Morgunblaðið - 20.01.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 20.01.2004, Síða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  ALEXANDERS Petersons, ís- lenski Lettinn í liði Düsseldorf, fór á kostum og skoraði 9 mörk þegar lið hans vann Gelnhausen á útivelli, 27:20, í þýsku 2. deildinni í hand- knattleik um helgina. Arnar Geirs- son skoraði 2 mörk fyrir Gelnhaus- en í leiknum. Düsseldorf er með eins stigs forystu í suðurriðli 2. deildar og hefur unnið 17 af 19 leikjum sínum í vetur en Gelnhaus- en er í 12. sæti.  PETERSONS varð íslenskur rík- isborgari fyrir tæpu ári síðan en þar sem hann lék með landsliði Lettlands fram að því, má hann ekki spila með íslenska landsliðinu fyrr en eftir tvö ár.  HALLDÓR Sigfússon skoraði 2 mörk fyrir Friesenheim sem vann Melsungen, 29:23, í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar á laugardags- kvöldið. Friesenheim er í áttunda sæti riðilsins.  BOSTJAN Ficko, einn af lands- liðsmönnum Slóveníu sem mætir Íslendingum á fimmtudag, hefur samið við þýska 1. deildarliðið Nordhorn. Ficko hefur til þessa leikið með Prule í heimalandi sínu en hann er 29 ára gamall leikstjórn- andi. Nordhorn hefur verið í vand- ræðum þar sem bæði Ljubomir Vranjes og Maik Machulla hafa verið lengi frá vegna meiðsla.  OLA Lindgren, þjálfari Nord- horn, segir að Ficko fari beint í sitt lið og spili í 60 mínútur frá og með fyrsta leik eftir EM-hléið á þýsku 1. deildinni. Lindgren segir að Ficko sé agaður og reyndur leikstjórnandi með mikla yfirsýn – einmitt leik- maðurinn sem sig hafi vantað.  HENRIK Larsson, markahrókur Celtic og sænska landsliðsins, mun fara til Barcelona þegar samningur hans við Celtic rennur út í sumar – að sögn enska blaðsins The Sun. Larsson hefur sýnt Newcastle lít- inn áhuga og er sagt að vikulaun hans hjá Barcelona verði 9,1 millj. ísl. kr.  MORTEN Olsen, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, er tilbúinn að framlengja samning sinn við danska knattspyrnusambandið fram yfir heimsmeistaramótið í Þýskalandi 2006. Olsen tók við þjálfun lands- liðsins af Bo Johansson, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, fyrir fjór- um árum og þessi 54 ára gamli fyrrverandi fyrirliði danska lands- liðsins hefur þótt afar farsæll í starfi og vinsæll hjá leikmönnum.  FULHAM hyggst fá bandaríska framherjann Brian McBride til að fylla skarð Louis Saha sem er á leið til Manchester United. McBride leikur með liði Columbus Crew í bandarísku atvinnumannadeildinni en hann er ekki ókunnugur ensku úrvalsdeildinni því hann lék með liði Everton fyrir tveimur árum og þótti standa sig vel. FRAMTÍÐ knattspyrnumannsins Tryggva Guðmundssonar er enn óráðin en samningur hans við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk rann út nú um áramótin. Tryggvi, sem er enn að jafna sig eftir fótbrot, leitar að nýjum vinnuveitendum. Hann segist vilja reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum heldur en með liðum í Skandinavíu en ef ekkert dettur inn á borð hans áður en fé- lagaskiptaglugginn lokast um næstu mánaðamót reiknar hann með að spila áfram í Noregi eða í Svíþjóð. Tryggvi segir vel mögulegt að hann leiti á náðir norska knatt- spyrnusambandsins og FIFA og sæki um lengri frest til að finna sér nýtt lið þar sem hann er án félags og hefur átt í meiðslum allan jan- úarmánuð. „Það kemur vel til greina að ég sæki um frest þar til í lok febrúar. Ég gæti hins vegar skrifað undir samning við norsk eða sænsk lið í dag en ég vil bíða aðeins lengur og sjá hvort ekki eitthvað annað bjóð- ist,“ sagði Tryggvi við Morgunblaðið í gær. Tryggvi vildi ekki greina frá því hvaða félög í Noregi og Svíþjóð hefðu sóst eftir kröftum hans en sagði þó að ef hann yrði áfram í Nor- egi þá yrði það á Óslóarsvæðinu. Það má því leiða líkur að því að eitthvert þessara liða, Lyn, Våler- enga eða Lilleström, hafi sett sig í samband við Tryggva. Tryggvi Guðmundsson bíður og vonar Sir Alex Ferguson knattspyrnu-stjóri hefur undanfarnar vikur reynt ítrekað að fá hinn 25 ára gamla Saha til Old Trafford. Hann gekk hins vegar á veggi þegar hann viðraði áhuga sinn við forráðamenn Fulham en á sunnudaginn létu Ful- ham-menn undan þrýstingi og sam- þykktu að selja þeim leikmanninn sem þeir keyptu fyrir fjórum árum á 2,1 milljón punda. Smellpassar inn í liðið Frank Stapleton fyrrum miðherji Manchester United og Arsenal sagði við Sky-sjónvarpsstöðina að Saha ætti eftir að styrkja sóknar- leik liðsins gríðarlega mikið. „Saha hefur sýnt og sannað að hann er kominn í fremstu röð og ég held að hann geti smellpassað inn í lið Manchester United. Það hefur allt of mikið mætt á Van Nistelrooy. Hann hefur varla fengið hvíld og menn hafa stólað á að hann skoraði öll mörk liðsins. Það gengur aldrei upp og ég er viss um að Van Nist- elrooy fagnar komu Saha og saman held ég að þeir geti náð afar vel saman,“ sagði Stapleton. Saha segir að draumur sinn sé að rætast. Hann hafi um árabil átt sér þann draum að leika með Man- chester United en þegar forráða- menn Fulham með knattspyrnu- stjórann Chris Coleman í broddi fylkingar neituðu Manchester- mönnum statt og stöðugt um að fá leikmanninn brást Saha ókvæða við og líklega hefur það vakið Fulham- menn til umhugsunar að Saha hót- aði því að klára samning sinn við fé- lagið og fara síðan frá því án greiðslu. Saha er leikmaðurinn sem Sir Alex setti í forgang að fá til liðs við sig og einn af stóru kostunum að mati Skotans er að Saha er gjald- gengur með liðinu í Evrópukeppn- inni. Ruud Van Nistelrooy hefur oftar en ekki verið einn í fremstu víglínu meistaranna á leiktíðinni og stuðningsmenn félagsins ásamt fyr- irliðanum Roy Keane hafa hvað eft- ir annað á undanförnum missterum biðlað til Ferguson um að fjárfesta í nýjum framherja þar sem Nistel- rooy er ekki fær um að draga vagn- inn einn og sér í sóknarleik liðsins. Diego Forlan hefur valdið vonbrigð- um og virðist ekki vera sá leik- maður sem Ferguson getur treyst á og Norðmaðurinn Ole Gunnar Sol- skjær er enn frá vegna meiðsla. Verð glaðasti maðurinn á Englandi „Ég vil spila í Meistaradeildinni og vera í liði sem er að berjast um titlana. Ég er því afar ánægður með að samkomulag virðist vera í höfn og ég verð glaðasti maðurinn á öllu Englandi þegar þetta verður orðið klárt. Ég vissi að þetta var síðasta tækifæri fyrir mig að fara til liðsins. Ef Fulham hefði haldið því til streitu að leyfa mér ekki að fara þá hefði Manchester United einfald- lega keypt annan framherja. Ég ótt- ast ekki samkeppnina. Í öllum stórum félögum er mikil samkeppni og ég ætla mér að spila eins marga leiki og mögulegt er. Old Trafford er minn happavöllur. Ég hóf ferilinn í úrvalsdeildinni með Fulham á Old Trafford og skoraði tvö mörk á þessum frábæra velli,“ sagði Saha við breska blaðið Daily Express í gær en hann er markahæsti leik- maður Lundúnaliðsins með 15 mörk á leiktíðinni. Meistararnir, sem töpuðu óvænt fyrir Úlfunum um helgina og hafa ekki skorað í síðustu tveimur deild- arleikjum, héldu til Dubai á sunnu- daginn þar sem þeir ætla að dvelja fram eftir viku og hlaða batteríin fyrir komandi verkefni en um næstu helgi mætir United 3. deildarliði Northampton í bikar- keppninni. Saha er ekki gjaldgengur með Manchester United í bikarkeppninni en hann leikur væntan- lega sinn fyrsta leik í búningi „rauðu djöfl- anna“ 31. janúar þeg- ar United tekur á móti Southampton. Reuters Louis Saha hefur skorað grimmt fyrir Fulham. Fellur hann inn í leik Manchester United? Frakkinn Louis Saha gengur í raðir Manchester United „Draumur að rætast“ FRANSKI framherjinn Louis Saha gengur í raðir Englands- meistara Manchester United síðar í vikunni en eftir japl, jaml og fuður náðu forráðamenn Manchesterliðsins samkomu- lagi við Fulham um kaupin. Áætlað kaupverð er 12 milljónir punda sem samsvarar rúmum 1,5 milljörðum króna. ’ „Ég er viss um að Van Nistelrooy fagnar komu Saha og ég held að þeir geti náð afar vel saman.“ ‘ Frank Stapleton SILJA Úlfarsdóttir úr FH hóf innanhússtímabilið vel á móti í Kentucky í Bandaríkjunum um helgina. Silja bætti verulega tíma sinn í 200 og 400 metra hlaupum. Hún hljóp 200 metr- ana á 24,21 sekúndu og kom í mark í 400 metra hlaupinu á 54,07 sek. Báðir þessir tímar eru undir gildandi Íslands- meti í flokki 21–22 ára og einnig undir gildandi Íslands- meti kvenna í 200 metra hlaupinu, sem Sunna Gest- dóttir á (24,30 sek.), en þar sem keppt var á yfir 200 metra braut (291 metra hringur) fást metin ekki stað- fest. Silja keppir aftur í 200 metra hlaupi um næstu helgi í Clemson, þá á 200 m braut. Silja hljóp vel í Kentucky Silja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.