Morgunblaðið - 20.01.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.01.2004, Qupperneq 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRIR létu lífið og nokkrir særðust þegar sprengja sprakk í lyftu í skrifstofuhúsnæði í Sof- iu, höfuðborg Búlgaríu. Bygg- ingin, þar sem tryggingafélagið Bulins er til húsa, stórskemmd- ist í sprengingunni. Hatrömm átök hafa verið á milli glæpa- flokka í landinu sem oft nota sprengjur. Segir lögregla að fjölda tilræða síðasta eitt og hálfa árið megi rekja til átaka í fíkniefnaheiminum. Talin hafa verið myrt ELDRI hjón fundust látin á heimili sínu í bænum Garde- moen rétt fyrir utan Ósló í gær og leikur grunur á að þau hafi verið myrt. Lögreglan rann- sakar nú málið en ættingi fann konuna, sem er 89 ára, og karl- inn, sem er 74 ára, og höfðu þau þá verið látin í nokkra daga. Elsta konan 122 ára TÉTÉNSK kona, Pasikhat Dzhukalayeva, er talin vera elsta kona í heimi en hún er fædd árið 1881 og því 122 ára. Hún á níu barnabörn, átján barnabarnabörn og sjö barna- barnabarnabörn. „Ég veit ekki af hverju ég hef lifað svona lengi,“ sagði Dzhukalayeva í viðtali við rússneska sjónvarps- stöð og sýndi um leið vegabréf sitt þar sem fæðingarár hennar kemur fram. Ef hún er jafn gömul og hún segist vera mun hún hafa verið á fertugsaldri í fyrri heimsstyrjöldinni og í rússnesku byltingunni 1917. Sú kona sem talið er að hafi lifað hvað lengst var hin franska Jeanne-Louise Calment, sem dó er hún var 122 ára. Elsta nú- lifandi konan samkvæmt heimsmetabók Guinness er 113 ára og býr í Bandaríkjunum. Elsti núlifandi karlinn er Spán- verji og mánuði yngri. 6,9% hag- vöxtur HAGVÖXTUR í Rússlandi var að minnsta kosti 6,9% árið 2003, að sögn verslunar- og efnahagsmálaráðherra Rúss- lands, German Gref. Vöxturinn er því umfram væntingar því búist var við að hann yrði 6,6%. Endanlegar tölur verða birtar í næstu viku en munu að minnsta kosti vera 6,9%, að því er fram kom á fundi Gref með Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Sobelair gjaldþrota BELGÍSKA flugfélagið Sob- elair var lýst gjaldþrota í gær. Um 450 manns missa vinnuna og fjöldi ferðalanga urður strandaglópar á alþjóðaflug- vellinum í Brussel í gær. Réttur úrskurðaði félagið gjaldþrota þar sem það gat ekki lengur staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum en starfsfólk hafði verið í verkfalli síðan á sunndag. Sobelair varð til þeg- ar Sabena, belgíska ríkisflug- félagið varð gjaldþrota í nóv- ember 2001. STUTT Spreng- ing í BúlgaríuTUGIR þúsunda sjía-múslíma tókuþátt í friðsamlegri mótmælagöngu í Bagdad í gær og kröfðust þess að efnt yrði til almennra kosninga í Írak á næstu mánuðum en ekki á næsta ári eins og Bandaríkjastjórn stefnir að. Gangan fór fram nokkr- um klukkustundum áður en banda- rískir og íraskir embættismenn ræddu við Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og óskuðu eftir því að starfslið SÞ yrði sent aftur til Íraks í því skyni að hafa yfirumsjón með valdafram- sali í hendur heimamanna sem á að fara fram í sumar. Annan hefur sagt að ekki komi til greina að Sameinuðu þjóðirnar hefji aftur starfsemi í Írak nema sprengjutilræðunum í landinu linni og samtökin fái þar veigameira hlut- verk en Bandaríkjastjórn hefur ætl- að þeim. Líkurnar á því að Annan sam- þykki beiðnina minnkuðu á sunnu- dag þegar 24 manns létu lífið og yfir hundrað særðust í sprengjutilræði fyrir framan höfuðstöðvar Banda- ríkjahers í Bagdad. Talið er að árás- in hafi verið gerð til að vara Samein- uðu þjóðirnar við því að senda starfsliðið aftur til Íraks. Bandaríkjaher sagði í gær að svo virtist sem tilræðismennirnir hefðu ætlað að aka bíl, hlöðnum sprengi- efni, inn í höfuðstöðvar hersins en komið hefði verið í veg fyrir það á síðustu stundu. Þeir hefðu því sprengt bílinn fyrir framan bygg- inguna. Flestir þeirra sem biðu bana voru Írakar sem hugðust óska eftir vinnu hjá hernámsliðinu. Talið var að allt að 100.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælagöngu sjía-múslíma í Bagdad í gær. Ajatol- lah Ali al-Sistani, helsti trúarleiðtogi sjía-múslíma í Írak, ávarpaði göngu- mennina og áréttaði kröfu sína um að efnt yrði til almennra kosninga í landinu sem fyrst. Al-Sistani hefur hafnað þeirri áætlun Bandaríkjastjórnar að mynduð verði írösk bráðabirgða- stjórn 1. júlí og efnt til þingkosninga á næsta ári. Bandaríkjastjórn og íraska framkvæmdaráðið í Bagdad segja að ekki verði hægt að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga fyrir 1. júlí vegna sprengjuárás- anna. Japanskir hermenn komnir til Íraks Bandaríkjaher skýrði frá því að tveir Jemenar og Sýrlendingur hefðu beðið bana í skotbardaga þeg- ar bandarískir hermenn hefðu ráð- ist inn í „hús hryðjuverkamanna“ í einu úthverfa Bagdad í gær. Fund- ist hefðu vopn í húsinu. Um 30 japanskir hermenn fóru til Íraks í gær, en þeir eiga að und- irbúa komu um 600 manna japansks herliðs til landsins. Er þetta í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni sem japanskir hermenn eru sendir til lands þar sem átök geisa. Herliðið á að vera í suðaustur- hluta landsins. Ekki er gert ráð fyr- ir því að það taki þátt í hernaðar- aðgerðum, heldur í hjálparstarfi, viðgerðum á skemmdum bygging- um og flutningum á birgðum. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, hét því í gær að senda herliðið til Íraks þótt þingið hefði ekki samþykkt það formlega. Hann kvaðst þó ætla að fyrirskipa herlið- inu að hætta starfseminni yrði það fyrir árásum. Ákvörðun forsætisráðherrans um að senda herlið til Íraks hefur verið mjög umdeild í Japan. Skoðana- könnun, sem birt var í gær, bendir þó til þess að stuðningurinn við ákvörðunina hafi aukist í 40%. Um það bil helmingur Japana er enn andvígur henni. Tugir þúsunda sjíta krefjast kosninga í Írak Reuters Íraki heldur á mynd af helsta trúarleiðtoga íraskra sjía-múslíma, ajatollah Ali al-Sistani, á mótmælagöngu í Bagdad í gær. Bagdad. AP, AFP. MIKIÐ snjóaði víða í Þýskalandi í gær, til dæmis í Berlín þar sem margir brugðu sér á skíði í nýfallinni mjöllinni. Þessi maður er að fara yfir brú í garðinum við Karlottenborgarkastala en snjókoman olli töluverðu umferð- aröngþveiti og aflýsa varð mörgum ferðum áætlunarflugfélaga. Reuters Skíðað í mjöllinni Sama dag fannst bíllinn þeirra, blár Renault Clio, klessukeyrður við Östra Karup og daginn eftir fund- ust lík þeirra á ólöglegum rusla- haug. Kom þetta fram í Aftonbladet í gær. Ekki var í gær búið að kanna til fullnustu banamein stúlknanna og ekki var ljóst hvort þær höfðu verið myrtar á ruslahaugnum eða fluttar þangað látnar. Voru ungu mennirn- ir handteknir fljótlega eftir að rannsókn á málinu hófst en að sögn neita þeir allri sök og segjast ekki hafa hitt stúlkurnar. SÆNSKA lögreglan handtók í gær tvo 17 ára gamla drengi en þeir eru grunaðir um að hafa myrt tvær 18 ára gamlar stúlkur. Fundust lík þeirra á sunnudag á ruslahaug skammt frá E6-veginum á Hallandi. Þrátt fyrir ungan aldur eiga mennirnir glæpaferil að baki en lögreglan telur, að þeir og stúlk- urnar hafi haft samband um vinsæl- an unglingavef, Lunarstorm. Vitað er, að stúlkurnar voru í símasam- bandi við annan piltanna síðastliðið föstudagskvöld en daginn eftir var tilkynnt, að þeirra væri saknað. Tveir 17 ára ung- lingar grunaðir Morð á tveimur stúlkum í Svíþjóð YFIRVÖLD í Pakistan hafa hand- tekið allt að sjö vísindamenn og stjórnendur rannsóknarstofu þar sem unnið er að þróun kjarnavopna vegna ásakana um að Pakistanar hefðu látið Íran, Norður-Kóreu og Líbýu í té mikilvægar upplýsingar um kjarnavopn. Stjórnvöld í Pakistan neita því að þau hafi veitt löndunum þremur slík- ar upplýsingar en hafa viðurkennt að pakistanskir vísindamenn kunni að hafa gert það. Sheikh Rashid Ahmed, upplýs- ingamálaráðherra Pakistans, sagði á sunnudag að fimm til sjö starfsmenn rannsóknarstofunnar hefðu verið teknir til yfirheyrslu. Þeir hefðu þó ekki verið ákærðir fyrir að leka upp- lýsingum. Á meðal hinna handteknu var Is- lam-ul Haq, einn yfirmanna rann- sóknarstofunnar, en hann var hand- tekinn á laugardag þegar hann snæddi kvöldverð á heimili „föður pakistönsku kjarnorkusprengjunn- ar“, Abdul Qadeer Khan. Rannsókn- arstofan er kennd við Khan, sem varð þjóðhetja í Pakistan þegar fyrsta kjarnorkusprengja múslíma- ríkis var sprengd í tilraunaskyni neðanjarðar undir stjórn hans. Yfirvöld í Pakistan grípa til aðgerða Sjö kjarnorku- vísindamenn handteknir Íslamabad. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.