Morgunblaðið - 24.01.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 24.01.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vildarpunktar með! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 SKIPVERJARNIR tveir sem björguðust er bát þeirra Sigurvin GK hvolfdi í innsiglingunni í Grinda- víkurhöfn rétt fyrir hádegi í gær, voru í björgunarvestum og telja björgunarmenn það hafa skipt miklu um að ekki fór verr. Mennirnir voru kaldir og þrekaðir en með meðvit- und er þeir björguðust. Aðeins rúm- um hálftíma eftir að tilkynning barst frá Neyðarlínu um að bátnum hefði hvolft voru menn úr björgunarsveit- inni Þorbirni í Grindavík búnir að bjarga mönnunum tveimur úr sjón- um. Sjómennirnir voru strax fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. „Ég gæti trú- að því að það hafi skipt höfuðmáli að þeir voru í björgunarvestum og þurftu þess vegna ekki að eyða kröftum í að halda sér á floti heldur aðeins til að verja sig briminu,“ sagði Birkir Agnarsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Í fyrstu talið að þrír menn væru á bátnum Samkvæmt upplýsingum hans barst björgunarsveitinni tilkynning frá Neyðarlínunni kl. 11.17 í gær- morgun um að netabátnum Sigurvin GK-61 hefði hvolft og var þá talið að þrír menn væru um borð en síðar kom í ljós að þeir voru tveir. Sjónar- vottar létu Neyðarlínuna vita af slysinu en samkvæmt lýsingum þeirra fékk báturinn á sig stóra öldu og stakkst framfyrir sig með þeim afleiðingum að annar skipverjanna fór útbyrðis. Hinum tókst að komast út að björgunarbát og hékk utan á honum er hjálpin barst. Netabátinn rak stjórnlaust að brimvarnargarð- inum. Þungur sjór og brim var í innsigl- ingunni er björgunarmenn lögðu af stað aðeins fáeinum mínútum eftir að tilkynningin barst. Björgunar- skipið Oddur V. Gíslason fór fyrst af stað, mannað sex björgunarmönn- um. En vegna erfiðra aðstæðna fóru einnig þrír björgunarsveitarmenn á slöngubátnum Hjalta Frey á stað- inn. Þegar Oddur kom út í innsigl- ingarrennuna var mjög mikið brim en björgunarmenn sáu þar fljótlega mann sem hékk utan í gúmmíbjörg- unarbát. Oddur átti erfitt með að komast að manninum þar sem hann var mjög nærri brimvarnargarðin- um í geysimiklu brimi en slöngubát- urinn Hjalti Freyr átti auðveldara með að athafna sig og komst hann að manninum við gúmmíbátinn. Á með- an Hjalti Freyr flutti skipbrots- manninn til hafnar kom áhöfn Odds auga á hinn skipverja Sigurvins á reki í sjónum skammt utan við eystri brimvarnargarðinn. Þeir hugðust reyna að komast að honum en Hjalta Frey bar fljótlega að aftur og náðist maðurinn um borð í slöngubátinn. Áhöfn Odds fylgdist vel með manninum í sjónum í millitíðinni og var tilbúin að láta til skarar skríða en um borð í skipinu er annar minni bátur. Innan við tíu mínútur liðu að sögn björgunarmanna frá því að fyrri manninum var bjargað og þar til sá seinni var kominn um borð í Hjalta Frey en búið var að bjarga báðum mönnunum rétt fyrir hádegi, aðeins rúmlega hálftíma eftir að björgunarsveitinni barst tilkynning frá Neyðarlínu um slysið. Björgunarskipið fékk á sig þrjú stór brot Í aðgerðunum fékk björgunar- skipið Oddur á sig þrjú stór brot en slapp með skrekkinn að sögn Birkis Agnarssonar, formanns Þorbjarnar. Mennirnir voru báðir með meðvit- und er þeir björguðust og gátu tjáð sig. Þeir voru þó mjög kaldir og þrekaðir. Þeir gátu gefið björgunar- mönnum þær upplýsingar að þeir hefðu verið tveir í bátnum er hann hvolfdi en ekki þrír eins og í fyrstu var talið samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínu. Beðið var eftir end- anlegri staðfestingu frá útgerðinni um fjölda skipverja áður en björg- unaraðgerðum var hætt. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á slysstað í þann mund sem búið var að bjarga báðum mönnunum. Auk þess tóku lögreglumenn og sjúkra- flutningamenn þátt í björgunar- aðgerðunum. Birkir telur að um 30 manns hafi í heildina tekið þátt í að- gerðinni. Björgunarvestin skiptu sköpum Morgunblaðið/RAX Sigurvin GK-61 rak á nokkrum mínútum upp að eystri brimgarðinum við innsiglinguna í Grindavíkurhöfn. Mannbjörg þegar bát með tveimur mönnum innanborðs hvolfdi í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn „VIÐ vorum að keyra niðri á bryggju eins og maður gerir svo oft þeg- ar við sáum ljós frá bát sem var í brimsköfl- unum. Ég sá að alda kom undir bátinn og þá sagði ég að nú færi þessi bátur á hvolf. Það var eins og við manninn mælt, hann fór á hvolf. Hann tók koll- hnís, steyptist fram fyr- ir sig,“ segir Sigurður Steinþórsson við Morg- unblaðið en hann og eig- inkona hans, Anna Hanna Valdi- marsdóttir, urðu vitni að því þegar netabátnum Sigurvin GK-61 hvolfdi í innsiglingunni í Grindavík í gær- morgun. „Við hringdum í 112 strax og við sáum hvað hafði gerst,“ bætir Anna Hanna Valdimarsdóttir við. „Ég sá að einn maður var um borð í bátnum og annar á floti,“ út- skýrir Sigurður. „Þetta gerist mjög snöggt, að- eins á nokkrum mín- útum. Bátnum hvolfdi, rétti sig svo við og rak svo hratt að brimgarð- inum.“ Sigurður segist hafa hlaupið með garðinum til að fylgjast með hvernig mönnunum reiddi af og ef vera kynni að hann gæti aðstoðað. „Ég sá að maðurinn [sem var enn um borð í bátnum] henti sér í gúmmíbátinn en svo hvolfdi gúmmíbátnum og maðurinn úr hon- um. Þá tók ég til fótanna og ætlaði að hlaupa út eftir en þá rak hann vestur eftir garðinum og þar náðu þeir [björgunarmennirnir] honum. Þó að þeir hafi verið fljótir á stað- inn fannst manni þetta vera ógur- lega langur tími.“ Búinn að vera hérna á sundinu sjálfur í basli Sigurður telur að báturinn hafi verið um 200 metra frá brimvarn- argarðinum er honum hvolfdi en það gerðist á augabragði. „Það er svolítið undarlegt að verða vitni að þessu. Maður er bú- inn að vera hérna á sundinu sjálfur í basli,“ segir Sigurður sem er sjó- maður á litlum báti ekki ósvipuðum Sigurvin GK. „Við erum ekki alveg búin að jafna okkur enn, okkur var mjög brugðið,“ sagði Anna Hanna Valdi- marsdóttir er Morgunblaðið ræddi við hana og Sigurð aðeins nokkrum mínútum eftir að mönnunum hafði verið bjargað. „Maður nötrar ennþá.“ Sjónarvottar létu Neyðarlínuna vita er Sigurvin hvolfdi „Hann tók kollhnís og steyptist fram fyrir sig“ Morgunblaðið/RAX Anna Hanna Valdimarsdóttir og Sigurður Steinþórsson voru á bryggjunni í Grindavík er þau sáu bátnum hvolfa. BJÖRGUNARMENNIRNIR sem voru um borð í slöngubátnum Hjalta Frey segja brimið hafa verið mikið þar sem mennirnir tveir voru í sjón- um. „Þeir voru alveg við eystri brim- garðinn, á versta stað,“ sagði einn þeirra en þeir Björn Óskar Andr- ésson, Vilhjálmur Jóhann Lárusson og Hlynur Sæberg Helgason eru all- ir þaulvanir björgunarsveitarmenn þrátt fyrir ungan aldur. Vilhjálmur og Björn eru fæddir árið 1981 en Hlynur er ári eldri. Þeir segjast allir hafa starfað með björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík frá fjórtán ára aldri og að sú reynsla hafi reynst þeim dýrmæt því þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir hafa tekið þátt í umfangsmiklum björgunaraðgerð- um þó að þessi sé að þeirra sögn sú alvarlegasta. Björgunarskipið Oddur V. Gísla- son átti erfitt með að athafna sig vegna grynninga og brims á slysstað en slöngubáturinn, sem er mun lipr- ari, komst að báðum mönnunum og náði þeim úr sjónum. „Við náðum ekki að komast að mönnunum, það var mikið brot og grynningar, þar af leiðandi mátti lítið bera út af,“ segir Agnar Smári Agnarsson skipstjóri á Oddi. Birkir Agnarsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, tekur í sama streng og segir ekkert mega út af bera þegar brimið í inn- siglingunni er jafn mikið og það var í gær er slysið átti sér stað. Björgunarmennirnir þrír á slöngubátnum sögðust því hafa verið mjög hikandi er þeir komu á slysstað rétt á eftir skipinu Oddi. „En menn- irnir voru svo nálægt að það var ekki hægt annað en að kýla á það,“ hafði einn þeirra á orði. „Maður er eiginlega í adrenalín- sjokki,“ sagði Björn Óskar, spurður hvort spennufall fylgi svona vel- heppnaðri björgun. Hinir tóku undir orð hans og sögðu að sér liði mjög vel þó að vissulega væri ekki laust við að spennufall hefði gert vart við sig. Morgunblaðið/RAX Björgunarmennirnir ungu úr Grindavík, þeir Björn Óskar Andrésson, Vil- hjálmur Jóhann Lárusson, Hlynur Sæberg Helgason, Agnar Smári Agn- arsson skipstjóri og Birkir Agnarsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, ræðast við að björgun lokinni í gær, sáttir við dagsverkið. „Þeir voru alveg á versta stað“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.