Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 27 NOKKRU áður en skrif Guðjóns Friðrikssonar um Einar Benedikts- son tóku að birtast, kom út Banda- ríkjunum hið mjög umdeilda rit Dutch: A Memoir of Ronald Reagan eftir Edmund Morris. Þar grípur höfund- urinn til þess merki- lega ráðs, að gera sjálfan sig að upp- dikterðum lífsförunaut Reagans og skáldar svo óspart í frásögn- ina, að hún er sitt á hvað raunveruleiki eða hreinn tilbúningur um samskipti eða viðbrögð fólks, samfélagsins eða erlendra þjóða og um- hverfislýsingar, sem Morris finnst smella sniðuglega að. Þar má nefna frá- sögnina um fundinn í Höfða, sem sláandi dæmi. Í skrifum um verk Guðjóns skildist mér, að bók- menntafræðingar skilgreini þessa vinnuaðferð sem góða og gilda, sk. „sögulegt innsæi“. Þessi ritmáti getur skoðast sem skemmtilegur þótt um sé í raun að ræða hið ótta- legasta bull. Einn gagnrýnandinn gaf Morris „A“ sem skáldsöguritara en „F“ sem sagnfræðing. Grein, sem birtist í Morg- unblaðinu hinn 18. janúar eftir Snorra G. Bergsson, sagnfræðing, um nýleg söguskrif hér tel ég vera orð í tíma töluð. Er þar fjallað um skyldleika bókarinnar „Halldór“ eftir Hannes Hólmstein Giss- urarson við verðlaunuð ritverk Guð- jóns Friðrikssonar hvað meðferð heimilda snertir. Hannes Hólm- steinn telur sína heimildameðferð sambærilega við Guðjóns. Þessu hefur Guðjón mótmælt og segir að alls staðar sé vísað í heimildir hjá sér en það er einmitt þetta sem Snorri tekur fyrir. Hann vísar í frá- sögn af för langafa míns, Benedikts Sveinssonar, um Skagafjörð sem honum virðist hreinn spuni. Engar heimildir séu fyrir lýsingum Guð- jóns á sálarlífi Benedikts, sem þarna eru. Annars var það hin yf- irleitt ótrúlega óverðuga lýsing á Benedikt Sveinssyni, sem hefði mátt liggja í friði í sinni gröf fyrir Guðjóni, sem varð til þess að ég lagði þessa bók frá mér. Þá er ég Snorra þakklátur fyrir það, sem hann segir um ósmekkleg til- gátuskrif Guðjóns um Einar Bene- diktsson og Ólafíu Jóhannsdóttur, en þar, eins og Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, segir var ekki um neinar samtímaheimildir að ræða og bollaleggingar því haldlitl- ar. Eins og Snorri bendir á, hefur Guðjón Bjarna engu að síður sem heimild fyrir fjálg- legum lýsingum á sam- bandi Einars og Ólaf- íu! Snorri segir að við lesturinn hafi hann fundið „að léttur roði færist í mínar eigin kinnar“. Það er gott til þess að vita að Guðjón Friðriksson særir vel- sæmistilfinningar fleiri en afkomenda Einars Benediktssonar. Meðal jólabóka árið 1976 var „Úngur ég var“ eftir Halldór Lax- ness. Þessar æskuminningar fjalla meðal annars um samskipti hans við Einar og heimili hans í Kaup- mannahöfn og Reykjavík. Í þeim lýsingum verður að segjast að Nób- elskáldið hafi slegið fast í skáldfák- inn því lýsingin á kynnum hans af þessu fólki, sérstaklega börnum Einars, er mest einhver tilbúningur og hefur víst átt að vera fyndinn, vonar maður. Halldór gerir í spu- nafrásögn sjálfan sig t.d. að vini Svölu föðursystur minnar, líkt og var um tilbúinn vin Ronalds Reagan í Dutch hjá spunaföðurnum Morris. Svölu, þokkadísinni, sem var einn vetur í Háskóla Íslands, var fylgt til skips og kvödd á hafnarbakkanum af fjölda vina. Halldór Laxness læt- ur það hinsvegar heita svo, að hún hafi verið svo ein og yfirgefin, að hann var sá eini sem var til taks að bera töskuna um borð. En Halldór þekkti víst ekki Svölu, sem var manneskja afar vel fötuð og ferðað- ist með fjölda af töskum, en þær voru sendar um borð á undan far- þeganum. Ég er því þakklátur Hannesi Hólmsteini fyrir að taka fram í skýringarnótu á bls. 583 að frásögn Halldórs af kynnum hans af Svölu virðist ekki sannleikanum samkvæm. Hins vegar vill Hannes Hólm- steinn ekki fallast á, að frásögn Laxness af samskiptum við föður minn Má löngu eftir að hann lést, sé ótrúverðug. Þar ber þess fyrst að geta, að það sem segir á bls. 469 um að Halldór hafi hitt Má, gamlan kunningja frá Kaupmannahöfn, í Vancouver árið 1929, er ekki rétt. Már Benediktsson kom nefnilega aldrei til Vancouver eða yfirleitt vestur um haf og var hér á Íslandi 1929. Í „Úngur ég var“ lætur Hall- dór það heita svo að hann hafi gert það fyrir Má, þá 12 eða 13 ára, í Kaupmannahöfn að koma fötum af Einari Benedikssyni í verð til að þeir félagar gætu fengið sér bjór. Föðursystkini mín, sem þá voru í Kaupmannahöfn, mótmæltu þessu sem algjörum uppspuna. Sjálfur skrifaði ég Halldóri all hvasst bréf í mars 1977, sem hann svaraði. Þar kemur fram, sýnist mér, að hann ruglar greinilega saman fólki og æskuheimili mínu við heimili Ólafs Hauks frænda míns, hálfbróður Ingu Laxness. Eftir þessi bréfa- skipti hef ég satt að segja ekki verið að ergja mig út af þessari gömlu leiðindasögu. Ef Nóbelskáldið taldi það saklaust í svona endurminningu að spretta svo úr spori að sannleik- urinn yrði eftir, þá hann um það. Í bók sinni „Dúfa töframannsins“ gerði Hrefna föðursystir mín þess- um málum full og nákvæm skil árið 1989. En það er nú þetta með liðna tíð og frásagnir af því, sem mikið er fallið í gleymsku. Ég ætti kannske sjálfur að taka til að semja eitthvað um fortíðarmál og dettur helst í hug saga fjarskyldra ættingja á Nýja Sjálandi, afkomenda lang- ömmusystur minnar sem þangað fór árið 1872. Þessi frændgarður í báðum löndunum er væntanlega fjölmennur og vonandi verður með tímanum hægt að koma einhverju saman um þetta. Það ætti að vera áhugamál fyrir all marga lesendur Morgunblaðsins. Það væri þá kannske kominn tími og tækifæri að einnig ég spinni saman sögukorn ef fylla þarf í eyður. Hver veit. Orð í tíma töluð Einar Benediktsson skrifar um ævisagnaritun ’Þessi ritmáti geturskoðast sem skemmti- legur þótt um sé í raun að ræða hið óttalegasta bull.‘ Einar Benediktsson Höfundur er fv. sendiherra. EFTITEKTARVERÐRI grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, lagaprófessors, er slegið upp í mið- opnu Morgunblaðsins 13. janúar, enda um- fjöllunarefnið mik- ilvægt: Hæstiréttur og stjórnarskráin. Dómar Hæstaréttar verða höf- undi tilefni til að lýsa afdráttarlausum póli- tískum skoðunum sín- um, en þær býr hann búningi faglegrar um- fjöllunar. Óvarfærinn Hæstiréttur Öll vitum við að óheppilegt er að lög Al- þingis hafi ítrekað ver- ið úrskurðuð andstæð stjórnarskrá eftir að mannréttindakafli hennar var endurskoð- aður árið 1995. Á það einkum við um tvö stórmál sem Davíð nefnir fyrra öryrkja- málið og fyrra kvóta- málið. Leiðir hann af því að fræðimenn séu á einu máli um að Hæstiréttur skuli í slíkum málum gæta varfærni gagnvart löggjaf- anum. Engin fræðileg rök eru þó færð fyrir því að Hæstarétt hafi fremur skort varfærni en Alþingi og ekki svo mikið sem orðað að í báðum málunum var löggjafinn ítrekað var- aður við, áður en til lagasetningar kom, að þar væri varfærnissjón- armiða ekki gætt gagnvart stjórn- arskrá. Einangraður Hæstiréttur Þá er tekið til við að sýna fram á að Hæstiréttur sé einn um slíka óvar- færni því slíka dóma sé miklu færri að finna í Noregi, Danmörku og Sví- þjóð. Er það enn fordómur höfundar að það segi sögu um dóma, en ekki starfsaðferðir löggjafarþinga. Sér- staða Hæstaréttar er það kallað í fyr- irsögn, en ræðst auðvitað af því við hvað er miðað. Evrópudómstóllinn, Mannréttindadómstóll Evrópu og Hæstiréttur Bandaríkjanna eru nefndir í framhjáhlaupi, en eru þó augljós dæmi um að æðstu dómstólar austan hafs og vestan hafa ítrekað vegna mannréttindasjónarmiða ógilt lög. Við sem störfum að mannrétt- indabaráttu fatlaðra þekkjum þar um ýmis dæmi, s.s. þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði aftökur þroskaheftra andstæðar stjórn- arskrá, þó eflaust megi halda því fram að bandarískir stjórnmálamenn hafi ítrekað fengið lýðræðislegt um- boð kjósenda sinna endurnýjað til að myrða þroskahefta. Umboðslaus Hæstiréttur „Er þetta ekki hið besta mál?“ spyr prófessorinn loks og hafnar því svo. Löggjafinn hafi víðtækt umboð, Hæstiréttur glati stöðu sinni og trú- verðugleika með deilum við hann og svo segir hann: „Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að í kosn- ingum í maí 2003 endurnýjuðu ís- lenskir kjósendur umboð þeirra tveggja stjórnmálaflokka, Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, sem átt hafa einna stærstan þátt í að setja og viðhalda þeirri löggjöf sem mestur stjórnskipulegur ágreiningur hefur orðið um hin síðustu misseri.“ Þessi dæmalausa yf- irlýsing afhjúpar pró- fessorinn. Í fyrsta lagi felur stuðningur við stjórnmálaflokk í kosn- ingum ekki jafnframt í sér viðurkenningu allra stjórnarathafna liðins tímabils. Í öðru lagi kváðust stjórnarflokk- arnir hafa farið að dóm- um Hæstaréttar og stjórnarskrá og voru kosnir í því ljósi, en ekki á forsendum þeirra laga sem Hæstiréttur dæmdi öndverð stjórnarskrá og ómerk. Í þriðja lagi boð- uðu flokkarnir ekki breytingar á stjórn- arskrá fyrir kosningar sem liðka ættu fyrir endursetningu ómerkra laga og því útilokað að halda því fram að kosið hafi verið um mál þessi í maí 2003. Í fjórða lagi sýndu skoðanakannanir yfirgnæfandi andstöðu við stjórn fiskveiða og þá skipan að tilteknum öryrkjum væri ætlað að lifa af 20 þús- und krónum á mánuði, ævina út. Þannig má t.d. benda á að lýðræð- islegt umboð stjórnarflokkanna í maí 2003 var ekki aðeins reist á dóm- þvinguðum úrbótum Hæstaréttar, heldur líka á sérstökum samningum um að gera ætti rúmum milljarði bet- ur en það árlega. Meirihlutaræði Sannfæring prófessorsins um nær takmarkalaust umboð naums meiri- hluta fulltrúasamkomu til skerðingar á grundvallarréttindum fólks er ekki fræðileg. Það er pólitísk afstaða um að lýðræði eigi að skilja þröngum skilningi og túlka lög í þágu ríkjandi valds fremur en réttinda ein- staklinga. Að mannréttindabaráttu okkar sé mætt með formalisma og fræðilegu yfirklóri er ekkert nýtt. Það eru aðeins rúm 60 ár síðan við ör- yrkjar fengum kosningarétt, en fram að því var okkur sagt að þar sem við borguðum ekki skatta heldur værum ómagar ættum við ekki formlega að- ild að þeim ákvörðunum sem teknar væru í kosningum. Og þar til fyrir þremur árum var okkur sagt að formlega væri framfærsluskylda fatl- aðra á ábyrgð maka okkar. Davíð Þór er ekki einn um að reyna að skýra burt þá niðurstöðu Hæstaréttar, það gera líka kollegar hans Jón Steinar, Eiríkur, Skúli, o.fl. En hvernig sem þeir vitna hver í annan breyta þeir aldrei því að það var einfaldlega rangt að ætla hópi fólks í þessu sam- félagi að framfleyta sér í ár og ára- tugi á 20 þúsund krónum á mánuði. Og það sér hver maður ef hann hugs- ar það bara um stund. Verra er þeirra réttlæti Helgi Hjörvar svarar Davíð Þór Björgvinssyni Helgi Hjörvar ’Að mannrétt-indabaráttu okkar sé mætt með formalisma og fræðilegu yfirklóri er ekkert nýtt.‘ Höfundur er öryrki og alþingismaður. ÞAÐ er rangminni eða mis- skilningur hjá Jakobi Ásgeirs- syni í grein hans í Mbl. í dag (19. jan.) að ég hafi kallað Guðna Elísson „Samfylkingarkrata“ í grein minni í Lesbók Mbl. 25. okt. sl. Orð þetta kemur vissu- lega fyrir í greininni en er ekki notað um Guðna Elísson eða neins staðar í námunda við nafn hans. Rétt er enn fremur að taka fram að þó að ég hafi deilt á skrif Guðna Elíssonar í téðri grein er ekki þar með sagt að ég telji skrif Jakobs Ásgeirssonar um Guðna, Pál Björnsson og Svanhildi Hólm Valsdóttur eft- irbreytniverð. Með vinsemd og virðingu. Ármann Jakobsson Athugasemd Höfundur er dr. phil. í íslenskum bókmenntum. FERÐAÞJÓNUSTA hefur verið í mikilli sókn hér á landi á und- anförnum árum. Árið 2003 komu hingað til lands rúmlega 320 þús- und erlendir ferðamenn og voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar þeirra vegna u.þ.b. 38 milljarðar króna. Segja má að Ísland sé þar með komið á beinu brautina aftur hvað varðar fjölda ferða- manna og tekjur eftir nokkurn samdrátt vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Sá samdráttur varð hér á landi miklum mun minni en nágranna- þjóðir okkar máttu þola hvað þá þjóðir sem lengra eru í burtu. Sú fjölgun er- lendra ferðamanna sem varð á Íslandi á síðasta ári, 15%, er sú mesta sem við þekkjum hjá ná- grannaþjóðum og má geta þess að t.d. Norðmenn eru enn að horfa á samdrátt hjá sér. Ýmislegt hefur orðið þess valdandi að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað svo mikið sem raun ber vitni, en flestir eru sammála um að þar skipti höf- uðmáli að ráðist var í öfluga mark- aðssetningu strax eftir hryðjuverk- in 2001 á meðan aðrar þjóðir héldu að sér höndum. Þar með urðu ís- lenskir markaðspeningar áhrifa- ríkari en ella. Allt frá þeim tíma hafa íslensk stjórnvöld lagt stór- aukið fé til samstarfsverkefna með ferðaþjónustufyrirtækjum með þeim árangri sem við erum nú að sjá og upplifa. Það var mikil víðsýni hjá íslenskum stjórnvöldum að taka þessa stefnu, sérstaklega í ljósi þess að margar aðrar þjóðir drógu frek- ar úr markaðssetningu vegna óvissu sem vissulega ríkti í ferða- þjónustu. Margir kunna að segja að höfðatala ferðamanna skipti ekki öllu og er tekið undir það. Svo virðist þó sem afkoma flestra ferða- þjónustufyrirtækja hafi batnað á síðasta ári, sérstaklega seinni hluta ársins, þótt dæmi séu um annað enda margvíslegar skýringar á sveiflukenndri afkomu s.s. meiri samkeppni vegna aukins framboðs. Meginviðfangsefni í ferðaþjónustu er að bæta starfsum- hverfi og arðsemi fyrirtækjanna, efla lágönnina, fjölga afþreying- armöguleikum um land allt og auka fagmennsku í greininni. Allt þetta verður þó til lítils ef markaðs- setningin er ekki öflug og þar er ljóst að allir hagsmunaaðilar þurfa að leggjast á árar. Ríkið er óneit- anlega stærsti hagsmunaaðilinn í ís- lenskri ferðaþjónustu og því nauð- synlegt að það komi myndarlega að markaðssetningu. Það er þó deg- inum ljósara að þar sem peningar eru, þar eru deilur um ráðstöfun þeirra. Það verða þó allir að átta sig á þeirri staðreynd að öll markaðs- setning stækkar kökuna – og ef kakan stækkar þá eiga allir mögu- leika á viðskiptum. Almennar aug- lýsingar um Ísland, og kosti þess sem ferðamannalands, koma öllum til góða og mörg dæmi um að aug- lýsendur njóti ekki endilega sjálfir þeirra auglýsinga sem þeir hafa fjármagnað. Það er lífsnauðsynlegt að reglur séu skýrar og vinnubrögð fagleg þegar opinberu fé er ráð- stafað og er málefnaleg gagnrýni þá mikilvægur þáttur til þess að svo megi verða, en víðsýni allra sem að koma hefur jafnan gagnast best þá deilt er. Markaðssókn í ferðaþjónustu Erna Hauksdóttir skrifar um ferðaþjónustu ’Það er lífsnauðsynlegtað reglur séu skýrar og vinnubrögð fagleg þeg- ar opinberu fé er ráð- stafað.‘ Erna Hauksdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.