Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 10
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra ítrek- ar í samtali við Morgunblaðið að hann hafi lagt áherslu á að sparnaðaraðgerðir innan Landspítala – háskólasjúkrahúss komi sem minnst niður á þjónustu og öryggi spítalans. Haft var eftir Sigurði Guðmundssyni land- lækni í Morgunblaðinu í gær að hann teldi að fyrirhugaðar aðgerðir á LSH ættu eftir að draga úr þjónustu og gæðum hennar og bitna á sjúklingum. Ráðherra bendir á að það sé í höndum stjórnenda spítalans að útfæra aðgerðirnar. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi það að leið- arljósi að þær bitni sem minnst á þjónustu og öryggi LSH. „Annars ætla ég ekki að tjá mig endanlega um þetta fyrr en ég sé nánari út- færslu á tillögum [stjórnenda spítalans].“ Ráðherra segir þó ljóst að þær aðgerðir sem þegar hafi verið boðaðar muni hafa ein- hver áhrif á þjónustuna. „Staða mín er hins vegar enn sú sama; ég er bundinn af fjárlaga- rammanum,“ ítrekar hann. Stjórnendum spítalans er gert að lækka rekstrarkostnað spítalans um 1.400 milljónir á þessu og næsta ári. Þar af er gert ráð fyrir því að lækka rekstur hans um 800 til 1.000 milljónir á þessu ári. Bitni sem minnst á þjónustu LSH SPARISJÓÐABANKI Íslands lét ekki prenta jólakort í ár en ákvað að styrkja MS félagið í staðinn. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri afhenti Sigurbjörgu Ármanns- dóttur, formanni MS félags Íslands, 250.000 króna fjárstyrk í gær. Sigurbjörg segir MS félagið ákaflega þakklátt. „Þessi styrkur er eyrnamerktur bók sem við erum að láta þýða sem er fyrir börn og fjölskylduna og útskýrir hvernig sjúkdómur MS er,“ segir Sig- urbjörg. Bókinni verður dreift meðal MS sjúklinga og aðstand- enda, sem og á bókasöfn og til fag- aðila. „Við erum hér öll í sjálfboða- starfi hjá MS félaginu þannig að svona fjárstyrkir skipta okkur gríðarlega miklu máli,“ bætir Sig- urbjörg við. Morgunblaðið/Ásdís Styrkur í stað jólakorta FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ BORIST hefur eftirfarandi athuga- semd frá Sverri Hermannssyni, fyrrverandi menntamálaráðherra: „Morgunblaðinu varð á í mess- unni í gær þegar það birti grein mína „Utanríkiskroniku“. Í annarri málsgrein, þar sem vitnað er í Brekkukotsannál á að standa hlan- forir eins og í handriti mínu stóð en ekki hlandforir. Sama orði í næst- síðustu málsgrein er breytt á sama veg í blaðinu. Mönnum kann að virðast þetta smámunasemi af minni hálfu, en það finnst aðeins þeim, sem finna ekki þann mikla mun sem er á hlan-for og hinu heitinu. Það er einnig meginmál að vitna rétt í Brekkukotsannál.“ Athugasemd frá Sverri Hermannssyni SPARNAÐARAÐGERÐIR Landspítala – há- skólasjúkrahúss munu, samkvæmt þeim til- lögum sem nú liggja fyrir, snerta störf og kjör yfir fimm hundruð starfsmanna spítalans. Um fimmtíu starfsmönnum verður sagt upp en auk þess verður öðrum stöðugildum spítalans fækkað um 170 með því m.a. að ráða ekki áfram fólk sem sinnir tímabundnum verkefn- um. „Því sem upp á vantar á að ná með breyt- ingum á vinnufyrirkomulagi og vinnuhlutfalli, breytingum á vaktafyrirkomulagi, uppsögnum á yfirvinnu og öðrum breytingum sem geta verið allt frá smávægilegum röskunum á störfum og kjörum einstaklinga upp í veru- legar breytingar,“ að því er fram kemur á vef Bandalags háskólamanna (BHM). Þar með snerta aðgerðirnar, þegar á heildina er litið, yfir 500 manns. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir að beinu uppsagnirnar muni koma niður á átján félögum í aðildarfélögum BHM. Aðrar breytingar snerti um 250 félagsmenn. „Breyt- ingar koma til með að hafa áhrif á kjör margra en ég hugsa að langflestir séu því fegnir að halda starfinu þótt það þýði ein- hverjar breytingar,“ segir hún. Uppsagnarbréf send innan tíðar Stjórnendur spítalans funduðu með trún- aðarmönnum þriggja stéttarfélaga í gær, þ.e. trúnaðarmönnum BHM, Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og Alþýðusambands Ís- lands. Erna Einarsdóttir, sviðsstjóri starfs- mannamála, segir að nú liggi nokkuð ljóst fyrir hvar bera eigi niður í sparnaðaraðgerð- unum. Hún vill þó ekki upplýsa nánar um það. Gerir hún ráð fyrir að stjórnendur spítalans muni kynna aðgerðirnar á blaðamannafundi í vikunni. Hún segir að enn sem komið er hafi enginn fengið uppsagnarbréf, en þau verði send til viðkomandi innan tíðar. Læknaráð LSH fundaði í gær vegna að- gerðanna og sagði Friðbjörn Sigurðsson, for- maður læknaráðs, í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn að læknar hefðu verulegar áhyggjur af þróun mála. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessar aðgerðir eigi eftir að skerða þjónustu við sjúklinga,“ sagði hann. Ennfremur sagði hann að læknar hefðu áhyggjur af því að hlutverki spítalans sem há- skólasjúkrahúss yrði ekki sinnt sem skyldi. Hann benti á í því sambandi að niðurskurð- urinn kæmi víða við, m.a. í kennslu og vís- indum. 150 langveikir og fatlaðir sjúklingar Að sögn Friðbjörns telur læknaráð að ákveðinni þjónustu spítalans sé betur komið fyrir annars staðar, þ.e. fyrir utan spítalann. Hann segir að til dæmis séu um 150 langveikir og fatlaðir sjúklingar enn á spítalanum, þrátt fyrir að þeir hafi lokið sinni meðferð. Segir hann að félagsmálayfirvöld og sveitarfélögin þurfi að leggja sitt af mörkum til að koma til móts við þann hóp. Aðgerðir LSH eru taldar snerta yfir 500 starfsmenn HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, telur hvorki grundvöll til athuga- semda né afskipta af hálfu forseta þingsins við setu Péturs H. Blöndals í efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is, né við formennsku hans í nefnd- inni sem hún hefur kjörið hann til. Halldór segir, að jafnframt verði að telja að tillaga þingmanna úr Sam- fylkingunni, sem var flutt á fundi nefndarinnar 12. janúar, styðjist hvorki við þingsköp né þingvenjur. Með bréfi, dagsettu 12. jan. sl., fór meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar þess á leit við forsætisnefnd að hún léti m.a. í ljós álit sitt á „hæfi“ Péturs H. Blöndals, alþingismanns og formanns efnahags- og viðskipta- nefndar, „til að sitja og/eða stýra fundum“ nefndarinnar með fjölmörg- um gestum sem boðaðir voru á fund nefndarinnar en dagskrármálið var „staða sparisjóðanna“. Fundur nefndarinnar var haldinn að ósk Ög- mundar Jónassonar til að afla upplýs- inga og hlýða á sjónarmið hagsmuna- aðila. Halldór Blöndal segir í bréfi til Péturs H. Blöndals að forsætisnefnd sé hvorki að þingsköpum né þing- venjum áfrýjunarstig fyrir deilur um þingsköp. Það sé forseti sem skeri úr ágreiningi um skilning á þingsköp- um. Úrskurðir hans séu almennt fullnaðarúrskurðir. Halldór vísar til þess að þetta álita- efni hafi áður komið til kasta forseta. Í úrskurði frá 23. maí 1995 segir svo m.a.: „Hvorki í stjórnarskránni né þing- skapalögunum er að finna neinar reglur sem útiloka þingmann frá því að taka þátt í meðferð máls sem hann varðar sérstaklega ef undan er skilið ákvæði í 4. mgr. 64. gr. þingskapa- laga þar sem segir að enginn þing- maður megi greiða atkvæði með fjár- veitingu til sjálfs sín. En þar með eru vanhæfisreglur á vettvangi löggjaf- arvaldsins tæmandi taldar og engum öðrum til að dreifa. Alþingismenn eru í störfum sínum eingöngu bundnir við sannfæringu sína og standa aðeins kjósendum skil gerða sinna. Þeir eru ekki bundnir af hæfisreglum í störfum sínum og geta því tekið þátt í meðferð og afgreiðslu allra mála á þinginu. Það er einmitt ein af grundvallarreglum í stjórnmál- um lýðræðisríkja að þingmenn taki ákvarðanir um hvaða hagsmuni á að taka fram yfir aðra. Séu þeir tengdir þeim með mjög persónulegum hætti er þeim auðvitað í sjálfsvald sett af siðrænum ástæðum að segja sig frá máli. Það er þeirra ákvörðun og á þeirra ábyrgð.“ Í bréfi forseta Alþingis segir að ekkert hafi breyst að þessu leyti frá árinu 1995 og þingsköp séu óbreytt. Á fundi nefndarinnar stóð til að ræða framkvæmd laga um fjármála- fyrirtæki um sparisjóði, þar á meðal 74. gr. sem fjallar um stöðu stofnfjár- eigenda við breytingu sparisjóðs í hlutafélag. „Þótt framkvæmd lag- anna gæti varðað hag formanns efna- hags- og viðskiptanefndar er það ekki með sérstaklegum hætti heldur varðar hún stofnfjáreigendur í spari- sjóðum almennt. Með hliðsjón af því sem að framan er rakið er hvorki grundvöllur til at- hugasemda né afskipta af hálfu for- seta við setu Péturs H. Blöndals í efnahags- og viðskiptanefnd, sem hann er réttkjörinn til á Alþingi, né við formennsku hans í nefndinni sem hún hefur kjörið hann til. Jafnframt verður að telja að tillaga þingmanna úr Samfylkingunni, sem var flutt á fundi nefndarinnar 12. jan. sl., styðj- ist hvorki við þingsköp né þingvenj- ur,“ segir í bréfi forseta Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis fjallar um hæfi formanns efnahags- og viðskiptanefndar Ekki er grundvöllur til afskipta forseta Alþingis GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, sem sæti á í forsætisnefnd Alþingis, vísar í bókun sinni um þetta mál til úrskurðar forseta Alþingis frá 1995 um að það sé þingmanna sjálfra að meta eigið hæfi, en að við- komandi fagnefnd geti tekið ákvarðanir og þess vegna sett formann nefndar af ef nefndin metur svo. Í þingskaparlögunum, sem ná aftur til ársins 1915, er talað um að eingöngu í þeim tilvikum þegar þingmaður hefur beinna fjárhags- legra hagsmuna að gæta beri honum að víkja. Í því tilviki sem hér um ræddi gæti þetta ákvæði átt við. „Pétur H. Blöndal er opinberlega um- boðsmaður aðila úti í bæ sem hafa beinna hagsmuna að gæta í málinu. Ég er því sannfærður um að lagalega og siðferðilega beri honum að víkja sæti og ekki eingöngu sem formaður heldur eigi hann ekki að koma að umfjöllun eða afgreiðslu máls.“ Guðmundur Árni segir að í bréfi forseta Alþingis sé í reynd verið að vísa málinu aftur til Péturs. Telja að Pétri beri að víkja Vill að nefndin fundi sem allra fyrst JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, hefur óskað eftir því við formann fjár- laganefndar Alþingis, Magnús Stef- ánsson, að nefndin hittist hið fyrsta til að ræða málefni Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Magnús kveðst hins vegar ekki sjá fram á að geta náð saman fundi í nefndinni fyrr en eftir að þing hafi komið saman að nýju í næstu viku. Áætlað er að þing hefjist 28. janúar nk. Jón segir í bréfi til Magnúsar, dags. 16. janúar, að brýnt sé að nefndin fjalli um málefni LSH. „Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem nú blasir við, þ.e. að óbreyttar fjárveitingar til LSH á árinu þýða fjöldauppsagnir, lokun deilda og verulega skerta þjónustu, er hér með farið fram á fund í háttvirtri fjárlaganefnd,“ segir í bréfi Jóns. „Brýnt er að nefndin fari yfir málið og undirbúi umfjöllun þess á Alþingi strax og það kemur saman. Því verð- ur ekki trúað að óreyndu að ætlunin sé að láta boðaðar niðurskurðarað- gerðir koma til framkvæmda með öllu því tjóni sem það mun valda heilbrigð- iskerfi þjóðarinnar,“ segir ennfremur í bréfinu. Nýbúið að afgreiða fjárlög Magnús segir að þessi mál verði að sjálfsögðu rædd á fundi nefndarinnar þegar hún hittist næst en ítrekar að það verði varla fyrr en eftir að þing hafi komið saman að nýju. „Ég sé ekki möguleika á að ná saman nefndinni fyrr en þá, enda í sjálfu sér ekki lífs- spursmál að gera það fyrr því það er nýbúið að afgreiða fjárlög,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.