Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 47
ÓLAFUR Ingi Skúlason
er í sextán manna leik-
mannahópi Arsenal í
kvöld þegar liðið tekur
á móti Middlesbrough í
fyrri undanúrslitaleik
félaganna í ensku
deildabikarkeppninni í
knattspyrnu. „Það kom
mér skemmtilega á
óvart að komast í hóp-
inn þar sem ég er rétt
búinn að ná mér eftir
meiðsli í læri. Það má
reikna með góðri stemningu á High-
bury. Það er þegar uppselt á leikinn
og það yrði gaman að fá að spreyta
sig,“ sagði Ólafur Ingi við Morg-
unblaðið í gær.
Ólafur hefur þegar
spilað einn leik með að-
alliði Arsenal í keppn-
inni en hann lék síðustu
35 mínúturnar þegar
Arsenal skellti Úlfunum
í 16 liða úrslitunum.
Arsene Wenger hvílir
hinn magnaða Thierry
Henry í leiknum í kvöld
og þá eru Dennis Berg-
kamp og Sylvain Vil-
tord meiddir en leik-
mannahópur Arsenal er
engu að síður mjög öflugur, en í
honum eru Kolo Toure, Martin
Keown, Ashley Cole, Edu, Ray
Parlour, Gilberto Silva og Kanu svo
einhverjir séu nefndir til sögunnar.
Ólafur Ingi Skúlason
í hópnum hjá Arsenal
Ólafur Ingi
FORRÁÐAMENN spænska 1.
deildarliðsins Real Zaragoza sögðu
þjálfara liðsins upp störfum í gær, en
Francisco Flores hefur stýrt liðinu
frá árinu 2002. Zaragoza er sem
stendur í þriðja neðsta sæti í spænsku
1. deildinni en um helgina tapaði liðið
4:1 gegn Deportivo.
FLORES var áður þjálfari Espan-
yol í borginni Barcelona, og undir
hans stjórn fór Espanyol upp um
deild og var í baráttunni um efstu
sætin árið 2002. Fyrrum leikmaður
Barcelona, Victor Munoz, er talin
vera líklegastur til þess að taka við
starfi Flores.
PIERLUIGI Collina knattspyrnu-
dómari frá Ítalíu segir í dag að hann
verði að hætta sem dómari í júní árið
2005 en þá verður hann 45 ára gamall.
Reglur ítalska knattspyrnudómara-
félagsins, AIA, kveða á um að Collina
geti ekki dæmt eftir að hafa náð 45
ára aldri.
COLLINA dæmdi úrslitaleik
Heimsmeistaramótsins árið 2002 er
Brasilía lagði Þjóðverja. „Ég get lítið
gert í þessu, þar sem reglurnar eru
skýrar. Margir knattspyrnumenn
hafa náð ótrúlegum árangri eftir að
þeir hafa haldið upp á fertugsafmæl-
ið, en við fáum ekki tækifæri til þess
að halda áfram þrátt fyrir að viljinn sé
fyrir hendi,“ segir Collina á vefsíðu
sinni.
DINO Baggio, 32 ára, fyrrverandi
landsliðsmaður Ítalíu í knattspyrnu,
hefur yfirgefið Blackburn og er kom-
inn til ítalska liðsins Ancona. Lazio
lánaði hann þangað út keppnistíma-
bilið.
DENNIS Rodman, sem gerði garð-
inn frægan með Detroit, Chicago og
fleiri NBA-liðum á ferli sínum, er far-
inn að leika á ný og nú með Long
Beach Jam sem er lið í ABA-deild-
inni. Rodman er 42 ára gamall og hef-
ur verið í fréttum vestanhafs undan-
farin ár vegna skrautlegs lífernis og
verið áberandi í skemmtanalífinu.
RODMAN hefur hug á því að leika á
ný í NBA-deildinni og segist sexfald-
ur frákastakóngur NBA-deildarinnar
og fyrrum varnarmaður ársins í NBA
verða klár í slaginn um miðjan febr-
úar. Lið hans vann Jersey á sunnudag
149:108 og er greinilegt að varnar-
leikur er ekki áhersluatriði í ABA-
deildinni. Að sjálfsögðu var Rodman
með litað hár í fyrsta leik sínum með
Jam-liðinu, ljóst, blátt, rautt og app-
elsínugult.
MARCEL Desailly, fyrirliði
Chelsea og franska landsliðsins, sem
er 35 ára, tilkynnti í gær að hann ætli
að leggja knattspyrnuskóna á hilluna
þegar samningur hans við Chelsea
rennur út sumarið 2005. Hann sagði
þetta við franska dagblaðið Le Monde
í gær. Desailly, sem er fæddur í Gana,
segist vera tilbúinn að aðstoða lands-
lið Gana – ekki sem þjálfari, heldur
knattspyrnustjóri.
FÓLKÞRÍR 19 ára gamlir knatt-
spyrnumenn eru á leið til
enska félagsins Stoke City og
verða þar til reynslu í tvær
vikur. Þetta eru KA-menn-
irnir Pálmi Rafn Pálmason og
Jóhann Helgason, og Pétur
Örn Svansson úr Leikni í
Reykjavík. Þeir eru allir fædd-
ir 1984 en Pálmi spilaði 15
leiki með KA í úrvalsdeildinni
síðasta sumar, og skoraði 4
mörk, og Jóhann lék 13 leiki
og skoraði eitt mark. KA-
mennirnir eru báðir í æf-
ingahópi 21-árs landsliðsins
sem Eyjólfur Sverrisson til-
kynnti í gær, og Jóhann lék
einn leik með því á síðasta ári.
Pétur Örn hefur spilað með
meistaraflokki Leiknis frá 16
ára aldri.
Þrír til
reynslu
hjá Stoke
AP
Ég hef hann! gæti hollenski landsliðsmarkvörðurinn Edwin Van Der Sar, markvörður Fulham, ver-
ið að hugsa er hann teygir sig eftir boltanum í leik gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Newcastle hafði betur, 3:1, og skoraði varnarmaðurinn Andy O’Brien fyrsta mark leiksins á St
James’ Park en hann fylgist með tilburðum Van Der Sar af áhuga – enda tilburðirnir glæsilegir.
TIMOTHY Szatko, 22 ára gamall
Bandaríkjamaður með pólskt rík-
isfang mun ekki leika fleiri leiki með
Grindavíkurliðinu í körfuknattleik
og hélt hann af landi brott í gær.
Szatko kom til liðs við Grindvíkinga
um helgina og lék með því gegn
Keflavík í undanúrslitaleik í bik-
arkeppni KKÍ. Hann var fenginn á
síðustu stundu eftir að Derrick
Stroud, sem átti að leysa Dan Tram-
mel af eftir áramótin, gekk úr skaft-
inu í síðustu viku.
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari
Grindvíkinga sagði í gær að enginn
samningur hefði verið gerður við
leikmanninn. „Hann var staddur í
Boston og gat komið undir eins
Szatko var greinilega ekki í ásætt-
anlegu ástandi líkamlega og nú ætl-
um við að huga vel að okkar málum
á næstu dögum - við flýtum okkur
hægtÉg tel að við höfum getu til
þess að landa Íslandsmeistaratitli í
vor og markmiðið var að styrkja lið-
ið með því að fá hávaxinn miðherja í
stað Dan Trammel. Það getur vel
verið að margir telji það hafa verið
mistök, en sú ákvörðun var tekin á
þeim grundvelli að Derrick Stroud
kæmi í hans stað. Því miður tókst
það ekki, við sátum uppi með skarð
sem varð að fylla og í næstu tveimur
leikjum okkar verðum við aðeins
með Darrell Lewis í okkar röðum,
en við munum styrkja lið okkar með
bandarískum leikmanni til viðbótar
á næstu vikum,“ sagði Friðrik.
Szatko
farinn frá
Grindavík
Eftir því sem næst verður kom-ist er ekkert um meiðsli í her-
búðum Slóvena sem leggja nú síð-
ustu hönd á
undirbúning sinn,
bæði Celje og eins í
heilsubænum Catez,
sem er nærri landa-
mærum Slóveníu og
Ungverjalands. Íslenska liðið er
væntanlegt til borgarinnar síðdegis
í dag eftir ferð frá Danmörku þar
sem það hefur verið við æfingar og
keppni síðustu sex daga.
Uppselt á leikina
Talsverð eftirvænting ríkir fyrir
upphafleik Slóvena á mótinu og er
fyrir allnokkru uppselt á hann en
íþróttahöllin í Celje rúmar tæplega
4.600 áhorfendur í sæti og 500 í
stæði. Seldust miðar á leikinn sem
heitar lummur, en hver heimamað-
ur mátti að hámarki kaupa fimm
miða. Það er ekki út í bláinn að
heimamenn völdu að leika í Celje
því þar hefur á síðustu árum verið
Mekka handknattleiks í Slóveníu.
Sterkasta félagslið landsins er frá
bænum Celje Lasko Pivo, en það
hefur verið á meðal fremstu hand-
knattleiksliða Evrópu síðustu ár.
Margir leikmenn landsliðs Slóveníu
hafa leikið með liðinu og því telja
þeir sig eiga sterkt vígi í Celje,
sem andstæðingum í riðlinum, Ís-
lendingum, Ungverjum og Tékk-
um, gæti reynst erfitt að brjóta á
bak aftur.
Álag á heimamenn
Að ýmissa mati getur áhuginn
einnig orðið til þess að auka enn á
álagið á leikmenn heimaliðsins,
sem eru staðráðnir í að tryggja sér
á mótinu farseðilinn á Ólympíu-
leikana í Aþenu í sumar, en enn er
eitt laust sæti í handknattleik-
skeppni leikanna. Vitað er að Dan-
ir og Svíar ætla sér einnig að nota
Evrópumeistaramótið sem stökk-
pall til Aþenu og því ljóst að
keppnin verður hörð um eina ól-
ympíufarseðilinn.
Keppt verður í nýrri íþróttahöll í
Celje, sem rúmar eins og fyrr seg-
ir rúmlega 5.000 manns. Höllin var
vígð 15. desember. Leikirnir í hin-
um riðlunum þremur fara fram í
höfuðborginni, Ljubljana, Koper
og Velenje. Þrjár efstu þjóðir
hvers riðils komast áfram í milli-
riðla sem leiknir verða í Celje og
Ljubljana. Neðsta liðið í hverjum
riðli heldur heim á mánudag, dag-
inn eftir að riðlakeppninni lýkur.
Milliriðlar hefjast síðan á þriðju-
dag.
Eftir viðureignina við heima-
menn á fimmtudag mætir íslenska
landsliðið Ungverjum á föstudag
og Tékkum á sunnudag. Ungverj-
ar, sem urðu í 5. sæti á síðasta
heimsmeistaramóti er einnig vænt-
anlegir til Celje í dag eins og ís-
lenska liðið. Ungverjar hafa einnig
farið mikinn á lokaspretti undir-
búnings síns. Um nýliðna helgi
skelltu þeir Túnis, 37:26, Úkraínu,
32:25, og Sádi-Arabíu, 29:24, á
heimavelli.
Einu sinni áður í Slóveníu
Íslenskt landslið hefur aðeins
einu sinni áður leikið hér í Slóven-
íu. Það var 1975, þegar landið var
hluti af Júgóslavíu, er landsliðið
tók þátt í móti í Ljubljana ásamt
landsliðum Júgóslavíu, Sovétríkj-
anna og Póllands. Viðar Símonar-
son stjórnaði þá landsliðinu í fyrsta
skipti sem landsliðsþjálfari. Ísland,
sem lék þá án margra sterkra leik-
manna, tapaði fyrir Júgóslavíu
26:20, Sovétríkjunum 24:19, en
vann Pólland 16:14.
Bjartsýni í her-
búðum Slóvena
SLÓVENAR eru nokkuð bjartsýnir á góðan árangur á heimavelli á
Evrópumeistaramótinu í handknattleik þegar flautað verður til
leiks í fjórum borgum á fimmtudaginn. Þrátt fyrir tap, 31:29, fyrir
Pólverjum í vináttulandsleik í Ljubljana á sunnudaginn þá segja
þeir að stórsigur á Pólverjum á föstudag, 33:24, sýni að mikið búi í
liðinu og sá sigur undirstriki að landslið þeirra sé á góðri leið, en
það mætir Íslendingum í fyrsta leik Evrópukeppninnar á fimmtu-
dagskvöldið í Celje.
Ívar
Benediktsson
skrifar
frá Celje