Morgunblaðið - 20.01.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 20.01.2004, Síða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 35 undanfarin ár. Mér finnst núna þegar ég reyni að rifja upp kynni mín af afa að ég hefði alltaf átt að hafa stílabók og penna við höndina. Hann var bara svo skemmtilegur og merkilegur maður. Hann endursagði seinni heimsstyrjöldina á Íslandi eins og það hefði gerst í gær. Hann var sögu- maður af guðs náð þannig að í hug- skoti manns opnaðist heill heimur af herskipum, drukknum amerískum hermönnum, illa gerðum malarveg- um, dimmum bröggum og súru hval- kjöti. Við braggana í Hvalfirði lék ég mér í gamla daga og fór oft á skrifstofuna til afa í heimsókn því að hann tók allt- af vel á móti mér. Þar kenndi hann mér bestu leiðina að pressa peninga inni í mannhæðarháum peningaskáp. Svo ef hann þurfti að fá vinnufrið sendi hann mig í leiðangra. Skemmti- legasti leiðangurinn var þegar hann lét mig fá smápeninga og sendi mig í spilakassann og ef einhver gróði kom úr því þá átti ég að skila því til hans og fékk þóknun í staðinn. Loksins þegar maður var kominn á fullorðinsárin breyttist viðmót hans til manns yfir í mikla virðingu. Ég man eftir fyrsta skiptinu sem hann bauð mér inn á skrifstofu til sín þar sem hann bauð mér upp á fyrsta staupið. Þar sagði hann mér ýmsar sögur sem seint gleymast og kvaddi mann svo með þúsundkalli á leiðinni út en aldrei fyrir framan ömmu „ekki segja ömmu þinni,“ hvíslaði hann að manni og brosti. Ég mun sakna afa mikið og tel það forréttindi að hafa átt samleið með honum. Þó svo að ég syrgi fráfall hans afa þá fagna ég því lífi sem hann lifði og þau forréttindi að hafa fengið að taka þátt í því. Bless, afi minn, bless, afi Magnús. Hákon Skúlason. Í hugann koma hugljúfar minning- ar um afa minn Magnús Maríasson, er lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hinn 12. þ.m. Þegar ég var lítill bjuggu amma Hulda og afi Magnús í einu stærsta íbúðarhúsi á Íslandi í Æsufelli 2 í Breiðholti og fór ég reglulega í heim- sókn þangað, oft með ömmu Bryndísi og afa Guðmundi. Ég man hvað ég var stoltur af því að rata um þetta stóra hús, þegar afi Guðmundur þóttist ekki vita hvert ætti að fara leiddi ég hann í lyftuna og með henni fórum við upp á 9. hæð, en síðan var gengið upp einn stiga á 10. hæð. Það var svo fallegt heima hjá ömmu Huldu og afa Magnúsi. Amma Hulda var alltaf fljót að slá upp veislu, en stundum sendi hún afa Magnús út í bakarí og fékk ég þá að fara með. Afi keyrði þá bíl kominn á níræðisaldur, alltaf hress og kátur. Gaman þótti mér að sitja inni á skrifstofu hans og skoða alla þá hluti sem þar voru. Mér finnst gott að eiga þessar minningar um hann afa minn. Guð blessi minningu afa Magnús- ar. Guðmundur Kári Skúlason.  Fleiri minningargreinar um Magnús Maríasson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA INGIBJÖRG JAFETSDÓTTIR, Erluhrauni 6, Hafnarfirði, sem andaðist þriðjudaginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudag- inn 21. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Kristján Þ.G. Jónsson, Sigríður G. Jónsdóttir, Brynhildur R. Jónsdóttir, Guðmundur S. Halldórsson, Kristín Jónsdóttir, Heimir Ólafsson, Steinunn G. Jónsdóttir, B. Jens Guðbjörnsson, Sigurður Jónsson, Brynhildur Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir og tengdamóðir, SIGRÚN SVEINSDÓTTIR, (Stella), Grundargerði 14, Reykjavík, sem lést á Landspítala, Fossvogi, föstudaginn 16. janúar sl., verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinn- ar látnu, er bent á Þroskahjálp, sími 588 9390. Jón Jósteinsson, Karen Jónsdóttir, Tómas Jón Brandsson, Sveinn Jónsson, Judy Wesley, Sólmundur Jónsson, Ingigerður Arnardóttir, Guðni Jónsson, Dagný Ragnarsdóttir, Drífa Björk Jónsdóttir og afkomendur. Einlægar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS JENSSONAR verkfræðings. Einnig þökkum við læknum og öðru starfsfólki sem annaðist hann á Landspítala, Fossvogi. Margrét Ólafsdóttir, Björg E. Smidt og fjölskylda, Ari Ólafsson og fjölskylda. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU DAVÍÐSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Sunnuhlíðar. Sigrún Guðnadóttir, Tyrfingur Sigurðsson, Guðni Tyrfingsson, Auður Alfreðsdóttir, Sigurður Tyrfingsson, Þórunn Tyrfingsdóttir, Jóhann Dalberg Sverrisson og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ADOLF F. WENDEL, Kirkjubraut 12, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Kristskirkju Landakoti miðvikudaginn 21. janúar kl. 13.30. Sólveig Wendel Sharrett, Michael Sharrett, Friðrik Wendel, Ásta Richter, María Björk Wendel Helgi S. Þorsteinsson, Jón Sverris Wendel, Jóhanna Eiríksdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Skúlagötu 40, áður til heimilis í Barmahlíð 54, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 14. janúar, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 23. janúar og hefst athöfnin kl. 13.30. Margrét Guðlaugsdóttir, Friðgeir Björnsson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson, Guðmunda Hr. Guðlaugsdóttir, Hulda Margrét Erlingsdóttir, Kristín Friðgeirsdóttir, Björgvin Skúli Sigurðsson, Guðlaug Friðgeirsdóttir, Morten Findstrøm. Faðir minn, tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og frændi, SVEINN BERGMANN HALLGRÍMSSON (Dússi), verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.30. Inga Anna Bergmann, Harjit Delay, Perla Rún, Birta Sól og Kai, Kristín Th. Hallgrímsdóttir, Helgi Már Alfreðsson, Hallgrímur S. Hallgrímsson, Gísli Hallgrímsson, Hrefna Andrésdóttir, Gunnar Hallgrímsson, Helga Hallgrímsdóttir, Júlíus Aðalsteinsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Alfreð Hafsteinsson, Ásgeir Hallgrímsson, Rósa Martinsdóttir og frændsystkini hins látna. Bróðir okkar, BIRGIR SIGURÐSSON, Brimnesbraut 7, Dalvík, sem andaðist fimmtudaginn 15. janúar sl., verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju föstu- daginn 23. janúar kl. 13.30. Systkini hins látna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR VALGEIR SVERRISSON, Víðihlíð, áður til heimilis á Sunnubraut 4, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, laugardaginn 17. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Sv. Ólafsson, Guðmunda Jónsdóttir, Arnþrúður S. Ólafsdóttir, Tryggvi Leósson, Einar Jón Ólafsson, Jósef Kr. Ólafsson, Hildur Guðmundsdóttir, Sigurður Ólafsson, Sigríður Ágústsdóttir, Arnar Ólafsson, Kolbrún Pálsdóttir, Valborg Anna Ólafsdóttir, Elías Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FRIÐRIK BJÖRNSSON, Suðurgötu 22, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar- daginn 17. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Þórhildur Sigurðardóttir, Steinunn Friðriksdóttir, Gunnlaugur Sigmarsson, Sigurður Friðriksson, Sólrún Bragadóttir, Þorbjörg Friðriksdóttir, Rúnar Þórarinsson, Jón Friðriksson, Alma Jónsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Marta Eiríksdóttir, Fanney Friðriksdóttir, Heiður Huld Friðriksdóttir, Eiður Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.