Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 43
DAGBÓK
Lífrænt ræktaðar vörur
Kárastíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4082.
Þorrinn er hafinn hjá okkur
Úrvals
hefðbundinn
þorramatur
ásamt súrum hval
og skötustöppu
Sendum hvert á land sem er
Gerum tilboð í veisluna ykkar
Verslunin Svalbarði
Framnesvegi 44, Reykjavík, sími 551 2783
Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, sími 564 2783
Verkun, sími 562 2738
Netfang: svalbardi@isl.is
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert kraftmikil/l, skapandi
og sjálfstæð/ur og ferð oft
ótroðnar slóðir. Þú þarft að
gæta þess að ganga ekki of
langt í umgengni við aðra.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Reyndu ekki að slá ryki í
augu vina þinna. Þeir þekkja
þig og látalæti verða því bara
vandræðaleg og geta jafnvel
orðið til að spilla annars góðu
sambandi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Reyndu að gera þér grein
fyrir því hvaða verkefni geta
beðið og hver þú þarft að
setja í forgang. Gott skipulag
getur bjargað miklu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það hjálpar ekkert að líta
framhjá vandamálunum. Þau
hverfa ekki, heldur verða
bara erfiðari viðfangs ef við
tökumst ekki á við þau strax.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Öllu gamni fylgir nokkur al-
vara. Góðlátlegt grín er í lagi,
en gættu þess að niðurlægja
ekki neinn með gamansemi
þinni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gættu þess að hlaupa ekki
langt yfir skammt í dag. Þó
þér líði vel í sviðsljósinu er
ekki rétt að gera hvað sem er
til að vekja á sér athygli.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú þarft að setjast niður og
reyna að gera þér grein fyrir
því, hvað það er sem þú sæk-
ist raunverulega eftir í lífinu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þegar þú ferð að uppskera
árangur erfiðis þíns þarftu að
muna eftir öllum þeim, sem
réttu þér hjálparhönd.
Leyfðu þeim að gleðjast með
þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hættu að velta þér upp úr
mistökunum. Reyndu heldur
að læra af þeim og halda svo
ótrauður áfram. Batnandi
manni er best að lifa.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt þú hafir í mörg horn að
líta máttu ekki gleyma vinum
þínum. Gefðu þeim tíma og
ræktaðu sambandið við þá.
Þú þarft á þeim að halda.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú verður að skipuleggja
starf þitt betur ef þú átt að
koma einhverju í verk. Byrj-
aðu á því að loka á málglaða
vinnufélaga.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú þarft ekki að tala á torg-
um og hól til að koma skila-
boðum til fólks. Innihald þess
sem þú segir skiptir meira
máli en framsetningin.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er engu líkara en annar
hver maður í veröldinni vilji
ná tali af þér. Reyndu að
velja úr þannig að þú getir
sinnt því sem skiptir raun-
verulegu máli.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
HEIMSÓKN
Frá gullnu víni, ljúfum perluleik
við ljóð og draum, frá rós, sem angar bleik,
þú hrekkur upp með andfælum og hlustar.
Því sjá, það hefur hent, sem kveiðstu mest:
Hér hýsir þú í stofu þinni gest,
sem óvænt kom og köldum hrolli gustar.
Og þér finnst gestsins ásýnd stinga í stúf
við stofu þína. Hans rödd er köld og hrjúf
og vekur hjá þér gremju, ógn og ótta.
Og langt að baki rís þín rödd og spyr:
Hví rekurðu ekki þennan gest á dyr?
Er ekki tími til að leggja á flótta?
Of seint, of seint. Þig elta augu hans.
Þú ert á valdi hins dapra komumanns.
– – –
Tómas Guðmundsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 20. jan-
úar, er fimmtug Björg
Ólafsdóttir. Hún er á leið til
Kanaríeyja ásamt eig-
inmanni sínum, Sigurði
Arnþórssyni.
SVEIT Orkuveitu Reykjavík-
ur stóð af sér öll áhlaup á loka-
spretti Reykjavíkurmótsins og
vann sannfærandi sigur. Sveit-
in fékk 333 stig, eða 19,59 að
jafnaði úr leik. Sveit Eyktar
varð önnur með 320 stig, en
Essosveitin þriðja með 316.
Liðsmenn OR eru: Svæar Þor-
björnsson, Páll Valdimarsson,
Anton Haraldsson, Sigurbjörn
Haraldsson, Þröstur Ingimars-
son og Bjarni H. Einarsson.
Norður
♠ÁG5
♥Á43
♦ÁD103
♣D98
Vestur Austur
♠10763 ♠D82
♥D109 ♥G5
♦K ♦97652
♣K7543 ♣G106
Suður
♠K94
♥K8762
♦G84
♣Á2
Spilið að ofan kom upp í
15. umferð á laugardaginn.
Almennt spiluðu NS-pörin
fjögur hjörtu, en eitt par
freistaði gæfunnar í sex
hjörtum. Það voru fyrrum
Skagamenn, þeir Eiríkur
Jónsson og Jón Alfreðsson, í
sveit þess fyrrnefnda.
Slemman er býsna hörð.
Til að byrja með þarf tíg-
ulkóngurinn að liggja fyrir
svíningu og trompið að falla
3-2. En það þarf ýmilsegt
annað að koma til. Eiríkur
var við stýrið og fékk út lauf.
Hann stakk upp drottningu
blinds, tók tvo efstu í hjarta
og spilaði litlum tígli að borð-
inu. Þegar kóngurinn kom
var hægt að leggja upp.
Vestur hélt að hann hefði
gefið slemmuna með út-
spilinu, en svo er ekki. Ekki
má koma út með spaða, því
þá hleypir sagnhafi á níuna
heima. Útspil í trompi kemur
auðvitað ekki til greina, en
tígulkóngurinn er möguleiki.
Og það útspil gefur ekkert.
En sagnhafi á svar við þeim
leik. Hann tekur ÁK í hjarta
og spilar svo tíglunum. Ef vest-
ur neitar að trompa verður
hann sendur inn á þriðja hjart-
að í fyllingu tímans til að spila
laufi frá kóngnum eða spaða
frá tíunni.
Sama niðurstaða.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4
cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3
Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8.
0-0-0 Bd7 9. f3 Be7 10. h4
h6 11. Be3 b5 12. g4 Rxd4
13. Bxd4 b4 14. Re2 e5 15.
Be3 Da5 16. Kb1 Be6 17.
Rc1 d5 18. Bh3 d4 19. Bf2
g5 20. Bf1 Hg8 21. Rb3
Da4 22. hxg5 hxg5
23. Bd3 Rd7 24. De2
Dc6 25. Hh6 Bf8 26.
Hh7 Bg7 27. Bg3
Bf6 28. Be1 Hb8 29.
Bxa6 Hb6 30. Bd3
Ke7 31. Rc1 Rf8 32.
Hh2 Rg6 33. Bd2
Ha8 34. b3 Ha3 35.
Hh5 Hb8 36. Bxg5
Bxg5 37. Hxg5
Hba8 38. Dh2 Dc5
39. f4 Da5
Staðan kom upp í
C-flokki Corus
skákhátíðarinnar
sem fer fram þessa
dagana í Wijk aan Zee í
Hollandi. Merab Gagun-
ashvili (2.583) hafði hvítt
gegn Jan Werle (2.407). 40.
Hxg6! Hæglátari leikur
eins og 40. fxe5 hefði einnig
getað tryggt hvítum sigur.
40. ...fxg6 41. Dh7+ Kd6
42. fxe5+ Dxe5 43. Db7
Dc5 44. He1 og svartur
gafst upp þótt hann hefði
getað barist áfram eftir t.d.
44. ...De5.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Ljósmynd/Bonni
BRÚÐKAUP. Hinn 21. júní voru gefin saman í hjónaband í
Kópavogskirkju af séra Pétri Þorsteinssyni þau Þórey Ósk
Árnadóttir og Heiðar Gunnarsson. Þau eru til heimilis að
Forsölum 1 í Kópavogi.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Sveit Orkuveitu Reykjavíkur
vann Reykjavíkurmótið
Sveit Orkuveitu Reykjavíkur sigr-
aði í Reykjavíkurmótinu í sveita-
keppni sem lauk um helgina. Í sig-
ursveitinni spiluðu Sævar
Þorbjörnsson, Páll Valdimarsson,
Sigurbjörn Haraldsson, Anton Har-
aldsson, Þröstur Ingimarsson og
Bjarni H. Einarsson. Tóku þeir fé-
lagar forystu í fyrstu umferð og að-
eins einu sinni allt mótið leiddu þeir
ekki, en því var kippt snarlega í liðinn
og enduðu þeir mótið 13 stigum fyrir
ofan næstu sveit.
Sautján sveitir spiluðu um titilinn
og réttinn til að spila í undanúrslitum
Íslandsmótsins. Helstu tíðindi voru
þau að sveit Félagsþjónustunnar sem
spilaði í úrslitum Íslandsmótsins í
fyrra komst ekki í gegn um niður-
skurðinn. Þeim fylgja reynslumiklir
spilarar úr sveit ROCHE, ásamt
fleiri góðum sveitum. En mikil
keppni var á milli sveita allan tímann.
Reykjavík á aðeins rétt á 12 sveitum í
undanúrslit, en þær voru 15 í fyrra.
Orkuveita Reykjavíkur 320
Eykt 320
Esso 316 stig
Ferðaskrifstofa Vesturlands 298
Sveitin mín 288
Anna Ívarsdóttir 282
SS 279 stig
Þrír Frakkar 278
Grant Thornton 278
Esja 254 stig
Eiríkur Jónsson 247
Símon Símonarson 242
ROCHE 237
Félagsþjónustan 203
Halldóra Magnúsdóttir 176
Guðmundur Magnússon 167
Eiríkur & Einar Valur hf. 112
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Þátttakan hjá eldri borgurum er
jöfn og góð en 22 pör mættu til
keppni þriðjudaginn 13. janúar sl.
Efstu pör í N/S:
Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufda 254
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 242
Eysteinn Einarss. - Ólafur Ingvarss. 240
Svava Ásgeirsd. - Þorvaldur Matthíass. 240
Hæsta skor í A/V:
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 262
Einar Einarsson - Hörður Davíðss. 250
Bjarni Kjerulf - Þorleifur Þórarinss. 229
Sl. föstudag var hörkukeppni í báð-
um riðlum en þá mættu 20 pör. Loka-
staða efstu para í N/S:
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 245
Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 241
Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 240
Og hæsta skor í A/V:
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 265
Júlíus Guðmundss. - Óskar Karlss. 256
Björn Kristjánss. - Gunnar Sigurbj.ss. 255
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 20. jan-
úar, er áttræð Ása Guðrún
Sturlaugsdóttir, nú búsett á
Hjúkrunarheimilinu Sól-
túni.