Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á sýningu Ólafs Elías- sonar í Hafnarhús- inu, sem opnuð var um síðustu helgi, er nýtt verk sem hann nefnir Your Activity Horizon. Verkið fyllir einn sal safnsins en þunn ljóslína sker vegg hans allan hringinn og „myndar eins konar sjóndeildarhring sem lýsir upp það sem við sjáum; salinn og súl- urnar“, eins og Ólafur segir í við- tali við Tímarit Morgunblaðsins á sunnudaginn. Og hann heldur áfram: „Um leið vísar hann [sjón- deildarhring- urinn] út fyrir sig, til þess sem er handan við hann, utan veggja safns- ins. Það sem vakti áhuga minn var hversu sjón- deildarhringurinn er í raun af- stæður, því um leið og við förum að hugsa um hann fer hann á hreyf- ingu. Þessi hverfulleiki vekur til- finningar sem líkja má við efa- semdir, og þær kveikja með manni hugsanaferli er vonandi leiðir til nýs skilnings. Sá skilningur vinnur síðan gegn efasemdunum og þá er- um við eiginlega komin í heilan hring,“ segir hann og hlær, „allt fyrir tilstilli þessarar innbyggðu þversagnar í hugtakinu.“ Sjóndeildarhringurinn, sem ljósræman myndar eða táknar í sýningarsal Hafnarhússins, vísar bæði til þess hversu takmarkaður hann er, ekki aðeins þarna innan veggja safnsins heldur og utan þess, innan „borgarveggjanna“. Og í senn er hún eins konar sjón- hverfing; standi maður inni í miðjum salnum gæti þessi lína (við sjónbaug) verið í órafjarlægð (sem er þó ekki nema 42 kílómetrar úti á rúmsjó, ef marka má Ólaf). Og þannig sker hún sig í gegnum veggi safnsins og í gegnum um- hverfi þess og endar einhvers staðar þar sem hugurinn leiðir mann. Það er óneitanlega einhver dul- arfull fegurð á bak við þetta. Og líkt og í sumum öðrum verk- um Ólafs er hér leikið á mörk- unum, það er leikið á mörkum ólíkra krafta eða hugmynda og þessi mæraleikur virðist losa um hugsanir og jafnvel höft í skynjun og skilningi manns á umhverfinu. Þetta hefur auðvitað hvergi birst með jafn sterkum hætti og í Túrbínusal Tate Modern-safnsins í London þar sem Ólafi hefur tek- ist að losa um höft safngesta með mjög afgerandi hætti. Þar hefur Ólafur einnig sett upp verk sem býr yfir einhverri dularfullri feg- urð í einfaldleika sínum; speglar þekja loft salarins, í öðrum enda hans blasir við stór sól sem er mynduð af upplýstum hálfhring og speglun hans í loftinu og um allan salin læðist þoka eða mistur sem reykvélar mynda. Fljótlega eftir opnun sýningarinnar tóku gestir safnsins að leggjast á gólf þess og horfa á sjálfa sig baða út öngum langt uppi í speglaloftinu. Gestir urðu með öðrum orðum þátttak- endur í verkinu, eins og Ólafur orðar það í áðurnefndu viðtali, „venjulegt fólk sér sig sem hluta af verkinu og uppgötvar um leið hvaða möguleika verkið býður upp á sem verkfæri til að gagnrýna og greina umhverfið“. (Þess má geta að verk sem Ólafur sýnir nú í Hafnarhúsinu, Frost Activity, hef- ur vakið sömu viðbrögð íslenskra safngesta sem leggjast í gólfið og horfa á sjálfa sig í spegilloftinu, í verkinu.) Ólafur hefur áður unnið á þess- um mörkum höfundar og viðtak- anda en það sem er merkilegt við sýningu hans í Tate Modern eru viðbrögð áhorfendanna. Þau hafa hleypt óvæntri virkni í hugmynd- ina um skapandi viðtöku eða þátt- töku áhorfandans í merkingu lista- verksins. Hinn almenni safngestur sem áður hafði oftast klórað sér í höfðinu frammi fyrir hálistinni og sagt: Ég skil þetta ekki, eða: Þetta kemur mér ekki við, eða: Ég á ekki heima hérna – þessi sami gestur gerir sig nú svo heimakominn í ný- listasafninu að sjaldan ef nokkru sinni hefur annað eins sést. Og spurningin hlýtur að vera sú hvaða áhrif þetta hefur á listina eða að minnsta kosti umrætt listaverk. Sjálfur átti ég leið um London fyrir rúmum mánuði og hlakkaði mikið til að koma í Tate Modern að skoða sýningu Ólafs. Ég hafði lesið alla þá umfjöllun um verkið sem ég komst yfir áður en ég fór á sýn- inguna. Ég kom í safnið um hálfell- efuleytið á sunnudagsmorgni. Í Túrbínusalnum var þegar fjöldi fólks, að stórum hluta fjöl- skyldufólk að því er virtist, og um það bil helmingur þess lá í gólfinu og horfði upp í speglaloftið bað- andi út öllum öngum, sumir jafn- vel ullandi eða grettandi sig (sem hefur nú sennilega lítið upp á sig þar sem lofthæðin er mikil). Verkið sjálft og hegðun gest- anna kom mér ekki á óvart en staðfesti allt sem ég hafði lesið í blöðunum. Ég lagðist auðvitað sjálfur í gólfið og horfði á mig eins og lítinn maur í þessu mikla gang- verki Ólafs. Og meðan ég lá þarna í gólfinu með öllu þessu fólki fór ég að hugsa að kannski væri þessi sýning raunverulegur list- viðburður, loksins raunverulegur viðburður í listasögunni. Kannski hafði Ólafi tekist að rjúfa einhver mörk. Kannski hafði honum tekist að víkka sjóndeildarhringinn. En ég var ekki viss um það hvernig niðurstaðan orkaði á mig. Öðrum þræði leið mér eins og gesti í skemmtigarði. Fólk hafði safnast saman í speglasalnum, sem nýtur ávallt vinsælda, og skemmti sér við að gretta sig, beygja og bretta. Það var augljóslega að upplifa listasafn með nýjum hætti. Og það var í raun hin eiginlega niðurstaða verksins. En um leið og listaverkið (og ef til vill listasafnið) varð þann- ig eins og eilítið nánari eða meiri hluti af samfélaginu þá missti það einhverja vídd, hugsanlega fjar- lægðarvíddina, hugsanlega höf- undarvíddina, hugsanlega vídd hins dularfulla, óvænta, óræða. Utan hringsins En um leið og listaverkið (og ef til vill listasafnið) varð þannig eins og eilítið nánari eða meiri hluti af samfélaginu þá missti það einhverja vídd, hugs- anlega fjarlægðarvíddina, hugsanlega höfundarvíddina, hugsanlega vídd hins dularfulla, óvænta, óræða. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ÞAÐ þyrmdi yfir marga þegar fréttist af uppsögn yfirlæknis Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og áformum um breytt skipulag og flutning þeirrar þjón- ustu sem þar hefur verið veitt í rúman áratug. Vinnubrögðin vekja furðu þar sem ekkert samráð er haft við starfsfólk Neyð- armóttökunnar og engin rök færð fyrir þeirri fullyrðingu að þjónustan verði í engu skert. Áformaður flutningur Neyð- armóttökunnar af slysa- og bráðasviði í Fossvogi á kvenna- deildina við Hring- braut virðist al- gjörlega vanhugsuð aðgerð og augljóslega skref aftur á bak í þessum ofurviðkvæma málaflokki sem hefur algjöra sérstöðu innan heilbrigðisþjónust- unnar. Stærsta framfarasporið Er fólk búið að gleyma hvernig bú- ið var að fórnarlömbum kynferð- islegs ofbeldis fyrir aðeins 20 ár- um? Vita menn ekki að fagleg aðhlynning fórnarlamba var nánast engin og þekking lögreglumanna og dómara var slík að fórnarlömbunum fannst þau upplifa nauðgunina aftur og aftur ef þau á annað borð lögðu í að kæra verknaðinn? Finnst stjórn- endum Landspítala – háskólasjúkrahúss virkilega ómaksins vert að rífa niður það starf sem unnið hefur verið af stakri alúð svo að hægt sé að taka fag- lega á málum og draga úr þeim skaða sem nauðgun veldur á lík- ama og sál og lagt er til jafnaðar við manns- morð? Fyrsta þingmálið sem samþykkt var að frumkvæði Kvennalist- ans var einmitt um könnun á meðferð nauðgunarmála og úr- bætur í þeim efnum. Tillagan var samþykkt vorið 1984 og leiddi til þess að nefnd fagaðila vann mikið og gott starf og lagði fram margar tillögur um lagabreytingar og úr- bætur á meðhöndlun þessara mála. Síðan þá hefur jafnt og þétt verið unnið að bættri meðferð nauðg- unarmála. Eitt stærsta framfara- spor í þeim efnum var stigið þegar Neyðarmóttöku vegna nauðgunar var komið á laggirnar árið 1993. Stærstan þátt í undirbúningi þess átti Guðrún Agnarsdóttir sem æ síðan hefur haft yfirumsjón með þessu starfi. Henni er nú þakkað með því að segja henni upp 20% starfi yfirlæknis Neyðarmóttök- unnar sem stjórnendur LSH telja að geti bara verið deild innan kvennadeildar LSH. Afsprengi kvennabaráttu Þessi áform lýsa ótrúlegu skilnings- leysi á eðli máls og starfsemi Neyð- armóttökunnar. Þangað hafa fórnarlömb nauðg- unar getað snúið sér beint á öllum tímum sólarhrings og fengið fyrstu líkamlegu og tilfinningalegu bráða- hlynningu. Þar er gert að áverkum og hægt að fá bæði kvenskoðun og réttarfarslega læknisskoðun sem skiptir miklu ef verknaðurinn er kærður. Þessi þjónusta hefur skipt sköpum um meðferð og velferð þeirra sem orðið hafa fyrir því skelfilega ofbeldi sem felst í nauðg- un og er ekki síður árás á sál en á líkama þess sem fyrir verður. Neyðarmóttökunni var valinn staður og umgjörð að vandlega at- huguðu máli og lýtur allt öðrum þörfum og lögmálum en sú þjónusta sem veitt er á kvennadeild. Starfsemi Neyðarmóttökunnar hefur vakið alþjóðlega athygli og verið skilgreind sem fyrirmynd á alþjóðamælikvarða. Það væri stór- slys ef starfsemi Neyðarmóttök- unnar yrði liðuð í sundur og dýr- mætri reynslu og fagþekkingu kastað á glæ. Neyðarmóttakan er afsprengi kvennabaráttu. Það stendur konum næst að standa um hana vörð. Stöndum vörð um Neyðarmóttökuna Kristín Halldórsdóttir skrifar um Neyðarmóttöku vegna nauðgunar ’Það væri stór-slys ef starf- semi Neyð- armóttökunnar yrði liðuð í sundur…‘ Kristín Halldórsdóttir Höfundur er fyrrverandi alþingiskona. OFT er sem fólki vaxi í augum smæðin og fámennið utan Reykja- víkur. Það gleymist oft að það getur falið í sér ýmsa kosti að vera smár og knár, auk þess sem orðin smæð og fámenni eiga við um Ísland allt. Það sem landsbyggðin þarf mest á að halda er frumkvæði og bjart- sýni, sem hvort tveggja fæst með sjálfstæði og ábyrgð heimamanna, þar sem byggt er á grunni mannauðs, tækniþekk- ingar, menningararfs og náttúruauðlinda hvers héraðs til lands og sjávar. Þessar forsendur ber að hafa í huga, þegar stofnun háskóla á Ísa- firði er rædd. Hvanneyri – Bifröst – Hólar – Akureyri Staðreyndin er sú að smæðin getur verið kostur, ef rétt er staðið að málum. Sjálfstæði, frumkvæði og sveigjanleiki er alger forsenda þess að litlar menntastofnanir – á hvaða sviði sem er – geti staðist stærri og þungskreiðari stofnunum snúning. Þetta hefur verið sýnt fram á hjá nokkrum litlum en sjálfstæðum menntastofnunum, t.d. á Hvann- eyri, Bifröst og Hólum. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga þennan styrk sem sjálfstæðið gefur þegar framkvæmdar eru góðar hugmyndir um háskólastofnanir í sem flestum landshlutum. Starf- semi þessara stofnana skiptir gríð- arlegu máli fyrir alla þróun at- vinnu- og menningarlífs í nærumhverfi þeirra og þá jafn- framt fyrir landið í heild. Sjálfstæði – frumkvæði – sveigjanleiki Hægt er að taka dæmi af Hólaskóla sem hefur vaxið úr nánast engu á síðustu 20 árum og öðlaðist nýverið rétt til að brautskrá nemendur með háskólagráðu. Af vexti og þroska Hólaskóla má draga nokkurn lær- dóm fyrir framtíðaruppbyggingu í menntamálum á landsbyggðinni. Í krafti sjálfstæðis síns hefur hann styrkt stöðu sína og breikkað verk- efnasviðið með samningum við fyr- irtæki, bændur, ein- staka háskóla og rannsóknastofnanir hérlendis og erlendis. Oft og tíðum hefur það komið til tals á síðari árum að fella skólann undir einhverja aðra stofnun, fyrir sunnan eða norðan, og gera hann þannig að útibúi sem yrði stjórnað úr fjarlægð. Þessum hug- myndum var sem bet- ur fer alltaf úthýst, þótt stundum væri knúið fast dyra. Þeim sem fyrir eru á vettvangi eiga oft erfitt með að líta á málin frá annarri hlið en sinni eigin, ekki síst þegar þeim finnst að sér þrengt. Stofnun sjálfstæðs há- skóla á Akureyri var gerð í and- stöðu við háskólana í Reykjavík, en fáir efast nú um að sjálfstæði hans var forsenda frá byrjun. Útibúin verða hornrekur Sannleikurinn er sá að útibúa- hugmyndin í uppbyggingu mennta- og rannsóknastofnana út um hinar dreifðu byggðir er mjög brothætt. Sú hætta getur fylgt uppbyggingu ósjálfstæðra útibúa, að þau verði olnbogabörn í fjölskyldu annarra og stærri menntastofnana sem allar hafa fastar hugmyndir um eigin vöxt og viðgang. Þetta þýðir vita- skuld ekki að menntastofnanir eigi að halda sig sér og sneiða hjá sam- vinnu við aðrar menntastofnanir. Á síðari árum hafa mörg atvinnufyr- irtæki úti á landi – einkum í sjávar- útvegi – farið úr eigu heimamanna og lent í höndum fjarlægra stórfyr- irtækja. Atvinnulífinu er þannig stjórnað af fólki sem er ókunnugt aðstæðum og hefur ekki taugar til staðarins. Undir þessum kring- umstæðum er erfitt að búast við nýsköpun í tengslum við helstu fyr- irtæki staðarins. Af þessum sökum er einnig mikilvægt að þær stofn- anir sem byggðar eru upp úti á landi til þess að efla menntun og fjölbreytni lúti ekki sömu lög- málum, heldur séu sjálfstæðar. Sóknarfæri landsbyggðarinnar Hver landshluti, hvert byggðarlag verður stöðugt að sækja fram í menntunarmálum, annars er hætta á stöðnun. Öll störf og verkefni á háskólastigi eru nú almenningseign og óaðskiljanlegur hluti þróaðs samfélags. Aukin menntun, fjöl- breytt atvinna, blómlegt mannlíf og hagvöxtur fer saman. Þar liggja sóknarfæri landsbyggðarinnar. Stofnun símenntunar- og há- skólaseturs á Ísafirði hefur verið í undirbúningi og vinnur Fræðslu- miðstöð Vestfjarða þar gott braut- ryðjendastarf. Á Ísafirði eru miklir möguleikar í að mynda sterka stofnun sem tekur að sér og stýrir rannsóknum og vöktun á fjöl- breyttum auðlindum svæðisins og nýtingu þeirra. Rannsóknastöð veiðarfæra væri t.d. hvergi betur komin en þar. Verkefni Hafrann- sóknastofnunar á Vestfjörðum ættu að færast undir Háskóla Vestfjarða. Háskóli Vestfjarða á fjárlög 2005 Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2004 lögðum við Guðjón A. Krist- jánsson til að veitt yrði fé þegar á þessu ári til að vinna að stofnun Háskóla Vestfjarða á Ísafirði. Sú tillaga okkar náði ekki fram að ganga að þessu sinni, en stjórn- arþingmenn kjördæmisins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun Háskóla á Ísafirði. Vonandi verður ekki látið sitja við orðin tóm og Háskóli Vestfjarða á Ísafirði komist á fjárlög árið 2005. Háskóli Vestfjarða á Ísafirði Jón Bjarnason skrifar um skólamál ’Hver landshluti, hvertbyggðarlag verður stöð- ugt að sækja fram í menntunarmálum, ann- ars er hætta á stöðnun.‘ Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður Vinstri – grænna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.