Garðyrkju- skóla ríkisins og útskrifaðist þaðan 1942. Þau hjón byggðu býlið Laugarhvamm 1948 og hófu þar búskap með skepnur og garðyrkju. Vann hann mikið við húsasmíðar á næstu árum í sveit- inni til að drýgja tekjurnar. Gróðurhúsin voru svo byggð þegar tími vannst til og breyttist Laugarhvammur smám saman í garðyrkjubýli. Síðustu árin vann Friðrik við smíðar og ýmiss kon- ar handverk. Útför Friðriks verður gerð frá Reykjakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. bergur, f. 1.10. 1925. Friðrik kvæntist 20. september 1947 Sigríði Magnúsdóttur frá Sauðárkróki, f. 20.7. 1925. Foreldrar hennar voru Magnús Halldórsson frá Sauðárkróki, f. 1891, d. 1932, og kona hans Hólmfríður Helgadóttir frá Ána- stöðum í Lýtings- staðahreppi, f. 1900, d. 2000. Eitt barn átti Sigríður fyrir hjónaband, Erling Jóhannesson, f. 1943. Kona hans er Hulda Garðarsdóttir og eiga þau fjögur börn og átta barna- börn. Börn Sigríðar og Friðriks eru: Helgi, f. 1947. Kona hans er Sigríður Viggósdóttir og eiga þau fjögur börn og tíu barna- börn. Eitt barn af fyrra hjóna- bandi hennar ólst upp hjá þeim Laugarhvammur með græn tún og gráa mela, laufguð tré, glerjuð hús og gildan bónda, vinnusaman og kappsfullan að rækta gúrkur, rósir, sumarblóm, heyja tún sín, smíða gróðurhús og hræra á traktor sín- um þegar steypa þurfti. Þessi mynd kemur í hugann ef horfið er 30 ár aftur í tímann. Þau hjón, Sigga og Friðrik, höfðu byggt sinn bæ við bláa strauma Svartár, í hvömmun- um vestan undir ásunum, hófu sinn búskap með kúm og kindum en Friðrik hafði farið í garðyrkjunám og sneri sér með árunum alfarið að þeirri búgrein. Þegar ég varð nágranni hans um 1970 gekk ég ósjaldan að loknum skóladegi í Steinsstaðaskóla suður í Laugarhvamm, þar sem Friðrik var oft að vinna í gróðurhúsum sínum; í ársbyrjun, svona í janúarlok fór hann að sá, tómatar áttu sinn tíma en sumarblómin annan og þarna ríkti gjarnan hlýja og friðsæld, hann að vinna við dökka moldina, en úti réð vetur ríkjum. Kannski hafði hann sett saman vísu síðan síðast, en á þessum árum lifnaði mjög yfir vísnagerð og hagyrðingar sveitar- innar lögðu gjarnan til skemmtiefni þegar samkomur voru haldnar. Kerskni var oft tilefni stökugerðar. Friðrik fagnaði sr. Hjálmari Jóns- syni þegar hann kom að Bólstað í Húnaþingi og glettist aðeins við Húnvetninga í leiðinni: Sr. Hjálmar sauða gætir, segir bestu hjörð. Húnvetninga hann ef bætir hefjum þakkargjörð. Smíðar áttu mjög hug Friðriks, hann þurfti mikið að smíða fyrir garðyrkjuna, sáðkassa, glerglugga yfir útireiti, alls kyns festingar og heilu gróðurhúsin. Starfsdagurinn var oft langur hjá þeim hjónum þeg- ar framleiðsla gróðurstöðvarinnar var í hámarki á vorin og sumrin. Á veturna var rýmri tími, Friðrik tók þátt í bridgeklúbbnum, var lengi virkur í ungmennafélagi, tók þátt í umræðum um ýmis málefni sveitarinnar og átti frumkvæði að því að koma á sönghópi rámra karla sem æfðu þríradda söng í Árgarði, félagsheimilinu, sem Lýtingar byggðu og vígt var 1974. Næsta ár voru konur boðnar velkomnar í sönghópinn sem gekk undir nafninu Heilsubótarkór og í fyllingu tímans kviknaði Rökkurkórinn, sem átti sér heimahöfn í Varmahlíð, með þátttöku úr þessum hópi og öðrum úr Seyluhreppi og einnig úr Blönduhlíð. Friðrik taldi sig ekki tónvísan, en gerðist brautryðjandi og hvatti til þátttöku þá, sem álengdar höfðu staðið þegar söngur var annars veg- ar. Ekki ætlaði hann að taka þátt í söng flokksins, sem hann hafði safn- að saman, en hann komst ekki upp með það, hann var drifinn með og margri ánægjustund skilaði þessi félagsskapur. Eins og áður sagði tóku margir kórfélaganna síðar þátt í stofnun Rökkurkórsins en sumir urðu félagar í karlakórnum Heimi. Þannig rættist ásetningur Friðriks. Við kölluðum hann afann í Heilsu- bótarkórnum. Þar var tíðkuð tveggja manna stjórn og afinn, frumkvöðullinn, tók þátt í stjórninni sem oddamaður. Gott er að hugsa til þessa tíma, sem mótaðist af sam- hug og hlýju. Friðrik var mikill heimilismaður og ófáar voru stundirnar sem hann nýtti til að fegra það og bæta. Hann byggði sundlaug og burstahús við fyrir búningsaðstöðu, en síðar heit- an pott heima við hús. Hann byggði yfir pottinn þannig að innangengt varð og var húsið nefnt Perlan. Nýja og glæsilega stofu byggði hann við íbúðarhúsið, en áður hafði hann endurgert gömlu stofuna. Í raun má segja að Laugar- hvammsbæinn hafi hann tvíbyggt. Þegar aldur færðist yfir Friðrik og hann minnkaði umsvif í garð- yrkjunni bætti hann vélakost sinn í smiðju og nýtti vetrartímann mjög til smíða. Gripi sína hafði hann ým- ist til gjafa eða sölu. Kistlar, stofu- klukkur og fleiri smíðisgripir frá hendi hans voru eftirsóttir og róm- aðir víða um land. Ótalin er ein eftirminnilegasta hliðin á Laugarhvammsheimilinu. Mikill gestagangur fylgdi þeim hjónum, ættbogar beggja fjölmenn- ir, heimili þeirra rétt við skólasetrið á Steinsstöðum þar sem síðar byggðist upp þéttbýliskjarni. Þau fögnuðu gestum, sem sóttu til þeirra úr ýmsum áttum og á öllum árstímum. Spilað var í stofuhlýjunni á köldum vetrarkvöldum, gengið til laugar undir stjörnubjörtum himni, eða setið við eldhúsborð yfir sögum gömlum og nýjum. Vinahópurinn var stór og ekki síður venslamenn þeirra. Þar var stundum eins og lít- ið félagsheimili. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ingi Heiðmar Jónsson. Illa til þess oft ég finn, ama fæ ei hrundið. Er nú horfinn afi minn, yfir breiða sundið. Mun ég lengi muna þig, mörg var slóðin valin. Góðu kynnin glöddu mig, guði vertu falinn. (Fr. I.) Með þessum fallegu línum sem þú, afi minn, settir saman, vil ég og fjölskylda mín þakka þér fyrir allt í gegnum árin. Elsku amma, sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja þig í sorginni. Sigríður Jónína Helgadóttir. Þegar fregnin um andlát Friðriks Ingólfssonar barst kom hún ekki á óvart, þar sem veikindi hans á síð- ustu dögum sýndu hvert stefndi. Fyrst man ég eftir Friðriki fyrir tæpum fimmtíu árum. Var hann þá að vinna í Steinsstaðaskóla en ég nemandi þar. Kom hann gjarnan eftir hádegið, hafði þá lokið gegn- ingum heima, og var fram eftir degi. Oft komu dætur hans með kaffi til hans um miðjan daginn og voru þá gjarnan tafðar um stund við tafl- mennsku. Á þessum árum var tals- vert mikið teflt í Lýtingsstaða- hreppi og starfrækt taflfélag, sem Friðrik var virkur þátttakandi í. Það var svo fyrir um þrjátíu árum, að við hjónin fluttum í Steinsstaða- byggðina í næsta nágrenni við Laugarhvamm. Var það gott ná- grenni og samgangur mikill. Frið- rik var stór í lund og fylginn sér í hverju sem var, drengur góður og mátti ekki vamm sitt vita í neinum hlut. Vinur vina sinna og mátti mik- ið ganga á, áður en þau bönd brystu, sem einu sinni höfðu verið hnýtt. Í átakamálum í sveitinni vorum við ekki alltaf sammála og deildum stundum hart, þar sem ólíkar skoð- anir mættust. Urgaði aldrei lengi í okkur, þótt hart væri tekist á. Ein- hverju sinni var Friðrik mjög ósátt- ur út af tilteknu máli sem tengdist honum og var í gangi í sveitar- stjórn. Taldi hann að afstaða meiri- hlutans næði ekki nokkurri átt og vildi fá breytingu þar á. Ræddum við málin og reyndum að ná lend- ingu. Viskífleygur var til á heim- ilinu og var hann dreginn fram. Eftir langar umræður segir Frið- rik allt í einu: „Mikill drullusokkur get ég verið. Hér sit ég og skamma þig og drekk frá þér vínið.“ Er skemmst frá því að segja að við náð- um lendingu í málinu, sem náði fram að ganga. En það skal tekið fram að Friðrik fór vel með vín og notaði það sjald- an. Friðrik var notalegur húsbóndi og gaf það alltaf skýrt til kynna að hann kunni að meta það sem vel var gert. Góður verkmaður, handlaginn og velvirkur. Skilaði hann ógjarnan af sér verki, sem honum fannst vera hægt að finna eitthvað að. Eru smíðisgripir hans til vitnis um vand- að handbragð og alúð við verk. Má þar til nefna „Borgundarhólms- klukkurnar“ sem urðu nokkuð margar og viðgerðir á gömlum munum sem sýna frábært hand- bragð og listfengi. Hagmæltur var Friðrik og gerði oft hnyttnar vísur um líðandi stund. Enda gamanyrði jafnan á vörum í samræðum á góðum degi. Nú verða samverustundirnar ekki fleiri hérna megin með Friðriki í Laugarhvammi. Þökkum við gengnar stundir og allt gott á liðn- um árum. Það er nú svo, að það sem gefur lífinu gildi, umfram margt annað, er gott samferðafólk á lífs- leiðinni. En þetta er leiðin okkar allra og eitt af því fáa sem við eigum víst á lífsleiðinni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldrigi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Friðrik minn, þökkum nágrenni og samverustundir síðustu áratugi og öll notalegheitin í gegnum tíðina. Megi ljóssins Guð leiða þig og styrkja á þeirri vegferð er þú nú leggur á. Mikil breyting hefur nú orðið í Laugarhvammi. Samferðamaður í tæp sextíu ár horfinn af sjónarsvið- inu. Sigga mín, Guð veiti þér og þín- um blessun sína og styrki þig í söknuði komandi daga. Sigríður og Kristján, Lækjarbakka. Böndin bresta, eitt og eitt, þau sem tengja mig við sveitina mína. Það er tilfinningin sem ég fæ í hvert skipti sem einhver af okkar gömlu nágrönnum og vinum í Lýtings- staðahreppnum hverfur yfir móð- una miklu. En það er nú gangur lífs- ins og dauðans og ekkert við því að gera. „En römm er sú taug, er rekka dregur, föðurtúna til …“ Þess vegna munu aldrei rofna öll bönd, ég þarf ekki annað en að hugsa heim í sveitina mína, þá birt- ast mér mínir gömlu góðu nágrann- ar, allir ljóslifandi, í leik og starfi. Ég upplifi á ný ógleymanlegu sum- arkvöldin, hlý og hljóðbær og sveit- in böðuð roðaglóð, skvaldrið í bæj- arlæknum, fuglasönginn, glaðvær sköll leikfélaga á næstu bæjum – og allt er eins og var. Það tókst góð vinátta með for- eldrum mínum og þeim hjónum, Friðriki og Siggu. Þau voru bæði glaðvær og skemmtileg, og var alltaf gaman að fá þau í heimsókn og sérlega gott að sækja þau heim. Gjallandi og glað- legur hlátur Siggu var svo skemmti- leg andstæða við djúpt og innilegt hneggið í Friðrik. Ég kynntist þeim betur eftir að ég óx úr grasi og lærði þá enn frekar, að meta þann kunn- ingsskap. Heimili þeirra í Laugarhvammi var einstaklega hlýlegt og skemmti- legt og bar húsbændunum fagurt vitni. Í þeim báðum bjó mikið list- fengi, málverk Siggu skreyta veggi og Friðrik var ákaflega hagur á tré, smíðaði og skar út hina fegurstu gripi. Fallegt handverk vekur alltaf áhuga minn, ekki sízt munir úr tré og þegar ég kom þar hafði ég gam- an af að skoða listaverkin sem þarna prýddu húsakynni. Friðrik var óþreytandi að sýna mér og út- skýra ferlið við tilurð hinna ýmsu smíðisgripa. Útskurðarlistaverkin hans eru frábær og hann var ótrú- lega afkastamikill á því sviði þegar þess er gætt að hann byrjaði ekki á þeirri listgrein fyrr en á efri árum er heilsan var farin að bila. Ekki er síður fagurt um að litast utan dyra en innan því garðurinn er blómum skrýddur og vel hirtur. Friðrik fór á sínum tíma í garð- yrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi og setti síðan upp gróðrarstöð í Laug- arhvammi. En þar var mikið verk fyrir höndum. Þarna var nánast gróðurlaus mel- ur, er þau hófu búskap sinn, en það dettur engum í hug nú sem sér skrúðgarðinn í kringum húsið. Móð- ir mín segir mér að hún hafi fyrst keypt af þeim kál, því hún fór snemma að kenna okkur systkinun- um að borða grænmeti. Mín fyrsta minning um þau er þegar við, krakkapottormar á sund- námskeiðum, fórum suður í Laug- arhvamm. Þá fengum við tómata eða gúrkur í gogginn. Maður verður svo svangur eftir sund. Seinna hófu þau ræktun á rósum og það eru ófáir rósavendirnir frá þeim sem glatt hafa hjörtu okkar. Þegar foreldrar mínir fluttu norður, síðsumars 1968, voru þau síðustu gestirnir sem þau fengu í heimsókn á Mælifelli. Þau komu kvöldinu áður með stóran vönd af ilmandi rósum og fullan kassa af tómötum. Við mæðgur heimsóttum þau í ágúst síðastliðnum, í fögru veðri, er Skagafjörðurinn skartaði sínu feg- ursta. Við vorum svo heppnar að sækja vel að þeim og áttum við þar ógleymanlega stund sem við erum ákaflega þakklátar fyrir núna. Elsku Sigga og fjölskylda, um leið og ég votta ykkur dýpstu samúð mína vil ég þakka góð kynni, hlýhug og tryggð í gegnum árin. Blessuð sé minning Friðriks. Guð blessi ykkur öll. Snæbjörg Bjartmarsdóttir frá Mælifelli. FRIÐRIK INGÓLFSSON  Fleiri minningargreinar um Friðrik Ingólfsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina Eiginkona mín og móðir okkar, ODDNÝ BERGSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 17. janúar. Jón Jónasson, Stefanía Kristín Jónsdóttir, Ágústa Sigrún Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JENNÝ JÓNSDÓTTIR, Vallabraut 6, Njarðvík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 15. janúar. Halldór Hörður Arason, Stefán Halldórsson, Jón Rúnar Halldórsson, Signý Elíasdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Sigtryggur J. Hafsteinsson og ömmubörnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.