Morgunblaðið - 24.01.2004, Side 8

Morgunblaðið - 24.01.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Læknadagar Víðtæk naflaskoðun Læknadagar eru ár-legir fræðsludagarfyrir lækna, haldn- ir af Læknafélagi Íslands í samvinnu við framhalds- menntunarráð lækna- deildar Háskóla Íslands. Á Læknadögum sem lauk formlega í gær var boðið upp á fjölbreytta dagskrá um málefni sem snerta fjölmörg læknisfræðileg vandamál. Auk fram- kvæmdanefndar sem sá um skipulagningu Lækna- daga, og Arnór Víkings- son er í forsvari fyrir, hafði Margrét Aðalsteins- dóttir framkvæmdastjóri veg og vanda af allri um- sýslu þingsins. – Hafa Læknadagar verið haldnir reglulega að undanförnu? Þeir hafa verið haldnir árlega að ég held frá því 1993. Lækna- dagar urðu til upp úr framhalds- menntunarnámskeiði fyrir ung- lækna á sjúkrahúsunum en þau hófust upp úr 1980 og síðan var ákveðið að útvíkka Læknadaga yfir í að vera í raun og veru fræðsluráðstefna fyrir alla lækna, bæði unglækna og heimilislækna sem og aðra sérfræðinga. – Hversu langan tíma tekur undirbúningur fyrir Læknadaga? Undirbúningur hefst í mars- mánuði, sem sagt tíu mánuðum fyrir þingið og þetta hefur verið í þeim farvegi að hin ýmsu sér- fræðifélög lækna og ýmsir aðrir hópar lækna senda inn hugmynd- ir að efni og síðan er valið úr og reynt að setja saman dagskrá sem inniheldur efni sem tengist vandamálum líðandi stundar en jafnframt efni sem á að höfða til hinna ýmsu og misleitu hópa lækna. Það sem er mjög skemmtilegt og jákvætt við þetta er hvað læknar eru viljugir að taka þátt í að setja saman dag- skrána og það er gert án nánast nokkurs endurgjalds og ár eftir ár eru sömu aðilar að koma aftur og aftur með nýtt efni. Menn leggja mikinn metnað í dag- skrána og síðan hefur verið reynt að krydda hana með erlendum gestafyrirlesurum. – Þurfið þið að velja og hafna fyrirlesurum og/eða umræðuefn- um? Já, við höfum orðið að hafna u.þ.b. 40 prósent af innsendum hugmyndum núna á síðasta ári. Það byggðist ekki síst á því að við þurftum að hafa fjölbreytni í dag- skránni og kannski voru oft svip- aðar eða sambærilegar óskir sendar inn. – Hvaða þýðingu telur þú að Læknadagar hafi fyrir lækna? Ég held að þeir hafi mikla og vaxandi þýðingu vegna þess að þetta er í raun stærsta innlenda læknasamkoman á hverju ári og hún er ólík flestum öðrum lækna- samkomum að því leyti að þetta er í raun og veru ráðstefna fyrir alla lækna. Og þarna gefst geysi- lega gott tækifæri til að ná fram sjónarmið- um hinna ýmsu hópa. Sem dæmi að þá eru t.d. innan meltingar- færasjúkdóma, melt- ingarlyflæknar, skurðlæknar sem koma að slíkum sjúkdómum og krabbameinslæknar og þessir að- ilar hafa t.d. oftsinnins sameinast um dagskrá og reynt að ná sam- hljóm í því hvernig þeir vilja með- höndla slíka sjúkdóma í samein- ingu. Þannig að þetta hefur verið mjög góður grundvöllur fyrir alls kyns slík verkefni og hefur tekist býsna vel oft á tíðum. – Hvað segja læknar sjálfir? Eru þeir ánægðir með hvernig til hefur tekist í ár? Það er almennt góður rómur gerður að Læknadögum. Við er- um með gæðakönnun í gangi og eigum eftir að fara yfir hana en mér sýnist hljóðið vera gott í mönnum og menn ánægðir með þetta enda er þetta dagskrá sem læknar settu saman sjálfir með aðstoð okkar, framkvæmda- nefndarinnar. Og ég held að þetta hafi geysilega mikið félagslegt gildi líka fyrir lækna og fyrir heil- brigðispólitík í landinu. Við höf- um blandað inn í þetta talsvert af heilbrigðispólitískri umræðu. Við vorum með þing í gær [fyrradag] um heilsuhagfræði og fengum þá valinkunna aðila úr háskóla- samfélaginu til liðs við okkur. Og annað þing héldum við um Alz- heimer og viðhorf samfélags og fjölskyldna til þessa sjúkdóms og buðum þá aðstandendum og öðr- um heilbrigðisstéttum að taka þátt í því. Þannig að þetta er vett- vangur fyrir víðtæka naflaskoðun og skipulagningu og útlistun á vandamálum. – Eru einhver málþing eða um- fjöllunarefni sem standa upp úr að þínu mati? Ég hef sjálfur ekki getað sótt nema lítinn hluta af þessu en ég held að það sé mjög erfitt að gera upp á milli. Það voru fjölmörg at- riði og málþing sem hafa vakið ánægju og verið mjög athyglis- verð á nánast flestum sviðum læknisfræðinnar. – Nú veitið þið verð- laun á Læknadögum. Hvaða verðlaun eru það og fyrir hvað eru þau veitt? Við höfum verið með getraun í gangi daglega um sjúkratilfelli og menn fá að spreyta sig á fullyrð- ingum og svara og við höfum veitt bókaverðlaun fyrir það. Svo erum við með glens í lokin. Við erum með spurningakeppni á milli tveggja liða í Gettu betur-stíl og þar erum við með verðlaun fyrir bæði sigurvegara og fyrir þá sem voru næstbestir. Arnór Víkingsson  Arnór Víkingsson er fæddur 6. nóvember 1959. Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978 og lauk prófi frá lækna- deild Háskóla Íslands 1985. Stundaði sérnám í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum í lyf- lækningum og gigtarsjúkdómum 1988–1995. Hefur unnið á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi frá 1995 og við rannsóknir hjá Lyfjaþróun hf. frá 2000. Maki er Ragnheiður J. Jónsdóttir og eiga þau fjögur börn: Hrafn- hildi, Víking Heiðar, Marinellu og Jón Ágúst. Stærsta inn- lenda lækna- samkoman Verðmæti heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Einar Karl Haraldsson ræðir við Birgi Jakobsson, forstjóra St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi, Ragnar Daníelsson lækni og Þórólf Matthíasson, hagfræðing um heilbrigði og hagþróun, miðstýringu og markaðsbúskap og eftirspurn og framboð. Á ÚTVARPI SÖGU, 99,4 Í DAG KL. 13:00 ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.