Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRIR létu lífið og nokkrir særðust þegar sprengja sprakk í lyftu í skrifstofuhúsnæði í Sof- iu, höfuðborg Búlgaríu. Bygg- ingin, þar sem tryggingafélagið Bulins er til húsa, stórskemmd- ist í sprengingunni. Hatrömm átök hafa verið á milli glæpa- flokka í landinu sem oft nota sprengjur. Segir lögregla að fjölda tilræða síðasta eitt og hálfa árið megi rekja til átaka í fíkniefnaheiminum. Talin hafa verið myrt ELDRI hjón fundust látin á heimili sínu í bænum Garde- moen rétt fyrir utan Ósló í gær og leikur grunur á að þau hafi verið myrt. Lögreglan rann- sakar nú málið en ættingi fann konuna, sem er 89 ára, og karl- inn, sem er 74 ára, og höfðu þau þá verið látin í nokkra daga. Elsta konan 122 ára TÉTÉNSK kona, Pasikhat Dzhukalayeva, er talin vera elsta kona í heimi en hún er fædd árið 1881 og því 122 ára. Hún á níu barnabörn, átján barnabarnabörn og sjö barna- barnabarnabörn. „Ég veit ekki af hverju ég hef lifað svona lengi,“ sagði Dzhukalayeva í viðtali við rússneska sjónvarps- stöð og sýndi um leið vegabréf sitt þar sem fæðingarár hennar kemur fram. Ef hún er jafn gömul og hún segist vera mun hún hafa verið á fertugsaldri í fyrri heimsstyrjöldinni og í rússnesku byltingunni 1917. Sú kona sem talið er að hafi lifað hvað lengst var hin franska Jeanne-Louise Calment, sem dó er hún var 122 ára. Elsta nú- lifandi konan samkvæmt heimsmetabók Guinness er 113 ára og býr í Bandaríkjunum. Elsti núlifandi karlinn er Spán- verji og mánuði yngri. 6,9% hag- vöxtur HAGVÖXTUR í Rússlandi var að minnsta kosti 6,9% árið 2003, að sögn verslunar- og efnahagsmálaráðherra Rúss- lands, German Gref. Vöxturinn er því umfram væntingar því búist var við að hann yrði 6,6%. Endanlegar tölur verða birtar í næstu viku en munu að minnsta kosti vera 6,9%, að því er fram kom á fundi Gref með Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Sobelair gjaldþrota BELGÍSKA flugfélagið Sob- elair var lýst gjaldþrota í gær. Um 450 manns missa vinnuna og fjöldi ferðalanga urður strandaglópar á alþjóðaflug- vellinum í Brussel í gær. Réttur úrskurðaði félagið gjaldþrota þar sem það gat ekki lengur staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum en starfsfólk hafði verið í verkfalli síðan á sunndag. Sobelair varð til þeg- ar Sabena, belgíska ríkisflug- félagið varð gjaldþrota í nóv- ember 2001. STUTT Spreng- ing í BúlgaríuTUGIR þúsunda sjía-múslíma tókuþátt í friðsamlegri mótmælagöngu í Bagdad í gær og kröfðust þess að efnt yrði til almennra kosninga í Írak á næstu mánuðum en ekki á næsta ári eins og Bandaríkjastjórn stefnir að. Gangan fór fram nokkr- um klukkustundum áður en banda- rískir og íraskir embættismenn ræddu við Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og óskuðu eftir því að starfslið SÞ yrði sent aftur til Íraks í því skyni að hafa yfirumsjón með valdafram- sali í hendur heimamanna sem á að fara fram í sumar. Annan hefur sagt að ekki komi til greina að Sameinuðu þjóðirnar hefji aftur starfsemi í Írak nema sprengjutilræðunum í landinu linni og samtökin fái þar veigameira hlut- verk en Bandaríkjastjórn hefur ætl- að þeim. Líkurnar á því að Annan sam- þykki beiðnina minnkuðu á sunnu- dag þegar 24 manns létu lífið og yfir hundrað særðust í sprengjutilræði fyrir framan höfuðstöðvar Banda- ríkjahers í Bagdad. Talið er að árás- in hafi verið gerð til að vara Samein- uðu þjóðirnar við því að senda starfsliðið aftur til Íraks. Bandaríkjaher sagði í gær að svo virtist sem tilræðismennirnir hefðu ætlað að aka bíl, hlöðnum sprengi- efni, inn í höfuðstöðvar hersins en komið hefði verið í veg fyrir það á síðustu stundu. Þeir hefðu því sprengt bílinn fyrir framan bygg- inguna. Flestir þeirra sem biðu bana voru Írakar sem hugðust óska eftir vinnu hjá hernámsliðinu. Talið var að allt að 100.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælagöngu sjía-múslíma í Bagdad í gær. Ajatol- lah Ali al-Sistani, helsti trúarleiðtogi sjía-múslíma í Írak, ávarpaði göngu- mennina og áréttaði kröfu sína um að efnt yrði til almennra kosninga í landinu sem fyrst. Al-Sistani hefur hafnað þeirri áætlun Bandaríkjastjórnar að mynduð verði írösk bráðabirgða- stjórn 1. júlí og efnt til þingkosninga á næsta ári. Bandaríkjastjórn og íraska framkvæmdaráðið í Bagdad segja að ekki verði hægt að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga fyrir 1. júlí vegna sprengjuárás- anna. Japanskir hermenn komnir til Íraks Bandaríkjaher skýrði frá því að tveir Jemenar og Sýrlendingur hefðu beðið bana í skotbardaga þeg- ar bandarískir hermenn hefðu ráð- ist inn í „hús hryðjuverkamanna“ í einu úthverfa Bagdad í gær. Fund- ist hefðu vopn í húsinu. Um 30 japanskir hermenn fóru til Íraks í gær, en þeir eiga að und- irbúa komu um 600 manna japansks herliðs til landsins. Er þetta í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni sem japanskir hermenn eru sendir til lands þar sem átök geisa. Herliðið á að vera í suðaustur- hluta landsins. Ekki er gert ráð fyr- ir því að það taki þátt í hernaðar- aðgerðum, heldur í hjálparstarfi, viðgerðum á skemmdum bygging- um og flutningum á birgðum. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, hét því í gær að senda herliðið til Íraks þótt þingið hefði ekki samþykkt það formlega. Hann kvaðst þó ætla að fyrirskipa herlið- inu að hætta starfseminni yrði það fyrir árásum. Ákvörðun forsætisráðherrans um að senda herlið til Íraks hefur verið mjög umdeild í Japan. Skoðana- könnun, sem birt var í gær, bendir þó til þess að stuðningurinn við ákvörðunina hafi aukist í 40%. Um það bil helmingur Japana er enn andvígur henni. Tugir þúsunda sjíta krefjast kosninga í Írak Reuters Íraki heldur á mynd af helsta trúarleiðtoga íraskra sjía-múslíma, ajatollah Ali al-Sistani, á mótmælagöngu í Bagdad í gær. Bagdad. AP, AFP. MIKIÐ snjóaði víða í Þýskalandi í gær, til dæmis í Berlín þar sem margir brugðu sér á skíði í nýfallinni mjöllinni. Þessi maður er að fara yfir brú í garðinum við Karlottenborgarkastala en snjókoman olli töluverðu umferð- aröngþveiti og aflýsa varð mörgum ferðum áætlunarflugfélaga. Reuters Skíðað í mjöllinni Sama dag fannst bíllinn þeirra, blár Renault Clio, klessukeyrður við Östra Karup og daginn eftir fund- ust lík þeirra á ólöglegum rusla- haug. Kom þetta fram í Aftonbladet í gær. Ekki var í gær búið að kanna til fullnustu banamein stúlknanna og ekki var ljóst hvort þær höfðu verið myrtar á ruslahaugnum eða fluttar þangað látnar. Voru ungu mennirn- ir handteknir fljótlega eftir að rannsókn á málinu hófst en að sögn neita þeir allri sök og segjast ekki hafa hitt stúlkurnar. SÆNSKA lögreglan handtók í gær tvo 17 ára gamla drengi en þeir eru grunaðir um að hafa myrt tvær 18 ára gamlar stúlkur. Fundust lík þeirra á sunnudag á ruslahaug skammt frá E6-veginum á Hallandi. Þrátt fyrir ungan aldur eiga mennirnir glæpaferil að baki en lögreglan telur, að þeir og stúlk- urnar hafi haft samband um vinsæl- an unglingavef, Lunarstorm. Vitað er, að stúlkurnar voru í símasam- bandi við annan piltanna síðastliðið föstudagskvöld en daginn eftir var tilkynnt, að þeirra væri saknað. Tveir 17 ára ung- lingar grunaðir Morð á tveimur stúlkum í Svíþjóð YFIRVÖLD í Pakistan hafa hand- tekið allt að sjö vísindamenn og stjórnendur rannsóknarstofu þar sem unnið er að þróun kjarnavopna vegna ásakana um að Pakistanar hefðu látið Íran, Norður-Kóreu og Líbýu í té mikilvægar upplýsingar um kjarnavopn. Stjórnvöld í Pakistan neita því að þau hafi veitt löndunum þremur slík- ar upplýsingar en hafa viðurkennt að pakistanskir vísindamenn kunni að hafa gert það. Sheikh Rashid Ahmed, upplýs- ingamálaráðherra Pakistans, sagði á sunnudag að fimm til sjö starfsmenn rannsóknarstofunnar hefðu verið teknir til yfirheyrslu. Þeir hefðu þó ekki verið ákærðir fyrir að leka upp- lýsingum. Á meðal hinna handteknu var Is- lam-ul Haq, einn yfirmanna rann- sóknarstofunnar, en hann var hand- tekinn á laugardag þegar hann snæddi kvöldverð á heimili „föður pakistönsku kjarnorkusprengjunn- ar“, Abdul Qadeer Khan. Rannsókn- arstofan er kennd við Khan, sem varð þjóðhetja í Pakistan þegar fyrsta kjarnorkusprengja múslíma- ríkis var sprengd í tilraunaskyni neðanjarðar undir stjórn hans. Yfirvöld í Pakistan grípa til aðgerða Sjö kjarnorku- vísindamenn handteknir Íslamabad. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.