Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar Áskrifendum Morgunbla›sins b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu Bílar fyrir a›eins 995 kr. Fólkið sem þú vilt ná til les sama blað og þú! Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar. Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is -alltaf á miðvikudögum ENN á ný hefur orðið nokkur um- ræða um barnaævintýrið vinsæla, „Sagan af litla svarta Sambó“, en ný útgáfa sögunnar kom nýverið út í Bandaríkjunum og fylgja henni nýjar myndskreytingar. „Sagan af litla svarta Sambó“, sem fyrst kom út í Bretlandi árið 1899, hefur lengi verið umdeild því þó að í aðra röndina sé um hugljúft ævintýri að ræða hafa menn líka talið sig greina kynþáttafordóma í sögunni. Það var Helen nokkur Banner- man sem ritaði „Söguna af litla svarta Sambó“ en hún fjallar um svarta drenginn Sambó sem heldur út í óvissuna og mætir fjórum grimmum tígrisdýrum sem öll vilja borða hann. Sambó tekst þó að leika á tígrisdýrin og fer allt vel að lokum, hann ratar heim til foreldra sinna og hámar þar í sig 169 pönnukökur, enda orðinn afar svangur. Nöfnin þóttu lítillækkandi Sem fyrr segir er „Sagan af litla svarta Sambó“ sumpartinn falleg dæmisaga fyrir börn. Hún hefur hins vegar einnig verið sögð ein- kennast af fordómum vegna staðl- aðra hugmynda um svart fólk og vegna nafnanna, sem Bannerman valdi helstu söguhetjunum, en þau þykja lítillækkandi. Er þar vísað til Sambós sjálfs og síðan nafna for- eldra hans, Mumbo og Jumbo (Hókus og Pókus upp á íslensku). Það er bókaútgáfan Handprint Books sem gefur bókina út og bók- menntatímaritið Kirkus Review hefur sett hana á lista yfir fjörutíu bestu barnabækur ársins 2003. Christopher Franceschelli, sem stýrir Handprint, vonar að les- endur einbeiti sér að „meginþema“ bókarinnar, „glaðlyndu barni sem heldur út í óbyggðirnar og tekst að sigrast á öllum áskorunum“. „Þetta er saga sem hljómar sönn,“ segir hann. „Ég vona að við lestur þessarar bókar skynji börn Sambó sem hetju og að þau dáist að frábærum myndskreyting- unum.“ Menningarvitar skiptast hins vegar í tvö horn í afstöðu sinni til útgáfunnar. „Orðið Sambó hefur tekið sér svo sterka bólfestu í sam- eiginlegu minni manna að það er ómögulegt að hreinsa það af þeirri skírskotun,“ segir Russell Adams, deildarforseti í afrísk-amerískum fræðum við Howard-háskóla, en Sambó hefur verið notað í niðrandi merkingu um svarta menn frá því um miðja nítjándu öld. Randall L. Kennedy, prófessor við lagadeildina í Harvard og höf- undur bókarinnar „Nigger“, þar sem rætur „niggara“-hugtaksins eru raktar, segir hins vegar að það hafi ákveðið sögulegt gildi að hefja söguna um Sambó til virðingar á ný. „Viljum við að fólk þekki orðið Sambó?“ spyr hann. „Staðreyndin er, að það á sér merka sögu. Það hefur vissulega verið notað af kyn- þáttahöturum á lítilmótlegan hátt og fólk ætti að þekkja þá sögu.“ Skrifaði söguna fyrir börnin Helen Bannerman var skosk en bjó á Indlandi um þrjátíu ára skeið. Skrifaði hún bókina, og teiknaði við hana myndir, fyrir börn sín tvö og aldrei var ætlunin að hún kæmi fyrir sjónir fleiri. Vinur Bannerm- an fór hins vegar með söguna til útgefanda sem leist vel á. Sagan hlaut miklar vinsældir strax eftir að hún kom fyrst út 1899 og hefur margoft verið endurútgefin, í mörgum og ólíkum útgáfum. Síðast kom hún út 1996 og hafði nafnið Sambó þar verið tekið úr notkun sökum neikvæðrar skír- skotunarinnar. Christopher Bing teiknar Sambó að þessu sinni sem glaðlyndan dreng með stutt, hrokkið hár. Teikningar hans gefa til kynna að ævintýrið um Sambó gerist í Ind- landi og setur hann í myndir sínar tilvísanir til margra og ólíkra menningar- og trúarheima. Mumbo (Hókus) gengur í sarí-klæðnaði eins og indverskar konur gera og Jumbo (Pókus) ber mikinn túrban- hatt. Í nýju útgáfunni er ennfremur að finna kynningartexta frá útgef- andanum, Francheschelli, þar sem vísað er til „myrkrar og marg- slunginnar sögu bókarinnar“. Francheschelli og Bing, sem báð- ir eru hvítir á hörund, segja að „Sagan af litla svarta Sambó“ hafi verið þeirra uppáhaldsbók þegar þeir voru börn og sú fyrsta, sem þeir lásu, sem hafði blökkudreng fyrir söguhetju. Segir Bing, sem hefur unnið til margvíslegra verð- launa fyrir teikningar sínar, að hann hafi byrjað að teikna Sambó fyrir sjálfan sig fyrir tuttugu ár- um. Vinir hans, þ.á m. svertingjar, hafi hvatt hann til að birta teikn- ingarnar. „Ég held að fólk sem í raun elskar þessa sögu sjái sögu- hetjuna eins og ég hef teiknað hana, með jákvæðum formerkjum en ekki sem einhvern trúð,“ segir hann. Engir kynþáttafordómar Bing bætir því við að í reynd sé enga kynþáttafordóma að finna í Sögunni af litla svarta Sambó, þ.e.a.s. ef menn líti framhjá nöfn- unum Sambó, Mumbo og Jumbo. Bannerman hafi þar að auki aldrei hugsað sér að nota nöfnin þannig að þau virkuðu niðrandi um svarta menn. Og Francheschelli segist hafa viljað halda upprunalegum titli og nafni á söguhetjunni, enda sé ekki hægt að „hvítþvo eða breyta fortíðinni“. „En ég vona að ég geti stuðlað að betri skilningi á fortíðinni,“ segir hann. Enn deilt um litla svarta Sambó Ný útgáfa hefur endurvakið um- ræður um kynþáttafordóma sem sagðir eru setja svip sinn á söguna AP Teikningar Christophers Bings við nýja útgáfu „Sögunnar af litla svarta Sambó“ sækja innblástur í ólíka trúar- og menningarheima. New York. AP. ’ […] Sambó hefurverið notað í niðrandi merkingu um svarta menn frá því um miðja nítjándu öld. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.