Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 39 LOKSINS er farið að greiðast úr flækjunni á toppnum á Corus-skák- mótinu í Wijk aan Zee. Eftir sjö um- ferðir hefur indverski stórmeistarinn Visw- anathan Anand náð hálfs vinnings forystu, hefur hlotið fimm vinninga. Þeir Kram- nik og Adams eru með hálfum vinningi minna. Úrslit sjöundu umferðar: V. Akopian - M. Adams ½-½ L. van Wely - P. Leko ½-½ V. Bologan - I. Sokolov 1-0 P. Svidler - V. Topalov 1-0 A. Shirov - J. Timman 1-0 Z. Zhong - V. Anand 0-1 E. Bareev - V. Kramnik ½-½ Staða efstu manna: 1. V. Anand 5 v. 2.–3. V. Kramnik, M. Adams 4½ v. 4.–6. V. Topalov, P. Leko, P. Svidler 4 v. 7.–8. V. Akopian, L. van Wely 3½ v. 9.–11. V. Bologan, A. Shirov, E. Bareev 3 v. 12.–13. I. Sokolov, J. Timman 2½ v. 14. Z. Zhong 2 v. Neðri flokkarnir á Corus-mótinu eru einnig athyglisverðir og þar er efnilegasti skákmaður Norðurlanda um þessar mundir, hinn 13 ára gamli Magnus Carlsen, miðpunktur athyglinnar. Hann hefur teflt af miklum krafti í C-flokki og tryggði sér sinn fyrsta stórmeistaraáfanga með sigri í sjöundu umferð. Hann á semsagt tvær umferðir til góða þeg- ar hann nær þessum árangri, en níu skákir þarf til áfang- ans. Eftirfarandi skák var tefld í B-flokki á mótinu og þar er teflt í anda gömlu meistar- anna! Hér eigast við stórmeistararnir Bru- zon frá Kúbu og heimamaðurinn Nijb- oer. Upp kemur sjald- gæft afbrigði af „Trompowsky“. Strax í fjórða leik fórnar Kúbverjinn peði. Hol- lendingurinn þiggur það en gerir þau grundvallarmistök í framhaldinu að sofna á verðinum. Hvítur nær að notfæra sér þau mistök á skemmtilegan hátt. Hvítt: Bruzon (2.603) Svart: Nijboer (2.586) 1. d4 Rf6 2. Bg5 c5 3. d5 Sjaldséð- ur leikur. Algengara er 3. Bxf6 3. ...Db6 4. Rc3!? (Sjá stöðumynd 1.) Kúbverski stórmeistarinn teflir í anda gömlu meistaranna. Með peðs- fórninni tryggir hvítur sér fljótari liðskipan 4. ...Dxb2 5. Bd2 Db6 6. e4 e5 7. f4 d6 8. Rf3 Rbd7 9. fxe5 dxe5 10. Bc4 ... (Sjá stöðumynd 2.) 10. ...Be7?! Upphafið að erfiðleik- unum. Það getur verið dýrkeypt að tefla ónákvæmt í byrjuninni. Betra var 10. a6 og stilla svartreita bisk- upnum á d6 11. Hb1 Dd8 12. Bg5 h6? (Sjá stöðumynd 3.) Hollenski stórmeistarinn skynjar ekki hættuna. Nauðsynlegt var 12. ...Rb6. Nú dynja ósköpin yfir! 13. d6! hxg5 14. Rxg5 0-0 15. 0-0! Rb6 16. dxe7 Dxe7 (Sjá stöðumynd 4.) 17. Hxb6!! Glæsilegt axb6 18. Rd5 Hxd5 Svartur neyðist nú að láta drottninguna af hendi eða verða mát ella (18. ...Dd8 19. Rxf6+ gxf6 20. Bxf7+ Kg7 21. Dh5 Dd4+ (21. ..Hh8 22. Dg6+ Kf8 23. Bd5 og vinnur) 22. Kh1 Hh8 23. Dg6+ Kf8 24. Dxf6 og svartur er óverjandi mát) 19. Dh5 ... (Sjá stöðumynd 5.) 19. ...Dxg5 (Eftir 19. ...Rf6 kemur einfaldlega 20. Hxf6 Dxf6 21. Dh7 mát) 20. Dxg5 Rf4 21. Dxe5 Be6 22. Hxf4 Bxc4 23. Dh5 Hxa2 24. Hh4 f5 25. Dh7+ Kf7 26. exf5 Það er sjaldgæft að sterkur stór- meistari láti fara svona illa með sig! 1-0 Fjórir efstir og jafnir á Skákþingi Reykjavíkur Þeir Bragi Þorfinnsson, Björn Þorsteinsson, Sævar Bjarnason og Jón Viktor Gunnarsson eru efstir með 3½ vinning eftir fjórar umferð- ir á Skákþingi Reykjavíkur. Skák- um efstu manna lauk með jafntefli. Staða efstu manna er þessi: 1.–4. Bragi Þorfinnsson, Björn Þorsteinsson, Sævar Bjarnason, Jón Viktor Gunnarsson 3½ v. 5.–11. Júlíus Friðjónsson, Davíð Kjartansson, Helgi E. Jónatansson, Heimir Ásgeirsson, Guðmundur Kjartansson, Valgarð Ingibergsson, Kristján Eðvarðsson 3 v. o.s.frv. Mótið fer fram í húsnæði TR í Faxafeni. Teflt er á miðvikudags- og föstudagskvöldum kl. 19 og á sunnu- dögum kl. 14. Anand tekur forystuna SKÁK Wijk aan Zee CORUS-SKÁKMÓTIÐ 9.–29. jan. 2004 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson dadi@vks.is Stöðumynd 1. Stöðumynd 3. Stöðumynd 4.Stöðumynd 2. Stöðumynd 5. Anand Fundir - Ráðstefnur - Veislur. Apótek bar grill er með góða að- stöðu á 5. hæðinni fyrir fundi og veislur frá 10 til 150 manns. Upp- lýsingar í síma 575 7900, einnig á www.veitingar.is. Fagþjónustan ehf. Allar almenn- ar utanhússviðgerðir, lekavið- gerðir og breytingar utanhúss sem -innan. Fagþjónustan ehf., sími 860 1180. Eldri borgarar. Skipti um skrár og lamir á inni- og útihurðum. Einnig lamir á eldhús- og fata- skápum. Uppsetning: Myndir, málverk, speglar, skápar, hillur í stofur og geymslur. Lími stóla og margt fleira smátt. Guðlaugur, s. 554 0379 e. kl. 18. Geymið auglýsinguna. Útsala í fullum gangi Úlpur á 4.900 kr.óður afsláttur af öllum skóm. S. 588 8488. Grímsbæ bústaðarvegi. Tek að mér viku- og hálfs- mánaðarþrif í heimahúsum. Snyrtileg, vandvirk og heiðarleg. Góð meðmæli. Upplýsingar í síma 662 5817. Elíta nærbuxur úr silkimjúku Micro-Fiber. Stærðir S-4XL. Verð frá 980-1690. Misty, Borgartúni 29, 2. hæð. Sími 897 2943 Opið þri og fim. 20-22, lau 11-14. Sjá meira www.misty.is Grásleppuúthald til sölu. Uppl. í s. 893 2179. VW Polo árg. 1999, þriggja dyra, sumar- og ný vetrardekk, geisla- spilari, fjarstýrð samlæsing. Verð 680 þús. Bílalán fylgir. Upplýsing- ar í síma 663 7913.Til sölu Nissan Patrol GR Túrbó (okt. '01), ek. 44 þ., 38" br., loftd., loftlæs., drifhlutf., spilbiti, tölvuk., stereógr., bassabox, talst., film- ur, toppgr. o.fl. Toppeint. V. að- eins 4,3 m., áhv. 2,8. Afb. 68 þús. á mán. Sími 820 8096. Nissan Patrol árg. '97, ek. 100 þús. km. Vel með farinn, einn eig- andi frá upphafi, þjónustubók. Verð 2,1 millj. Uppl. í s. 896 3101. Janúar-tilboð á Savage 21. Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is Ford Escort CLX árg. '98. Tilboð! Tilboð! Tilboð! Escort 1600 CLX '98, ek. 93 þús. 5 gíra, nagla- og sumardekk. Verð 380 þús. Uppl. í s. 868 1131. Pajero 1998 2,8 TDI. Til sölu Paj- ero 1998 2,8 TDI, ekinn 147.000 km. Breyttur fyrir 35", er á 33". 2,5" púst og KN-loftsía. Verð 2.150.000. Uppl. í s. 825 5560.          Notaðir varahlutir í Scania, Volvo, Benz og fleiri. Einnig Case-580. Uppýhsingar í síma 660 8910. Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '92, Cherokee '89, Terrano'90 og Vitara '91-'97 Gabríel höggdeyfar, hagstætt verð. Asco kúplingssett frá Japan. GS varahlutir, Bíldshöfða 14, sími 567 6744. 5 stk. 3ja sæta bekkir. Til sölu 5 stk. 3ja sæta bekkir með gráu áklæði úr Ford Transit árg. 2003 með þrigga punkta öryggisbelt- um. Verð 45 þús. stk. Uppl. í síma 860 0759. Til sölu 33" negld jeppadekk, ný- leg og óslitin. Uppl. í s. 896 2520. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impresa, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Til sölu Polaris sexhjól árg. 02 ekið 110 stundir, Vel með farið. Verð 850 þúsund. Upplýsingar í síma 862 2588 eða 893 6863. Til sölu Yamaha 700 SRX 2001, ek. 5,300 km. Aukabúnaður: Raf- geymir f. GPS, fjöðrun breytt í 11,5" úr 8,5", nýr demp. í búkka, nýir meiðar og legur. S. 896 1634. Er bókhaldið í lagi? Ef ekki hringdu strax! Fyrirtæki - ein- staklingar. Bókhald, skattframtöl, vsk og launauppgjör. Stofnun fé- laga, áætlana- og samningagerð. Ráðþing, sími 562 1260. akkur@simnet.is Þarftu að losna við gömul hús- gögn, ísskáp, þvottavél og fleira. Sæki þér að kostnaðarlausu. Húsaviðgerðir, sími 697 5850. Útsala - Útsala - Útsala 30-50% afsláttur af speglum, myndum og málverkum. Innrömmun - fljót og góð þjónusta. Erum flutt í Faxafen 10. Gallerí Míró innrömmun, sími 581 4370. netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111AUGLÝSINGADEILD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.