Morgunblaðið - 20.01.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 20.01.2004, Síða 11
ÞRJÁR athugasemdir bárust Skipu- lagsstofnun vegna skýrslu um mat á umhverfisáhrifum gufuaflsvirkjunar á Hellisheiði. Frestur til að skila inn athugasemdum er nú runninn út en úrskurður stofnunarinnar vegna virkjunarinnar er væntanlegur um miðjan febrúar. Í skýringum Landverndar kemur m.a. fram að það sé mögulegt að mati stjórnar að afla orku með Hellisheið- arvirkjun án þess að valda umtals- verðum áhrifum á umhverfið. Mats- skýrsla VGK fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á umhverfisáhrifum virkjunarinnar veiti hins vegar ekki nægilega skýr svör við ákveðnum spurningum. M.a. telur stjórnin að skoða þurfi betur niðurdælingu á menguðu skiljuvatni. Æskilegt að finna lausn á streymi vatns frá virkjuninni „Við erum ekki alveg ánægð með þá lausn að setja vatnið sem kemur frá virkjuninni í þann grunnvatns- straum sem gengur suðaustur eftir hrauninu,“ segir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það eru mörg efni í vatninu. Okkur fannst gögnin ekki nægilega sann- færandi um að þetta væri í góðu lagi. Vatn er mikilvæg auðlind sem þarf að fara varlega með. Við bendum á að það væri æskilegra að fundin yrði strax lausn til að dæla vatninu niður í hitageyminn sjálfan.“ Tryggvi segir að það myndi bæði auka endingar- tíma virkjunarinnar og þá yrði engin Athugasemdir Landverndar við Hellisheiðarvirkjun Virkjun í sæmilegri sátt við umhverfið Morgunblaðið/Jim Smart Unnið var að rannsóknarborunum á Hellisheiði fyrir tveimur árum vegna fyrirhugaðrar 120 MW virkjunar Orkuveitu Reykjavíkur. hætta á að efni sem eru í vatninu frá veitunni spilli vatnsbólum. „Ef þessi niðurdæling gengur vel myndi hún gera verkefnið sjálfbærara.“ Stjórnin telur í öðru lagi það þurfi að meta og bera saman valkosti við hönnun safnæða og mannvirkja við borholur austan Hellisskarðs. Nokkur atriði sem huga þarf betur að „Okkur finnst margt óljóst um það hvernig mannvirki austan Hellis- skarðs eiga að falla inn í landslagið. Þetta er síður en svo ósnortið svæði, en þetta er mikið útivistarsvæði og það skiptir máli að mannvirkin verði felld vel að landinu. Við bendum á að það hefði ýmsa kosti að fara með leiðslur niður og ganga þannig frá öllum mannvirkjum að þau væru ekki mjög áberandi. Okkur finnst þetta allt mjög óljóst í skýrslunni.“ Þá telur stjórnin að setja verði skýrar reglur um umgengni, merkja vegi og bílastæði og setja upp leið- beiningar til að komið verði í veg fyr- ir óþarfa eyðileggingu á gróðri og jarðvegi í aðliggjandi dölum sem eru vinsæl útivistarsvæði. „Hins vegar er megin niðurstaða okkar sú að þarna virðist vera hægt að gera virkjun í sæmilegri sátt við umhverfið en það eru þó nokkur at- riði sem við teljum að huga þurfi bet- ur að,“ segir Tryggvi. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 11  MAGNÚS Örn Stefánsson varði doktorsritgerð í vaxtarlífeðlis- og stofnerfðafræði við Þjóðháskóla Írlands í Cork (National Uni- versity of Ire- land, Cork), fyr- ir tæplega þremur árum, eða hinn 11. maí 2001. Titill ritgerðarinnar er „Aspects of culture perform- ance and molecular genetics of turbot (Scophthalmus maximus) and halibut (Hippoglossus hippoglossus)“. Leiðbeinendur verkefnisins voru dr. Thomas Fergus Cross, prófessor í erfða- fræði við Þjóðháskóla Írlands í Cork, og dr. Richard D. FitzGer- ald, forstjóri rannsóknastofnunar sama háskóla í fiskeldisfræði. Andmælendur auk dr. Cross voru dr. Gunnar Nævdal, prófess- or við háskólann í Bergen, og dr. Maura Mulcahy, prófessor við Þjóðháskóla Írlands. Doktorsritgerð Magnúsar spannar tvö fræðasvið, vaxtarlíf- eðlisfræði og stofnerfðafræði og tvær flatfiskategundir, sandhverfu og lúðu. Í þeim hluta, sem fjallar um vaxtarlífeðlisfræði, er leitast við að útskýra vaxtarmun á milli fiska sem rekja má til fé- lagsatferlis þeirra. Þegar fiskar eru aldir í kerjum, þar sem fóður- framboð er fullnægjandi, getur fé- lagsatferli leitt til þess að stig- skipun eða goggunarröð (hierarchies) byggð á stærð mynd- ast innan eldiskersins. Í ritgerð- inni eru settar fram nýjar tilgátur um hvernig slík goggunarröð myndast yfir tíma og hvaða þýð- ingu það hefur fyrir vöxt einstaka fiska. Í seinni hluta ritgerðarinnar er í fyrsta skipti notuð hábreytileg erfðamörk (microsatellites) til að lýsa stofngerð sandhverfu og lúðu og tekist hefur að lýsa henni á mun nákvæmari hátt heldur en í fyrri rannsóknum. Aðgreindir sandhverfustofnar fundust við Ís- land, Írland, Suður-Noreg, í Kattegat og í Eystrasalti þótt marktækur munur væri ekki á milli síðasttöldu stofnanna. Lúðu- sýnin voru tekin frá Norður- Noregi, út af Ålesund í Noregi, við Færeyjar, úr Breiðafirði, aust- ur af Grænlandi og austur af Kan- ada. Rannsóknirnar sýndu fram á skýra stofngerð lúðu í Norður- Atlantshafi þar sem munur fannst á milli allra sýnatökustaðanna. Samanburður á lúðu úr Atlants- hafi og skyldri lúðutegund, sem þrífst í Kyrrahafinu, styður fyrri kenningar um uppruna flat- fiskategunda í Kyrrahafi fyrir um 5,5 milljónum ára síðan. Rannsóknir Magnúsar hafa birst í alþjóðlega viðurkenndum vísindatímaritum s.s. Journal of Fish Biology, Aquaculture Research, Fish & Shellfish Imm- unology og Molecular Ecology auk erinda á ráðstefnu Alþjóða Haf- rannsóknaráðsins. Doktorsverkefni Magnúsar var styrkt af Evrópusambandinu bæði í gegnum FAIR-áætlun þess og áætlun um skipti vísindamanna (TMR) auk styrkja frá Þjóðhá- skóla Írlands. Magnús starfar nú sem sérfræð- ingur við Hafrannsóknastofnunina. Þar vinnur hann ásamt samstarfs- fólki að rannsóknum í stofn- erfðafræði auk erfðatækni í rann- sóknum í þágu fiskeldis. Eiginkona Magnúsar er Maria del Carmen Tamarit-Alarcón frá Valencia á Spáni og eiga þau eina dóttur, Maríu Jónu Magnúsdóttur. Foreldrar Magnúsar eru Stefán Örn Magnússon og Sigurrós Þor- grímsdóttir M.A. í stjórnsýslu- fræðum. Doktor í vaxtarlífeðlis- og stofnerfða- fræði NÁNAST hver einasta myndavél sem Jóhannes Long ljósmyndari not- ar við vinnu sína var tekin í innbroti í ljósmyndastofu hans í Ásholti á sunnudagsmorgun, samtals að verð- mæti rúmar fjórar milljónir króna. Á meðal þess sem var tekið var ný tölva sem hefur að geyma nýjasta hlutann af filmusafni hans, skanni, fjöldinn allur af linsum og öðrum fylgihlutum auk fjölmargra mynda- véla. Innbrotið uppgötvaðist þegar Jóhannes kom við á vinnustofu sinni um hálftólfleytið á sunnudags- morgun. Komust inn í gegnum sameign í fjölbýlishúsi „Maður fékk áfall, ég fékk bara áfall. Þetta er nú þannig að í fyrsta lagi hugsar maður um þau verkefni sem maður er með í gangi og til dæmis var ég að mynda atburð á laugardaginn sem verður ekki end- urtekinn, en hluti af myndunum var í einni vélinni. Maður fer strax að hugsa um það sem maður er ekki bú- inn að skila frá sér. Ég var eiginlega hálflamaður,“ segir Jóhannes. Þjófarnir komust inn í gegnum sameign á fjölbýlishúsi sem ljós- myndastofan er í og spenntu þar upp hurð til að komast inn fyrir. Kona sem býr í fjölbýlishúsinu varð vör við menn sem báru út stórar töskur úr húsinu en áleit að þeir væru á leið í flug. Atburðarásin sem á eftir fylgdi var mjög hröð. Lögregla hafði uppi á þýfinu á sunnudagskvöld og voru Jóhannes og eiginkona hans boðuð niður á lögreglustöð um miðnættið til að bera kennsl á þýfið. Jóhannes segir að ef ekki væri fyrir fag- mennsku og afar góð og snögg við- brögð lögreglu væri hann tæpast búinn að fá vélarnar sínar aftur. „Það var alveg ótrúlegt að sjá hvað lögreglumennirnir voru snögg- ir að setja sig inn í þetta og hvað þeir voru einbeittir og umgengust þetta af skilningi og voru varkárir og leið- beindu okkur auðvitað. Þeir fengu hérna góð fingraför og tóku afrit úr eftirlitsmyndavélinni. […] Um leið og þeir voru búnir að átta sig á hvað hafði gerst vissu þetta allar lög- reglustöðvar frá Keflavík og upp á Akranes og voru með myndir úr eft- irlitsmyndavélinni.“ Létu rándýrar Hasselblad-vélar í friði Þjófarnir létu ekki við það sitja að stela myndavélum, tölvum og öðrum dýrum búnaði heldur hvolfdu þeir úr skjalaskápum sem hafa m.a. að geyma greidda og ógreidda reikn- inga. Jóhannes segir augljóst að þjófarnir hafi vitað eftir hverju var að slægjast og hvaða vélum væri auðvelt að koma í verð. „Þeir eru að minnsta kosti klárir á merkinu, þeir eru greinilega hrifnir af Nikon eins og ég og þeir tóku reyndar líka eitt Canon-sett, en það er ekki eins verðmikið og ekki eins margar linsur. Svo tóku þeir nýja tölvu með nýjum skjá sem er góð söluvara, en þeir skildu alveg eftir Hasselblad-sett og ég geri bara ráð fyrir að þeim hafi litist þannig á að þeir gætu ekki selt það, enda að- allega notað af fagmönnum.“ „Ég var eiginlega hálflamaður“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhannes Long með hluta af þeim myndavélum og linsum sem stolið var. Þjófar létu greipar sópa um vinnustofu Jóhannesar Long ljósmyndara Innbrot í ljósmyndastofu Málið telst að fullu upplýst INNBROT í ljósmyndastofu Jóhannesar Long í Ásholti á sunnudagsmorgun telst að fullu upplýst samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu og er þýfið komið í hendur eiganda. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenn- ingunum sem handteknir voru vegna aðildar að innbrotinu en yfirheyrslur yfir þeim stóðu yf- ir í gær. Tilkynnt var um inn- brot í hárgreiðslustofu sem er til húsa á sama stað og ljós- myndastofan og þaðan var stol- ið einhverjum verðmætumsem þó hafa ekki öll komið í leit- irnar. Nemend- um fjölgar milli ára ALLS 23.120 nemendur voru skráðir í framhaldsskóla síðasta haust og alls 15.752 nemendur voru skráðir í há- skóla, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Nemendum á framhalds- skólastigi hefur skv. þessum tölum fjölgað um 6,3% á milli ára en á há- skólastigi er fjölgunin tæp 11%. Í tilkynningu frá Hagstofunni er þó tekið fram að raunveruleg fjölgun nemenda á þessum skólastigum sé lít- ið eitt minni, milli ára, þar sem tví- talningum hafi fjölgað í gögnunum. Það þýðir að algengara hafi verið að nemendur hafi skráð sig í fleiri en einn skóla haustið 2003 en haustið 2002. „Haustið 2002 voru tvítalningar 3,3% en eru 4,8% haustið 2003. Haust- ið 2003 standa 37.010 einstaklingar á bak við þessar 38.872 skráningar en haustið 2002 stóðu 34.712 einstakling- ar á bak við 35.746 skráningar.“ Nemendum í fjarnámi fjölgar Í gögnum Hagstofunnar kemur einnig fram að nemendum í fjarnámi hafi fjölgað ár frá ári og að annað árið í röð séu þeir fjölmennari en nemend- ur í kvöldskólum landsins, þrátt fyrir að kvöldskólanám hafi verið í sókn frá árinu 2000. Nemendur í fjarnámi voru 3.959 haustið 2003 en það er 12,7% fjölgun frá fyrra ári. Nemendur í kvöldskólum landsins voru 3.133, það sama haust, sem er 13,4% aukning frá fyrra ári. „Þessi aukna sókn nemenda í kvöldskóla og fjarnám á sér að mestu leyti stað á framhaldsskóla- stigi,“ segir í frétt Hagstofunnar. TENGLAR ..................................................... www.hagstofa.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.