Morgunblaðið - 20.01.2004, Page 56

Morgunblaðið - 20.01.2004, Page 56
            ) *                        E! $B FFFG H $   I I  9 9####+!9 9 9####+!9 9 9##+!9 J E J EK= JLEM= "  $N 2 O E  2  2 2 MJÖG hefur dregið úr hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum mánuðum, ef marka má vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu, sem Fast- eignamat ríkisins birtir mánaðar- lega, en vísitalan lækkaði um hálft prósentustig í desembermánuði frá mánuðinum á undan. Þetta kemur skýrt fram þegar verðlagsþróun á húsnæði er skoðuð lengra aftur í tímann. Þannig hefur verðið hækkað um 0,2% síðustu þrjá mánuðina, samkvæmt vísitölunni, og verðhækkunin nemur 0,7% þegar horft er til síðustu sex mánaða eða síðari hluta síðasta árs, ársins 2003. Önnur mynd blasir hins vegar við þegar verðþróun á húsnæði er skoð- uð lengra aftur í tímann, því síðustu tólf mánuði hefur verð á íbúðarhús- næði í fjölbýli á höfuðborgarsvæð- inu hækkað um 8,5% samkvæmt vísitölu Fasteignamatsins. 110 þúsund fasteigna- matsseðlar sendir út Vísitalan var 149,5 í desember fyrir ári, en er 162,2 nú, sem jafn- gildir 8,5% hækkun. Sambærileg hækkun varð á vísitölunni á árinu 2002, en þá hækkaði verð á húsnæði í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu um rúm 8%. Hækkunin á árinu 2001 var hins vegar mun minni eða 3,5%. Fasteignamat íbúðar- og atvinnu- húsnæðis í landinu er endurskoðað árlega og er nú verið að senda út seðla með nýju fasteignamati sem gildir í ár. Alls eru sendir út um 110 þúsund seðlar til eigenda fasteigna um allt land, en fasteignamat á að endurspegla gangverð fasteignar umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hafi í kaupum og sölu. Hækkun matsins nú milli ára er almennt 10%, en þó er hún nokk- uð mismunandi eftir sveitarfélög- um. Þannig hækkar fasteignamatið mest um 20% á Egilsstöðum, í Hveragerði og í þéttbýli í Fjarða- byggð. Mikið hefur dregið úr hækkun íbúðaverðs að undanförnu Verð á fasteignum hækkaði um 0,2% á seinustu þremur mánuðum FJÖLMARGIR erlendir gestir komu til lands- ins til að vera við opnun sýningar Ólafs Elías- sonar um helgina, og notuðu tímann hér á landi til að kynna sér aðra íslenska myndlist. Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lista- safnsins, segir að erlendu gestirnir hafi verið mjög ánægðir með það sem þeir sáu af ís- lenskri myndlist, en eftir eigi að koma í ljós hverju heimsóknin skili til lengri tíma litið. Edda Jónsdóttir, galleristi í i8 og umboðs- maður Ólafs hér á landi, segir að um helgina hafi galleríið fyllst af áhugaverðu fólki, sem komið var til að skoða og kaupa íslenska myndlist. Gestir Ólafs keyptu verk  Erlendir/26 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Samúræjasverð gerð upptæk LÖGREGLAN á Sauðárkróki lagði á laugar- dagskvöld hald á tvö samúræjasverð og eitt heimasmíðað sverð í heimahúsi í bænum. Að sögn lögreglu var óskað aðstoðar vegna heim- iliserja og fékk lögregla upplýsingar um að vopn væru í húsinu og að þeim kynni að verða beitt. Vopnin voru gerð upptæk mótþróalaust en þess má geta að blöðin á sverðunum eru um metra löng, flugbeitt og oddhvöss. Hafði lög- reglumaður á orði að sér hefði brugðið mjög þegar hann dró sverðin úr slíðrum og sá hversu beitt eggin var. BÚRHVAL rak á land í Trékyllisvík í Árnes- hreppi rétt neðan við bæinn Mela í fyrrinótt og var hann dauður þegar bóndinn á Melum, Björn G. Torfason, kom að honum í gær- morgun í fjörunni. Um er að ræða karldýr, 14,5 m að lengd. Að sögn Björns leggur litla lykt af skepn- unni sem bendir til þess að hún hafi ekki ver- ið dauð lengi. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert viðvart um hvalrekann og stendur til að senda sýni úr hvalnum suður til Reykja- víkur. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrann- sóknastofnun rekur árlega um 5–10 stórhveli á land á Íslandi en það sem af er þessu ári hefur tvo búrhvali rekið á fjöru hér á landi. Fyrr í þessum mánuði rak búrhvalskálf á Landeyjafjöru í Vestur-Landeyjum. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Búrhval rak á land í Trékyllisvík NÚ liggur fyrir að alls verður ársverkum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi fækkað um 180, samkvæmt upplýsingum Jóhannesar Gunnarssonar, lækningaforstjóra LSH. Dreif- ist niðurskurðurinn á allar starfsgreinar og öll svið sjúkrahússins. Jóhannes segir að 50 manns verði sagt upp um næstu mánaðamót, en að mestu leyti verði ársverkunum fækkað með eðlilegri starfsmannaveltu, endurskoðun á starfshlutfalli og eins verði vaktakerfi end- urskipulögð og bakvöktum fækkað. Alls verður ársverkum lækna fækkað um 25 og ársverkum hjúkrunarfræðinga um 22. Segir Jóhannes töl- una eitthvað lægri fyrir sjúkraliða. Að mati Bandalags háskólamanna munu sparnaðaraðgerðirnar snerta í heildina um 500 manns. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir að beinar uppsagnir muni koma niður á átján félögum í aðildarfélögum banda- lagsins, en í gær fundaði yfirstjórn spítalans með trúnaðarmönnum þriggja stéttarfélaga. Telur Halldóra að aðrar breytingar snerti um 250 félagsmenn, en í heild hafi aðgerðirnar áhrif á störf og kjör um 500 einstaklinga. Langflestar uppsagnir verða á endur- hæfingarsviðinu, en því tilheyra stoðstéttir eins og sálfræðingar, prestar og sjúkraþjálf- arar sem starfa á öllum deildum. Í upphafi var stefnt að því að fækka ársverkum á endur- hæfingarsviði um 75, en Jóhannes segir að í raun verði ekki fækkað um svo mörg störf. Við niðurskurðinn hafi verið reynt að varð- veita bráðastarfsemi sjúkrahússins, eins mikið og kostur var, sem og störf sem aðrir fást ekki við. Þannig hafi verið reynt að láta niðurskurð- inn hafa sem minnst áhrif þótt Jóhannes segi að áhrifin séu slæm alls staðar þar sem nið- urskurði sé beitt. Stefnt er að því að spara 900 milljónir króna. Segir Jóhannes að uppsagnarbréf verði send út fyrir mánaðamót og á morgun verði end- anlega kynnt hvar niðurskurðarhnífnum verði beitt. Niðurskurður á LSH snertir rúmlega 500 starfsmenn að mati BHM 50 verður sagt upp  Aðgerðir/10 Laumufar- þegar með Skógafossi ÞRÍR laumufarþegar voru um borð í Skógafossi Eimskipafélagsins sem lagðist að bryggju í hafnarbænum Argentia á Nýfundnalandi um helgina, samkvæmt frétt frá kanad- íska ríkisútvarpinu. Tveimur þeirra tókst að flýja frá borði en þeir náðust fljótt og sá þriðji var handsamaður um borð. Mennirnir eru í vörslu yfirvalda og munu vera frá Erítreu í Afríku, Írak og Íran. Vísbendingar eru um að Írakinn hafi yfirgefið land sitt í maí í fyrra en ekki er ljóst hvenær mennirnir fóru um borð í skipið. Mennirnir höfðust við í vélarrúm- inu á leiðinni yfir Atlantshafið og gátu náð sér í vatn með því að sleikja rakann af veggjum vélarrúmsins, samkvæmt kanadíska útvarpinu. Lausir úr gæsluvarðhaldi TVEIR menn sem grunaðir eru um vopnað bankarán í útibúi SPRON við Hátún hinn 9. janúar voru leystir úr gæsluvarðhaldi í gær. Lögreglan í Reykjavík, sem rannsakar málið, fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Beðið er niðurstöðu DNA-rannsókn- ar í Noregi á ýmsum sönnunargögnum, þar á meðal nælonsokk sem talinn er hafa verið not- aður sem andlitsgríma í ráninu. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.