Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 56
            ) *                        E! $B FFFG H $   I I  9 9####+!9 9 9####+!9 9 9##+!9 J E J EK= JLEM= "  $N 2 O E  2  2 2 MJÖG hefur dregið úr hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum mánuðum, ef marka má vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu, sem Fast- eignamat ríkisins birtir mánaðar- lega, en vísitalan lækkaði um hálft prósentustig í desembermánuði frá mánuðinum á undan. Þetta kemur skýrt fram þegar verðlagsþróun á húsnæði er skoðuð lengra aftur í tímann. Þannig hefur verðið hækkað um 0,2% síðustu þrjá mánuðina, samkvæmt vísitölunni, og verðhækkunin nemur 0,7% þegar horft er til síðustu sex mánaða eða síðari hluta síðasta árs, ársins 2003. Önnur mynd blasir hins vegar við þegar verðþróun á húsnæði er skoð- uð lengra aftur í tímann, því síðustu tólf mánuði hefur verð á íbúðarhús- næði í fjölbýli á höfuðborgarsvæð- inu hækkað um 8,5% samkvæmt vísitölu Fasteignamatsins. 110 þúsund fasteigna- matsseðlar sendir út Vísitalan var 149,5 í desember fyrir ári, en er 162,2 nú, sem jafn- gildir 8,5% hækkun. Sambærileg hækkun varð á vísitölunni á árinu 2002, en þá hækkaði verð á húsnæði í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu um rúm 8%. Hækkunin á árinu 2001 var hins vegar mun minni eða 3,5%. Fasteignamat íbúðar- og atvinnu- húsnæðis í landinu er endurskoðað árlega og er nú verið að senda út seðla með nýju fasteignamati sem gildir í ár. Alls eru sendir út um 110 þúsund seðlar til eigenda fasteigna um allt land, en fasteignamat á að endurspegla gangverð fasteignar umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hafi í kaupum og sölu. Hækkun matsins nú milli ára er almennt 10%, en þó er hún nokk- uð mismunandi eftir sveitarfélög- um. Þannig hækkar fasteignamatið mest um 20% á Egilsstöðum, í Hveragerði og í þéttbýli í Fjarða- byggð. Mikið hefur dregið úr hækkun íbúðaverðs að undanförnu Verð á fasteignum hækkaði um 0,2% á seinustu þremur mánuðum FJÖLMARGIR erlendir gestir komu til lands- ins til að vera við opnun sýningar Ólafs Elías- sonar um helgina, og notuðu tímann hér á landi til að kynna sér aðra íslenska myndlist. Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lista- safnsins, segir að erlendu gestirnir hafi verið mjög ánægðir með það sem þeir sáu af ís- lenskri myndlist, en eftir eigi að koma í ljós hverju heimsóknin skili til lengri tíma litið. Edda Jónsdóttir, galleristi í i8 og umboðs- maður Ólafs hér á landi, segir að um helgina hafi galleríið fyllst af áhugaverðu fólki, sem komið var til að skoða og kaupa íslenska myndlist. Gestir Ólafs keyptu verk  Erlendir/26 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Samúræjasverð gerð upptæk LÖGREGLAN á Sauðárkróki lagði á laugar- dagskvöld hald á tvö samúræjasverð og eitt heimasmíðað sverð í heimahúsi í bænum. Að sögn lögreglu var óskað aðstoðar vegna heim- iliserja og fékk lögregla upplýsingar um að vopn væru í húsinu og að þeim kynni að verða beitt. Vopnin voru gerð upptæk mótþróalaust en þess má geta að blöðin á sverðunum eru um metra löng, flugbeitt og oddhvöss. Hafði lög- reglumaður á orði að sér hefði brugðið mjög þegar hann dró sverðin úr slíðrum og sá hversu beitt eggin var. BÚRHVAL rak á land í Trékyllisvík í Árnes- hreppi rétt neðan við bæinn Mela í fyrrinótt og var hann dauður þegar bóndinn á Melum, Björn G. Torfason, kom að honum í gær- morgun í fjörunni. Um er að ræða karldýr, 14,5 m að lengd. Að sögn Björns leggur litla lykt af skepn- unni sem bendir til þess að hún hafi ekki ver- ið dauð lengi. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert viðvart um hvalrekann og stendur til að senda sýni úr hvalnum suður til Reykja- víkur. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrann- sóknastofnun rekur árlega um 5–10 stórhveli á land á Íslandi en það sem af er þessu ári hefur tvo búrhvali rekið á fjöru hér á landi. Fyrr í þessum mánuði rak búrhvalskálf á Landeyjafjöru í Vestur-Landeyjum. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Búrhval rak á land í Trékyllisvík NÚ liggur fyrir að alls verður ársverkum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi fækkað um 180, samkvæmt upplýsingum Jóhannesar Gunnarssonar, lækningaforstjóra LSH. Dreif- ist niðurskurðurinn á allar starfsgreinar og öll svið sjúkrahússins. Jóhannes segir að 50 manns verði sagt upp um næstu mánaðamót, en að mestu leyti verði ársverkunum fækkað með eðlilegri starfsmannaveltu, endurskoðun á starfshlutfalli og eins verði vaktakerfi end- urskipulögð og bakvöktum fækkað. Alls verður ársverkum lækna fækkað um 25 og ársverkum hjúkrunarfræðinga um 22. Segir Jóhannes töl- una eitthvað lægri fyrir sjúkraliða. Að mati Bandalags háskólamanna munu sparnaðaraðgerðirnar snerta í heildina um 500 manns. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir að beinar uppsagnir muni koma niður á átján félögum í aðildarfélögum banda- lagsins, en í gær fundaði yfirstjórn spítalans með trúnaðarmönnum þriggja stéttarfélaga. Telur Halldóra að aðrar breytingar snerti um 250 félagsmenn, en í heild hafi aðgerðirnar áhrif á störf og kjör um 500 einstaklinga. Langflestar uppsagnir verða á endur- hæfingarsviðinu, en því tilheyra stoðstéttir eins og sálfræðingar, prestar og sjúkraþjálf- arar sem starfa á öllum deildum. Í upphafi var stefnt að því að fækka ársverkum á endur- hæfingarsviði um 75, en Jóhannes segir að í raun verði ekki fækkað um svo mörg störf. Við niðurskurðinn hafi verið reynt að varð- veita bráðastarfsemi sjúkrahússins, eins mikið og kostur var, sem og störf sem aðrir fást ekki við. Þannig hafi verið reynt að láta niðurskurð- inn hafa sem minnst áhrif þótt Jóhannes segi að áhrifin séu slæm alls staðar þar sem nið- urskurði sé beitt. Stefnt er að því að spara 900 milljónir króna. Segir Jóhannes að uppsagnarbréf verði send út fyrir mánaðamót og á morgun verði end- anlega kynnt hvar niðurskurðarhnífnum verði beitt. Niðurskurður á LSH snertir rúmlega 500 starfsmenn að mati BHM 50 verður sagt upp  Aðgerðir/10 Laumufar- þegar með Skógafossi ÞRÍR laumufarþegar voru um borð í Skógafossi Eimskipafélagsins sem lagðist að bryggju í hafnarbænum Argentia á Nýfundnalandi um helgina, samkvæmt frétt frá kanad- íska ríkisútvarpinu. Tveimur þeirra tókst að flýja frá borði en þeir náðust fljótt og sá þriðji var handsamaður um borð. Mennirnir eru í vörslu yfirvalda og munu vera frá Erítreu í Afríku, Írak og Íran. Vísbendingar eru um að Írakinn hafi yfirgefið land sitt í maí í fyrra en ekki er ljóst hvenær mennirnir fóru um borð í skipið. Mennirnir höfðust við í vélarrúm- inu á leiðinni yfir Atlantshafið og gátu náð sér í vatn með því að sleikja rakann af veggjum vélarrúmsins, samkvæmt kanadíska útvarpinu. Lausir úr gæsluvarðhaldi TVEIR menn sem grunaðir eru um vopnað bankarán í útibúi SPRON við Hátún hinn 9. janúar voru leystir úr gæsluvarðhaldi í gær. Lögreglan í Reykjavík, sem rannsakar málið, fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Beðið er niðurstöðu DNA-rannsókn- ar í Noregi á ýmsum sönnunargögnum, þar á meðal nælonsokk sem talinn er hafa verið not- aður sem andlitsgríma í ráninu. ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.